Morgunblaðið - 06.08.1987, Síða 3

Morgunblaðið - 06.08.1987, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 3 Frá Borgarnesi Mo^nblaiHÍ/Helgi Bjarnason Starfsmönnum Pijónastofu Borgarness sagt upp störfum ÖLLUM starfsmönnum Pijóna- stofu Borgarness, fjórtán tals- ins, hefur verið sagt upp störfum vegna rekstrarörðug- leika hjá fyrirtœkinu. Uppsögn- in tekur gildi eftir þijá mánuði. Að sögn Sigurðar Fjeldsted for- stjóra hefur enn ekki verið tekin endanleg ákvörðun um að leggja niður prjónastofuna. Hins vegar eru menn í vafa um hvort takist að halda rekstri hennar gangandi og þvi var starfsfólkinu sagt upp. Sigurður sagði að Pijónastofa Borgamess hefði starfað í 17 ár og framleitt alls konar prjónavörur úr ull til útflutnings. Mest hefur Færeyingar afla sér upplýsinga um eyðni HÉR á landi eru staddir fær- eyskir læknar og meinatæknar til þess að kynna sér aðgerðir íslendinga gegn eyðni. Með í förinni er Jogvan Durhuus landstýrismaður fyrir Þjóðveldis- flokkinn í Færeyjum en hann er heilbrigðismálaráðherra landsins um þessar mundir. Högni Joensen landlæknir og nokkrir yfirlæknar og meinatækn- ar ætla ásamt heilbrigðisráðher- ranum að kynna sér aðgerðir íslenskra heilbrigðisyfirvalda gegn eyðni og ræða þær hugmyndir sem fram hafa komið til þess að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Áætlað er að hópurinn verði hér fram á laugardag. Á rækjuveið- ar á ný eftir 10 daga bann Siglufirði. SIGURFARI ÓF kom með tog- arann Sveinborgu frá Siglufirði í togi inn í Siglufjarðarhöfn á þriðjudaginn. Hafði bilað gír í togaranum úti á miðum. Nú eru bátamir að búa sig und- ir að fara á rækjuveiðar eftir tíu daga rækjuveiðibann. Fyrstu bát- amir fóru út um klukkan átta í gærkvöld en þeim var heimilt að byija veiðar um miðnætti. M.J. verið flutt til Bretlands, en einnig til annarra landa. Kostnaður við framleiðsluna hefði aukist mjög mikið á undanfömum tveimur árum en verðið sem fengist hefði fyrir vöruna haldist óbreytt í krónutölu. „Þetta er mjög slæmt ástand,“ sagði Sigurður. „Borgames er fyr- ir utan dýrðina i efnahagsmálun- um núna. Þar er engin útgerð og atvinnan byggist á landbúnaði og iðnaði. Þetta er því mjög slæmt fyrir byggðarlagið. Eftirspumin eftir vinnuafli er lítil þama þótt það vanti 6—7000 manns í vinnu á landinu. Fyrir tveimur mánuðum var sagt upp 17 manns sem unnu á saumastofu fyrirtækisins og okkur þykir leiðinlegt að þurfa að segja þessu fólki upp nú. Þetta er neyðarúrræði því sumir starfs- mennimir hafa unnið hjá fyrirtæk- inu í 17 ár.“ Innbrotið í Vöruhús K.Á.: 22ára Reykvíking- ur játar TUTTUGU og tveggja ára gamall Reykvíkingur hefur játað við yfir- heyrslur hjá Rannsóknarlögreglu rikisins að hafa brotist inn f Vöru- hús K.Á. 27. júli sfðastliðinn. . í gær fór rannsóknarlögreglan fram á gæsluvarðhald yfir mannin- um til framhaldsrannsóknar, en sakadómari tók sér eins dags frest til ákvörðunar. Við innbrotið var stolið 200.000 krónum í reiðufé, en þýfið hefur enn ekki fundist. Talið er að fleiri hafi verið í vitorði með unga manninum, en það er ekki ljóst á þessari stundu. Trúnaðar- bréf afhent í Nígeríu HINN 31. júli afhenti Ólafur Eg- ilsson, sendiherra, Ibrahim Babangida, forseta Nígeríu, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra íslands f Nígeríu, með aðsetur i London.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.