Morgunblaðið - 05.08.1987, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
Minning:
Páll Guðjóns-
son frá Sléttu
Fæddur 21. ágúst 1897
Dáinn 28. júlí 1987
Göngulúinn góðvinur minn allt
frá æsku og bemsku hefur gengið
lífsbraut sína á leiðarenda. Efst í
hug nú, næst hlýrri þökk fyrir kynn-
in kær, er eftirsjá að hafa um alltof
langa stund ekki sinnt þeirri ljúfu
skyldu að sækja heim þennan góð-
k vin og þau hjón, hina góðu granna
um fjölda ára, sem einlæg vinátta
innsiglaði í ágætum samskiptum.
Og fyrr en varir er svo allt um
seinan, mætar minningar allt frá
fyrstu minnisámm mínum þyrpast
að og mynda fallega umgjörð um
lffsmynd hins látna, þar sem far-
sældin var í för, félagslyndi og
glaðlyndi um leið, góðir fylginaut-
ar, sem gerðu Pál ásamt iðni hans
elju og trúmennsku að ágætum
þegn síns þjóðfélags og þökkkum
sönnum dreng um leið, sem fólki
þótti gott að kynnast og eiga vin-
áttu hans.
Eðli hins hyggna og góða bónda
var hans, enda rætur hans í sveit,
lífsstarf hans þar um langan veg
innt af hendi af sömu alúð og ann-
að, hvort sem unnið var að ræktun
lands eða hirðingu búsmala. Nær-
fæmi og umhyggja voru þar
aðalsmerki hans. Hann fór fyrir í
ýmsu er að búskapnum laut, tók
tæknina gjaman fyrstur í sína þjón-
ustu, tækni sem hann miðlaði til
annarra hjálpfúsum huga.
Hann var verkhagur hið besta
án þess að hafa til nokkurrar iðnar
lært, vélar sínar annaðist hann einn
að mestu og síðar þegar hann
stjómaði fatahreinsun heima kom
vandvirkni og verklægni hins sam-
viskusama manns mæta vel í ljós.
Páll barst ekki á, var ekki há-
vaðasamur, offors átti hann ekki
til, en hann fylgdi fast fram málum
sínum og átti heitt skap undir niðri.
Góða eðlisgreind sfna nýtti hann
af yfírvegun til allra starfa og gekk
trúr og heill að hverju verki.
Hann var sérstaklega félagslynd-
ur, naut sín mæta vel í mannfagn-
aði, var þá hverjum manni glaðari,
gamanyrði léku þá gjaman á vörum
og hann naut þess að gleðjast með
glöðum á góðri stund. Ég á svo
margar góðar minningar um Pál frá
Siéttu, að sú gnótt nægði til langr-
ar greinar. En leifturmyndum
verður leitast við að bregða upp.
Ég man fyrstu heimsókn mína á
Sléttu, hversu opnum örmum okkur
feðgum var tekið, ég sat m.a.s. inni
í stofu og fékk þangað kræsingar
Libby’/
Stórgóða tómatsósan
húsfreyju, en húsbóndinn innti mig
grannt eftir ánum, sem hann vissi
að áttu hug krakkans. Minnisstæð-
ust er mér þó mynd móður Páls,
aldraðrar öðlingskonu, sem lífsbar-
áttan hafði rúnum rist, en ljómaði
þó af, þegar liðna tíð bar á góma.
Ég man allar ferðimar, sem ég tölti
að heiman út í þorp til að hringja
suður að Sléttu til Páls að biðja
hann nú um að slá. Alltaf sama ljúfa
viðmótið, alltaf skyldi reynt sem
allra fyrst og ekki brást það, því
orð skyldu standa. Ég man hvað
ég dáði þetta undratæki hans, ég
fylgdi Páli ævinlega eftir við slátt-
inn, ef eitthvað brygði nú út af og
ævinlega var elskusemi hans söm
við sig.
Páll sló þá túnin öll, því margir
leituðu til hans, vökunætumar urðu
margar af þeim sökum, en hann
vissi hver nauðsyn þetta var fólki,
því um þetta snerist hluti af lífs-
björginni eða lífsafkomunni öllu
öðru fremur.
Ég efa að menn hafi almennt
kunnað að meta þetta sem skyldi,
en þó hefur hugur manns ugglaust
oft verið þakklátur, þegar litið var
á nýlagða sléttuna í morgunsólinni,
sem óslegin hafði beðið kvöldið áð-
ur.
Ég man máske gleggst þegar við
heima vorum síðsumars á miklu
óþurrkasumri að hefja hirðingu,
erfíða og tafsama á stærsta túninu
lengst frá bæ. Allt í einu em þau
á Sléttu þar komin með vél sína
og vinnulið og allt var hirt, gekk
sem léttur leikur með alúðarfullri
aðstoð þessa ágæta fólks. Þeim
degi unglingsins gleymi ég aldrei.
Þessi litla saga segir nieira en mörg
orð um rausn og hjálpsemi þeirra
hjóna. Ég minnist margra sam-
funda okkar Páls, þar sem léttlyndi
og hjartahlýja ásamt glöggri yfír-
sýn Páls gerðu samverustundir að
góðum stundum. Og enginn hló
hjartanlegar, þegar slegið var á
létta strengi og sjálfur var hann
fundvís á hið gjöfula gaman tilver-
unnar, það krydd hennar, sem kætir
geðið, án þess af því hljóti einhver
sár.
Fáein ljósbrot frá liðinni tíð verða
að nægja, en lífsferli Páls gerð fá-
tækleg skil.
Hann var fæddur á Sléttu-Strönd
á Reyðarfírði 21. ágúst 1897, en
Góðar stundir
með MS sam-
lokum -hvar
oghvenær
sem er.
þar bjuggu foreldrar hans þá, Stef-
anía Guðmundsdóttir frá Seldal í
Norðfírði og Guðjón Pálsson frá
Sléttu, síðar bóndi þar. Harðdugleg
og samhent hjón og búskapur þeirra
affarasæll. Systkini Páls voru:
Þuríður, sem býr á Akranesi í hárri
elli, og Guðmundur bóndi á Sléttu,
dó á besta aldri.
Páll ólst upp við öll algeng sveita-
störf sem þá voru mörkuð ærinni
erfíðisvinnu og feykilegri fyrirhöfn.
Hann tók síðar við búi, fyrst ásamt
Guðmundi bróður sínum, en síðar
einn. Páli famaðist vel í búskap
sínum, var góðbóndi á þeirra tíma
mælikvarða, enda lagði hann alúð
að öllu því starfí sem búskap fylg-
ir. Búskapur átti vel við trausta og
æðrulausa skapgerð hans, því
margt vill þar á móti blása stundum.
En svo jór þó að búskap stund-
aði hann að fiillu aðeins til 1951
og lágu ýmsar ástæður ^ð baki.
En árið 1941 urðu þó mest straum-
hvörf í lífí Páls. Það ár gekk Páll
í hjónaband. Eftirlifandi eiginkona
hans er Sesselja Pálsdóttir frá Am-
hólsstöðum í Skriðdal, systir þess
landsþekkta flugkappa, Bjöms heit-
ins Pálssonar. Sesselja er mikil
ágætis- og atorkukona á alla lund,
afar skemmtileg heim að sækja,
enda gestrisnin í öndvegi, greind
og gegn í hvívetna og sannur vinur
vina sinna. Þau hjón eignuðust þijú
böm: Sólrúnu Pálínu, húsmóður í
Reykjavík, Guðjón, byggingar-
meistara í Reykjavík og Guðmund,
verkstjóra í Reykjavík. Einnig ólst
upp hjá þeim að miklu leyti dóttur-
sonur þeirra, Guðjón, sem var afa
sínum einkar kær. Öll em þau efnis-
fólk hið mesta, dugmikil og vel
gefín. Þau Páll og Sesselja bjuggu
á Sléttu til ársins 1951 og þar
bjuggu með þeim foreldrar Sesselju
frá 1942, Sólrún og Pált, sem fylgdu
þeim, þar til yfír lauk. Út á Reyðar-
fjörð flytja þau svo og reisa sér þar
hús, hafa áfram nokkum búskap,
en annars var unnið að ýmsu.
Páll Guðjónsson hafði fornar
dyggðir í fullum heiðri, hvar sem
hann vann, vandaður til orðs og
æðis, verklaginn og verkfús og lá
aldrei á liði sínu.
Um skeið tók Páll að sér fata-
hreinsun hjá Kaupfélagi Héraðsbúa
og fórst það mjög vel úr hendi, en
það átti raunar við um hvaðeina sem
í Canals KL
RAFSKINNU?
RENNURFRA
Telemecanique
!
til dreifingar
á rafmagni
Afar einfalt og fljótlegt í uppsetningu
Sérlega hentugar fyrir verslanir.
JÖTUIMIM f
HÖFÐ^BAKKA 9 REYKJAVÍK
____SlMI: 685656 og 84530
■■■■■■■■■
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
Mjólkursamsalan