Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Samningaviðræður risaveldanna: Meðaldrægum flaugum breytt í skammdrægar? Washington. Reuter. TALSMAÐUR bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfesti á fimmtudag, að í samningaviðræðum við Sovétmenn um uppræt- ingu meðaldrægra kjarnorkuflauga, héldi Bandaríkjastjórn fast í rétt sinn til þess að breyta meðaldrægum flaugum í skammdrægar, eins og tíðkast hefði til þessa. Talsmaður utanríkisráðuneytis- staðinn fyrir Pershing 1A flau- íns, Phyllis Oakley, sagði við fréttamenn að þessi háttur hefði lengi verið hafður á og hefðu Sov- étmenn óspart notfært sér fyrir- komulagið. Aðspurð hvort Bandaríkjastjórn hugsi sér að koma slíkum breyttum flaugum fyrir í Vestur-Þýskalandi sagði Oakley slíkt hugsanlegt, en ekki fyrirhugað. garnar sem orðnar væru gamlar. Sovéskir embættismenn sögðu nýlega að hugmyndir í þessa átt stæðu í vegi fýrir samkomulagi stórveldanna. Oakley svaraði því til að Sovétmenn sköpuðu sjálfir vandamál með því að krefjast þess að samkomulagið nái til Pershing 1A flaugannar í Vestur-Þýska- landi. Bretland: Stjórnin ræðst gegn vinstri- sinnuðum borgarstjómum Blaðið The Washington Post hafði eftir Maynard Glitman, ein- um af samningamönnum Banda- ríkjastjómar í viðræðunum við Sovétmenn að stjóm sín væri að íhuga hvort rétt væri að breyta meðaldrægum Pershing 2 kjama- flaugum í skammdrægar Pershing 1B og flytja þær síðan til Vestur- Þýskalands þar sem þær kæmu í V-Þýskaland: Næturró skal ekki raskað Frankfurt. Reuter. HÁVÆRIR páfagaukar eiga ekki að fá að raska næturró fólks að því er dómstóll i Frankfurt úr- skurðaði í gær. Komst dómstóllinn að þeirri niður- stöðu að eigandi páfagauks, er oft hefur haldið vöku fyrir íbúum þorps- ins Niederursel, í nágrenni borgar- innar Frankfurt, beri að halda gauknum innan dyra eða borga 50.000 marka sekt (um 1 millj.ísl. kr.) ella. Nágrannar höfðu kvartað undan hávaða í fuglinum og hafði undirréttur komist að þeirri niður- stöðu að þeir yrðu að þola skrækina eins og önnur hljóð úr náttúrunni. Eftir yfirburðasigur í nýafstöðn- um þingkosningum hyggst íhalds- flokkurinn nú hrinda í framkvæmd margvíslegum róttækum stefnu- málum, sem flokkurinn segir einkum miða að því að auka frelsi breskra borgara á alla lund. Til að ná slíkum markmiðum hefur ríkis- stjómin nú á pijónunum ýmis lagafrumvörp, sem marka munu margvíslegar breytingar á ýmsum sviðum, ekki síst í menntamálum, húsnæðismálum, skattamálum og atvinnumálum ýmsum. Auk þess mun ríkisstjómin meðal annars beita sér fyrir breytingum á sam- skiptum landsstjómarinnar við bæjar- og sveitarstjómir og hefur íhaldsflokkurinn ekki farið dult með að slíkar breytingar miði m.a. að því að draga úr völdum vinstrisinn- aðra bæjarstjóma, sem íhaldsmenn telja einn helsta dragbítinn á eðli- legt athafnalíf og framfarir í ýmsum stórborgum hér í landi. Vandamál í ýmsum breskum borgum hafa mjög verið í sviðsljós- inu að undanfömu. Er hér einkum um að ræða rótgrónar iðnaðarborg- ir sem átt hafa við mikið atvinnu- leysi að glíma undanfarin ár. Niðurníðsla setur víða svip á ýmsa hluta þessara borga, athafnalíf er meira og minna í lamasessi og glæpum hefur fjölgað. Stjómarand- stæðingar hafa skellt allri skuld á ríkisstjóm Margaret Thatcher og hefur slíkur málflutningur hlotið hljómgrunn meðal íbúa þessara svæða. íhaldsflokkurinn hefur átt þar erfítt uppdráttar og vinstrisinn- aðar borgarstjórnir ráðið ferðinni. Ihaldsflokkurinn heldur því hins vegar fram að vandamál ýmissa breskra borga stafi ekki hvað síst af stefnu þeirra sem þar ráða ferð- inni, bæjarstjómum Verkamanna- flokksins. Þær séu dragbítur á eðlilegt athafnalíf og framtak vegna stefnu sinnar í skattamálum og öðru slíku. Þessu hyggst íhalds- flokkurinn nú snúast gegn og hefur ríkisstjómin því gert umbætur í breskum borgum að einu meginat- riði stefnu sinnar á komandi ámm. „Við ætlum að ráðast gegn þeim sósíalisma sem hefur viðgengist í ýmsum borgum Bretlands, sósíal- isma sem hefur heft framtak einstaklingsins og gert íbúana háða yfirvöldum sem ekkert skynbragð bera á eðlilegt athafnalíf og fram- farir,“ sagði Margaret Thatcher forsætisráðherra, í neðri málstofu breska þingsins á fimmtudaginn í umræðunum um stefnuræðu ríkis- stjómarinnar. Til að ná markmiðum sínum í þessu efni hyggst Íhalds- flokkurinn meðal annars draga úr valdsviði borgarstjóma. Um það sagði Thatcher: „A sama hátt og við tökum völd af verkalýðsforingj- unum og færðum þau í hendur verkamannanna sjálfra, munum við nú veita fólki nýtt frelsi og ábyrgð í menntamálum, húsnæðismálum og öðru því sem lýtur að daglegu lífi í þeirra heimahéraði." Völdin til fólksins Það hefur ekki farið leynt að ríkisstjómin hyggst meðal annars skerða rétt svæðisbundinna stjóma til skattheimtu, sem íhaldsflokkur- inn telur víða alvarlegan hemil á athafnalíf. íhaldsmenn em sann- færðir um að með minnkandi skattheimtu megi hleypa nýju fjöri í athafnalíf ýmissa breskra borga, sem átt hafa erfitt uppdráttar að undanfömu. Stefna verði að því að ýmsir borgarhlutar, sem verið hafa í hálfgerðri niðumíðslu, verði gerð- ar aðlaðandi í augum þeirra sem hyggja á atvinnurekstur og við- skipti. Þannig verði bætt úr at- vinnuleysi en ekki með því að halda athafnalífí í helgreipum skatt- heimtu og afskipta vinstrisinnaðra yfirvalda. Stjómarandstæðingar hafa tekið fálega hugmyndum ríkisstjómar- innar í þessu efni. Segja þeir fráleitt með öllu að bágborið ástand í ýms- um borgarhlutum hér í landi sé sök viðkomandi borgarstjórna. At- vinnuleysið stafi af stjómarstefnu íhaldsflokksins, en ekki stefnu svæðisbundinna stjóma sem reyni að bjarga því sem bjargað verður meðal annars með opinberum að- gerðum í atvinnumálum. Til þess hafí sums staðar þurft aukna skatt- heimtu, en slík skattheimta sé bein afleiðing af stefnu sjálfrar ríkis- stjómarinnar, sem skert hafl ýmsa hefðbundna tekjustofna borgar- stjóma og haldið þeim í fjársvelti. Peres íliðsbón íParís SHIMON Peres, utanríkisráð- herra fsraels, (t.v.) sést hér brosandi á fundi þeirra Jaques Chirac, forsætisráðherra Frakka (t.h.) í París í gær. Peres er stadd- ur í tveggja daga heimsókn í París til að afla sér stuðnings við tillög- ur sínar um alþjóðlega ráðstefnu um ástandið fyrir botni Miðjarðar- hafs, sem leiða myndi til beinna viðræðna ísraela og araba. Forsætisráðherra ísraels, Yitz- ak Shamir, er lítt hrifínn af hugmyndum Peresar um friðar- ráðstefnu og í gær lét hann hafa eftir sér að Gaza-svæðið, sem ísraelar hemámu árið 1967, væri hluti af ríki gyðinga. Utanríkis- málaráðherra Egyptalands brást hinn versti við og sagði að Gaza væri hluti af heimalandi Pa- lestínuaraba, og ísraelsmönnum bæri að yfírgefa svæðið sam- kvæmt samþykktum sameinuðu þjóðanna. Hann sagði ummæli Shamirs ógna friði í Mið-Austur- löndum. Reuter S-Afríka: Rætt við fang- elsaða bar- áttumenn? Jóhannesarborg. Reuter. SUÐUR-Afríkustjórn vill hefja viðræður við fangelsaða bar- áttumenn fyrir auknum réttind- um blökkumanna í landinu, þar á meðal jafnvel Nelson Mandela að því er einn ráðherra stjórn- arinnar sagði í fyrrakvöld. Stoffel van der Merwe, aðstoð- arupplýsingaráðherra, sem P.W. Botha, forseti, fékk nýlega það hlutverk að fá leiðtoga blökku- manna til samningaviðræðna við Pretoríustjóm, lét þessi orð falla í þætti á sjónvarpsstöð blökku- mannas í Suður-Afríku. Sagði hann nauðsynlegt að hinir stríðandi aðilar hæfu viðræður og setti það ekki sem skilyrði að stjómarandstæðingar lýstu sig andvíga ofbeldi áður en hægt væri að ræða við þá, eins og stjóm- völd hafa gert til þessa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.