Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 61 IÞROTTIR UNGLINGA Línurnar skýrast í Tommamótinu Fró Andrósi Péturssyni f Vestmannaeyjum. NÚ eftir annan keppnisdag eru Ifnurnar farnar að skýrast f flestum riðlunum. í keppni A liða virðist slagurinn um fyrsta sætið ætla að standa milli ÍA, ÍR, KR, FH eða Víkings. í keppni B liða er staðan óijós- ari og virðist keppnin vera jafnari þar en í keppni B liða. Riðlakeppninni lýkur um hádeg- ið í dag og eftir hádegið hefst keppni í undanúrslitum. Það góða við þessa keppni er að allir leika áfram en enginn dettur út. Þannig að öll liðin fá jafn marga leiki. Tímaáætlunin stenst upp á hár. Öll skipulagning á vegum Týs og Tommahamborgara er til fyrir- myndar og standast allar tímáætl- anir upp á hár. Ef eitthvað er þá er mótið á undan áætlun. Þegar leikmennirnir eru ekki að leika er nóg um að vera fyrir alla. Margir nota tímann til að fara í sund í hinni góðu sundhöll þeirra Vest- mannaeyinga eða þá að æfa knattþrautir fyrir utan barnaskól- ann. Flest liðin haf nú farið í bátsferðirnar sem boðið er upp á og hefur hún hlotið góða lukku hjá keppendunum nema þegar fugl- arnir hafa dritað yfir mannskapinn þegar siglt er inn í hellanna. Búist er við fjölda foreldra og aðstand- enda á mótið í dag enda fer nú að draga til tíðinda. Að sögn allra fararstjóra sem blaðamaður hefur rætt við er gott hljoð í öllunum krökkunum og eru menn hæst- ánægðir með alla skipulagningu á mótinu. Þróttur lá fyrir UBK Blaðamaður fylgdlst með nokkr- um leikjum í gær og var gaman að fylgjast með leikánægju þess- ara yngstu leikmanna. Breiðablik lagði Þrótt bæði í A og B. Leikurinn í A var jafn og spenn- andi en Blikarnir reyndust vera sterkari á endasprettinum. Þór Tjörvi Þórsson og Guðmundur Örn Guðmundsson sáu um mörk UBK en einnig áttu Grétar Sveinsson og Eyþór Sverrisson ágætan leik. Mörk Þróttar gerðu Einar Hjörleifs- son og Asgeir Hjörleifsson en þeirra besti maður var markvörð- urinn Eiríkur Eggertsson sem kom í veg fyrir stærri sigur Breiðabliks. Leikurinn var öllu ójafnari í keppni B liðanna og höfðu Blikarn- ir þar mikla yfirburöi. En Þróttar með Baldur Helgason, Jóhann Baldvinsson og Eddu Garðars- dóttur í fararbroddi börðust vel. En Blikarnir voru of sterkir og Samúel Grétar Samúelsson, Jón Steindór Jónsson, Guðjón Gú- stafsson, Snorri Viðarsson, Valdi- mar Sigurjónsson og Kjartan Örn Haraldsson sáu um mörkin fyrir UBK. Reynir S. kemur á óvart. Lið Reynis frá Sandgerði hefur komið á óvart með góðu liði og skemmtilegri knattspyrnu. Þeir lögðu lið Vals óvænt 1:0 og stóðu vel í liðum ÍR og UBK. Sigurmark Reynis gerði Grétar Hjartarsson með glæsilegri hjólhestaspyrnu sem færustu atvinnumenn hefðu getað verið hreyknir af. Einnig áttu Matthías Guðjónsson og Sigurður Sigurðsson góðan leik hjá Reynis- mönnum. Undir lok leiksins átti síðan Elm- ar Þórsson þrumuskot í þverslá Vals. Valsmenn hefa ekki náð að sýna sitt rétta andlit í þessari keppni hingað til. Margir góðir ein- staklingar eru í liðinu t.d. Ingimar Jónsson og Þorvaldur Hreinsson en þeir hafa ekki náð sman hingað til. í keppni B liðanna hefndu Vals- menn fyrir tapið og sigruðu Reyni örugglega. B lið Vals er sterkt og gæti náð langt í keppninni. Þar eru margir góðir leikmenn og má þar fyrstan telja Ingva R. Halldórsson fyrirliða sem er einn markahæsti leikmaður Tommamótsins í keppni B liða. Einnig var gaman að fylgjast með þeim Arnóri Gunnarssyni og Daða Arnasyni sem báðir áttu góðan leik. Lið Reynis gerði það sem að gat og m.a. leika tvær stúlkur í liðinu þær Dagný Hulda ir Morgunblaðiö/Sigurgeir • Alls eru um 600 krakkar f 6. flokki frá 24 fólögum víðsvegar af landinu á Tommahamborgaramótinu f Vestmannaeyjum. Hór fer skrúðgangan um götur bæjarins í upphafi móts. Erlendsdóttir og Baldvina Karen Gísladóttir og stóðu þær sig með sóma. ÍR með sterkt lið Lið (R er eitt af þeim sigur- stranglegustu í keppninni. Þeir spila skemmtilegan fótbolta og í liðinu eru margir mjög góðir knatt- spyrnumenn. Þar má nefna hinn eldfljóta og leikna sóknarmann Olaf Sigurjónsson og Eið Guðjohn- sen sem greinilega gefur föður 1921 Úrslit ÍBK-Haukar A 2:3 B 5:6 Grótta-Fram A 0:3 B 0:3 Haukar-KR A 0:3 B 0:3 ÍBK-UMFA A 4:2 B 3:0 Víkingur-Víðir A4:1 B 3:0 ÍBÍ-KA A 0:3 B 0:2 Víðir-FH A 0:3 B 0:3 Stjarnan-Vikingur A 1:2 B 1:1 ÍK-Fylkir A 1:3 B 2:0 Týr-Völsungur A2:0 B 1:1 Fylkir-ÍA A 1:3 B 1:3 ÍK-Leiknir A 0:3 B 4:1 Reynir-ÍR A 1:2 B 0:3 Þróttur-UBK A 2:3 B 0:3 Valur-Reynir A0:1 B 3:0 ÍR-Þór A4:1 B 4:1 Morgunblaðiö/Sigurgeir • Það fór vel á með þelm í veðurblfðunnl. Apinn hefur verið lukku- dýr Týrara á mótinu. sínum Arnóri ekkert eftir. Liðið er mjög jafnt og í leiknum gegn Þór frá Vestmannaeyjum gerðu Eiður, Olafur og Róbert Hjálmtýsson mörk ÍR. Þórar mættu hreinlega ofjörlum sínum í þessum leik en þeir börðust vel. Vert er að geta góðrar frammistöðu þeirra Kristins Olafssonar, Jóhanns Sveinssonar og Þorsteins Sveinssonar sem gerði eina mark Þórs í leiknum. Týr lagði Völsung Gestgjafarnir Týr sýndu að þó þeir taki vel á móti gestum utan vallar er ekki gott að mæta þeim á velli. Þetta fengu Völsungar frá Húsavík að reyna. Týrarar léku góða knattspyrnu og reyndust of- jarlar þeirra Húsvíkinga. Mörk þeirr gerðu Reynir Hjálmarsson og Sig- urður Jóelsson. Þar að auki átti Sigurður Guðgeirsson góðan leik í marki Týs. Hjá Völsunum áttu ágætan leik þeir Jónas Einarsson og Snorri Birgisson en þetta var hreiniega ekki þeirra dagur. Það er þó fullvíst að einhverjir af leikmönnum þeirra eiga eftir að leika í 1 .deildinni með Völsunum að nokkrum árum liðn- um. Leikur B liðanna var jafnari og skildu þau jöfn 1:1 eftir baráttu- leik. Guðmundur Viðarsson gerði mark Völsunga en einnig áttu góð- an leik þeir Baldur Aðalsteinsson, Unnar Garðarsson og Aðalsteinn Guðmundsson. Hjá Tý gerði Þór Sigurðsson eina markið. IA lagði Fylki Að vanda senda Skagamenn sterka sveit til keppni á þessu Tommamóti. Þeir verða að teljast líklegir sem eitt af bestu liðum þessarar keppni. Fylkismenn gerðu sitt best og áttu góðan leik gegn þeim en það dugði ekki til. Breki Johnsen (Arna) gerði snemma mark fyrir Fylki en (A svaraði með mörkum Steinþórs Ingimarssonar, Arnþórs Asgríms- sonar og Freys Bjarnasonar. í keppni B liðanna var sama markatala 1:3 fyrir (A og þróaðist sá leikur mjög svipað. Sævar Ström gerði mark Fylkis snemma í leiknum en ÍA svaraði með mörk- um Guðmundar Kristinssonar og Jóns Þórs Haukssonar. Það verður gaman að fylgjast með Skaga- strákunum í úrslitunum í dag og á morgun, en enginn verður samt ósvikinn að sjá góða baráttu Fylk- ismanna. Leiknir úr Breiðholti sýnir tennurnar Leiknisstrákarnir hafa komið skemmtilega á óvart á þessu Tommamóti með góðri fram- komu.góðri knattspyrnu og glæsi- legum æfingabúningum. Þeir hreinlega möluöu ÍK strákana úr Kópavogi sem áttu sinn lélagsta leik til þessa. Þeir Guðmundur Agústsson, Kristinn Bragi Valsson, Haukur Gunnarsson, Róbert Arn- arsson og Þorvaldur Emil Jóhann- esson gerðu mörk Leiknis í þessum leik. ÍK-ingarnir geta mun meira en þeir sýndu í þessum leik. . Helst var það Þórarinn Þórarins-y son sem barðist vel en athygli hefur vakið að hann spilar með í húfu í öllum leikjum. Einnig átti Þój-ður Guðmundsson (Þórðarson- ■- Morgunblaðið/Sigurgeir • Robert Walters, fyrrum heimsmeistari f að haida knetti á _ lofti, sýndi mótsgestum listir sínar. ar fyrrverandi landsliðsmanns) ágæta spretti. B lið ÍK sá um að hefna fyrir ófarir A liðsins og lagði Leikni mjög örugglega. Þeir B liðs drengir hjá ÍK eru enn ósigraðir og til alls líklegir í undanúrslitunum. Þeir Ólafur Júlíusson, Freyr Bjarnason, fyrirliði, Björgvin Sigurgeirsson og Pálmi Sigurgeirsson settu mörk ÍK í þessum leik. Hjá Leikni átti Arnar Jóhannesson góðan leik og bjarg- aði liði sínu frá stærra tapi með því að skora eina mark liðs síns. Einnig átti Hjörtur Steindórsson ágætan leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.