Morgunblaðið - 06.08.1987, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
Búast má við miklum átökum um
starfsemi ríkisins og skattheimtu
Alit Verzlunarráðs Islands á stef nuyf irlýsingu ríkisstj órnarinnar og fyrstu aðgerðum
Hér birtist i heild álitsgerð
Verzlunarráðs íslands um
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar og fyrstu aðgerðir hennar.
Stefnuyfirlýsing ríkisstjómarinn-
ar og hagvöxtur undanfarinna ára
hafa vakið miklar væntingar um
bætt kjör. í yfirlýsingunni koma
fram margvísleg áform um að auka
fijálsræði og gera atvinnulífíð
þannig betur í stakk búið til þess
að standa undir aukinni velmegun
og velferð. Jafnframt hyggst ríkis-
stjómin ná verðbólgu niður á stig
nágrannalandanna með aðhaldi í
gengismálum og ríkisfjármálum.
Margt bendir þó til þess að erfitt
verði að ná fram helstu stefnumál-
um stjómarinnar.
Ríkisstjómin boðar skattahækk-
anir á næstu þremur ámm í því
skyni að jafna hallann á ríkissjóði
og þessar skattahækkanir geta auð-
veldlega orðið kveikja að nýju
víxlgengi launa og verðlags þar sem
ekkert bendir til þess að um þær
sé almenn samstaða.
Ríkisstjómin hefur sett sér það
mark, að auka ekki ríkisútgjöldin í
hlutfalli af þjóðartekjum og jafnvel
það sýnist vera of háleitt stefnumál
í ljósi þeirra loforða sem gefin em
um velferðarmál ýmiss konar, hús-
næðismál og landbúnaðarmál. Ljóst
virðist að markmiðinu um hlutfalls-
lega óbreytt ríkisumsvif verður ekki
náð nema með meiri háttar upp-
stokkun á velferðarkerfínu og
endurmati á framlögum til hús-
næðismála og atvinnuvega.
Búast má við að vísitala fram-
færslukostnaðar hækki um 20% á
árinu og ekki er ástæða til þess að
ætla að á næstu ámm skapist um-
gjörð fyrir nýja þjóðarsátt til þess
að ná svipuðum árangri í barátt-
unni við verðbólguna og gerðist á
árinu 1986. Hætt or því við að verð-
bólgan verði á 20%—30% stiginu á
næstu missemm og jafnvel hærri
ef ytri aðstæður versna.
Meginniðurstöður Verzlunar-
ráðsins em þær að á kjörtímabili
ríkisstjómarinnar megi búast við
miklum átökum bæði á vinnumark-
aði og eins átökum um allt sem
snýr að starfsemi ríkisins og skatt-
heimtu. Takist ríkisstjóminni að
stjórna landinu með þeim hætti, að
verðbólgan lækki á nýjan leik, að
jafnvægi náist í ríkisbúskapnum og
erlend skuldasöfnun stöðvist, nær
hún meiri árangri en bjartsýnustu
spádómar geta mælt fyrir um.
Frjálsræði
skilar árangri
Á seinustu ámm hefur þeirri
skoðun vaxið fylgi um allan heim,
að afskipti stjómvalda af atvinnu-
starfsemi eigi að takmarkast við
að tryggja almenn, jöfn og stöðug
skilyrði fyrir alla atvinnustarfsemi.
Þannig komi best í ljós hvaða starf-
semi ér í samræmi við óskir
almennings, sem aftur muni skila
sér í betri og tryggari lífskjömm.
í löndum eins og Bretlandi, Frakk-
landi, Portúgal, Bandaríkjunum og
Danmörku, svo dæmi séu nefnd,
hafa stjómvöld linað tökin á fj'ár-
magnsmarkaði, farið af stað með
einkavæðingu og komið á eða hafið
undirbúning að einfaldara og skil-
virkara skattkerfi. Víðast hvar fer
fram heildarendurskoðun á hlut-
verki hins opinbera með það fyrir
augum að stöðva vöxt þess.
Þetta hefur líka gerst hérlendis
að vissu marki á seinustu fjómm
ámm. Vaxtafrelsi, aukið frelsi í
gjaldeyrismálum og verðlagsmál-
um, einfaldara tekjuskattskerfí og
sala nokkurra ríkisfyrirtækja bera
þessu vitni. Bemm svo saman ýms-
ar hagstærðir fyrir og eftir þessar
aðgerðir. Árið 1983 var verðbólgan
rúmlega 80%, en verður nálægt 20%
1987. (Þetta gerðist þrátt fyrir
staðhæfingar margra að háir vext-
ir, sem hækkuðu í kjölfar vaxta-
frelsisins, væm ein helsta orsök
verðbólgu.) Frá meðaltali ársins
1983 til ársbyrjunar 1987 jókst
sparifé landsmanna um 50% að
raungildi. Frá árinu 1983 til 1987
hafa þjóðartekjur á mann aukist
um 20% að raungildi og kaup-
máttur ráðstöfunartekna á mann
hefur aukist um þriðjung á sama
tímabili. Árið 1983 var viðskipta-
halli 2% af landsframleiðslu en spáð
er að hann verði 0,6% 1987.
Vissulega áttu margir þættir hlut
að máli í uppgangi efnahagslífsins
á síðustu ámm en víst er að með
frjálsræðisþróuninni og stöðugleik-
anum gátu fyrirtækin mun betur
en ella nýtt sér batnandi ytri skil-
yrði og þannig náð miklu meiri
árangri en annars hefði orðið.
Mörg- góð stefnumál
Nýi stjómarsáttmálinn boðar í
mörgum atriðum áframhald á þeirri
braut í fijálsræðisátt sem mörkuð
var í tíð seinustu ríkisstjómar. Nýja
ríkisstjómin hyggst t.d. hafa sem
minnst afskipti af einstökum at-
vinnugreinum og fyrirtækjum, en
móta meginreglur um efnahagsleg
samskipti og umgjörð efnahags- og
atvinnulífs. Allar atvinnugreinar
eiga að njóta sem jafnastra starfs-
skilyrða og ríkið á fyrst og fremst
að tryggja stöðug almenn skilyrði
fyrir atvinnulífið hvað varðar gengi,
skatta og lánakjör.
í yfirlýsingunni er sérstaklega
tekið fram að ríkisafskipti og ríkis-
rekstur á atvinnufyrirtækjum verði
sem minnst, að gjaldeyrisverslun
og íjármagnshreyfingar milli ís-
lands og annarra landa verði fijáls-
ari og að Iög og reglur um erlent
fjármagn í íslensku atvinnulífí verði
endurskoðuð og samræmd. Þá er
einnig tekið fram að skipan útflutn-
ingsverslunar verði einfölduð og
færð í átt til meira fijálsræðis þar
sem aðstæður á erlendum mörkuð-
um leyfa, svo og að tryggingar-
starfsemi verði sem fijálsust undir
tryggingaeftirliti ríkisins.
Ríkisbúskapinn á einnig að taka
til rækilegrar endurskoðunar, bæði
tekjuöflunarkerfíð og útgjöldin.
Skattkerfið á að taka mið af því
að megintekjustofnar verði sem al-
mennastir þannig að skattlagning
verði sem hlutlausust. Undanþág-
um og sérreglum á síðan að fækka
til að unnt verði að hafa álagningar-
hlutföll sem lægst. Áform eru um
að taka upp nýja, samræmda og
einfaldaða gjaldskrá aðflutnings-
og vörugjalda á árinu 1988 sem
getur stuðlað að framförum í versl-
un og gert þessari atvinnugrein
betur kleift að þjóna hagsmunum
almennings.
Ríkisútgjöldin á að endurmeta í
því skyni að halda aftur af vexti
þeirra á næstu árum, þannig að
útgjöld hins opinbera í heild vaxi
ekki örar en þjóðartekjur. Draga á
úr sjálfvirkni ríkisútgjalda, auka
sértekjur og sjálfstæði ríkisstofn-
ana og beita skal útboðum í ríkari
mæli. Ákveða skal heildarfjárhæð
til einstakra verksviða við fjárlaga-
gerð og vinna að því að bjóða
almenningi til kaups ríkisfyrirtæki
og hlutabréf ríkisins þar sem henta
þyki.
Oll þessi stefnumál eru mikilvæg
og í raun forsenda hagvaxtar og
framfara á næstu árum. Þess vegna
mega tímabundnir erfiðleikar og
skammtímasjónarmið ekki verða til
þess að hvikað sé frá þessum
stefnumálum.
Þungar skuldbindingar
Áætlanir ríkisstjómarinnar mið-
„Meginniðurstöður
Verzlunarráðsins eru
þær, að á kjörtímabili
ríkisstjórnarinnar megi
búast við miklum átök-
um bæði á vinnumark-
aði og eins átökum um
allt sem snýr að starf-
semi ríkisins og skatt-
heimtu. Takist ríkis-
stjórninni að stjórna
landinu með þeim
hætti, að verðbólgan
lækki á nýjan leik, að
jafnvægi náist í ríkis-
búskapnum og erlend
skuldasöfnun stöðvist,
nær hún meiri árangri
en bjartsýnustu spá-
dómar geta mælt fyrir
um.“
ast við að ná jafnvægi í ríkisbú-
skapnum eftir þijú ár og einmitt
með aðhaldi á því sviði ásamt að-
haldi í gengismálum hyggst ríkis-
stjómin tryggja sem stöðugast
verðlag. Miklar kröfur verða hins
vegar gerðar um aukin ríkisumsvif
og meiri skattheimtu og ríkisstjóm-
in á eftir að heyja harða baráttu
bæði útávið og innbyrðis fyrir
árangri á þessu sviði. Eftirfarandi
þættir gefa nokkra hugmynd um
þá erfiðleika sem ríkisstjómin mun
eiga við að etja:
★ í stjómarsáttmálanum verður
ekki séð að vandi landbúnaðarins
verði leystur. Þvert á móti lítur út
fyrir að kvótakerfíð sé komið til að
vera í náinni framtíð. Búvömsam-
ingurinn sem þegar hefur verið
gerður á líklega eftir að kalla á
síaukin útjöld, einkum í ljósi þess
að kindakjötsneysla fer nú minnk-
andi. Raunar má segja að land-
búnaðurinn sé undanþeginn þeirri
meginstefnu ríkisstjómarinnar, að
allar atvinnugreinar njóti sem jafn-
astra starfsskilyrða.
★ Húsnæðismál hafa verið dijúg-
ur útgjaldaliður fyrir ríkissjóð á
undanfömum ámm og fátt í sátt-
málanum sem bendir til að framlög-
in verði minni í náinni framtíð.
Áfram er beinlís gert ráð fyrir ríkis-
framlagi og svo sem kunnugt er
hefur verið gert sérstakt samkomu-
lag um kaupleiguíbúðir sem víkkar
út hið svokalla félagslega kerfi.
Þörfin fyrir síaukið ríkisframlag er
ekki síst augljós vegna pólitískra
erfiðleika við að minnka vaxtamun
á teknum og veittum lánum Hús-
næðisstofnunar.
★ Utgjöld til menntamála jukust
á ámnum 1960 til 1985 um 5%
árlega að raungildi. Spáð er að fram
til aldamóta verði árleg raunaukn-
ing 4% en auðvelt er að sjá fram á
hærri tölu vegna síaukinna krafna
um betri menntun. Á fjárlögum
fyrir árið 1987 er framlag ríkissjóðs
til Lánasjóðs íslenskra námsmanna
tæpur milljarður og sýnt þykir að
framlagið þurfí stöðugt að aukast
m.v. núgildandi útlánareglur og
markaðsvexti. Að öðmm kosti mun
sjóðurinn stöðugt safna skuldum
og étast upp.
★ Heilbrigðismál hafa á liðnum
ámm tekið æ stærri skerf af lands-
framleiðslu og ekki við því að búast
að sú þróun stöðvist á næstu ámm.
Útgjöld til heilbrigðismála námu
t.d. um 3,3% af landsframleiðslu
árið 1960 en vom 7,0% árið 1985.
Árleg raunaukning ríkisframlags
var tæp 7,0% á þessu tfmabili og
skv. greinargerð starfshóps um
fjárhag hins opinbera fram til árs-
ins 2010 er gert ráð fyrir 6,0%
árlegri raunaukningu fram að þeim
tíma.
★ Lífeyriskerfinu er að stómm
hluta haldið uppi af ríkinu og skv.
stjómarsáttmálanum er stefnt að
því að lífeyrissjóðir og almanna-
tryggingar tryggi samanlagðan
lífeyri sehi nái lágmarkslaunum.
Ljóst er að eftirlaunafólki fjölgar
mikið á næstu ámm. Hinn 1. des.
sl. vom um 22.000 manns 67 ára
og eldri og reikna má með að þessi
hópur verði fast að 23.500 að fjór-
um ámm liðnum. Fjölgun lífeyris-
þega kallar á útgjaldaaukingu
umfram almenna tekjuaukningu í
þjóðfélaginu og ennfremur er ljóst
að boðað átak til þess að hækka
lífeyri mun eiga eftir að reynast
ríkissjóði kostnaðarsamt.
★ Vaxtagreiðslur hafa tekið
dijúgan skerf af útgjöldum ríkisins.
Þótt erlendar skuldir hafi lækkað,
sem hlutfall af þjóðarframleiðslu,
hefur átt sér stað skuldaaukning í
einu mesta góðæri sem um getur.
í seinasta ágripi af Þjóðarbúskapn-
um kemur fram að á fyrstu sex
mánuðum ársins hafði erlend lán-
taka ríkissjóðs, nettó, aukist um
1,8 milljarða. Það er því ljóst að
vaxtagreiðslur af erlendum lánum
eiga áfram eftir að vera þungur
baggi á ríkissjóði.
Nauðsyn hagvaxtar
Svo þungar skuldbindingar sem
raun ber vitni vekja eðlilega upp
spumingar um það hvemig jafti-
framt sé hægt að halda ríkisútgjöld-
um stöðugum sem hlutfalli af
þjóðartekjum. Og jafnvel þótt við
gefum okkur að stjómvöld haldi
fast við þetta markmið þá er óleyst-
ur vandinn sem felst í því að tekjur
ríkissjóðs í dag duga ekki fyrir út-
gjöldum. Lántökur, hvort sem er
innanlands eða erlendis frá, leysa
ekki vandann því lán þarf að borga.
Stöðugur halli sem fjármagnaður
er með lántökum leiðir til sífellt
hærri vaxtagjalda sem að öðm
óbreyttu gætu innan tiltölulega
fárra ára sligað skattgreiðendur,
ekki síst í ljósi loforða um skatt-
frelsi ríkisskuldabréfa.
Aukin samneysla verður tæpast
fjármögnuð nema á gmndvelli hag-
vaxtar og til þess þarf atvinnulífið
að búa við fijálsræði og jöfn og
stöðug skilyrði, eins og lofað er í
stefnuyfirlýsingunni. Hvert eitt pró-
sent í árlegri aukningu þjóðarfram-
leiðslu hefur úrslitaþýðingu þegar
til lengri tima er litið. 2,5% hagvöxt-
ur á ári er rúmlega 10% á kjörtíma-
bili en 4,5% á ári gera 20% á sama
tíma. Það hlýtur svo að vera mun
auðveldara að ná markmiðum um
bætt kjör og aukna velferð ef hag-
vöxtur á kjörtímabilinu verður 20%
en ekki J.0% eða þaðan af minni.
Það mun kosta meiri háttar
skattahækkanir á næstu ámm ef
ríkissjóður ætlar að standa undir
öllum þeim útgjaldakröfum sem
blasa við. Fram hjá þessum skatta-
hækkunum verður ekki komist
nema með bæði hagvexti og gagn-
gerri uppstokkun á ríkisumsvifum.
Flestir málaflokkar, sem ríkið þarf
að endurskoða útgjöld sín til, em
viðkvæmir og hafa mikla þýðingu
fyrir þá sem hlut eiga að máli en
án slíkrar endurskoðunar er sjálfri
undirstöðu velferðar teflt í tvísýnu.
Miklar skattahækkanir og eftir-
gjöf á því markmiði að auka ekki
ríkisumsvifin hlutfallslega leggur
þyngri byrðar á almenning og at-
vinnulíf og dregur úr verðmæta-
sköpun. Eins er hætt við því að
ekki náist samstaða á vinnumark-
aðnum um hvemig semja skuli um
launabreytingar í ljósi þyngri álaga
á launþega og fyrirtæki. Skatta-
hækkanir geta því auðveldlega
orðið hvati að nýju víxlgengi kaup-
lags og verðlags.
Þá verður að hafa í huga að
áhrif skattahækkana á vinnumark-
aðinn og ákvarðanir fyrirtækja
koma aðeins að litlu leyti fram í
formlegum kjarasamningum.
Ákvarðanir um laun og verðlagn-
ingu vöm og þjónustu em teknar
þúsundum saman á degi hveijum
af sjálfstæðum aðilum. Vinnumark-
aðurinn er lifandi markaður þar sem
óformlegir samningar og breytingar
em stöðugt í gangi. Stjómendur
fyrirtækja taka líka fjölda ákvarð-
ana á degi hveijum um reksturinn
þar sem þeir bregðast við breyttum
aðstæðum hver á sinn hátt. Við-
brögð almennings og fyrirtækja við
skattahækkunum lúta því sínum
eigin lögmálum en ekki óskum
stjómmálamanna og almennt gildir
að fólk reynir að halda sínum hlut
þegar skattamir em hækkaðir. Til-
raunir til þess að hækka skatta
geta því reynst kostnaðarsamari en
virðist í fljótu bragði.
Verðbólgan
áfram vandamál
Ýmislegt bendir til þess að bar-
áttan við að ná verðbólgu niður á
sama stig og í helstu viðskiptalönd-
um okkar eigi eftir að verða mjög
ströng. Stórir hópar launþega telja
sig eiga ógreidda reikninga. Fisk-
vinnslufólk er t.d. með bundna
samninga út árið og hefur sjálfsagt
fylgst af áhuga með hækkandi fisk-
verði í kjölfar þess, að það var gefið
fijálst 15. júní sl. eins og fram
komnar kröfur gefa til kynna.
Þá vekja fréttir um hugsanlegan
samdrátt í sjávarafla ekki bjartsýni
um framvindu efnahagsmála á
næsta ári. Ekkert er ennþá í sjón-
máli sem bendir til annars en að
aflasamdráttur og erfiðleikar í sjáv-
arútvegi leiði fyrr eða síðar til
gengisfellingar krónunnar. Gengi
krónunnar mun væntanlega haldast
óbreytt framyfir næstu áramót en
þá fer krónan að verða völt í sessi
nema eitthvað ófyrirséð gerist.
Ríkisvaldið er að þessu sinni ekki
tilbúið til að lækka skatta og taka
með þeim hætti þátt í sameiginlegu
átaki til þess að ná verðbólgu nið-
ur. Þvert á móti eru skattar
hækkaðir og áframhald boðað á
þeirri braut. Ein meginforsenda
þess að skattalækkunarleiðin á
sínum tíma gæti gengið upp sem
frambúðarlausn var sú, að ríkisút-
gjöldin væru lækkuð eða dregið úr
þenslu með öðrum hætti. Skatta-
lækkunarleiðinni var hins vegar
ekki fylgt nægilega vel eftir og því
hefur verðbólgan hækkað á nýjan
leik.
Einn mikilvægasti prófsteinninn
á það hvort líkur eru á árangri í
baráttunni við verðbólgu á næstu
árum kemur fram á næstu mánuð-
um. Þá kemur í ljós hvort launþega-
samtökin gera kröfu um að
hækkanir á framfærslukostnaði
vegna skattahækkana verði bættar
með samsvarandi launahækkunum.
Ef deilur rísa um þetta atriði er ljóst
að áform ríkisstjómarinnar um
skattahækkanir eru jafnframt ávís-
un á aukið víxlgengi verðlags og
kauplags.
í ljósi allra aðstæðna og stefnu-
mála ríkisstjómarinnar er líklegt
að verðbólgan verði á 20%—30%
stiginu næstu misseri. Hún gæti
jafnvel orðið hærri ef stjóminni
mistekst að halda skattahækkunum
í skeíjum eða ef hún nær ekki
nægilegum tökum á stjóm peninga-
mála. Lítið má útaf bera til þess
að verðbólgan aukist ekki, sérstak-
lega ef ytri aðstæður versna. Ef
verðbólgan næst ekki niður er hætt