Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 ÚTVARP/SJÓNYARP Sumar- smellir Stjaman sem skín segir gjaman í dagskrártilkynningu nýjustu útvarpsstöðvarinnar en „skín" Stjaman? Mér virðist ljómi hennar ósköp svipaður og hinna léttu út- varpsstöðvanna, Bylgjunnar og rásar 2, enda er blóminn af þátta- stjómm þessara stöðva þjálfaður af fyrrverandi stjómanda Rásar 2, Þorgeiri Ástvaldssyni, er segja má að hafí hrundið úr vör dægurlagaút- varpi á íslandi með dyggum stuðningi vísra manna. Ernemavon . . . Er nema von að tónlistarívaf léttu stöðvanna sé keimlíkt? Velflestir þáttastjóramir þjálfaðir í sömu búð- unum, á rás 2, og svo hafa hinir liprustu ratað yfír á einkastöðvam- ar, Páll Þorsteinsson, Valdís Gunnarsdóttir og Ásgeir Tómasson yfír á Bylgjuna og þau Inger Anna Aikman, Gunnlaugur Helgason og Þorgeir Ástvaldsson yfír á Stjöm- una. Smæð íslensks samfélags kemur máski hvergi betur í ljós en á öldum ljósvakans? En einnig má segja sem svo að þáttastjóramir séu á vissan hátt fómarlömb hins ein- hæfa engilsaxneska vitundariðnað- ar, þar sem dægurflugumar flögra sína lífsstund inná milli bítlalag- anna. Héltsatt . . . Ég hélt satt að segja þegar ég frétti af Stjömunni að þar væri ætlunin að leita á nýstárleg tónlist- armið, frá dægurflugnabítlasveim- inu að ljúfari tónlist til dæmis í anda Tom Jones eða suður-evr- ópsku rómantíkurinnar. Slíkt tón- listarval hefði markað Stjömunni sérstöðu á ljósvakanum og vafa- laust umtalsverðra vinsælda meðal þess fólks er vill um stund hvfla eyrun á dægurflugnabítlasveiminu. En markaðurinn er svo agnarsmár að sennilega sjá dagskrárstjórar léttu útvarpsstöðvanna ekki aðra leið færa oní vasa auglýsenda en dægHrflugnabítlasveimið er fyllir hér orðið hlustir vinnandi fólks dægurlangt og í þessu efni virðast dagskrársijórar rásar 2, sem ættu nú að vera tiltölulega óháðir auglýs- ingamarkaðinum - hreint ekki bamanna bestir. Var þá ekki eftir meim að slægj- ast á hinum fíjálsa ljósvakasæ, sama tónlistin nánast í hlustum landslýðs hvort sem stillt er á Bylgj- una, Stjömuna eða rás 2. Svo sannarlega létti þungu fargi af landslýð er barokkið á rás 1 þokaði fyrir léttari tónlistarsveiflu nýju útvarpsstöðvanna, en starfsmenn þessara spánnýju stöðva mega nú samt fara að gæta sín á því að festast ekki í plógfarinu. En hvað er til ráða? Ég get ekki ímyndað mér að þáttastjórar léttu útvarps- stöðvanna megni af eigin rammleik að umbylta tónlistardagskránni, því þeir eru tjóðraðir við hljóðnemann klukkustundum saman hvem virk- an dag er Guð gefur. Á rás 2 njóta þessir þáttastjórar að vísu stuðn- ings starfsmanna tónlistardeildar ríkisútvarpsins en ekki virðist sá dyggi stuðningur alltaf duga. En væri ekki ráð að nýta hér tölvu- tæknina rétt einsog við fiskmarkað- inn og fá kerfisfræðing til að hanna forrit er sæi til þess að plötusafnið nýttist 100%, þannig að dægurflug- umar steingleymdu flögruðu á ný um ljósvakann samkvæmt hinni al- kunnu meðalkúrfu, en þar með losnuðu hlustendur máski við sum- arsmellasuðið í þáttastjórunum? Ólafur M. Jóhannesson Stöð 2: Minnisleysi ■■■■ Minnisleysi, O 9 40 bandarísk O spennumynd, er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Ung kona, sem hef- ur orðið fyrir fólskulegri líkamsárás. fínnst út í skógi. Enginn ber kennsl á hana og sjálf man hún ekk- ert af því sem á daga hennar hefur drifíð fram að árásinni. Það reynist því lögreglunni erfítt að koma í veg fyrir að árásarmaður- inn ljúki ætlunarverki sínu. Með aðalhlutverk fara Will- iam Devane, Karen Valent- ine og Eva Marie Saint. Myndin er ekki við hæfi baraa. Spennumyndin Minnisleysi er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. UTVARP © LAUGARDAGUR 27. júní 6.4B Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur." Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesiö úr torustu- greinum dagblaöanna en síðan heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.16 I garöinum með Haf- steini Hafliðasyni. (Endur- tekinn þáttur frá miðviku- degi.) 9.30 f morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. Tilkynningar. 11.00 Tíðindi af Torginu. Brot úr þjóömálaumræöu vik- unnar í útvarpsþættinum Torginu og einnig úr þættin- um Frá útlöndum. Einar Kristjánsson tekur saman. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklað á stóru I dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverris- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdótt- ir. 16.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Stundarkorn í dúr og moll með Knúti R. Magnús- syni. (Þátturinn verður endurtekinn nk. mánudags- kvöld kl. 00.10.) 17.60 Sagan: „Dýrbítur" eftir Jim Kjeldgaard. Ragnar Þor- steinsson þýddi. Geirlaug Þon/aldsdóttir les (6). 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.36 Tónleikar. 20.00 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. 20.30 Úr heimi þjóðsagnanna. Sjötti þáttur:,, Sálin hans Jóns míns" (Máttarvöld í efra og neöra). Umsjón: Anna Einarsdóttir og Sól- veig Halldórsdóttir. Lesari með þeim: Arnar Jónsson. Knútur R. Magnússon og Sigurður Einarsson völdu SJÓNVARP LAUGARDAGUR 27. júní 16.30 íþróttir. Umsjón: Jón Óskar Sólnes. 18.00 Garðrækt. Níundi þáttur. Norskur myndaflokkur í tíu þáttum. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjón- varpiö.) 18.30 Leyndardómar gull- borganna. (Mysterious Cities of Gold) — Sjöundi þáttur. Teikni- myndaflokkur um ævintýri í Suður-Ameríku fyrr á tímum. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Smellir. 20.00 Fréttir og veður. 20.36 Lottó. 20.40 Allt í hers höndum. ('Allo ’Allol) — Þriöji þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur f sjö þáttum. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.16 Sýningarstúlkan. (Funny Face) — Bandarísk dans- og söngvamynd frá 1957. Leikstjóri Stanley Donen. Aðalhlutverk: Audrey Hepburn og Fred Astaire. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 22.55 Augu Láru Mars. (The Eyes of Laura Mars) — Bandarísk spennumynd frá 1978. Leikstjóri Irvin Kers- hner. Aðalhlutverk: Faye Dunaway og Tommy Lee Jones. Myndin er um tisku- Ijósmyndara sem hefur skyggnigáfu og sér fyrir morð. Atriði í myndinni eru ekki við barna hæfi. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 00.46 Dagskrárlok. 6 0 STOD2 LAUGARDAGUR 27. júní § 9.00 Kum, Kum. Teikni- mynd. § 9.20 Jógi bjöm. Teikni- mynd. § 9.40 Alli og íkornarnir. Teiknímynd. § 10.00 Högni hrekkvísi. Teiknimynd. § 10.20 Penelópa puntudrós. Teiknimynd. § 10.40 Silfurhaukarnir. Teiknimynd. §11.05 Herra T. Teiknimynd. §11.30 Fimmtán ára (Fifteen). f þessum þáttum fara ungl- ingar með öll hlutverk. §12.00 Hlé. §15.30 Ættarveldið (Dyn- asty). Samkomulagið er ekki upp á marga fiska hjá Carring- ton-fjölskyldunni. Steven Carrington tekur m.a. þá ákvörðun að yfirgefa frænd- garð sinn vegna andstöðu fjölskyldunnar við brúði hans. §16.16 Halldór Kiljan Lax- ness í Sviðsljósi. Halldór Kiljan Laxness er gestur þáttarins að þessu sinni. Jón Óttar Ragnarsson ræðir við rithöfundinn í til- efni af 85 ára afmæli hans þann 23. apríl síðastliðinn. §17.00 Bíladella (Automania). Sögur herma að Henry Ford hafi hannaö Ford T með það í huga að ekki væri hægt að stuöla að fjölgun mann- kynsins með góðu móti úr aftursætinu. f þessum þætti er kannað hlutverk bílsins í ástamálum mannkynsins. § 17.30 NMA-körfuboltinn. Umsjónarmaður er Heimir Karisson. § 19.00 Lucy Ball. í þessum þætti fær Lucy Shelley Winthers í heim- sókn. 19.30 Fréttir. 20.00 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarískur spennuþáttur með Don Johnson og Philip Michael Thomas í aðalhlut- verkum. Crockett er sakaö- ur um mútuþægni og hann veröur að hreinsa mannorð sinn. § 20.45 Spéspegill (Spitting Image). §21.10 Bráðum kemur betri tíð (We'll meet again). Þessi breski framhaldsþátt- ur lýsir lífinu í smábæ á Englandi í seinni heimsstyrj- öldinni. 11. þáttur. Aðal- hlutverk: Susannah York og Michael J. Shannon. §22.10 Þrjár heitar óskir (Three Wishes of Billy Grier). Bandarísk sjónvarpsmynd með Ralph Macchio, Betty Nuck|ey og Hal Halbrook í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Corey Blechman. Billy Grier er sextán ára gamall. (fljótu bragði mætti ætla að hann væri eins og fólk er flest. En Billy er hald- inn ólæknandi hrömunar- sjúkdómi og á einungis stutt' eftir ólifað. Með það í huga leggur hann af stað út í hinn stóra heim, staðráöinn í því að láta óskir sínar rætast. § 23.40 Minnisleysi (Jane Doe). Bandarísk spennumynd með William Devane, Karen Valentine og Eva Marie Saitn í aðalhlutverkum. Ung kona finnst úti í skógi. Hún hefur orðið fyrir fólskulegri líkamsárás en meira er ekki vitað um hana. Sjálf man hún ekkert af því sem á daga hennar hefur drifið fram að árásinni. Því reynist lögreglunni erfitt aö koma í veg fyrir að árásarmaöurinn Ijúki ætlunarverki sínu. Myndin er ekkl vlA hæfi bama. §01.10 Kórdrengirnir (The Choirboys). Bandarísk kvikmynd gerð eftir einni þekktustu skáld- sögu Joseph Wambaugh. Aðalhlutverk: Charles Durn- ing, James Woods, Lois Gossett, Jr. og Randy Qua- id. Leikstjóri er Robert Aldrich. Höfundur sögunnar, þ.e. Wamþaugh, er fyrrverandi lögreglumaður og þykir gefa einkar raunsæja lýsingu á því upplausnarástandi sem ríkir að tjaldabaki stórborg- ariögreglunnar. f þessari mynd er fjallað um svall- veislur („kóræfipgar") sem lögreglumenn halda til að slaka á þöndum taugum. Myndin er stranglega bönnuA bömum. 3.06 Dagskrárlok. tónlistina. 21.00 Islenskir einsöngvarar. Þuríður Pálsdóttir syngur lög eftir Pál fsólfsson og Björn Franzson. Jórunn Við- ar leikur á píanó. 21.20 Tónbrot. Umsjón: Kristj- án R. Kristjánsson. (Frá Akureyri.) (Þátturinn verður endurtekinn nk. mánudag kl. 15.20.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Stuncfynci Edgar Allan Poe. Viðar Eggertsson les söguna „Bróðjrmorð". 23.00 Sólarlag. Tönlistarþátt- ur i umsjá Ir.gu Eydal. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. Um- sjón: Jón örn Marinósson. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. LAUGARDAGUR 27. júní 01.00 Næturvakt útvarpsins. Þorsteinn G. Gunnarsson stendur vaktina. 6.00 ( bítiö. — Sigurður Þór Salvarsson. 9.03 Með morgunkaffinu. Umsjón: Guömundur Ingi Kristjánsson. 11.00 Fram að fréttum. Þáttur í umsjá fréttamanna út- varpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Laugardagsrásin. Um- sjón: Kristín Björg Þor- steinsdóttir, Sigurður Sverrisson og Stefán Sturla Sigurjónsson. 18.00 Við grillið. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Rokkbomsan. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson. 22.05 Út á lífið. Andrea Jóns- dóttir kynnir dans- og dæguriög frá ýmsum tímum. 00.05 Næturvakt útvarpsins. Óskar Páll Sveinsson stend- ur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.00—19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar á Norðurlandi. LAUGARDAGUR 27. júní 8.00—12.00 Jón Gústafsson á laugardagsmorgni. Jón leikur tónlist úr ýmsum átt- um, lítur á það sem fram- undan er um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 8.00 og 10.00. 12.00—12.10 Fréttir. 12.10—16.00 Ásgeir Tómas- son á léttum laugardegi. Öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttir kl. 14.00. 16.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Hörður Arnar- son kynnir 40 vinsælustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00-19.00 Rósa Guð- bjartsdóttir leikur tónlist og spjallar við gesti. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00—21.00 Laugardags- popp með Haraldi Gíslasyni. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir helg- ina. 23.00— 4.00 Þorsteinn Ás- geirsson nátthrafn Bylgj- unnar heldur uppi helgar- stuðinu. 4.00— 8.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Ólafur Már Björnsson með tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem snemma fara á fætur. , .3 LAUGARDAGUR 27. júní 8.00—10.00 Rebekka Rán Samper. Það er laugardag- ur og nú tökum við daginn snemma með laufléttum tónum sem Rebekka raöar saman eftir kúnstarinnar reglum. 10.00—12.00 Jón Þór Hann- esson. Stjörnufréttir kl. 11.55. 12.00—13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er hafið. Pia athugar hvað er að ger- ast á hlustunarsvæði Stjörn- unnar, umferðarmál, sýningar og uppákomur. 13.00—16.00 Orn Petersen. Helgin er hafin. Hér er örn I spariskapinu og tekur létt á málunum, gantast við hlustendur með hinum ýmsu uppátækjum. 16. 00—18.00 Jón Axel Ólafs- son. Hver veit nema að þú heyrir óskalagið þitt hér? Stjörnufréttir kl. 17.30. 18.00—22.00 Árni Magnús- son. Kominn af stað og hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, 22.00— 3.00 Stjörnuvakt hæ- hóhúllumhæoghoppog- híogtrallalla. Helgi Rúnar Óskarsson. Stjörnufréttir kl. 23.00. 3.00— 8.00 Bjarni Haukur Þórsson. ALFA KftetUtf Éll8lp88<M FM 102,9 LAUGARDAGUR 27. júní 13.00 Skref í rétta átt. Stjórn- endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Daníelsson og Ragnar Schram. 14.30 Tónlistarþáttur. ( um- sjón Hákonar Muller. 16.00 Á beinni braut. Ungl- ingaþáttur. Stjórnendur: Gunnar Ragnarsson og Sæmundur Bjarklind. 17.00 Hlé. 22.00 Vegurinn til lífsins: Tón- listarþáttur með lestri úr Ritningunni. 24.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.