Morgunblaðið - 27.06.1987, Side 41

Morgunblaðið - 27.06.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 41 Heilsuskokk Abyrgðar og IR Dagskrá: 2. vika 1. dagur — Upphitun — Skokka 100 m + ganga 100 m 4 sinnum — Skokka 200 m + ganga 200 m 2 sinnum — Skokka 50 m + ganga 50 m 4 sinnum — Teygjur 2. dagur — Upphitun — Skokka 2.000 m með skokki og göngu til skiptis, 100 m í hvert sinn — Teygjur 3. dagur — Upphitun — Skokka 100 m + ganga 100 m 4 sinnum — Skokka 300 m + ganga 200 m 1 sinni — Skokka 100 m + ganga 100 m 4 sinnum — Teygjur Hollráð vikunnar: íþróttir og áfengi Sérhver íþróttagrein gerir mikl- ar kröfur um einbeitingu og vilja- styrk þess sem iðkar hana og vill ná sem bestum árangri. Þetta á við hvort sem stefnt er að há- marksárangri í einhverri grein eða uppbyggingu líkamans heilsunnar vegna. Neysla áfengis og annarra fíkniefna er líklegri en flest annað til að bijóta niður góðan árangur af líkamsþjálfun og góðan ásetn- ing. Þessu gera afreksmenn í íþrótt- um sér ljósa grein fyrir og fullyrða að áfengisneysla og íþróttir eigi enga samleið. Líkamanum er það töluverð áreynsla að losa sig við áfengi. Áfengisneyslu fylgir því oft þreyta eða slappleiki (lýsir sér m.a. í timb- urmönnum) sem tíma tekur að ná sér eftir. Líkaminn kallar á hvíld. Því getur verið erfítt að hefja að nýju æfíngar sem krefjast áreynslu. Með þessu er vegið að vilja- styrknum sem er nauðsynlegur ef ná á settu marki. Áfengisneysla brýtur því niður það sem þjálfunin byggir upp og því meira sem neysl- an er tíðari og/eða meiri. (Frá Ábyrgð og ÍR.) Verðlagsstofnun: Verðkönnun á filmum Könnunin ekki gölluð og engin mistök gerð Morgunblaðið birti grein eftir Hildi Petersen, framkvæmdastjóra Hans Petersen hf., 13. júní sl. og DV birti sömu grein skömmu síðar. Hildur fjallar um verðkönn- un sem Verðlagsstofnun gerði grein fyrir í maímánuði sl. þar sem gerður var samanburður á verði og verðmyndun á nokkrum vöru- tegundum í Reykjavík og Bergen í Noregi. í grein sinni segir Hildur m.a.: „Til þess að bæta gráu ofan á svart er borið saman CIF-verð á íslandi og FOB-verð í Noregi, sem getur þýtt allt að 8% lægra verð á íslandi." í dæminu um verðmyndun á fílmum sem birt var í greinargerð Verðlagsstofnunar höfðu raun- verulegar upphæðir verið einfald- aðar án þess að það hefði áhrif á hlutfallslegan samanburð. Inn- kaupsverð á fílmunum í dæminu var 125 kr. til íslands. í Noregi var innkaupverðið 90 kr. (þ.e. verðið til íslands var 39,9% hærra). Nákvæmt innkaupsverð á viðkomandi fílmum var hins vegar 123,13 kr. til íslands (CIF-verð) en 88,57 kr. til Noregs (einnig CIF-verð). Verðið til Islands var því í raun 39,0% hærra en til Noregs. Ofangreind athugasemd Hildar Petersen um að borið hafí verið saman CIF-verð á íslandi og FOB-verð í Noregi er því á mis- skilningi byggð. Hildur og fleiri hafa gefið í skyn að verðkönnunin taki ekki til algengra eða mikið seldra vöruteg- unda og hafa bent á einstök dæmi úr greinargerð Verðlagsstofnunar því til stuðnings. Þetta er einnig á misskilningi byggt. Dæmin í greinargerðinni um verðkönnunina voru birt til að gefa mynd af verðmyndun í ein- stökum vöruflokkum í Bergen og Reykjavík óháð því um hvaða vörumerki væri að ræða. Þau voru almennt dæmigerð fyrir verð- myndunina í viðkomandi vöru- flokkum hvort sem um dýra eða ódýra vöru var að ræða, mikið selda eða ekki. Hvað varðar ljósmyndafilmum- ar má nefna að kannað var verð á sex tegundum af fílmum og voru fjórar þeirra fullkomlega sambærilegar í Noregi og íslandi. Vom það bæði mikið seldar filmur og minna seldar. Sama gildir raun- ar um nær alla þá vöruflokka sem umrædd könnun náði til. (Frá Verðlagsstofnun) AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDRÉS MAGNÚSSON bmaiiflokksátök jafnaðar- manna valda ólgu í Perú SÍÐASTLIÐINN þriðjudag bárust þær fréttir út að Luis Alva Castro, forsætisráðherra Perú, hefði beðist lausnar ásamt ráðu- neyti sínu. í Perú er það forseti landsins sem hefur töglin og hagldirnar í stjórn landsins, en því embætti gegnir nú hinn róttæki jafnaðarmaður, Alan Garcia. Hann var kjörinn forseti til fimm ára árið 1985, en samkvæmt stjórnarskránni er honum óheimilt að sækjast eftir kjöri á ný. Af þeim sökum var talið að Castro, sá sem næst gengur forsetanum að völdum, bæði innan stjórnarinnar og í flokki þeirra félaga, yrði næsta sjálf- kjörinn forseti 1990. Garcia er hins vegar sagður ásælast forsetastólinn áfram og talið að hann muni reyna að koma í gegn stjórnarskrárbreytingu þess efnis. Ríkisstjórn Ameríska bylting- arbandalagsins (APRA) hefur orðið mjög ágengt í efna- hagsmálum fram að þessu, m.a. komið verðbólgu úr tæpum 200% niður í 63% á einu ári og aukið hagvöxt svo um munar. Þá ák- vað stjómin einhliða að endur- greiðslur erlendra lána skyldu ekki vera meiri en 10% af út- flutningshagnaði og mæltist það misjafnlega fyrir erlendis, en gerði sitt til þess iðnaður heima fyrir rétti úr kútnum. Hagspek- ingar telja hins vegar að tímar hagsældar séu enn ekki gengnir í hönd í Perú og að efnahagur landsins muna versna mjög á ný á næstunni — ekki síst vegna þjóðnýtingar Garcia á ýmsum sviðum. Helstu höfundar þessara efnahagsráðstafana voru þeir Castro, sem einnig gegndi emb- ætti fjármálaráðherra, og Garcia og hafa þeir notið þess fram á þennan dag, en talið er að með afsögn sinni vilji Castro fírra sig ábyrgð á þeim ógöngum, sem spáð er að Perú rati í á næstunni. Um hvað er deilt? Nú þegar Castro biðst lausnar er þegar farið að hrikta í undir- stöðum efnahags Perú, hagvöxtur minnkar, verðbólga eykst og ókyrrð á vinnumarkaðnum er orð- in veruleg, eins og ljóst varð í allsherjarverkfallinu hinn 19. maí síðastliðinn. Vitað var að Castro vildi komast úr stjóminni, en tímasetningin kom flestum á óvart, meðal annarra forseta landsins, því hálfur sólarhringur leið frá Iausnarbeiðninni þar til hljóð heyrðist úr homi forsetahall- arinnar. Ekki er þó líklegt að Castro hverfí úr augsýn á næst- unni því hann er enn annar varaforseti landsins og áhrifamik- ill þingmaður. Þó svo að Alan Garcia sé enn vinsæll forseti á hann langt í land með að tryggja stuðning við stjómarskrárbreytingu, sem gerði honum kleift að sitja annað Iq'örtímabil. Telja því sumir að Castro geri tillöguna að sinni áður en Garcia tekst að afla henni fylg- is, í trausti þess að hún verði felld og Garcia þar með úr leik árið 1990. Upphaf deilunnar er ekki mál- efnaágreiningur Castros og Garcia, því flestum fréttaaskýr- endum ber saman um að hann sé nær enginn. Hér er um persónu- legan ágreining að ræða. Luis Alva Castro hefur um langt skeið verið einn helsti forystumaður APRA, en þegar flokkurinn þurfti að tilnefna forsetaframbjóðanda sinn árið 1980 beið Castro ósigur fyrir Alan Garcia, sem. er yngri Alan Garcia. og þykir almennt bjóða af sér betri þokka en Castro. Honum þótti þetta súrt í broti, sem von- legt er, en sá fljótt að honum væri í lófa lagið að tryggja sér forsetastólinn árið 1990. Hvort það tekst er svo annað mál, en innanflokksdeilur þeirra félaga komu upp á yfírborðið fyrr í mán- uðinum þegar stungið var upp á Castro sem formanni fulltrúaráðs flokksins. Nái hann kjöri mun það styrkja stöðu hans verulega. Þá þegar lét Garcia það uppi að hann væri andvígur tilnefningunni og sá sem uppástunguna átti hefur verið kærður fyrir aganefnd flokksins. Luis Alva Castro Castro er 45 ára gamall og fæddist í borginni Trujillo. Hann menntaðist í háskóla hersins í Líma og lauk magistersprófí í hagfræði heima í Trujillo. Hann hefur ritað þrjár bækur um suð- ur-amerísk hagfræðimál og frá því að lýðræði komst á í Perú árið 1980 hefur hann verið helsti talsmaður APRA í efnahagsmál- um. Castro hefur ferðast mikið á ferli sínum sem forsætisráðherra, meðal annars tvisvar til Kúbu, en hann og nafni hans Fidel eru góð- ir vinir þrátt fyrir að Perúmaður- inn sé enginn kommúnisti. Castro er hagfræðingur að mennt og með fastmótaðar skoð- anir á hlutunum. Hann hefur kallað Alþjóða gjaldeyrissjóðinn varðhunda hins alþjóðlega banka- auðvalds og segir stofnunina tímaskekkju — hún sé sem fom- leifar frá nýlendutímanum. Castro hefur oft kallað sig andstæðing heimsvaldasinna og er það í fullu samræmi við stefnu flokks hans. Óbilgimi Castros hefur þó haft ýmsar neikvæðar afleiðingar. Al- varlegust var eflaust ákvörðun gjaldeyrissjóðsins í ágúst á síðasta ári að svipta Perú lánsréttindum sínum, þar sem ríkissjómin hefði ákveðið að standa ekki við skuld- P Luis Alva Castro. bindingar sínar. í alþjóða gjald- eyrirsjóðnum em nú 151 ríki. Næsta skref Garcia Vestrænir stjómarerindrekar telja að nú kunni að verða breyt- ingar á efnahagsstefnu stjómar- innar og væntanlega í þá vem að efla tök ríkisins á atvinnuvegum. Jafnframt er talið að forsetinn noti tækifærið og geri myndarleg- ar breytingar á ráðuneyti sínu, þó svo að bróðurparturinn af hin- um 15 ráðhermm stjómarinnar sitji vafalaust áfram. Ljóst er þó að Garcia þarf að vanda valið á forsætisráðherra sínum; sérstak- lega með tilliti til átakanna innan APRA, sem væntanlega munu aukast á næstunni. Sá sem líkleg- astur er talinn til starfans er Armando Villanueva, þingflokks- formaður APRA í öldungadeild þingsins. Hann er þó orðinn heilsuveill, enda 72 ára gamall. Því kann Garcia að velja sér yngri mann í embættið; mann sem hann treystir til þess að vera sér fylgi- spakur — og blóraböggull ef því er að skipta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.