Morgunblaðið - 06.08.1987, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
Álagning opinberra gjalda 1987
Tekjur ríkisins 300 milljón-
um minni en áætlað var
„Aðgerðir til bættrar stöðu ríkissjóðs verða að bíða
næsta fjárlagaárs,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson
JÓN Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra kynnti f gær niðurstöður
álagningar beinna skatta einstaklinga og félaga. Álagning á einstakl-
inga varð nokkuð minni en gert var ráð fyrir á fjárhagsáætlun, en
álagðir skattar á félög héldust svipaðir og ráð var fyrir gert. Fjármála-
ráðherra telur, að hin breytta skattbyrði muni leiða til þess að heildar-
innheimtan og þar með tekjur ríkissjóðs verði 300 miiyónum króna
nunni en gert var ráð fyrir.
Aðspurður um hvemig brugðist
yrði við þessari tekjurýmun, sagði
Jón Baldvin, að úr því sem komið
væri, væri lítið unnt að aðhafast.
„Fyrstu aðgerðir ríkisstjómarinnar
miðuðu við 850 milljóna króna tekju-
öflun fyrir ríkissjóð, nettó. Þessi
tekjuöflun minnkar nú um 300 millj-
ónir og er lítið við því að gera. Ekki
verða lagðir á afturvirkir skattar og
svigrúm til þess að minnka útgjöldin
er ekki fyrir hendi eftir að komið er
á mitt fjárlagaár. Aðgerðir til þess
að bæta stöðu ríkissjóðs verða þvf
að bíða næsta fjárlagaárs," sagði Jón
Baldvin.
Næstu skref verða að sögn Jóns
Baldvins að endurskipuleggja skatta-
kerfíð, sem er meingallað að hans
mati. Slfk endurskipulagning tæki
hins vegar tíma og yrði ekki gert
með einu pennastriki. Tók hans sem
dæmi söluskattskerfíð; best hefði
verið að afnema undanþágur í einu
vetfangi og lækka skatthlutfallið,
sem væri allt of hátt.
Aðspurður um hvort aðgerðir
nksstjómarinnar myndu ekki leiða
til vixlhækkana kauplags og verð-
lags, minnti Jón Baldvin á að
samhliða þessum fyrstu aðgerðum,
hefði verið gripið til ýmissa tekjujafn-
andi aðgerða, bæði að því er varðaði
ellilífeyri og bamabótaauka, sem
fælu f sér 190 milljónir króna. Verð-
hækkunaráhrif söluskattsbreyting-
anna væru metin á 1,5% og væri það
verulega bætt með þessum telqujafn-
andi aðgerðum. „Þessar aðgerðir
einar sér em því ekki tilefni til nýrr-
ar víxlhækkunar verðbólgu. Verslun-
arráð hefur rangt fyrir sér að þessu
leyti," sagði Jón Baldvin. Um fullyrð-
ingar Verslunarráðs um yfírvofandi
gengissig eftir áramót sagði Jón
Baldvin:„ Það er ein af forsendum í
stjómun efnahagsmála, að halda
gengi eins stöðugu og hægt er, þann-
ig að fullyrðingar þeirra hjá Verslun-
arráði byggjast á þeirra mati. Hitt
er svo annað mál að stjómmálamenn
em ekki einráðir um stöðu gengis;
það rasðst meðal annars af þáttum
sem em óviðráðanlegir." Sagði Jón
að hvort sem ytri þættir yllu auknu
álagi á gengið, væri það stefna
stjómvalda að stuðla að jafnvægi í
þjóðarbúskapnum og halda gengi
sem stöðugustu. Jón taldi nokkur
teikn vera á lofti að úr hagvexti
drægi á komandi ámm.
Fjármálaráðherra var að því
spurður, hvort ríkissjóður þyrfti á
auknum skattahækkunum að halda,
til þess að mæta auknum útgjalda-
kröfum. eins og Verslunarráð hefði
spáð. „I stefnuyfírlýsingu ríkisstjóm-
arinnar segir að stefnt sé að því að
þurrka út halla á ríkissjóði á þremur
ámm. Það fer nokkuð eftir heildar-
mati á efnahagsástæðum hversu
hratt verður gengið til verks. Það
er rétt, að í stefnuyfírlýsingunni er
gert ráð fyrir vemlegum breytingum
á skattakerfínu og hvað það þýðir í
skattahækkun í heild er erfítt að
segja að svo stöddu." Áfangamir em
þessir helstir að sögn Jóns Baldvins:
1. Annar áfangi í endurskoðun sölu-
skattskerfísins, með enn frekari
fækkun undanþága, þar sem loka-
takmarkið sé upptaka virðisauka-
skatts.
2. Breytingar á lögum og reglum um
heildarskattálgningu fyrirtækja.
3. Endurskoðun á löggjöf um skatt-
lagningu á fjármagns- og eignatekj-
ur, sem er gert er ráð fyrir að komi
til framkvæmda á árinu 1988.
4. Endurskoðun og samræming á
tollum, aðflutningsgjaldi og vöm-
gjaldi; það hefur ekki verið tímasett.
Jón játaði því að í þessum áform-
um fælist aukin tekjuöflun, en hins
vegar væri á það að líta að í þeim
fælist einnig t. d. lækkun jaðarpró-
sentuálagningar.
Um útgjöld sagði Jón að markmið-
ið væri í fyrsta lagi að koma í veg
fyrir að útgjöld ríkisins fæm fram
yfir tekjur og í öðm lagi væri gert
ráð fyrir að endurskoða ákveðna út-
gjaldaþætti við afgreiðslu hverra
flárlaga. Til dæmis væri að því stefnt
að færa þjónustustofnanir atvinnu-
veganna til atvinnuveganna sjálfra,
en ríkið styrki starfsemi þeirra fyrst
og fremst með óbeinum hætti. Sama
ætti við um margs konar eftirlits-
stofnainir ríkisins; þær ykju sértekjur
sínar en nytu í minna mæli íjárfram-
laga frá ríkissjóði. Um hina stóm
útgjaldaþætti eins og heilbrigðismál,
landbúnaðarmál og húsnæðismál,
sagði Jón að þeir yrðu teknir til end-
urskoðunar í áföngum við afgreiðslu
Qárlaga. Jón minnti einnig á fyrir-
hugaðar breytingar á verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga. Rétt væri að
færa tekjuöflun og framkvæmdir til
sveitarfélaganna og sem dæmi um
verkefni, sem færa mætti til sveitar-
félaga væm rekstur dagheimila,
skólaakstur og heimavistir skóla.
Jón var að lokum spurður um
áhrif þessarar tekjuminnkunar á
ríkissjóð og hve halli hans yrði á
þessu ári. Hann vildi ekki tjá sig um
ákveðnar tölur á halla, þar eð ýmis-
legt væri óvissu undirorpið um
stöðuna í árslok. Ljóst væri þó, að
hann ykist um 300 milljónir.
Skattbyrði einstaMinga
0,8% minni en á síðasta árí
ÁLAGNINGU opinberra gjalda
er nú lokið og voru niðurstöður
skattaálagningarinnar kynntar f
gær. Hér fer óbreytt yfirlit fjár-
málaráðuneytisins yfir skatta-
álögumar 1987.
Alagning opinberra gjalda á ár-
inu 1987 er nú lokið á þá einstakl-
inga og lögaðila sem skattskyldir
em hér á landi. Álagningarseðlar
er sýna opinber gjöld sem skatt-
stjóra ber að leggja á hafa verið
póstlagðir. Álagningarskrár fyrir
hvert sveitarfélag munu liggja
frammi á skattstofu hvers umdæm-
is og til sýnis í viðkomandi sveitar-
félagi hjá umboðsmanni skattstjóra
til og með 14. ágúst 1987.
Helstu breytingar álagningar
opinberra gjalda frá siðasta ári em
eftirfarandi:
— Beinir skattar til ríkisins hafa
hækkað frá fyrra ári um 14%.
Heildarálögur nema 8,7 milljörðum
króna.
— Álagðir skattar til sveitarfé-
laga hafa hækkað um 33% frá
siðasta ári. Heildarálögur nema 9,5
milljörðum króna.
— Hækkun skatttekna einstakl-''
inga milli áranna 1985 og 1986
nemur 33% og er það tæpum 10%
meira en hækkun framfærsluvísi-
tölu nam á sama tímabili.
— Áætluð skattbyrði af heildar-
tekjum einstaklinga í ár til ríkisins
nemur 3,9%. Er það lækkun frá
fyrra ári um 0,8% en þá nam skatt-
byrðin 4,7%.
— Skattbyrði til sVeitarfélaga er
í ár talin nema 6,6% af heildartekj-
um. Lækkar hún frá fyrra’ ári um
0,6% en þá nam skattbyrðin 7,2%.
— Beinir skattar félaga hækka
um 30% frá árinu 1986.
— Hlutur ríkisins í álögðum
gjöldum hefur lækkað frá sfðasta
ári um 3,8%. Hlutur sveitarfélaga
hefur aukist um 3,5% og álagning
vegna annarra hefur hækkað um
0,3%.
Álagning beinna skatta
einstakling'a
Skattskyldar telqur einstaklinga
(telquskattsstofn, atvinnutekjur)
námu 68,2 milljörðum króna og
hafa hækkað frá fyrra ári um 33%.
Álagður tekjuskattur á árínu 1987
er 6.564 milljónir króna og hækkar
frá árinu 1986 um 637 milljónir
króna eða um 11%.
Ástæður fyrir því að tekjuskattur
einstaklinga hækkar ekki hlutfalls-
lega jafnmikið og tekjuskattsstofn-
inn eru einkum þijár.
í fyrsta lagi voru á síðasta Al-
þingi samþykktar umtalsverðar
breytingar á skatthlutföllum og
skattstigum tekjuskattslaganna
sem fólu í sér minni álögur.
í öðru lagi ákvað núverandi ríkis-
stjóm í tengslum við ráðstafanir í
ríkisfjármálum í byijun júlf sl. að
hækka sérstakan bamabótaauka,
sem lækkar álagðan tekjuskatt ein-
staklinga um 100 milljónir króna.
í þriðja lagi var við afgreiðslu
Qárlaga fyrir árið 1987 miðað við
að tekjur einstaklinga milli áranna
1985 og 1986 myndu hækka að
meðaltali um 35%. Hins vegar
reyndust tekjur við úrvinnslu skatt-
framtala hafa hækkað að meðaltali
um 33%. Af þessu leiðir að minna
hlutfall af tekjum gjaldenda lendir
í hæsta skattþrepi, þar sem tekjur
þeirra hækkuðu minna milli ára en
nam hækkun skattstigans.
Hlutfallsleg skipting gjaldenda
eftir skattþrepum er sem hér segir:
Tekjuskatts- 1987 1986 frávik
%
62,5 56,0 6,5
28,8 31,0 (2,2)
8,7 13,0 (4,3)
Tekjuskatts-
stofn
1. þrepalltað
412,2 þús. kr.
2. þrep allt að
824,4 þús. kr.
3. þrep yfir
824,4 þús. kr.
56,6 67,6 (11,0)
Álagning annarra beinna skatta
einstaklinga til ríkisins nemur 1.389
milljónum króna á árinu 1987 og
er hækkun frá fyrra ári 28,7%.
Álagning- skatta til
sveitarfélaga
Heildarálagning skatta til sveit-
arfélaga er skattstjórar annast
nemur alls 7.633 milljónum króna
og hefur hækkað frá fyrra ári um
34%. Álagning útsvars nemur 7.234
milljónum króna og hefur hækkað
frá álagningu 1986 um 35%.
Skattbyrði einstaklinga
miðað við greiðsluár
Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið
1987 var áætlað að skattbyrði ein-
staklinga til ríkisins yrði 4,5% af
heildartekjum þeirra á þessu ári.
Niðurstaða álagningar skatta nú
sýnir að skattbyrði verður mun
minni en áætlað var í fjárlögum.
Það stafar m.a. af mun meiri launa-
hækkun á yfírstandandi ári en gert
var ráð fyrir í ársbyijun. Skattbyrði
vegna gjalda til ríkisins er nú áætl-
uð 3,9% í samanburði við 4,7% á
fyrra ári. Það sem af er þessum
áratug hefur skattbyrði til ríkisins
verið á bilinu 3,9 til 4,9%. í ár er
skattbyrðin sú sama og var á árinu
1985, en á því ári var hún lægst á
árabilinu 1980 til 1986. Skattbyrði
einstaklinga til sveitarfélaga er
áætluð 6,6% í ár eða hin sama og
talið er að hún hafí verið á árinu
1986. Skattbyrði vegna sveitar-
sjóðsgjalda í ár er 0,6% lægri en
gert var ráð fyrir við fjárlagagerð.
Rétt er að hafa í huga í þessu sam-
bandi að skattbyrði er ekki þekkt
fyrr en tekjuþróun ársins liggur
fyrir.
Álagning skatta á félög
Álagður tekjuskattur félaga á
árinu 1987 nam 1.600 milljónum
kr. Er það 328 milljónum kr. hærri
fjárhæð en 1986 eða 26% hækkun.
Álagning telq'uskatts félaga var
ívið lægri en áætlað var í fjárlögum
fyrir árið 1987. Þó hækkar tekju-
skattur félaga meira en nemur
hækkun verðlags milli áranna 1986
og 1987.
Álagning annarra gjalda félaga
nemur alls 2.353 milljónum króna
á árinu 1987 sem er 587 milljónum
kr. hærri fjárhæð en var á árinu
1986 eða hækkun um 33%.
Álagning eignarskatta félaga
varð hærri en gert var ráð fyrir við
fjárlagagerð þessa árs.
Alagning skatta til
sveitarfélaga
Heildarálagning beinna skatta
félaga til sveitarfélaga (aðstöðu-
gjald) nam 1.756 milljónum króna
sem er hækkun frá fyrra ári um
30%.
Áhrif af komu A-hluta
ríkissjóðs á árinu 1987
Niðurstaða álagningar beinna
skatta einstaklinga og félaga sýnir
að álagning á einstaklinga varð
heldur lægri en gert var ráð fyrir
í áætlun fjárlaga fyrir árið 1987.
Álagðir skattar á félög virðast aftur
á móti svipaðir og miðað var við í
fjárlagaáætlun. I heild gæti inn-
heimta á beinum sköttum einstakl-
inga og félaga til ríkisins í ár orðið
300 millj. kr. minni en fyrri áætlun
gefur til kynna.
Yfirlit um breytingu tekjuskattsstofns og tekjuskatts einstaklinga miUi
skattaáranna 1986 og 1987
stofn
1. þrepalltað
412,2 þús.kr.
2. þrep allt að
824,4 þús. kr.
3. þrep yfír
824,4 þús. kr.
Um 9% gjaldenda falla með hlut
tekna sinna f hæsta skattþrep.
Tekjuskattur sem á þá er lagður
nemur 56,6% af heildartelq'uskatti
einstaklinga á árinu 1987. Þeir
gjaldendur aftur á móti sem eru í
lægsta skattþrepi bera aðeins 2,1%
af álögðum tekjuskatti ársins, en
62,5% af gjaldendum tilheyra því
skattþrepi.
Álagður tekjuskattur skiptist
hlutfallslega eftir skattþrepum sem
hér segir
1987 1986 frávik
% % %
% % Fjárhæðir í þúsundum króna.
Telquskattsstof n
Tekjuskattur
Fjöldi gjaldenda
2,1 0,5 1,6
Hjón — Karlar
1. þrep allt að 412,2 þús. kr.
2. þrep allt að 824,4 þús. kr.
3. þrep yfir 824,4 þús. kr.
Samtals
íljón — Konur
1. þrep allt að 412,2 þús. kr.
2. þrep allt að 824,4 þús. kr.
3. þrep yfir 824,4 þús. kr.
Samtals
Einstaklingar
1. þrep allt að 412,2 þús. kr.
2. þrep allt að 824,4 þús. kr.
3. þrep yfir 824,4 þús. kr.
Samtals
Alls
1. þrep allt að 412,2 þús. kr.
2. þrep allt að 824,4 þús. kr.
3. þrep yfir 824,4 þús. kr.
41,3 31,9 9,4 Samtals
1987 1986 % 1987 1986 % 1987 1986 %
8.429.609 1.823.416 88 22.274 3.361 666 13.463 10.667 26
14.911.060 9.111.787 64 1.242.010 737.276 68 24.514 22.195 10
14.096.133 13.613.866 4 2.896.318 3.066.891 (6) 12.043 17.100 (30)
32.436.702 24.649.068 32 4.160.602 8.806.617 9 50.020 49.962 0
7.749.090 4.799.411 61 47.267 9.476 399 40.661 37.426 9
4.698.996 4.177.671 12 423.224 362.930 17 8.829 11.614 (24)
648.621 630.667 (13) 112.231 136.366 (18) 530 922 (43)
12.996.706 9.607.649 36 682.722 608.722 16 60.020 49.962 0
Tekjuskattsstofn Telquskattur Fjöldi gjaldenda
1987 1986 % 1987 1986 % 1987 1986 %
9.784.209 6.816.646 67 66.644 12.069 444 56.506 50.054 13
9.889.474 7.771.183 27 1.024.766 781.996 31 17.642 20.592 (14)
3.168.177 8.884.116 (7) 686.482 786.663 (13) 2.864 4.643 (38)
22.776.860 16.971.846 84 1.776.782 1.679.617 12 77.012 75.289 2
20.912.808 12.439.878 68 136.084 24.886 443 110.630 98.147 18
29.499.629 21.060.640 40 2.689.990 1.882.201 43 50.985 54.401 (6)
17.797.981 17.628.648 1 3.696.031 3.987.821 (7) 16.437 22.665 (32)
68.210.268 61.128.661 33 6.620.106 5.894.908 11 177.062 176.218 1