Morgunblaðið - 06.08.1987, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.08.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 19 EYÐNI- KROSSINN eftir Þórhall Má Sigmundsson Margar athyglisverðar og fróð- legar greinar eftir læknisfróða menn hafa birst á síðum Morgun- blaðsins um hinn hræðilega sjúk- dóm eyðni og hafi blaðið þökk fyrir það. Þessir aðilar hafa upplýst hinn almenna borgara um flest það sem af dauðlegum mönnum er vitað um þennan ógnvekjandi sjúkdóm og einnig þekktar leiðir til að forðast smit. Aðeins einn þessara greinar- höfunda virðist hafa fundið „patent lausn" á sjúkdómnum eyðni. Hon- um virðist að vísu nokkuð sama um allar læknisfræðilegar vangaveltur, enda hefur Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, alla sfna vitneskju um eyðni frá Guði almátt- ugum. Allt, sem gera þarf, er að lifa nákvæmlega eftir (óskeikulum) for- skriftum, sem ritaðar voru af spámönnum í hugleiðsluástandi í frumstæðu þjóðfélagi fyrir þúsund- um ára. Þrátt fyrir að nú á dögum séu fyrir hendi mjög góðir bílar og ná- kvæmar umferðarreglur til að fara eftir slasast menn oft illilega og jafnvel deyja. Besta ráðið til þess að forðast þessi slys er að halda sig algjörlega frá öllum götum og vegum. Gunnar Þorsteinsson er bókstafs- trúarmaður í „orðsins" fyllstu merkingu og telur þar hvert orð óskeikult og ritað af skapara al- heimsins, sem meðvitaður er um hvem regndropa sem fellur til jarð- ar. Margar af boðunum guðspjall- anna eru góðar og fallegar. Menn með sæmilega gott hjartalag, mannlegar eðlishvatir, opin eyru og augu, geta vel tileinkað sér þær sem góða leiðsögn á lífsleiðinni. Samt er nú svo, að á síðum guð- spjallanna er að finna fyrirmæli, sem aðeins eru á færi þeirra að fara eftir, sem eru gjörsamlega blindir, heymarlausir og síðast en ekki síst nokkum veginn sneyddir mannlegri náttúru. Sýnishom: Hver sem lítur á konu með gimdarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verð- ur þess valdandi, að hún drýgir hór; og hver sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór. Hver sem reiðist bróður sínum verður sekur fyrir dóminum; og hver sem segir við bróður sinn: Bjáni! verður sekur fyrir ráðinu; en hver sem segir: Þú heimskingi! á skilið að fara í elds- vítið. Er nema von, að ýmsir leiðtogar hinnar „kristilegu kirkju" hafí þynnt út boðskap þennan á stöku stað, til að gera hann aðgengilegri fyrir hinn mannlega og breyska Jón Jónsson. Einnig hefur Gunnar það beint frá Guði almáttugum að neysla áfengra drykkja sé mikil synd. Aumingja Lúther gamli, sem var þekktur fyrir flest annað en bind- indi og afneitun á kvenlegum Þórhallur Már Sigmundsson „ Sj úkdó murinn eyðni er hræðileg staðreynd og það skiptir ekki hinn sjúka neinu „hvaðan“ eða „hvernig“ lækning við honum hlýst.“ yndisþokka og mannlegri náttúm. Katrín, kona hans, bmggaði áfeng- an bjór af mikilli snilld og var honum ömgglega ekki hellt niður eða hann gefinn svínum. í flóðinu mikla var það aðeins gömul og góðhjörtuð fyllibytta og hans nánustu, sem fengu náð fyrir augum Guðs. Vonandi gengur ykk- ur betur í Krossinum en Lúther og Nóa gamla að feta veginn örmjóa. Boðskapur meistarans frá Nazar- et er oft mjög fallegur, en hann staðfestir þó mannlegan breiskleika hans sjálfs og er stundum mjög mótsagnakendur. „Maðurinn" sem talaði svo hlý- lega til bama og boðaði fylgjendum sínum að elska hvem annan og biðja fyrir óvinum, óskaði andmælendum sínum til helvítis, kallaði þá nöðm- kyn og jafnvel gekk svo langt að bölsótast út í fíkjutré, sem bar ekki ávexti, þó að tími uppskeru væri ekki kominn. Sjúkdómurinn eyðni er hræðileg staðreynd og það skiptir ekki hinn sjúka neinu „hvaðan“ eða „hvemig" lækning við honum hlýst. Allir menn, sem draga andann, eiga það á hættu að smitast af kvefi, inflúensu og öðmm kvillum og allir þeir menn, sem em gæddir mannlegri náttúm, þurfa að vera vel á verði gagnvart þessari hræði- legu plágu. Svarið við lækningu eyðni liggur ekki í þúsund ára gömlum kokka- bókum, heldur í hæfni þeirra aðila, sem fremst standa í læknavísindum í dag ásamt varkámi og ábyrgð hins þroskaða einstaklings gagn- vart sjálfum sér og ekki síst gagnvart meðbræðmm sínum. Höfundur er prentari. Metsölublaó á hvetjum degi! WHA' uoe' -ssv «****«!£& inn^ .ii*’. Við eigum fyrirliggjandi mikið úrvai af nýju og gömlu þungarokki, allt frá fyrstu Black Sabbath plötunni til nýjustu Poi- son. ■ Anthrax-Among The Living ■ Blac Sabbath-7 titlar ■ Eden-Eden ■ Loudness-Hurricane Eyes ■ Mötley CrÚue-Girls Girls Girls ■ Stryper-To Hell With The Devil ■ Tyton-Mind Over Metal ■ Twisted Sister-Love Is For Suckers ■ Whitesnake-1987 ■ Wild Dogs-Reign Of Terror ■ Various-Time To Rock ■ POISON — Look What The Cat Dragged In Velgengni þungarokksveitarinnar Poison er ævintýri líkast. Fyrir nokkrum árum voru meölimir sveit- arinnar götustrákar í Los Angeles. í dag verma þeir efstu sæti vin- sældalistanna. Hin eiturgóða plata Look What The Cat Dragged In komst alla leið í 3. sætið í USA. M Ronnie Montrose — Mean Grtarleikarinn Ronnie Montrose skip- ar sess sem einn af frumherjum þungarokksins. Af gagnrýnendum er hann talinn einn af heimsins bestu grtarleikurum. Montrose er einkar fjölhæfur og hefur unnið með lista- mönnum á borð við Herbie Hancock og Van Morrison ásamt að kynna fyr- ir heiminum söngvarann Sammy Hagar. Eftir áralanga þögn kveður Montrose sér hljóðs með plötunni Mean, sem er gftarrokk í hæsta gæðaflokki. ■ And Also The Trees-The Evening Of The 24th ■ The Chesterfields-Kettle ■ Chumbawamba-Never Mind The Ballots ■ Dead Kennedys-Give Me Convenience Or Give Me Death ■ Fields Of The Nephlim-Dawnrazor ■ The Jazz Butcher-Big Questions ■ John Lurie-Down By Law ■ Psychic Tv-Live In Reykjavík ■ The Shamen-Drop ■ Wiseblood-Dirtdish ■ Chock Robin-After Here Thorugh Midland ■ Cure-Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me ■ Echo And The Bunnymen-Echo And The Bunnymen ■ Heart-Bad Animals ■ Marillion-Clutching At Straws ■ Replacements-Pleased To Meet Me ■ R.E.M.-Dead Letter Office ■ U2-The Joshua Tree ■ Neil Young And Crazy Horse-Life Sendum í póstkröfu samdægurs gramm Laugaveg 17. Sími: 12040

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.