Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 59 Bréfritari kvartar nnHnn lélegu viðhaldi malbikaða knattspyrnuvallarins við Melaskólu og segir að holurnar á vellinum sé stórhættulegar heilsu unglinga. Hann skrifar einnig að ekki sé vanþörf á að setja ný net í mörkin á vellinum og vonar að borgaryfirvöld bregðist skjótt við. Morgunbiaðíð/Bjami Slysagildrur lagð- ar fyrir unglingana Völlurinn við Melaskóla til skammar Kæri Velvakandi! Pyrr var þörf, nú er nauðsyn. Ekki skortir athafnasemi og fram- kvæmdir í Reykjavík um þessar mundir. Ráðist er í hvert stórvirkið á fætur öðru, en eins og venja er þegar farið er offari vilja smáatrið- in gleymast, hlutir sem í raun ættu að teljast til sjálfsagðra vorverka hér í borg. Við Melaskóla er malbikaður knattspymuvöllur, sem ætla mætti að hefði orðið illa úti í sprengju- árás. Völlurinn er alsettur holum, mismunandi djúpum, og eru þær stórhættulegar unglingum, sem gá ekki að sér í hita leiksins. Víst er að tugir manna haltra nú um eftir að hafa komist í tæri við þessar holur og nokkrir hafa hafiiað á sjúkrahúsi. Fyrir þremur árum var völlurinn við Melaskóia í svipuðu ástandi og nú. Borgaryfírvöld gerðu ekkert til að bæta úr því fyrr en foreldrar höfðu látið bréfum rigna yfír dálka dagblaða. Vona ég að nú taki menn tafarlaust við sér og láti svo lítið sem að fylla upp í þessar slysagildr- ur. Engin ástæða er til að láta allt reka á reiðanum þótt börgarsijóm- arkosningar séu nýafstaðnar. Er það von manna að vesturbæingur- inn Davíð Oddsson vinni bráðan bug á þessum vanda. Ekki væri úr vegi að nota tækifærið til að setja ný net í mörkin. Fyrst vakið hefur verið máls á framkvæmdum væri ekki úr vegi að fara örfáum orðum um vegagerð til sveita. Slitlag hefur nú verið lagt víðs vegar og er það til fyrirmynd- ar. Þó er einn sá vegarspotti, sem mjög er fjölfarinn og að sama skapi torfarinn. Hér er átt við þá leið, sem farin er til að skoða Gullfoss og Geysi. Vegurinn er líkastur þvotta- bretti eða gatasigti. Finnst mörgum skjóta skökku við þegar slitlag er lagt á afleggjara í afskekktum byggðum, en sá vegur, sem nánast allir erlendir ferðamenn hér á landi aka einhvem tíma, er iátinn sitja á hakanum. Haltur knattspyrnuáhugamað- ur Þessir hringdu .. Gera verður stórátak í landbúnað- armálum PáU hringdi: „Mig langar til að taka undir með þeim sem lýst hafa hneykslun sinni á því að hundraðum tonna af lambakjöti sé fleygt á sorphaugana til að leysa vandamál landbúnaðar- ins. Fyrir þetta kjöt er ríkið látið borga milljónir króna. Hvers konar menn era það eiginlega sem hafa stjóm á þessum málum? Það þyrfti að kalla þessa menn til ábyrgðar og láta þá standa fyrir máli sínu. Á sama tíma blæs landið upp vegna ofbeitar — hefði ekki verið skyn- samlegra að fækka rollunum í tíma? Gera verður stórátak í landbúnaðar- málum og stjóma þessum málum af einhverri skynsemi framvegis." Gullúr Kvengullúr týndist á leið frá Landspítala niður í Eskihlíð sl. þriðjudag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 93-7550. Konditori Klara hringdi: „Það er rangt sem fram kemur í auglýsingu er birtist í Morgun- blaðinu sl. sunnudag þar sem sagði að Sveinsbakarí hefði opnað fyrsta konditori á íslandi. Á Blönduósi hefur verið starfrækt konditori í um það bil tvö ár og fyrir stuttu opnaði konditori á Dalvík." Guðrún hringdi og gerði at- hugasemd við sömu auglýsingu. Sagði hún að konditori hefði verið starfrækt á hótel Skjaldbreið á sínum tíma og á nokkram öðram stöðum í bænum. Hamstrar Fjórir nýfæddir hamstrar fást gefins. Upplýsingar í síma 51796. Sýning á Keflavíkurgöngu Stórhneykslaður áhorfandi hringdi: „Var sýningin í sjónvarpinu sl. miðvikudagskvöld á Keflavíkur- göngunni til heiðurs sænsku konungshjónunum eða til að þakka sænskum blaðamönnum fyrir lýs- ingar þeirra á okkur síðan íslend- ingar gengu í NATO?" Fjölbreyttir íþróttaþættir á Stöð 2 íþróttaáhugamaður hringdi: „Mig langar til að þakka Stöð 2 fyrir að sýna fjölbreytta íþrótta- þætti, og sérstaklega fyrir körfu- boltann. Það væri gaman að sjá fleiri átakasyrpur frá körfubolta- leikjum." Þingeyri: Aldrei jafn mörg námskeið Þingeyri. ALDREI hefur verið jafn mikið um námskeið á Þingeyri eins og í vor og sumar. Eitt námskeið var í maí á vegum Slysavamafélags íslands og stóð í þijá daga frá morgni til kvölds. Leiðbeinendur vora Guðbjartur Gunnarsson, Þórir Gunnarsson og Höskuldur Einarsson. Tuttugu manns sóttu námskeiðið, áhöfn Framnessins og sjómenn af trillu- bátunum. Þeir félagar vora búnir að halda tvö námskeið á Vestfjörð- um, í Súðavík og á Flateyri. Kennslan var bæði bókleg og verk- leg þ.á.m. reykköfun, fyrirbyggj- andi eldvamir, maður fyrir borð, meðferð slökkvitækja, ofkæling ofl. Er spurt var hvað gera skyldi ef maður ofkældist, stóð ekki á svari kennara: „Ljóst er að oft hefur ranglega verið bragðist við er feng- ist hefur verið við ofkælt fólk. Talað var um að best væri að hátta við- komandi ofan í heitt rúm og helst hjá „feitri" vinnukonu og jafnvel hella slatta af koníaki í viðkom- andi. Þetta er svo sannarlega röng aðferð, miklu betra væri að þjörg- unarmaðurinn setti ninn ofkælda á svalan stað, færði hann úr blautu fötunum og pakkaði hann í teppi og þó með útlimi sér vafða. Síðan væri rétt af björgunarmanninum að hella ofan í sig koníakinu og hvfla sig svo njá „feitu" vinnukon- unni. Sá ofkældi nær best upp hita sjálfur vafínn í teppin." Leiðbeinendur töldu ýmsu ábóta- vant við hafnargarðinn; stigar í vondu standi, handföng léleg og ýmislegt fleira. Þó ekki verra en víða annars staðar — sem væri þó engin málsbót. Úrbóta væri þörf hið bráðasta. Skíðanámskeið var haldið um páska fram á Brekkudal, vel sótt og lauk með keppni og verðlauna- veitingu. Dansnámskeið var í aprfl fyrir böm og fullorðna á vegum æsku- lýðsnefndar Þingeyrarhrepps, fjöl- sótt mjög og lauk með sýningu. Reiðnámskeið var á vegum hestamannafélagsins Storms á skeiðvelli fyrir framan Sanda í Þingeyrarhreppi. Leiðbeinandi var Benedikt Þorbjamarson. Námskeið þetta var vel sótt. V Árlegt sundnámskeið fyrir grannskólanema var haldið á Flat- eyri. Rúta var í ferðum tvisvar á dag. Þau eldri á morgnana, en þau yngri eftir hádegi. Nú síðast hefur starfsfólk Hrað- ftystihússins sest á skólabekk í grannskólanum. Kennarar hafa verið margir, sérfróðir hver á sínu sviði. Fólkinu er skipt í þijá flokka um tuttugu í hveijum hóp og er þetta allt bóklegt þar sem fjallað er um hin ólíkustu efni s.s. vöra-' vöndun, hreinlæti, kaup og kjör, meðferð hráefnis, æskilegt sam- skiptamunstur ofl. Teija fiestir nemendur þetta námskeið gagnlegt mjög en mátt hefði hafa stjómendur með er fjall- að var um góð eða erfíð samskipti, „það hefði skilað betri árangri". Næsta námskeið er tölvunám- skeið er sunnanmenn bjóða upp á. Enn hefur þó ekki verið boðið upp á námskeið í kynfræðslu, iíkiega flestir fullnuma þar, — því böm fæðast engin innan héraðs þótt hér siiji nú bæði ljósmóðir og læknir. Fólki þykir gott að enn skuli þó mega geta böm í Dýrafírði. — Hulda. f ' Bóklegt nám, hluti nemenda ásamt kennara. Metsölublað á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.