Morgunblaðið - 06.08.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
33
Könnun félagsmálaráðuneytisins á stöðu húsnæðislánakerfisins:
Engar nýjar framkvæmdir
í félagslegaum íbúðar-
byggingum á næsta ári
Umsækjandi sem á fimm íbúöir fékk lán fyrir þeirri sjöttu
HÉR fer á eftir í heild, fréttatil- inu. Þá hafði verið ráðstafað öllu
kynning frá félagsmálaráðu- fjármagni Byggingarsjóðs ríkisins
neytinu sem Morgunblaðinu 1987 og mestöllu fé ársins 1988.
barst í gær, 5. ágúst: Auk þess 380 milljónum króna af
Ljóst er að gríðarlega mikil
vandamál hafa skapast á fyrstu 11
mánuðum hins nýja húsnæðislána-
kerfís. Margar af grundvallarfor-
sendum kerfísins hafa ekki staðist.
Fjárþörf kerfísins er mun meiri en
haldið var fram í upphafi. Biðtími
eftir lánum er þegar orðinn 2 ár
og heldur áfram að lengjast. Þá er
ekki sjáanlegt að kerfíð hafi megn-
að að létta ásókn af félagslega
húsnæðiskerfínu. Mikil hætta er
aftur á móti á því að óbreyttar for-
sendur muni skapa aukna þörf á
félagslegum íbúðum. Á vegum fé-
lagsmálaráðuneytisins er nú verið
að gera könnun á ástandi húsnæðis-
kerfisins, grundvallarforsendum
þess og framtíðarhorfum. Þegar
niðurstöður þeirra athugana liggja
fyrir verður leitað samvinnu við
aðila vinnumarkaðarins um þær
leiðir sem færar eru til lausnar þeim
vandamálum sem við blasa.
Lánsfé búið 12. mars
12. mars var hætt að gefa út
lánsloforð í nýja húsnæðislánakerf-
ráðstöfunarfé ársins 1989. Þá er
miðað við óbreytt ríkisframlag. Þeir
sem síðast fengu loforð um lán til
fyrstu kaupa þurtu að bíða liðlega
20 mánuði eftir fyrri hluta lánsins.
Þeir sem áttu íbúð fyrir þurftu að
bíða enn lengur. Frá 12. mars til
1. júlí hafa borist 2.100 umsóknir
til viðbótar. Þær hafa ekki enn hlot-
ið afgreiðslu. Til þess að afgreiða
umsóknir þeirra er talið að þurfí
um 70% af áætluðu ráðstöfunarfé
Byggingarsjóðs ríkisins árið 1989
að óbreyttu ríkisframlagi. Lauslega
áætlað jafngildir það því að þeir sem
sendu inn lánsumsóknir í júní til
fyrstu kaupa þurfí að óbreyttum
útlánareglum og ríkisframlagi að
bíða fram á haust 1989 eftir láni.
11,3 milljarðar
á 10 mánuðum
Alls höfðu 8.375 umsóknir um
lán til kaupa á nýju og notuðu hús-
næði borist Húsnæðisstofnun 1.
júlí síðastliðinn. Af þeim hafa 5.740
fengið svar en 2.645 bíða af-
greiðslu. Þeir sem lengst hafa beðið
sendu inn umsóknir fyrir tæpum
fimm mánuðum. Heildaríjárhæð
útgefinna lánsloforða er 8.150 millj-
ónir króna. Til viðbótar þeirri
fjárhæð má síðan ætla að komi
3.150 milljónir króna vegna óaf-
greiddra lánsumsókna. Samanlögð
fjárþörf kerfísins fyrstu 10 mánuð-
ina var samkvæmt því 11,3 milljarð-
ar króna.
Spenna á fasteigna-
markaði — lélegri
nýting lána
Frá því að kerfið var tekið í notk-
un hefur þýðing lánanna fyrir
umsækjendur minnkað vegna
þenslu á fasteignamarkaði. í ágúst
1986, rétt fyrir gildistöku kerfísins,
hefði fullt lán til kaupa á notuðu
húsnæði numið 84% af útborgun í
sömu íbúð. Á þessu tímabili hafði
söluverðið hækkað um 37,8% sem
er 24% umfram almennar verð-
hækkanir. Jafnframt hafði útborg-
un hækkað úr 72,4% í ágúst í 79,1%
í mars. Það er 6,7%. Kaupandi 4
Jónas Eggertsson, bóksali, ásamt konu sinni, Ólöfu Magnúsdóttur, í nýju búðinni. Morgunblaðið/BAR
Bókabúð Jónasar í nýtt húsnæði
BÓKABÚÐ Jónasar Eggertssonar flutti þann 27. hafði hún verið í 20 ár. Landsbankinn yfírtekur nú
júlí síðastliðinn í nýtt húsnæði í Hraunbæ 102. það húsnæði.
Verslunin var áður til húsa að Rofabæ 7, en þar
herbergja íbúðar hefði sjálfur þurft
að leggja fram 313 þúsund krónur
í ágúst 1986 en 897 þúsund í mars
1987. Mismunurinn er 584 þúsund
krónur sem jafngildir 187% hækk-
un.
Sjálfvirkni í kerfinu
Talsverð brögð eru að þvf að
umsækjendur sem eiga miklar
skuldlausar eignir fyrir hafí fengið
loforð um lán úr nýja húsnæðiskerf-
inu. Lausleg könnun á eignastöðu
umsækjenda þegar liðlega 6 þúsund
umsóknir höfðu borist bendir til að
ekki færri en 15% umsækjenda eigi
fyrir skuldlausar eignir að verð-
mæti meira en 3,0 milljónir króna.
Af þeim voru um 2% að minnka
við sig. Um 3% áttu fyrir skuld-
lausa eign að verðmæti yfír 4,0
milljónir króna. Um 12% umsækj-
enda eða tæplega 1.000 aðila höfðu
samkvæmt skattaframtali yfír 1,0
milljón króna í tekjur árið 1985 —
fyrir tveimur árum. Það má ætla
að svari til 1,7 milljónir króna árs-
launa í ár.
Miðað við fjölda umsókna sem
borist höfðu í bytjun júlí má ætla
að nú hafí um 1.200 aðilar sem
eiga fyrir skuldlausa eign að verð-
mæti yfir 3,0 milljónir krónar öðlast
lánsrétt. Samanlögð lánsloforð til
þeirra gætu nú numið 1,5 til 2
milljörðum króna. Sá hluti þessa
hóps sem á fyrir eignir að verð-
mæti 4,0 milljónir króna eða meira
gæti verið um 250 aðilar. Lánslof-
orð hans má ætla að séu 300 til
400 miljónir króna.
Þess eru jafnvel dæmi að um-
sækjandi sem átti fyrir 5 fbúðir
hafi sótt um lán til kaupa á þeirri
sjöttu og fengið lánsloforð.
Tekjulágnm hafnað
Þá eru brögð að því að umsókn-
um tekjulágra umsækjenda sé
hafnað. I mars hafði 540 af 6.500
umsóknum verið hafnað. Af þeim
höfðu 150 að mati Húsnæðisstofn-
unar ekki nægjanlega háar tekjur
til að geta staðið undir kaupunum.
Þessi hópur er nú senniiega farinn
að nálgast 200 fjölskyldur. Telja
má víst að því fólki sem er synjað
sé að verulegu leyti vísað á félags-
lega húsnæðiskerfíð.
Umsækjendur eru nú eldri en
áður og fleiri eiga íbúðir fyrir. Til
dæmis um þá breytingu sem orðið
hefur má nefna að 1983 voru um
60% umsækjenda undir þrítugu en
nú eru einungis 37% á þessum
aidri. Þeir sem sækja um ián til
fyrstu kaupa eru 46% af öllum
umsækjendum. Hinir sem eiga íbúð
fyrir eru 54%. Síðustu mánuðina
hefur þeim sem sækja um lán og *
eiga íbúð fyrir farið hlutfallslega
Qölgandi. Af umsóknum sem bárust
í apríl og maí voru 62% frá fólki
sem á íbúð fyrir.
Meginforsendur
hafa brugðist
Ljóst er að nokkrar af meginfor-
sendum fyrir hinu nýja lánakerfí
hafa brugðist. Áætlun á fjölda
umsælqenda hefur ekki staðist. 1.
júlí sl. höfðu 164% fleiri umsóknir
borist en áætlað var. í júní bárust
fæstar umsóknir, 448. Það er þó
liðlega 40% meira en áætlað var í
forsendum kerfísins. Ekki verður
séð að kerfíð hafi létt á félagslega
húsnæðiskerfinu eins og reiknað
var með. Á undanfömum árum
hafa 4-5 umsækjendur verið um
hveija íbúð í verkamannabústöðum
og hefur ekki orðið nein breyting
þar á. Framlög til félagslegra íbúða-
bygginga hafa minnkað sem hlut-
fall af heildaríjármagni til
húsnæðismála. Árið 1985 var fram-
lag ríkissjóðs og lífeyrissjóða til
félagslegra íbúða 22,3% af ráðstöf-
unarfé húsnæðiskerfisins. í ár er
þetta hlutfall komið niður í 13,9%.
13% af lánsijármagni frá lífeyris-
sjóðum renna nú til félagslegra
íbúða. Miðað við óbreytt ríkis-
framlag og óbreyttan hlut lífeyr-
issjóða verður ekki um neinar
nýjar framkvæmdir að ræða í
félagslegum íbúðabyggingum á
næsta ári.
Keflavík
Símanúmer hjá umboðinu í Keflavík er 92-13463.
40% afsláttur stendur yffir
til miðvikudagsins 12. ágúst.
SASCH,
Laugavegi 69, sími 24360.
Útsalan
byriuð