Morgunblaðið - 27.06.1987, Side 50

Morgunblaðið - 27.06.1987, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Jón Á. Þorsteins- son frá Holti í Svínadal — Minning Fæddur 14. júní 1910 Dáinn 13. mai 1987 Svo fátækt er orðið og fáskrúðug tjáning vor er fetar sig áfram vor hupr um tregans slóðir. En hvað mundu orð og hámæli geðjast þér. Hljóðastur manna, varstu minn vinur og bróðir. (Guðm. Böðvarsson) Þegar dagurinn er lengstur og nóttin naumast til, og júnísólin skín heitast á móður jörð, sem á þessum tíma er íklædd sínum fegursta skrúða, fæddist hann inn í þá ver- öld sem við lifum og hrærumst í, þessi mannanna böm. Einnig á fögrum vordegi var hann fyrirvaralaust kallaður á burt í síðustu ferðina sem bíður okkar allra. Fráfall hans kom öllum á óvart, þó vissulega væri heilsa hans ekki sterk. Þó mun engan hafa grunað að lífsþráðurinn væri að þrotum kominn. Holt í Svínadal, æskuheimili Jóns, stendur vestan í lágum og grösugum hálsi sem afmarkar Svínadalinn að austanverðu. Þaðan er fagurt um að litast á fögrum vordögum þegar útsýnið fær að njóta sín og umhverfið er klætt sínum fegursta búningi. Allt Svína- dalsfjallið blasir við frá því það fer að rísa upp frá hálsum og heiða- löndum að framanverðu, hækkar svo til norðurs og endar á Reykja- nibbunni sem þversker það frá undirlendi héraðsins. Víða eru brún- ir fjallsins hvassbrýndar og hömram girtar, og næstum aldrei fer allur snjór úr efstu brúnum þar sem fjallið er hæst. Þó er það mjög mismunandi frá ári til árs. Dalurinn er breiður og grösugur en blátært Svínavatnið lokar undirlendi dalsins til norðurs. Lengst í fjarska rísa Strandafjöllin, stórbrotnar hamra- hallir sem setja svip sinn á sjón- deildarhringinn. Heiman frá Holti séð um sumar- sólstöður líður stuttur tími frá þvi sólin sest og þar til hún roðar efstu brúnir fjallsins. Það er fögur sjón sem enginn gleymir sem hana sér. Jón var fæddur á Leysingjastöð- um í Þingi, hann var ekki hjóna- bandsbam, móðir hans var Jenný Jónsdóttir, en hann var samfeðra okkur Geithamrasystkinunum. Móðir Jóns var dóttir Jóns Ásgeirs- sonar á Þingeyram, en hann bar nafn móðurafa síns. Jón á Þingeyram var landsfræg- ur hestamaður, gæddur miklum hæfíleikum sem nýttust ekki sem skyldi. Mikill höfðingi í héraði, gleðimaður og gestrisinn, komst yfir mikinn auð frá föður sínum sem varð að litlu, því honum var eðli- legra að veita en afla. Faðir Jóns á Þingeyrum, Ásgeir Einarsson, var mikill búhöldur og héraðshöfðingi, þingmaður Strandamanna og Húnvetninga í áraraðir. Hann lét byggja Þingeyra- kirkju sem stendur enn í dag óbreytt frá fyrstu hendi. í dag er hún ein af elstu og veglegustu kirkjum sem þjóðin á. Theodór Ambjömsson frá Stóra-Ósi tók saman og gaf út sagnaþætti um Þingeyrafeðga sem era þess virði að þeim sé gaumur gefinn. Til tíu ára aldurs ólst Jón upp með móður sinni sem þá átti heima á Leysingjastöðum hjá Guðjóni bróður sínum, en þau vora sam- feðra. En að þeim tíma liðnum var heilsa móður hans orðin á þann veg að hún gat ekki lengur séð fyrir syni sínum. Var honum þá komið í fóstur að Holti í Svínadal til heið- urshjónanna Fannýjar Jónsdóttur en hún var móðursystir hans, og Jóhanns Guðmundssonar sem var bóndi þar. Jóhann í Holti og faðir okkar Jóns, Þorsteinn á Geithömr- um vora bræðrasynir. Þá var einnig í Holti móðuramma Jóns, Guðbjörg Ámadóttir, og tel ég víst að sterk öfl frá báðum ættum hafi veitt hon- um gott uppeldi og góða aðbúð. Frá þeirri stundu að hann flutti að Holti og til þess síðasta var hann ávallt kenndur við Holt. Holtshjónin, Jóhann og Fanný, áttu þijár dætur sem allar vora yngri en Jón, og*leit hann ætíð á þær sem systur sínar og það sama munu þær hafa endurgoldið honum. Eins og flestir aðrir Svíndælingar á þeim tíma sem Jón var að alast upp, hlaut hann ekki aðra skóla- göngu en þá sem farkennsla í barnaskóla lét í té. Hann var vel greindur, eftirtektarsamur, minn- ugur og sagði vel frá. Hlédrægur að eðlisfari, hógvær og prúður, varð stærri gagnvart samferðafólkinu eftir því sem kynni urðu meiri, ýtti engum til hliðar með þeim ásetn- ingi að standa sjálfur feti framar, vel kynntur meðal sveitunga og samstarfsmanna, sannur vinur vina sinna og brást ekki því trausti sem honum var sýnt. Sterk frændsemi og vinátta tengdu Holt og æskuheimili mitt sterkum böndum, ogvar mikill sam- gangur þar á milli. Ég, sem þessar línur rita, var tíu áram yngri en Jón og yngstur af öllum mínum systkin- um, enda naut ég þess ríkulega. Ungur strákur var ég í bamaskóla í Holti, þá svaf ég fyrir ofan Jón bróður minn og leið vel. Ég man hvað hann lét sér annt um mig og umhyggja hans í minn garð leyndi sér ekki. Þá varð stundum hávaða- samt af glaðværum krökkum í baðstofunni, mikið hlegið og flogist á, en þegar keyrði úr hófí þurfti Jóhann bóndi ekki að segja nema eitt orð svo allt félli í dúnalogn, hans áminning var þannig sögð að við hlutum að hlýða. Hann var einn af þeim góðu mönnum sem bæði var dáður og virtur. Jón var mikill skepnuvinur, ágætur fjármaður og hirti allar skepnur vel, gekk ágætlega um hey og hús, þrifnaður, umhyggja og samviskusemi einkenndi öll hans verk. Ég man hvað hann gekk vel um heyin á vetuma, leysti þau fal- lega og sópaði allt, svo vart fór strá í súginn, ætíð vora mikil hey í Holti, skepnur vel fóðraðar og fym- ingar miklar. Jón var ágætur hestamaður og átti góða reiðhesta. Á þeim áram þegar engir vegir vora komnir í Svínadal og þegar fólk þurfti að bregða sér á milli bæja, ég tala nú • ekki um ef lengra þurfti að fara, þá kom sér vel að vera vel ríðandi, og flestir lögðu í það metnað sinn að eiga góðan reiðhest. Jón var einn úr þeirra hópi sem naut þess að þeysa á gangmjúkum gæðingi og láta frelsið umvefja sig, þegar gæð- ingurinn fór á kostum. Hann gat tekið undir með Einari Ben. þar sem hann kemst svo snilldarlega að orði í einu af kvæðum sínum, „Fákar“. „Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með betra á dauðlegi heimurinn eigi.“ Áram saman fór Jón í göngur á Auðkúluheiði, hann var mjög góður gangnamaður og kunnugur á heið- inni. Það var með hann eins og marga fleiri, hann hlakkaði til haustsins að heyskap loknum, að smala heiðarlöndin, lenda í ævintýr- um, sigrast á erfíðleikum en koma t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AXEL SIGURÐSSON matsveinn, Melgerði 21, Reykjavfk, er látinn. Guðrún Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Axelsdóttir, Axel Ó. Lárusson, Guðmundur Axelsson, Ólavía Lárusdóttir, Axel Axelsson, Steinunn Gunnarsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BERTEL ANDRÉSSON fyrrverandi skipstjóri, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 24. júní. Ólafur M. Bertelsson, Helga Sigurbjarnadóttir, Arnfinnur Bertelsson, Valdís Kjartansdóttir, Andrés E. Bertelsson, Guðmundur Bertelsson, Emilfa Júlfusdóttir og barnabörn. Eiginkona mín, t MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist í Borgarspítalanum aöfaranótt 26. júní. Ragnar Jakobsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SVERRIS EGGERTSSONAR rafvirkjameistara, Aðallandi 9. Stefanía Júniusdóttir, Svandfs Sverrisdóttir, Eggert Á. Sverrisson, Þórhildur Jónsdóttir. Mirmingarkort Borgarspítalans eru seld í upplýslngadeildinni í anddyri spítalans. Þau eru einnigafgreiddísíma 69 66 OOoginnheimt meðgíróseðli. t Konan mín, SIGRÍÐUR JÓNA JÓN ASDÓTTIR frá Eyrarbakka, Kirkjustfg 5, Grindavfk, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 27. júní kl. 14.00. Kristján Hreinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Leiðrétting í undirskrift kveðjuorða hér í Morgunblaðinu í gær um Ársæl Gunnarsson hefur nafn misritast. Undir kveðjuorðinu era fímm nöfn. Er það nafn Óskars S. Þorsteins- sonar, sem misritast hefur og stendur Þorgeirsson. Er hann, og aðrir er hlut eiga að máli, beðinn afsökunar. t Alúðarþakkir færum viö öllum sem heiðruðu minningu, EGGERTS Ó. SIGURÐSSONAR, Smáratúni, Fljótshlíð, við andlát hans og útför og sýndu samúö og vináttu. Bestu þakk- ir til starfsfólks sjúkrahússins á Selfossi. Sigurður V. Eggertsson, Ingibjörg A. Eggertsdóttir, Guðjón A. Eggertsson, Anna Sóley Eggertsdóttir, Smári Eggertsson, Kristinn B. Eggertsson, barnabörn og Guðný H. Geirsdóttir, Steindór Steindórsson, Ebba Málfrfðardóttir, Gfsli Gfslason, Katharfna S. Snorradóttir, Guðrún Sveinsdóttir, barnabarnabörn. t Af einlægu hjarta þökkum við þeim mannfjölda er sýndi samúð og hluttekningu við síðustu lífsgöngu konu minnar, LIUU BJARNADÓTTUR. Hjartans þökk fyrir öll blómin, samúðarskeytin og að ógleymdum hlýjum handtökum sem okkur mæta. Allífsins orka sendi ykkur sveig kærleikans. Blessuð sé minning Lilju Rannveigar. Jón Traustason, Bjarni Jónsson, Skúlagötu 26, Reykjavik, börn, makarog barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför RANNVEIGAR SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR, Stóru-Sandvfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suöurlands. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Kristfn Pálsdóttir, Tómas Magnússon, Rannveig Pálsdóttir, Kristinn Kristmundsson og fjölskyldur. Blóm og skreytingar við öll tœkifœri í Kaupmannahöfn FÆST í BLADASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.