Morgunblaðið - 27.06.1987, Page 6

Morgunblaðið - 27.06.1987, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 ÚTVARP/SJÓNYARP Sumar- smellir Stjaman sem skín segir gjaman í dagskrártilkynningu nýjustu útvarpsstöðvarinnar en „skín" Stjaman? Mér virðist ljómi hennar ósköp svipaður og hinna léttu út- varpsstöðvanna, Bylgjunnar og rásar 2, enda er blóminn af þátta- stjómm þessara stöðva þjálfaður af fyrrverandi stjómanda Rásar 2, Þorgeiri Ástvaldssyni, er segja má að hafí hrundið úr vör dægurlagaút- varpi á íslandi með dyggum stuðningi vísra manna. Ernemavon . . . Er nema von að tónlistarívaf léttu stöðvanna sé keimlíkt? Velflestir þáttastjóramir þjálfaðir í sömu búð- unum, á rás 2, og svo hafa hinir liprustu ratað yfír á einkastöðvam- ar, Páll Þorsteinsson, Valdís Gunnarsdóttir og Ásgeir Tómasson yfír á Bylgjuna og þau Inger Anna Aikman, Gunnlaugur Helgason og Þorgeir Ástvaldsson yfír á Stjöm- una. Smæð íslensks samfélags kemur máski hvergi betur í ljós en á öldum ljósvakans? En einnig má segja sem svo að þáttastjóramir séu á vissan hátt fómarlömb hins ein- hæfa engilsaxneska vitundariðnað- ar, þar sem dægurflugumar flögra sína lífsstund inná milli bítlalag- anna. Héltsatt . . . Ég hélt satt að segja þegar ég frétti af Stjömunni að þar væri ætlunin að leita á nýstárleg tónlist- armið, frá dægurflugnabítlasveim- inu að ljúfari tónlist til dæmis í anda Tom Jones eða suður-evr- ópsku rómantíkurinnar. Slíkt tón- listarval hefði markað Stjömunni sérstöðu á ljósvakanum og vafa- laust umtalsverðra vinsælda meðal þess fólks er vill um stund hvfla eyrun á dægurflugnabítlasveiminu. En markaðurinn er svo agnarsmár að sennilega sjá dagskrárstjórar léttu útvarpsstöðvanna ekki aðra leið færa oní vasa auglýsenda en dægHrflugnabítlasveimið er fyllir hér orðið hlustir vinnandi fólks dægurlangt og í þessu efni virðast dagskrársijórar rásar 2, sem ættu nú að vera tiltölulega óháðir auglýs- ingamarkaðinum - hreint ekki bamanna bestir. Var þá ekki eftir meim að slægj- ast á hinum fíjálsa ljósvakasæ, sama tónlistin nánast í hlustum landslýðs hvort sem stillt er á Bylgj- una, Stjömuna eða rás 2. Svo sannarlega létti þungu fargi af landslýð er barokkið á rás 1 þokaði fyrir léttari tónlistarsveiflu nýju útvarpsstöðvanna, en starfsmenn þessara spánnýju stöðva mega nú samt fara að gæta sín á því að festast ekki í plógfarinu. En hvað er til ráða? Ég get ekki ímyndað mér að þáttastjórar léttu útvarps- stöðvanna megni af eigin rammleik að umbylta tónlistardagskránni, því þeir eru tjóðraðir við hljóðnemann klukkustundum saman hvem virk- an dag er Guð gefur. Á rás 2 njóta þessir þáttastjórar að vísu stuðn- ings starfsmanna tónlistardeildar ríkisútvarpsins en ekki virðist sá dyggi stuðningur alltaf duga. En væri ekki ráð að nýta hér tölvu- tæknina rétt einsog við fiskmarkað- inn og fá kerfisfræðing til að hanna forrit er sæi til þess að plötusafnið nýttist 100%, þannig að dægurflug- umar steingleymdu flögruðu á ný um ljósvakann samkvæmt hinni al- kunnu meðalkúrfu, en þar með losnuðu hlustendur máski við sum- arsmellasuðið í þáttastjórunum? Ólafur M. Jóhannesson Stöð 2: Minnisleysi ■■■■ Minnisleysi, O 9 40 bandarísk O spennumynd, er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Ung kona, sem hef- ur orðið fyrir fólskulegri líkamsárás. fínnst út í skógi. Enginn ber kennsl á hana og sjálf man hún ekk- ert af því sem á daga hennar hefur drifíð fram að árásinni. Það reynist því lögreglunni erfítt að koma í veg fyrir að árásarmaður- inn ljúki ætlunarverki sínu. Með aðalhlutverk fara Will- iam Devane, Karen Valent- ine og Eva Marie Saint. Myndin er ekki við hæfi baraa. Spennumyndin Minnisleysi er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. UTVARP © LAUGARDAGUR 27. júní 6.4B Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur." Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesiö úr torustu- greinum dagblaöanna en síðan heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.16 I garöinum með Haf- steini Hafliðasyni. (Endur- tekinn þáttur frá miðviku- degi.) 9.30 f morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. Tilkynningar. 11.00 Tíðindi af Torginu. Brot úr þjóömálaumræöu vik- unnar í útvarpsþættinum Torginu og einnig úr þættin- um Frá útlöndum. Einar Kristjánsson tekur saman. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklað á stóru I dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverris- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdótt- ir. 16.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Stundarkorn í dúr og moll með Knúti R. Magnús- syni. (Þátturinn verður endurtekinn nk. mánudags- kvöld kl. 00.10.) 17.60 Sagan: „Dýrbítur" eftir Jim Kjeldgaard. Ragnar Þor- steinsson þýddi. Geirlaug Þon/aldsdóttir les (6). 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.36 Tónleikar. 20.00 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. 20.30 Úr heimi þjóðsagnanna. Sjötti þáttur:,, Sálin hans Jóns míns" (Máttarvöld í efra og neöra). Umsjón: Anna Einarsdóttir og Sól- veig Halldórsdóttir. Lesari með þeim: Arnar Jónsson. Knútur R. Magnússon og Sigurður Einarsson völdu SJÓNVARP LAUGARDAGUR 27. júní 16.30 íþróttir. Umsjón: Jón Óskar Sólnes. 18.00 Garðrækt. Níundi þáttur. Norskur myndaflokkur í tíu þáttum. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjón- varpiö.) 18.30 Leyndardómar gull- borganna. (Mysterious Cities of Gold) — Sjöundi þáttur. Teikni- myndaflokkur um ævintýri í Suður-Ameríku fyrr á tímum. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Smellir. 20.00 Fréttir og veður. 20.36 Lottó. 20.40 Allt í hers höndum. ('Allo ’Allol) — Þriöji þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur f sjö þáttum. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.16 Sýningarstúlkan. (Funny Face) — Bandarísk dans- og söngvamynd frá 1957. Leikstjóri Stanley Donen. Aðalhlutverk: Audrey Hepburn og Fred Astaire. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 22.55 Augu Láru Mars. (The Eyes of Laura Mars) — Bandarísk spennumynd frá 1978. Leikstjóri Irvin Kers- hner. Aðalhlutverk: Faye Dunaway og Tommy Lee Jones. Myndin er um tisku- Ijósmyndara sem hefur skyggnigáfu og sér fyrir morð. Atriði í myndinni eru ekki við barna hæfi. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 00.46 Dagskrárlok. 6 0 STOD2 LAUGARDAGUR 27. júní § 9.00 Kum, Kum. Teikni- mynd. § 9.20 Jógi bjöm. Teikni- mynd. § 9.40 Alli og íkornarnir. Teiknímynd. § 10.00 Högni hrekkvísi. Teiknimynd. § 10.20 Penelópa puntudrós. Teiknimynd. § 10.40 Silfurhaukarnir. Teiknimynd. §11.05 Herra T. Teiknimynd. §11.30 Fimmtán ára (Fifteen). f þessum þáttum fara ungl- ingar með öll hlutverk. §12.00 Hlé. §15.30 Ættarveldið (Dyn- asty). Samkomulagið er ekki upp á marga fiska hjá Carring- ton-fjölskyldunni. Steven Carrington tekur m.a. þá ákvörðun að yfirgefa frænd- garð sinn vegna andstöðu fjölskyldunnar við brúði hans. §16.16 Halldór Kiljan Lax- ness í Sviðsljósi. Halldór Kiljan Laxness er gestur þáttarins að þessu sinni. Jón Óttar Ragnarsson ræðir við rithöfundinn í til- efni af 85 ára afmæli hans þann 23. apríl síðastliðinn. §17.00 Bíladella (Automania). Sögur herma að Henry Ford hafi hannaö Ford T með það í huga að ekki væri hægt að stuöla að fjölgun mann- kynsins með góðu móti úr aftursætinu. f þessum þætti er kannað hlutverk bílsins í ástamálum mannkynsins. § 17.30 NMA-körfuboltinn. Umsjónarmaður er Heimir Karisson. § 19.00 Lucy Ball. í þessum þætti fær Lucy Shelley Winthers í heim- sókn. 19.30 Fréttir. 20.00 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarískur spennuþáttur með Don Johnson og Philip Michael Thomas í aðalhlut- verkum. Crockett er sakaö- ur um mútuþægni og hann veröur að hreinsa mannorð sinn. § 20.45 Spéspegill (Spitting Image). §21.10 Bráðum kemur betri tíð (We'll meet again). Þessi breski framhaldsþátt- ur lýsir lífinu í smábæ á Englandi í seinni heimsstyrj- öldinni. 11. þáttur. Aðal- hlutverk: Susannah York og Michael J. Shannon. §22.10 Þrjár heitar óskir (Three Wishes of Billy Grier). Bandarísk sjónvarpsmynd með Ralph Macchio, Betty Nuck|ey og Hal Halbrook í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Corey Blechman. Billy Grier er sextán ára gamall. (fljótu bragði mætti ætla að hann væri eins og fólk er flest. En Billy er hald- inn ólæknandi hrömunar- sjúkdómi og á einungis stutt' eftir ólifað. Með það í huga leggur hann af stað út í hinn stóra heim, staðráöinn í því að láta óskir sínar rætast. § 23.40 Minnisleysi (Jane Doe). Bandarísk spennumynd með William Devane, Karen Valentine og Eva Marie Saitn í aðalhlutverkum. Ung kona finnst úti í skógi. Hún hefur orðið fyrir fólskulegri líkamsárás en meira er ekki vitað um hana. Sjálf man hún ekkert af því sem á daga hennar hefur drifið fram að árásinni. Því reynist lögreglunni erfitt aö koma í veg fyrir að árásarmaöurinn Ijúki ætlunarverki sínu. Myndin er ekkl vlA hæfi bama. §01.10 Kórdrengirnir (The Choirboys). Bandarísk kvikmynd gerð eftir einni þekktustu skáld- sögu Joseph Wambaugh. Aðalhlutverk: Charles Durn- ing, James Woods, Lois Gossett, Jr. og Randy Qua- id. Leikstjóri er Robert Aldrich. Höfundur sögunnar, þ.e. Wamþaugh, er fyrrverandi lögreglumaður og þykir gefa einkar raunsæja lýsingu á því upplausnarástandi sem ríkir að tjaldabaki stórborg- ariögreglunnar. f þessari mynd er fjallað um svall- veislur („kóræfipgar") sem lögreglumenn halda til að slaka á þöndum taugum. Myndin er stranglega bönnuA bömum. 3.06 Dagskrárlok. tónlistina. 21.00 Islenskir einsöngvarar. Þuríður Pálsdóttir syngur lög eftir Pál fsólfsson og Björn Franzson. Jórunn Við- ar leikur á píanó. 21.20 Tónbrot. Umsjón: Kristj- án R. Kristjánsson. (Frá Akureyri.) (Þátturinn verður endurtekinn nk. mánudag kl. 15.20.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Stuncfynci Edgar Allan Poe. Viðar Eggertsson les söguna „Bróðjrmorð". 23.00 Sólarlag. Tönlistarþátt- ur i umsjá Ir.gu Eydal. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. Um- sjón: Jón örn Marinósson. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. LAUGARDAGUR 27. júní 01.00 Næturvakt útvarpsins. Þorsteinn G. Gunnarsson stendur vaktina. 6.00 ( bítiö. — Sigurður Þór Salvarsson. 9.03 Með morgunkaffinu. Umsjón: Guömundur Ingi Kristjánsson. 11.00 Fram að fréttum. Þáttur í umsjá fréttamanna út- varpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Laugardagsrásin. Um- sjón: Kristín Björg Þor- steinsdóttir, Sigurður Sverrisson og Stefán Sturla Sigurjónsson. 18.00 Við grillið. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Rokkbomsan. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson. 22.05 Út á lífið. Andrea Jóns- dóttir kynnir dans- og dæguriög frá ýmsum tímum. 00.05 Næturvakt útvarpsins. Óskar Páll Sveinsson stend- ur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.00—19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar á Norðurlandi. LAUGARDAGUR 27. júní 8.00—12.00 Jón Gústafsson á laugardagsmorgni. Jón leikur tónlist úr ýmsum átt- um, lítur á það sem fram- undan er um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 8.00 og 10.00. 12.00—12.10 Fréttir. 12.10—16.00 Ásgeir Tómas- son á léttum laugardegi. Öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttir kl. 14.00. 16.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Hörður Arnar- son kynnir 40 vinsælustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00-19.00 Rósa Guð- bjartsdóttir leikur tónlist og spjallar við gesti. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00—21.00 Laugardags- popp með Haraldi Gíslasyni. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir helg- ina. 23.00— 4.00 Þorsteinn Ás- geirsson nátthrafn Bylgj- unnar heldur uppi helgar- stuðinu. 4.00— 8.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Ólafur Már Björnsson með tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem snemma fara á fætur. , .3 LAUGARDAGUR 27. júní 8.00—10.00 Rebekka Rán Samper. Það er laugardag- ur og nú tökum við daginn snemma með laufléttum tónum sem Rebekka raöar saman eftir kúnstarinnar reglum. 10.00—12.00 Jón Þór Hann- esson. Stjörnufréttir kl. 11.55. 12.00—13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er hafið. Pia athugar hvað er að ger- ast á hlustunarsvæði Stjörn- unnar, umferðarmál, sýningar og uppákomur. 13.00—16.00 Orn Petersen. Helgin er hafin. Hér er örn I spariskapinu og tekur létt á málunum, gantast við hlustendur með hinum ýmsu uppátækjum. 16. 00—18.00 Jón Axel Ólafs- son. Hver veit nema að þú heyrir óskalagið þitt hér? Stjörnufréttir kl. 17.30. 18.00—22.00 Árni Magnús- son. Kominn af stað og hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, 22.00— 3.00 Stjörnuvakt hæ- hóhúllumhæoghoppog- híogtrallalla. Helgi Rúnar Óskarsson. Stjörnufréttir kl. 23.00. 3.00— 8.00 Bjarni Haukur Þórsson. ALFA KftetUtf Éll8lp88<M FM 102,9 LAUGARDAGUR 27. júní 13.00 Skref í rétta átt. Stjórn- endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Daníelsson og Ragnar Schram. 14.30 Tónlistarþáttur. ( um- sjón Hákonar Muller. 16.00 Á beinni braut. Ungl- ingaþáttur. Stjórnendur: Gunnar Ragnarsson og Sæmundur Bjarklind. 17.00 Hlé. 22.00 Vegurinn til lífsins: Tón- listarþáttur með lestri úr Ritningunni. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.