Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 51 þó heill heim. Þegar ég var strákur fór ég nokkrum sinnum með honum í göngur, þar reyndist hann mér enn sem fyrr sannur og góður bróð- ir. Frá Holti fór Jón ekki fyrr en Jóhann og Fanný hættu að búa. Þá tóku við búskap á jörðinni að öllu leyti Sofía dóttir þeirra og eig- inmaður hennar, Guðmundur Þorsteinsson, bróðir okkar Jóns. Við Sofía vorum jafngömul og ferm- ingarsystkin. Hún var góðum gáfum gædd, bráðdugleg og mikil- hæf móðir og eiginkona, en féll frá aðeins 54 ára að aldri. Þá hvíldi sorgarský yfír Svínadal, þó bjart- asti mánuður ársins réði ríkjum. Næstu árin eftir að Jón flutti frá Holti vann hann á skurðgröfum á sumrin en við önnur störf á vet- uma. Frá 1953—1984 var hann fastráðinn starfsmaður hjá Olíu- félagi íslands, lengst af við akstur á olíubílum. Þegar hann hætti hjá Olíufélaginu fyrir aldurs sakir gáfu starfsfélagar hans honum fallega gjöf með áletmðum silfurskildi. Sýnir það vel hvem hug þeir bám til hans. Árið 1953 giftist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Guð- mannsdóttur frá Snæringsstöðum í Svínadal, en Snæringsstaðir standa andspænis Holti að vestanverðu í dalnum. Guðrún er dóttir sæmdar- hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Guðmanns Helgasonar sem lengi bjuggu á Snæringsstöðum, og komu þar upp myndarlegum bamahópi. Fljótlega eftir að þau giftu sig keyptu þau sér íbúð á Mánagötu 22 og bjuggu í henni alla sína bú- skapartíð. Ibúðin var ekki stór en hentaði þeim vel því þau vom bam- laus. Heimilið var ákaflega hlýlegt, smekkvísi og snyrtimennska réðu þar ríkjum og bæði hjónin vom mjög samhent í þeim efnum. Ekki var auður í búi, en traustur og nota- legur efnahagur, áttu þau þægileg- an bíl til eigin afnota og annað eftir því. Þau nutu þess að fá gesti í heimsókn og veita þeim vel. Það var þeim báðum jafneiginlegt, oft var gestkvæmt á heimili þeirra og þangað var alltaf jafn gaman að koma. Af ýmsum ástæðum gat ég ekki komið því við, að vera búinn að skrifa þessar línur fyrir útfarardag- inn, en samt sem áður var ég búinn að taka þá ákvörðun að láta hug minn í ljós, þó seinna yrði. Þegar ég hringdi í Oskar son okkar hjóna sem dvelur á fjarlægum slóðum og sagði honum lát frænda síns, setti hann hljóðan en sagði svo: .,Hann var góður maður.“ Þessi stutta og fallega setning segir í sjálfu sér meira en langt mál. Hún gefur rétta mynd af þeim látna og lýsir hug unga mannsins til frænda síns. Utfarardagurinn var bjartur og fagur og hópur af ættingjum og vinum kom norðan úr Húnavatns- þingi til að fylgja honum hinsta spölinn. Séra Guðmundur Þor- steinsson frá Steinnesi jarðsöng og gerði það með miklum sóma. Hann var greftraður í Gufuneskirkju- garði, en þangað fylgdu margir af þeim nánustu. Blátt og heiðríkt himinhvolfíð og geislar frá skini hækkandi sólar signdu hvílubeðinn hans. Hafþokan beltaði sig um miðjar hlíðar Esjunnar, en brúnimar risu í heiði og allur fjallahringurinn hvert sem litið var. Á eftir voru bomar fram veitingar í Domus Medica. Þegar litið er yfír farinn veg er margs að minnast, samleið okkar bræðranna orðin löng allt frá því ég man fyrst eftir mér sem litlum dreng og til þess síðasta. í huga mínum á ég góðar minn- ingar sem ekki verða frá mér teknar. Þær eru sú rétta og sanna mynd sem ég á og ekki gleymi. Hinsta kveðja okkar hjóna er sam- bland af söknuði og trega og einnig þakklæti fyrir að fá að njóta hans svo lengi. Við biðjum algóðan guð að veita syrgjandi eiginkonu hans huggun og styrk í þungri raun. Bróðurkærleikurinn er sterkur, þau bönd bresta ekki þó leiðir skilji að sinni. Jakob Þorsteinsson 1. {fomAJvAl ZZ. Z. c&snyluAA S.iJasncUvoll 1& ‘h. AasnxJJuAi' 5. éfivJajtJiolí t>. cPAjuAcL 7 * Ja J! J/. 6. MIÍ 9.<36oU 10.SUUxm<ii 11 .éftUÍaximdi XZ.jBíwni 13. fílotsjtlL 25. iPJeaJLhtoli- 74. ipylwn Zti. CýLtUaJxLí IS.íwjUajdusruLu. 21. JUaéaxpJL 1b.3&Jela.(xpoiút^>LwCj It.Jíti ' ' 11.dixmaxX<Ai- 29. c 37. TnýtaxJuisb 38. Jja/diJaJuUl 39. L/Lnasrruj/Tvni to- TnöoLan. 41. líwurruiInJuL 'tZ.iPdfsutttL. m.ÍaÍatlSi^iiaW) ft.cPisndaxJuUt 18.3LoJTS^ .) 30.Jh. 19.5ömsmaJsaX. 31. Jhtksn. 2 ö LfJsSur'ruJ OSSisJsJ. 3 Z. SsÓsruViJl olL Zl.lfáJJurii 33. JcyyJxdioLL 45.. ZZ.JimtUmJujsb 31. JLbs^axJujc Ib.Jii^ Z3 .JivcuUaxAL 35. dJUJYU^[éLWTvmala^)tf}. 2+t UfjaöaJtc 3b. LUyatíaz, 43. JThiíaz 50. dövanrrvrruit ShSaytOs/jrKÁksQ. 51. fotíÁkujMUL SZ.CM.und, 54. JfyU. 55.36sj*xx} Sb.sZffJilxUt 55. JoZQsbJiujoa. Ololw. S9.JbmazMl bO.CjUstdaJdu áÍaJwÁ CfZ.GLrrrvti ÍZ. ðJexjazJJiÍ 64. JtywmaUid b5. SajtaJislíé JhÁ DIoJ&mJi 1953. 73. 'Étxuxöi/n (vwJusn. 19. JansJijLLö 75 JlkúlaJuxö ÚoMixJírUu*/ H.SsteuftJiúamdL 'DLaJsvrokuz UJbiisLuJuii [aSjiz CfLLfxJJdaxti) iMvútfcMö) 79. J Cu> [JZjcMjJxim) SO-OoiufiaÁÁÁúö ÍyjylUW (WcJúmaMjbxi Sl.OZl&mÁájaaa ðírruJxL 'ölajscjvikuz. 8Z K.f: JDeLpöátúnitjeffl 1849 ,t TílyricL-tfuá 1987 71 SilsbrrrUsáfCL [óiuz. uJvjö) efrmaxJi jj £úAnrLJce>t^zs Smári hefur merkt húsin nöfnum þeim sem þau báru áöur en almennt var fariö að nota götuheitin og númer húsa í daglegu tali. 300 ára afmæli Ólafsvíkur: 34 ára gömul ljósmynd endurunnin ólafsvik. VEGNA 300 ára afmælis Ólafsvíkur sem löggilts verslunarstaðar hafa ýmsir minjagripir verið gerðir. Smári J. Lúðviksson húsasmíða- meistari á Rifi hefur unnið upp 34 ára gamla ljósmynd af Ólafsvík og merkt húsin nöfnum þeim sem þau báru áður en almennt var farið að nota götuheitin og númer húsa í daglegu tali. Ljósmynd þessi var tekin 1953 áður en mesta breytingin varð í því að fjar- lægja útihús og eins er búið að rífa sum þeirra húsa sem á myndinni eru eða byggja ný. Smári hefir varið mörgum tómstundum til þessarar iðju sem marg- ir eru honum þakklátir fyrir. Hann sagði fréttaritara að hann hefði átt sín bestu ár í Ólafsvík þegar hann var að nema húsasmíðina og mætti segja að þetta væri unnið í þakkarskyni. Myndir þessar er hægt að fá keyptar innrammaðar með því að panta þær hjá Smára og hafa margir þegar nýtt sér það. Þykir mönnum framtakið hið athyglisverðasta. — Helgi Mynd af Ólafsvík sem Smári J. Lúðvíksson hefur gert eftir 34 ára gamalli ljósmynd. Minning: Sigurður K. Jóns- son frá Huppahlíð Fæddur ll.júní 1906 Dáinn 12. júní 1987 Frændi minn Sigurður Jónsson frá Huppahlíð í Miðfirði er látinn í sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Hann hafði verið vistmaður á öldr- unardeild sjúkrahússins um langt árabil. Ef til vill verða menn að sjá erfiðleika annarra til þess að læra að þakka hvem dag í lífinu. Þann- ig minnist ég þess, þegar ég ung stúlka kom í heimsókn til frænda míns, að ég þurfti margs að spyija. Hann naut ekki þeirrar náðar að ganga heill því frá fæðingu bjó hann við líkamlega fötlun. En aldrei minnist ég þess að hafa heyrt hann kvarta. Það hefur án efa ekki verið létt fyrir hann því hann hafði sterka skapgerð og gat á stundum byrst sig. í hvert sinn sem fundum okkar bar saman sýndi hann af sér sömu ástúð og umhyggju. Samt finn ég að ég hafði ekki kynnst honum í raun og fyrr en ég bjó um nok- kurra ára skeið á Hvammstanga. Þá urðu líka heimsóknirnar fleiri og samræðumar lengri. Hvetjum manni er það nauðsyn að eiga sér tómstundir og senni- lega engum frekar en þeim, sem á einhvern hátt ganga ekki heilir til skógar. Sigurður frændi minn sat gjaman daglegt með pijóna í höndum og pijónaði ófáa sokka og vettlinga. Það var mér, handa- vinnukennaranum, sem sat við að kenna ungviðinu pijónaskap með meiru, undmnarefni að sjá hve fimlega þessar stóm og sterku hendur léku með ptjónana. Enda þótt Sigurður gerði ekki víðreist um dagana, þá gerði hann sér far um að fylgjast grannt með ættmennum sínum og oft fengum við fréttir af þeim í heimsóknum til hans. Sigurður var fæddur í Huppahlíð í Miðfírði, sonur hjón- anna Þorbjargar Jóhannesdóttur og Jóns Jónssonar. Af systkinum hans lifa nú bræðumir Guðjón og Magnús í Huppahlíð og Guðmund- ur á Dalgeirsstöðum. í Miðfirði vora alla tíð hans heimkynni. Sveitin var honum afar kær og hann talaði af hlýju og virðingu um hana. Hann fylgdist þar grannt með og spurði ávallt tíðinda þegar gestir komu til hans. Einn er sá þáttur í fari hans, sem mér er ljúft að minnast, en það er gjafmildi hans og artar- semi. Og það vora ekki gjafímar sem skiptu máli heldur miklu fremur sá hugur sem að baki bjó. Á slíkum stundum geislaði andlit hans. Eftir að ég fluttist með fjöl- skyldu mína úr nágrenni við hann, þá fann ég að hann fylgdist grannt með hveiju spori okkar og það var notaleg tilfinning að vita af um- hyggju hans. Þegar þessar línur era ritaðar hefur hann hlotið leg á Staðar- bakka í Miðfírði líkt og ættmenni hans sem á undan era gengin. Þar vildi hann fá að hvíla í hjarta þeirr- ar sveitar sem hann taldi í senn einna fegursta og flestum kostum búna allra sveita á landinu. Ég vil þakka frænda mínum fyrir þær stundir, sem við áttum saman og bið góðan Guð að blessa minningu hans. Unnur Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.