Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND MAGNÚSSON VEGAMOT OG VOPNAGNÝR Kristín Á. Ólafsdóttir: Alþýðu- Guðrún Helgadóttir: Hroki og bandalagsfólk er stimplað sem lítilsvirðing á félögum áberandi svartagallsrausarar. i þingflokknum. Miðstjórn Alþýðubanda- lagsins ræðir skýrslur um vanda og ímynd flokksins í gærkvöldi hófst í Reykjavík fundur miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins þar sem til umræðu eru greinargerðir frá sex forystumönnum flokksins um stöðu hans í ljósi kosningaósigursins í apríl síðastliðn- um. Fundinum lýkur á sunnudag, en þráðurinn verður tekinn upp að nýju á fundi miðstjómar og á landsfundi i haust. Þá má vænta þess að til einhverra tíðinda dragi. Einna liklegast er að Svavar Gestsson bjóðist tíl að láta af formennsku gegn því að helstu andstæð- ingar hans i flokknum, svo sem Kristín Á. Olafsdóttir varaformaður og Ólafur Ragnar Grimsson formaður framkvæmdastjórnar, dragi sig út úr þeim störfum sem þeir gegna nú. Hvort samkomulag tekst á þeim grundvelli er hins vegar óvíst. Og skýrsluraar leiða lika i ljós, hafi menn ekki vitað það áður, að hinn margumtalaði „vandi Álþýðubandalagsins" er miklu djúpstæðari en svo að á honum finn- ist viðunandi lausn með þvi einu að skipta um forystusveit. Ásmundur Stefánsson: Flokkur- inn hefur ekki svarað spuraing- um fólks um stefnu sína. Ólafur Ragnar Grimsson: Raun- hæfur möguleiki að Alþýðu- bandalagið haldi áfram að tapa. Ragnar Araalds: Efnahags- og atvinnustefnan fyrir kosningar ekki merkilegt plagg. Höfundar skýrslanna um stöðu Alþýðubandalags- ins eru Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ, Guðrún _He]gadóttir alþingismaður, Kristín Á. Ólafsdóttir varaformaður flokksins, Ólafur Ragnar Grímsson formaður framkvæmdastjórnar, Ragnar Amalds formaður þing- flokksins og Svavar Gestsson formaður, og eru hinar viðamestu frá Ólafí Ragnari (80 bls.) og Svav- ari (55 bls.). Eins og fram hefur komið hér í blaðinu er í þessum skýrslum yfírleitt talað tæpitungu- laust um ágreiningsmálin í flokkn- um, hvort sem þau lúta að persónulegum samskiptum manna, starfsháttum eða stefnuatriðum. Svo fast og óvægilega er stundum kveð- ið að orði að það er næsta ótrúlegt að hér skuli ýmist vera um að ræða samþingmenn eða nánustu samhetja í flokksstjóminni. Það vekur ekki síður athygli að greinargerðimar leiða í ljós að afstaða flokksins til höfuðatriða stjómmálanna í bráð og lengd er ekki á hreinu. Það virðist einnig vera um það alvarlegur ágreiningur hver hún eigi að vera. Hér er ekki ætlunin að rekja efni skýrslanna heldur staldra við nokkur atriði í þeim sem em forvitnileg og lærdómsrík. Þar er um að ræða lýs- ingar á samskiptum manna og vinnubrögðum innan Alþýðubanda- lagsins, álit alþýðubandalagsmanna á því hver ímynd flokksins í huga almennings er, ágreining flokks- manna um verkalýðshreyfinguna og Þjóðviljann, afstöðu til grundvallar- atriða í stefnumörkun og loks hugmyndir alþýðubandalagsmanna um sjálfa sig. Umræða kæfð Guðrún Helgadóttir segir í skýrslu sinni að Alþýðubandalagið sé í hæsta máta ólýðræðislegur flokkur. Valdið sé í höndum örfárra manna sem lítil eða engin samráð hafi sín á milli. Umræða um viðkvæm ágreinings- efni sé kæfð. Innan þingflokksins sé lítil vinna lögð í að stýra verkum hans og rembist þar hver um annan við að eigna sér ákveðin þingmál. Þrír fyrrverandi ráðherrar flokksins (Svavar Gestsson, Hjörleifur Gutt- ormsson og Ragnar Amalds) leyni því ekki að þeir telji sig öðmm þing- mönnum merkilegri. Hroki og lítils- virðing á félögum sé áberandi í þingflokknum, persónuleg kynni á engan hátt ræktuð og daglegir um- gengnishættir manna í milli heldur óskemmtilegir. Guðrún tekur mörg dæmi þessu til stuðnings og kveðst hafa rætt þetta við oddvita flokksins augliti til auglitis án þess að merki séu um að mark sé á því tekið. Svavar Gestsson hefur einnig ófagrar sögur að segja um sam- skipti alþýðubandalagsmanna. Hann greinir meðal annars frá því að sumarið 1986, þegar flokksforystan reyndi að taka á andstöðu Þjóðvilj- ans við stefnu flokksins gagnvart verkalýðshreyfingunni, hafi hún se- tið „undir stöðugum hótunum frá einstaklingum og hópum innan flokksins". Hann vitnar í Skúla Alex- andersson og talar um að flokkurinn hafi verið í gíslingu fámenns hóps. Þá kvartar Svavar undan stöðugum „lekum“ frá fundum framkvæmda- stjómar og þingflokks og stjómar Útgáfufélags Þjóðviljans, sem hann telur að hafi miðað að því að „koma höggi á aðra félaga." Og hann segir hreint út um þessi atriði: „Ég er ekki í minnsta vafa um að það var ein meginástæðan fyrir ósigri flokksins í kosningunum sl. vor að hann birti af sér mynd sem sundur- þykkur flokkur þar sem alltaf logar allt í innbyrðis átökum, þar sem ein- stakir forystumenn níða flokkinn niður með alls konar orðaleppum hver um annan og þar sem fátt er aðhafst til fijórrar stefnuumræðu." Eftir lýsingar af þessu tagi er eðlilegt að spurt sé um ástæður eða tilefni. Svar Svavars Gestssonar er afdráttarlaust: Hann telur valdabar- áttu einstaklinga „eina megin- - ástæðu" þeirra deilna sem átt hafa sér stað í flokknum. „Um þennan þátt mála verða höfð fá orð í hinum skrifaða texta, en víst er að flokks- menn þekkja allir hvaða vandamál hér er á ferðinni . . .“ segir hann. Hér er spjótunum án nokkurs vafa einkum beint að Ólafi Ragnari Grímssyni, en formennska hans í framkvæmdastjórn flokksins fær þessa einkunn: Framkvæmdastjóm- in hefur orðið „seinvirk, þunglama- leg og gagnslítil". „Staðnaður, leiðinleg- ur, ólýðræðislegur“ Sumarið 1985 birtu fjölmiðlar skýrslu sem nefnd alþýðubandalags- manna hafði tekið saman um stöðu flokksins og ímynd. Niðurstaðan var sú að í huga almennings væri Al- þýðubandalagið „staðnaður, leiðin- legur og ólýðræðislegur“ flokkur. Birting þessarar skýrslu vakti mik'ð uppnám í Alþýðubandalaginu og var deilt um hana á landsfundi flokksins um haustið. Svavar Gestsson telur þessa skýrslu gefa „óheppilega mynd og ruglingslega" af flokknum og spyn Hver kaupir „vöru“ sem sölumennimir sjálfír stimpla óæta? Guðrún Helgadóttir telur skýrsluna hins vegar hafa við rök að styðjast: „ímynd Alþýðubandalagsins er ein- faldlega — hvort sem mönnum líkar það betur eða verr — staðnaður, leið- inlegur og ólýðræðislegur flokkur, eins og haldið var fram í mæðra- skýrslunni margumtöluðu. Brosið er horfíð úr baráttunni, baráttugleðin á bak og burt. Streitan og herpingur- inn er andlit okkar í spegli þjóðarinn- ar.“ Kristín Á. Ólafsdóttir segir í sinni Svavar Gestsson: Hefur setið undir stöðugum hótunum frá ein- staklingum og hópum innan flokksins. skýrslu: „Myndin sem pólitískir and- stæðingar draga upp af Alþýðu- bandalaginu er oft í þá vem að þar fari fólk sem heimtar miðstýringu og forræði í anda stjómarfars Aust- ur-Evrópu. Þetta fólk sé á móti öllum nýjungum, jafnvel tækninni eins og hún leggur sig, og hatist við mark- að, þjónustu og fyrirtæki, svo fremi að þau séu í höndum annarra en ríkis og sveitarfélaga. . . . Alþýðu- bandalagsfólk er stimplað sem svartagallsrausarar — sífellt talandi um það sem aflaga fer og fylgir þá gjaman að rótin sé öfund út í hina velmegandi. Við emm sögð haga okkur sem handhafar sannleika og réttlætis og dæma skoðanaandstæð- inga sem illmenni eða einfeldninga." Ásmundur Stefánsson hefur einn- ig áhyggjur af ímynd Alþýðubanda- lagsins. Hann telur að flokkurinn hafí hreinlega ekki svarað spuming- um kjósenda um ýmis gmndvallarat- riði í stefnu sinni, hvorki í dægurmálum né stefnu til lengri tíma. „Hvers konar sósíalisma vill flokkurinn? Hann er hættur að halda þjóðnýtingu fram sem lausn á öllum þjóðfélagslegum vandamálum. Ég er þeirri afstöðu sammála og tel rétt að segja beint að við viljum nýta kosti hins blandaða hagkerfis." En augljóslega er ekki samstaða um þetta innan Alþýðubandalagsins. Ásmundur rekur síðan fjölmargar spumingar um stefnu flokksins sem gefa verði trúverðug svör við. Þetta em spumingar eins og: „Er Al- þýðubandalagið á móti utanferðum, bílum og videótækjum? Viljum við kvótakerfí í sjávarútvegi? Viljum við háskóla á Akureyri? Hvemig viljum við koma fram markmiðum okkar í byggðamálum? Hvernig eyðum við ótta fólks við vamarlaust ísland? Em há laun eina markmiðið? Er réttlátt að allir séu á sömu launum eða er réttlátt að sumir fái hærri laun en aðrir?“ Hann segir síðan: „Ég hef haldið fjölmargar ræður um flest þessi atriði en eftir að hafa hlustað á suma flokksfélaga að und- anfömu hef ég færst fjær því að átta mig á því hvort Alþýðubanda- lagið á svör við spumingunum." V erkalýðshreyf ing og Þjóðviljinn Ágreiningur alþýðubandalags- manna um verkalýðshreyfinguna og Þjóðviljann tvinnast að nokkm sam- an. Deilt er um þá stefnu sem Alþýðusambandið (undir forystu Ásmundar Stefánssonar) hefur markað í kjaramálum (einkum með febrúarsamningnum 1986 og að- draganda hans). Þjóðviljinn gagn- rýndi þessa stefnu en flokksforystan lagði blessun sína yfir hana. í fram- haldi af því spmttu upp deilumar um yfirráð yfir Þjóðviljanum og að hvaða marki hann ætti að fylgja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.