Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 30. norræna bindindisþinginu lokið: 180 þátttakendur frá öllum Norðurlöndum ÞRÍTUGASTA norræna bindind- isþinginu er nú lokið á Akureyri, en þetta er í þriðja sinn sem slikt þing er haldið hérlendis. 180 full- trúar sóttu þingið frá öllum ALLS hafa 749 manns fengið jákvætt svar um skólavist í Verk- menntaskólanum á haustönn og er það svolítil fækkun frá því i fyrra. Þar af verða fyrsta árs nemar á fjórða hundrað. Af þessum fjölda koma 63% nem- enda frá Akureyri, 18% frá Eyja- Qarðarsvæðinu utan Akureyrar, rúmlega 11% úr báðum Þingeyjar- sýslum og 8% koma lengra að og eru Austfirðingar þar drýgstir. Bemharð Haraldsson, skóla- meistari, sagði í samtali við Morgunblaðið að fella þyrfti niður hársnyrtibraut næsta vetur vegna ónógra umsókna, en í fýrra var fyrst farið að kenna hársnyrtingu í skólanum. Þá innrituðust þrettán nemendur, sem í vetur verða á at- vinnusamningi. Ætlunin var að brúa bilið með nýjum nemendum í vetur. Hársnyrtibraut verður tekin upp aftur að ári liðnu. Þá hefur þurft að fella niður nokkra loka- áfanga á nokkrum iðnbrautum. Bemharð sagði að það væri ekki nokkurt áhyggjuefni þar sem óvenjumargir nemendur hefðu út- skrifast í vor. Nemendum væri oft á tíðum safnað saman í lokaáfang- ana. Norðurlöndunum. Að sögn Áma Einarssonar, starfsmanns Áfengisvamarráðs, var þingið um margt nýstárlegt. Til dæmis kom nú inn nýr þáttur Bernharð Haraldsson Bemharð sagði gott útlit með ráðningar kennara fyrir haustið. Aðeins einn fastráðinn kennari hefði hætt störfum við skólann nú vegna brottflutnings og þyrfti nú að fastráða í heila stöðu í íslensku. Síðan ætti eftir að ráða nokkra stundakennara í hin ýmsu fög. sem fjallar eingöngu um konur og áfengi, en til þessa hafa allar kann- anir beinst að karlmönnum. Þá hafa kristin samfélög innan ráðsins verið með sérstaka fundi. Fjallað hefur verið um umhverfísmál og með hvaða hætti best væri að koma boðskap um áfengisvamir í gegnum fjölmiðla til fólksins. Tveir íslendingar fluttu fram- sögu, þau Tómas Helgason prófess- or og Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður, auk ýmissa erlendra gesta. Slík bindindisþing em haldin á þriggja ára fresti. Þeim er ætlað að miðla upplýsingum manna á meðal og til hinna ýmsu samtaka innan bindindisráðsins. Fjallað er um rannsóknir, sem í gangi em á hveijum stað og sameiginleg verk- efni. Auk þess koma oft gestir annars staðar frá og á nýliðnu þingi sagði sovéskur fulltrúi frá átaki Sovétmanna í áfengisvömum sem leitt hefur til þess að drykkja hefur þar minnkað um helming á örfáum ámm, að hans sögn, úr 8 lítrum af hreinum vínanda á mann á ári í um 4 lítra. Þá bar töluvert á góma verkefni, sem Lionsmenn hafa haft fmmkvæði að og gengur undir nafninu Lions Quest. Um er að ræða þróunarverkefni, sem reynt hefur verið víða í skólum erlendis og er í bígerð að reyna það hér á landi í vetur. Skólaþróunardeild vinnur nú að því að setja saman námsefnið og er því ætlað að vekja böm og unglinga til umhugsunar um áfengi og önnur fíkniefni. Tómas skýrði frá rannsóknum, sem hann hefur stundað á undan- fömum ámm á vegum Háskóla Islands um drykkjuvenjur lands- manna. Guðrún kallaði sinn fyrir- lestur „Fjölskyldan, unglingar og fíkniefni", og fjallaði hann um stöðu unglinga með tilliti til fíkniefna- neyslu og byggði hún fyrirlestur sinn mikið á gögnum hinnar svo- kölluðu framtíðamefndar. V erkmenntaskólinn: 749 hafa fengið inn- göngu næsta haust — þar af 92% úr kjördæminu Akureyringar greiða minnst Norðlendinga fyrir barnagæslu á gæslu- völlum. Mikill verðmun- ur á gjaldskrám gæsluvalla VÍÐAST hvar í kaupstöðum eru starfræktir svokallaðir gæslu- vellir yf ir sumartimann á vegum bæjarfélaganna. Gjaldskrá er ákveðin af félagsmálaráðum við- komandi bæjarfélaga og þær staðfestar venjulega af bæjar- stjórnum. í ljós kom að gjald- skrár þessar eru mjög breytileg- ar, þegar Morgunblaðið gerði smákönnun á þessu hér á norður- horni landsins. Akureyringar selja þijá tíma á gæsluvelli fyrir 25 krónur og eru þar með lægstir í þessu tilliti á meðan Húsvíkingar taka 100 krón- ur fyrir þijá og hálfan tíma. Sigl- fírskir foreldrar þurfa að greiða 30 krónur fyrir allt að fjögurra tíma bamagæslu og Dalvíkingar selja 10 daga kort fyrir 500 krónur, eða 60 krónur ef komið er með bamið í eitt og eitt skipti. Gæsluvellir á höfuðborgarsvæð- inu eru opnir árið um kring, frá kl. 9-12 og kl. 13.30 til 17.00. Hálfur dagurinn þar kostar 20 krónur fyrir hvert bam, en í Kópa- vogi hafa yfirvöld lagt slíkar gjaldskrár til hliðar og taka ekki krónu fyrir slíka vistun, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. aðstæðna. Þeir landsmenn sem hafa minnkað við sig hafa gjaman verið verðlaunaðir með einhverri veiði. Bestu straumflugumar hafa reynst Black Ghost, Dimma og Rektor, einkum nr. 2, en einnig í vaxandi mæli 4 og 6. Silunga- flugurnar Black Gnat, Black Zulu og fleiri hafa einnig reynst vel, svo og eins og áður sagði ýmsar Glaðnar yfir urriðanum „Það er rétt, þetta gekk ekki nógu vel um tíma, en það var ekki vegna þess að það vantaði fískinn, heldur vegna þess að hann var tregur að taka í hitanum og tók grannt, þar af leiðandi misstu menn auk þess talsvert af því litla sem þeir festu í. Þá er þess að geta, að það var einkum smásil- ungurinn sem gaf sig. En þetta hefur verið að breytast aftur, síðasta vika hefur verið ansi góð og menn hafa fengið væna fiska. Geta valið úryfírmálsfíska," sagði Hólmfríður Jónsdóttir á Amar- vatni í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Hólmfríður hafði haldbæra tölu frá mánudagskvöldi, þá höfðu um 740 urriðar veiðst og í ljósi þess að veiði hefur glaðnað verulega síðan er eigi fjarri lagi að talan fari upp undir þúsund fyrir mán- aðamótin. Metveiðisumarið í fyrra veiddust 1.173 fiskar í júní, þetta er því ekki svo ýkja mikið lakara og raunar miklu betri veiði heldur en í meðalári áður en veiðin rauk upp úr öllu valdi tvö síðustu sumr- in. Ástæðan fyrir því að veiðin hefur glaðnað er trúlega sú, að Svíar þeir sem eru nú í ánni nota aðallega púpur og jafnvel þurr- flugur. Það hefur fiskurinn tekið betur í þurrka- og hitatíðinni að undanfömu heldur en stóru straumflugumar sem margir íslensku veiðimannanna nota kannski helst til of mikið í ljósi smáar dökkar púpur. Algengasta stærðin á yfirmálsfiski nú er 2,5 pund að jafnaði, 4 punda fiskar em sæmilega algengir og eitthvað er af 5—6 punda urriða innan um, en ekki mikið. Einna skemmtile- gustu veiði sumarins til þessa veiddi Egill O. Kristinsson, sem var að reyna fyrir sér með þurr- flugu í fyrsta skipti. Hann setti í og landaði 5 punda urriða á slíka flugu nr. 14 og gleymir þeirri glímu trúlega aldrei. Gott en dofnandi í Víðidalsá Um 150 laxar hafa veiðst það sem af er í Víðidalsá og em menn hæst ánægðir með þá framvindu mála. Veiðin fór sérstaklega vel af stað, en hefur dofnað aðeins þegar frá hefur liðið og er um kennt úrkomuleysi og minnkandi vatni samfara hækkandi vatns- hita. Talsverður lax er þó genginn í ána og hefur bæst í safnið að undanfömu. Er fískur kominn um alla á og er það næstum allt stór- lax frá 10 pundum, trúlega er þó ekki langt í að smálaxinn fari að sýna sig. Af þessum 150 löxum em nokkrir 20 punda og upp í 24 pund. Meðalþunginn er sagður milli 12 og 14 pund. Byijunin lo- far góðu í Víðidalsá, en það gildir um hana eins og allar hinar, að ef ekki rignir þá dettur þetta trú- lega meira og minna niður . . . Dauf byrjun í Gljúfurá „Það var sól og blíða, lítið vatn og lítil veiði. Það má segja að allt hafí verið gott nema það sem að veiðinni snéri, veðrið, veiðihú- sið, umhverfíð en við sáum bara einn físk og ég sá ekki betur en að hann væri á leiðinni niður í Norðurá," sagði Ásmundur Ríkharðsson í samtali við Morgun- blaðið í gærdag, en Ásmundur opnaði Gljúfurá ásamt fylgdarliði. „Það vantar rigningu þama, þá lifnar þetta trúlega fljótt," bætti Ásmundur við. Ökuleikni á Húsavík Húsavík. KEPPNI í ökuleikni á bíl á veg- um Bindindisfélags ökumanna fór fram á Húsavík á fimmtu- dagskvöldið. Þetta eru raun- verulega undanrásir, því að í haust mætast sigurvegararnir á hverjum stað í aðalkeppni í Reykjavík. Urslit á Húsavík urðu þessi. í flokki kvenna sigraði María Eiríks- dóttir, önnur var Stella Jónsdóttir og þriðja var Anna Jónsdóttir. í flokki karla sigraði Guðmundur Salómónsson, annar var Jónas Kristjánsson og þriðji Hermann Jó- hannsson. Það má segja að Guðmundur Salómónsson sé leiknasti ökumaður Þingeyinga, því hann hefur sigrað í keppninni á Húsavík fímm sinnum síðan 1978, verið í öðru sæti þrisv- ar og einu sinni í því þriðja. íslands- meistari varð hann 1985. Þetta er skemmtileg íþrótt á að horfa. Mér fínnst að koma ætti upp æfingabrautum eins og þessar keppnisbrautir em, þar sem öku- menn gætu kannað hæfni sína og æft sig ef ástæða virðist til. Það mundi kosta lítið fé. Fréttaritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.