Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 9 Frá Póststofunni í Reykjavík Póstútibúið Reykjavík-5 flytur á Rauðarárstíg 27-29 mánudaginn 29. júní nk. Póstmeistarinn í Reykjavík. Fyrir viðskiptavin okkar auglýsum við til sölu Mercedes Benz 300 TD Turbo diesel, árgerð 1985. Litur: Grænn metallic. Sjálfskiptur, sóllúga, rafm.rúður, litað gler, hljómtæki, aukasæti afturí, sportfelgur. Upplýsingar í símum 33705 og 985-20882. Ræsir hf. Aðeins þetta eina skipti á Suðurlandi! Stuðmenn og Látúnsbarkaleitin á Hótel Örk, Hveragerði í kvöld. í kvöld verður Látúnsbarki Suðurlands valinn á Hótel örk og mun sigurvegarinn síðan taka þátt í lokakeppni í sjónvarpssal 5. júlí. Sérstakur gestur kvöldsins: Addi rokk. Af sérstökum ástæðum er þetta eina skiptið sem Stuðmenn koma fram á Suðurlandi í sumar. Mætið tímanlega. H VERAGERÐI Skoðanakúgun íVíetnam í næstu viku er liðinn áratugur frá því Norð- ur- og Suður-Víetnam voru formlega sameinuð í eitt ríki undir stjórn kommúnista í Hanoi. Fanganefnd PEN-klúbbsins, al- þjóðasamtaka rithöfunda, hvetur til þess að rithöfundar um heim allan noti afmælis- daginn til að setja fram kröfur um að víetnamskir rithöfundar, sem eru í fangelsi fyrir skoðanir sínar, verði látnir lausir. Skyldi marga hafa órað fyrir því á hádögum Víet- nam-stríðsins, þegar fjölmiðlar lýstu skæruliðum og hersveitum kommúnista sem frelsissveitum, að eftir valdatöku þeirra yrði Víetnam fátæktarland ánauðugra þegna fámennrar valdastéttar? 0 Iánauð Hinn 2. júlí næstkom- andi eru liðin tiu ár frá því Norður- og Suður- Víetnam voru sameinuð f eitt ríki undir stíórn valdhafa í Hanoi. Arið áður höfðu skæruliðar Þj óðfrelsisfylkingarinn- ar borið stjómarhersveit- ir í Suður-Víetnam ofurliði. Á fyrstu valda- dögum Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar hrifsuðu kommúnistar innan hennar öll völd i sinar hendur og samheijar þeirra, sem trúðu þvi að tímabil lýðræðis og at- hafnafrelsis væri að renna upp, voru fangels- aðir. F framhaldi af valdaráni kommúnista voru settar á laggimar umfangsmiklar „cndur- hæfingarbúðir" fyrir tugþúsundir stjómarand- stæðinga. Búðir þessar vom í raun fangelsi og þrælkunarvinnubúðir svo sem skýrslur Am- nesty Intematíonal á undanfömum árum em til marks um. Kommúnistar i Víet- nam höfðu sem kunnugt er notíð mikils stuðnings menntamanna á Vesturl- öndum og ef til viU réð það úrslitum um lyktír átakanna í landinu. Vest- rænir menntamenn, ekki sist skáld og rithöfundar, og fjölmiðlungar lýstu skændiðunum í Suður- Víetnam sem „föðurland- svinum" og „frelsissinn- um“ og gerðu óspart gys að þeim „kaldastriðsá- róðri" að þeim væri stjómað frá Hanoi, þar sem kommúnistar réðu ríkjum. Það þótti hámark fjarstæðunnar á þessum árum að voga sér að fuU- yrða að skæruUðar mimdu ekki koma á lýð- ræði og frelsi í Suður- Víetnam, hvað þá að fátækt almennings og almenn kjör mundi versna. Því miður hefur þetta allt gengið eftir. En það sem er einna athygiisverðast er að göngugarpar Vfetnam- nefndanna virðast ekki hafa veitt þessu athygU. Nú em engar Vietnam- nefndar starfandi sem áhyggjur hafa af velferð alþýðunnar i Indó-Kfna. En það er tæpast tilviþ'un að í staðinn höfum við fengið E1 Salvador-nefnd sem styður skæruUða er beijast gegn löglegri ríkisstjóm landsins. Og það er vafalaust heldur ekki tilvilj un að sumir helstu göngugarpar og málsvarar E1 Salvador- nefndarinnar em jafn- framt fyrrverandi forystusauðir Vfetnam- nefndarinnar sálugu. Afskipti PEN Innan PEN-klúbbsins, alþjóðlegra samtaka rit- höfunda, er starfandi sérstök fanganefnd („Writers in Prison Com- mittee" heitir hún á ensku) og er hlutverk hennar að fá rithöfunda, sem em i fangelsi fyrir skoðanir sinar látna lausa. Nýverið sendi formaður nefndarinnar, Thomas von Vegesack, frá sér lista yfir nær hundrað rithöfunda sem em í haldi í „endurhæf- ingarbúðum" f Vietnam. Sumir hafa verið þar aUt frá þvi kommúnistar ko- must tíl valda árið 1975, en aðrir hafa verið skemmri tíma. Allir búa þeir við slæma aðstöðu og sumir i algjörri ein- angrun, þar sem þeir sjá ekki dags(jósið og verða að þola matarskort. Það er tillaga Vegesack (sbr. bréfin hér að ofan) að PEN-félagar um heim allan samhæfi aðgerðir til að knýja á um lausn þessara mnnna úr haldi með þvi að hafa samband við sendiráð eða ræðis- menn Vfetnama í landinu sfnu og vekja athygU fjöl- miðla á málinu. Hann minnir á að 2. júU sé af- mælisdagur sameining- arinnar og ef til viU sé það heppUegur tími fyrir hinar samhæfðu aðgerð- ir, þar sem oft sé mönnum veitt sakarupp- gjöf á tylUdögum ríkja. Væri ekki úr vegi að islenskir PEN-félagar létu heyrast myndarlega i sér á þessum degi. Hætt við fund Athygiisverð er sú frétt að Samtök banda- rískra lögfræðinga (ABA) hafi ákveðið að hætta við þátttöku í ráð- stefnu um mannréttíndi í Riga f Lettlandi f ágúst næstkomandi, en fyrir- hugað var að halda hana í samstarfi við Samtök sovéskra lögfræðinga (ASL). Akvörðun þessi var teltin eftir hörð mót- mæU margra félaga f ABA sem tðldu slika þátt- töku vera lftílsvirðingu á ibúum Lettlands sem ásamt íbúum Lithauga- lands og Eistlands hafa búið við sovéska hersetu frá þvi i siðari heims- styijöldinni. Á það var bent í mót- mælabréfum til ABA að innlimun ríkjanna þriggja í Sovétríkin væri gróft brot á alþjóðalög- um og hefði enn eklti verið viðurkennd af vest- rænum ríkjum. Samtök sovéskra lögfræðinga væru ekki fijáls félaga- samtök, heldur opinber samtök, rekin og fjár- mögnuð af sovéska ríkinu og sem slik fulltrúi þeirrar lögleysu sem framin hefði verið gagn- vart íbúum Eystrasalts- ríkjíinna. Stjóm ABA féllst á þessi rök og taldi eklti viðeigandi að ráðstefnan yrði haldin í Lettlandi. Sú ákvörðun sýnir að þar fara samtök sem hafa kjark til að standa fast á gnmdvallaratriðum. < MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ Rerklev Trilene NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst f nœstu sportvöruverslun. Einkaumboð I. Guðmundsson & Co hf Sfmar: 91-11999-24020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.