Morgunblaðið - 05.08.1987, Side 4

Morgunblaðið - 05.08.1987, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 Guðmundur Magnús- son aðstoðarmaður menntamálaráðherra GUÐMUNDUR Magnússoa blaðamaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráð- herrá. Hann hóf störf í mennta- málaráðuneytinu i gœr, segir i frétt frá menntamálaráðuneyt- inu. Guðmundur er 31 árs að aldri. Hann lauk BA-prófí í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla íslands árið 1980 og M.Sc.-prófi í rökfræði og vísindalegri aðferðafræði frá Lon- don School of Economics árið 1982. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla íslands, kennt við grunn- skóla og var blaðamaður við Tímann 1982-1983. Hann réðst að Morgunblaðinu í ársbyrjun 1984 og hefur starfað þar síðan. Guðmundur er kvæntur Vöku Hjaltalín og eiga þau tvö börn. Guðmundur Magnússon Morgunblaðið/Júlíus Að undanförnu hafa starfsmenn Reykjavíkurborgar slétt svæði austan við Laugardalshöll. Að sögn Þórðar Þ. Þorbjarnarssonar borgarverkfræðings er þetta liður í undirbúningi fyrir Sjávarútvegssýn- inguna, sem haldin verður 19. til 23. september næst komandi. Þarna verða reistir sýningaskálar sem tjaldað verður yfir eins og gert var á fyrri sýnignu. I DAG kl. 12.00: Heimild: Veiurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) Jfr * i 9 % w T W' VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veöur Akureyri 13 láttskýjað Reykjavfk 11 skýjað Bergen 16 léttskýjað Helsinki 16 alskýjað Jan Mayen 4 skýjað Kaupmannah. 12 skúr Narssarssuaq 12 helðskfrt Nuuk vantar Osló 18 skúr Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn 12 hálfskýjað Algarve 26 þokumóða Amsterdam 16 léttskýjað Aþena 28 heiðskfrt Barcelona 27 léttskýjað Berlfn 16 skúr Chicago 22 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 17 skýjað Glasgow 14 skýjað Hamborg 16 skúr Las Palmas 26 léttskýjað London 18 skýjað Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 16 skúr Madrfd 36 heiðskfrt Malaga 31 helðskfrt Mallorca 31 léttskýjað Montreal 22 hálfskýjað NewYork 26 helðskfrt Parfs 20 hélfskýjað Róm vantar Vfn 18 þrumuveður Washington 28 mistur Winnipeg 7 léttskýjað I/EÐURHORFUR í DAG, 05.08.87 YFIRLIT á hádsgi f gær: Fyrir sunnan land er 1028 millibara hæð en kyrrstæð 1000 millibara djúp lægð yfir Skandinavíu. Um 700 km suður af Hvarfi er hægfara 995 millibara djúp lægð. SPÁ: Útlit er fyrir hægviðri eða norðvestan golu á landinu. Skýjað verður á annesjum vestanlands en annars víðast léttskýjað. Hiti á bilinu 10 til 15 stig en þó öllu hlýrra á suðausturlandi. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Hæg breytileg átt. Sums stað- ar skýjað á annesjum fyrir norðan, annars léttskýjað. Hiti á bilinu 8 til 16 stig. y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [~7 Þrumuveður Garðar Kjartansson í Sportvali: Ummæli Guðlaugs um Kringluna með eindæmum „GUÐLAUGUR Bergmann er sá maður sem ég hef litið hvað mest upp til, maður fijálsrar verslunar og samkeppni. En það sem hann lét frá sér fara fyrir helgi um Kringluna er með eindæmum og á alls ekki við þann Gulla sem ég hef haft trú á sem verslunarmanni," sagði Garðar Kjartansson, einn eigenda Sportvals í samtali við Morgunblaðið. Sportval opnar innan skamms nýja verslun í Kringlunni en mun að auki halda áfram rekstri verslunar sinnar við Laugaveg. „Guðlaugur hefur haldið því fram í fjölmiðlum undanfarið að verð á vörum í Kringlunni þurfi að vera hærra en annarsstaðar. Þetta er vit- leysa og hann veit það jafnvel og ég að fólk sem er að setja upp versl- anir þarna hefur lagt ýmislegt á sig. Það hefur jafnvel selt ofan af sér hús, íbúðir og verslanir í miðbænum til þess að fjármagna kaupin í Kringlunni. Guðlaugur hefur sjálfur rekið verslun í einu af dýrustu versl- unarplássum miðbæjarins svo hann ætti að vita hvað það er að reka verslun í dýru húsnæði. Hvemig eig- um við sem rekum verslanir bæði í gamla miðbænum og í Kringlunni að starfa með Samtökunum um gamla miðbæinn ef þessi tónn á að vera ráðandi í samskiptum manna á milli? Nei, kaupmenn eiga að vinna sam- an að uppbyggingu verslunar og Morgunblaðið/Einar Falur Garðar Kjartansson þola samkeppni frá hver öðrum. Það eru orð sem Guðlaugur hefur lagt sér í munn. Hann minnist líka á að illa hafi gengið að selja húsnæði sem hann átti í Kringlunni og kennir ýmsum um það. Hann veit þó sjálfur að vissu jafnvægi verður að halda meðal verslana. Hvemig væri það ef við sætum allt í einu uppi með til dæm- is 40 skóverslanir í Kringlunni? Það væri ekki mjög heppilegt og því nauðsynlegt að einhver stjóm sé á því hvernig verslanir raðast í húsið.“ Agúst helsti slysa- mánuður ársins ÁGÚST er helsti slysamánuður ársins í umferðinni. Þetta kemur fram í yfiriiti yfir slys í um- ferðinni síðustu tólf ár, sem birt var í Ferðafélaganum, blaði Umferðarráðs og íþróttasam- bands lögreglumanna. Yfirlitið byggfii’ á skráningu lögreglunn- ar. Fjöldi slasaðra í umferðarslysum á ári hverju undanfarin 12 ár er um 685 manns. Ágúst er mesti slysamánuðurinn að þessu leyti, en í ágúst slösuðust að meðaltali 77 manns. Júlí kom þar næstur á eft- ir, én í þeim mánuði slösuðust að meðaltali 70 manns. 69 manns slös- uðust í september, 67 í október, 60 í júní, 59 í maí, 54 í nóvember, 51 í mars, 49 í desember, 47 í apríl, 40 í febrúar og 37 í janúar. Slysamesti mánuðurinn á þessu tólf ára tímabili var júlí 1985, en þá slösuðu 120 manns í umferð- inni. Slysaminnsti mánuðurinn var febrúar 1976, en þá slösuðust 19 manns. Slysamesta árið á þessu tímabili var 1985, en þá slösuðust 889 manns í umferðinni, en fæstir slösuðust árið 1976 eða 547.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.