Morgunblaðið - 27.06.1987, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987
ást er...
s-z*
TM Reg. U.S. Pat Off —all rights reserved
• 1987 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffínu
rrLF~TTLF~l
Þá er g'asið búið ...
HÖGNI HREKKVtSI
, GBTUfZÐO LXlsiAÐ /aÉR PÁEINASEÐlA?
'ATTO E/TT+ÍVAÐ 5A1ÆRRA ? "
Um mátt bænarinnar
og handleiðslu Guðs
Kæri Velvakandi
Margt er það í daglegu lífí sem
vekur undrun manns. Atvik sem
eru í senn furðuleg en um leið stór-
kostleg og dásamleg. Lífið er jú
eitt stórt kraftaverk í augum
manna þegar þeir skynja smæð
sína fyrir Guði og viðurkenna tak-
mörk sín.
Ég las um daginn viðtal í einu
dagblaðanna við þekktan og vin-
sælan íslenskan söngvara. Þar
sagði hann m.a. frá því að eitt sinn
var hann djúpt sokkinn í áfengis-
bölið og alla þá ömurlegu vanlíðan
sem orsakast af of mikilli
víndrykkju. Þegar áhrifin af
vínandanum hverfa eftir mikla og
langa drykkju þá er líðan manns
líkust kolsvartri steikjandi helvítis-
vist.
Þar sem honum leið sem verst
grípur hann símann og ætlar sér
að hringja í lækni. Hann velur
númer, en þá vill svo til að hann
fær samband við gamlan prest í
staðinn fyrir lækninn. Þeir taka tal
saman og endar samtalið með því
að prestur segist skulu biðja fyrir
honum um leið og þeir slíti símtal-
inu. Okkar ágæti söngvari lagðist
síðan fyrir og veit svo ekki af fyrr
en honum fer snögglega að líða
betur. Hann nær að sofna, og þeg-
ar hann vaknar aftur er hann
fullfrískur og fjörugur.
Atvik sem þessi vekja upp
spumingar. Ekki á þá leið hvort
bænin megni eitthvað, því það
gætu fleiri vitnað um betur en ég,
að hún gerir. Og hef ég þó svo
mörg dæmi um bænasvör frá Guði
til mín persónulega að það myndu
margir kalla svívirðilegustu lygi
ef ég nefndi þau hér. Svo raun-
verulegur og undursamlegur er
Guð.
En spumingamar sem vakna
eru þær hvort það var tilviljun ein
sem réði því að okkar ágæti söngv-
ari fór ekki í „rétt“ númer. Ég efa
að læknirinn hefði getað gert meira
en hinn gerði með bænum sínum,
þó prestur væri. Var þetta tilviljun
eða handleiðsla æðri máttarvalda?
Er kannski sterkara samband á
milli manna en almenningur gerir
sér grein fyrir? Geta menn með
Guðs hjálp náð til þeirra sem þarfn-
ast hjálpar og vilja gefa hana? Við
sem emm kristin þekkjum mátt
bænarinnar og handleiðslu Guðs
þó aðrir dæmi þetta að ofan tilvilj-
un eina. Slík dæmi eru mýmörg.
Fyrir fáum dögum var ég í starfí
mínu á leið á tiltekinn stað á
Stór—Reykjavíkursvæðinu. Þegar
þangað er komið verður mér ljóst
að ég fór á „rangan" stað, hefði
átt að fara annað fyrst. En ein-
mitt vegna þess að ég gerði þessi
„mistök" hitti ég þar fyrir gamlan
vin. Við höfðum ekki hist lengi né
talast við í mörg ár. En þessa „til-
viljun“ kalla ég handleiðslu. Hún
varð til þess að endurvekja og
endumýja kristilegan bróðurkær-
leik og opna leið blessunar kæru
starfi okkar beggja. Kalli hver sem
vill slík dæmi tilviljun í heimi furðu-
verka Guðs.
Einar Ingvi Magnússon
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 13 og 14,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspumir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öUu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvi tíl lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Stj ómarmyndim hef-
ur dregist of lengi
Til Velvakanda
Ráðherrar og þingmenn eru
furðufuglar. Þeir eru eins og krakk-
ar sem eru að rífast um gullin sín.
Þeir em vikum og mánuðum saman
að koma sér saman um hvort þeir
geti myndað ríkisstjórn eða ekki.
Þessir menn eru ekki að hugsa um
þjóðarskútuna eða fólkið í landinu,
þeir hugsa meira um stólana sem
þeim þykir svo vænt um að þeir
vilja ekki missa þá. Nei, við kjósend-
ur þurfum að fara að sýna þeim
alvöruna með því að fá ungt fólk á
þing sem væri þjóðhollara en þessir
menn. Það hefði átt að vera nóg
að þeir gerðu út um sín mál á viku.
Við verðum að skipta um þinglið
ef ekki tekst að mynda stóm innan
skamms.
Jóhann Þórólfsson
Víkverji skrifar
Bónda í Húnavatnssýslu þóttu
vinnubrögð Bifreiðaeftirlits
ríkisins allfurðuleg, þegar hann
þurfti að leita til þess á dögunum.
Þannig var að bóndinn keypti
bifreið erlendis og sá sjálfur um að
flytja hana til landsins. Hann leit-
aði til Bifreiðaeftirlitsins í
Reykjavík til að fá bifreiðina skráða
svo hann gæti haldið heim í Vest-
ur-Húnavatnssýslu. Einhverjar
vomur komu á starfsmenn Bifreiða-
eftirlitsins, sem loks gáfu bóndan-
um þau svör að engin H-númer
væru til og því þyrfti hann að fá
Þ-númer á bifreið sína til að bytja
með. Bóndinn hélt því norður í
Húnavatnssýslu á bifreið sinni, Þ-
merktri. Þar sem hann ertil heimilis
í Húnavatnssýslu ber honum að
hafa H-númer á bifreiðinni og því
lét hann umskrá hana, þegar slíkt
númer fékkst. Þá var honum hins
vegar tjáð að hann yrði að greiða
3200 krónur vegna umskráningar-
innar. Bóndinn varð því að greiða
tvisvar fyrir skráningu bifreiðarinn-
ar, eingöngu vegna þess að
H-númer voru ekki til þegar hann
leitaði fyrst ásjár Bifreiðaeftirlits
ríkisins.
XXX
Landsmönnum hefur eflaust
þótt fróðlegt að fylgjast með
því í beinni útsendingu Stöðvar 2
er gestir voru að koma til veizlu
forseta til heiðurs sænsku konungs-
hjónunum. Forvitnilegt var að sjá
hveijir hreppt höfðu þetta mikla
hnoss og þá var ekki síður merki-
legt að sjá hve mörg heiðursmerki
sumir gestanna báru framan á sér.
Víkveiji sá ekki betur en að sumir
embættismenn þjóðarinnar bæru
svo margar orður að þeir ættu í
erfíðleikum með að halda jafnvægi!
Orðuveitingar eru umdeildar og
margir merkir menn telja þær hé-
góma og hafa neitað að taka við
orðunum. Á þjóðhátíðardaginn er
venja að forsetinn hengi orður í
allmarga menn og er nafnalistinn
ætíð fróðlegur að skoða. Oft er fólk
krossað sem komið er á efri ár og
skilað hefur þjóðfélaginu merku
ævistarfí eða embættismenn eru
krossaðir fyrir svokölluð „embætt-
isstörf". Fyrir kemur, en sjaldan
þó, að riddarakrossinn er hengdur
á ungt fólk. Hefur Víkveiji aldrei
getað skilið hvað rétt liðlega þrítug-
ir menn hafa unnið til að það
réttlæti riddarakross.
XXX
Fyrmefnd útsending frá forseta-
veizlunni leiðir hugann að þeir
breytingu sem orðið hefur í sjón-
varpsmálum okkar Islendinga með
tilkomu Stöðvar 2. Á meðan ríkis-
sjónvarpið var einrátt á markaðnum
voru það duttlungar stjómenda þess
sem réðu því hvað sýnt var. Til að
mynda höfðu þeir aldrei neinn
áhuga á því að sýna beint frá úrslit-
um keppninnar um Fegurðardrottn-
ingu Islands, sem í öllum öðrum
löndum þykir eftirsóknarvert sjón-
varpsefni. En þegar leið að síðustu
keppni brá svo við að ríkissjón-
varpið fékk brennandi áhuga á að
sýna frá keppninni og var tilbúið
að yfirbjóða Stöð 2, sem einnig
hafði áhuga á efninu. Svo fór að
ríkissjónvarpið varð ofan á og sýndi
beint frá keppninni. Veit Víkveiji
af eigin reynslu að geysimikið var
horft á þessa útsendingu. í þessu
tilviku og í mörgum öðrum hefur
samkeppnin orðið til góðs.
XXX
Veðrið í sumar hefur verið ein-
staklega gott það sem af er,
bæði til sjávar og sveita, en í gær
voru reyndar blikur á lofti. Á sama
tíma em rigningar i Evrópu og
miklu kaldara en menn þar eiga
að venjast. Nokkur síðustu ár hafa
verið veðursæl, vetur mildir og bjart
og hlýtt á sumrin. Vonandi er hér
um varanlega veðurbreytingu að
ræða.