Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 34
Akureyrarbær:
Mögulegt að húsnæði fyrir
barnaheimili verði keypt
BÆJARYFIRVOLD eru nú að
athuga með kaup á húsnæði und-
ir barnaheimili, en nú er útséð
með að lgaUari Glerárkirkju
verði ekki leigður til slíkra nota.
Jón Björnsson, félagsmálastjóri,
sagði að nú þegar væru nokkrir
möguleikar í athugun hjá bænum
með kaup á húsnæði, en ríkið
greiðir 50% stofnkostnaðar við
nýja dagvistun í eigu bæjarfé-
laga.
í sumar hafa staðið yfir viðræður
milli bæjaryfirvalda og nefndar á
vegum Glerársóknar um að bærinn
„ÞAÐ ER ekkert til af fóðri hjá
okkur núna og þrátt fyrir að
unnið er allan sólarhringinn
fimm daga vikunnar höfum við
ekki undan að framleiða upp í
okkar samninga," sagði Guð-
mundur Stefánsson, fram-
* kvæmdastjóri ístess, sem hefur
nú gert samning við Norðmenn
um að framleiða 950 tonn af
fóðri fyrir þá.
Guðmundur sagði að nú væri
mesti annatíminn hjá þeim að fara
í hönd og stærsta sending þeirra
til Færeyja stæði fyrir dyrum. „Við
sendum þangað um 500 tonn bráð-
lega, en það er rúmlega þrisvar
sinnum stærri sending en áður hef-
ur farið frá okkur úr landi. Þá
höfum við nú þegar sent um 300
tonn af fóðri til Noregs af því sem
þeir hafa pantað hjá okkur, en á
næstu tveimur vikurm reikna ég
með að við sendum um 400-500
myndi hugsanlega leigja um 400
fermetra í suðurálmu kjallara kirkj-
unnar og nota þá undir bamaheim-
ili. Niðurstöður viðræðnanna voru
þær að líklega væri hentugra fyrir
Akureyrarbæ að kaupa húsnæði
fyrir þessa starfsemi því þá greiddi
ríkið helming stofnkostnaðar.
Halldór Jónsson, formaður sókn-
amefndar Glerársóknar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að nokk-
urs misskilnings hefði gætt eftir
að ljóst var að bærinn hefði ekki
áhuga á að nýta þetta húsnæði
undir bamaheimili, og hefðu ein-
hverjir talið þá Glerárkirkjumenn
tonn af fóðri þangað. Þá er einnig
nóg að gera við að framleiða fyrir
innanlandsmarkað," sagði Guð-
mundur, og taldist honum svo til
að búið væri að framleiða á fjórða
hundmð tonn fyrir hann.
ístess hefur nú framleitt um
1000 tonn af fóðri fyrir markaðinn
í Færeyjum.
VINNUSLYS varð við nýbygg-
ingu ESSO við Leiruveg i
gærdag er ungur maður sem var
þar við störf fékk 9 cm langan
nagla úr naglabyssu í magann.
Slysið átti sér stað laust fyrir
setja upp of háa leigu fyrir hús-
næðið.
„Mergurinn málsins er hins vegar
sá að við bjóðum þetta húsnæði
síst á hærra verði heldur en gerist
og gengur hér á almennum leigu-
markaði, en samanburður við að
leigja þetta húsnæði undir bama-
heimili og að bærinn festi kaup á
húsnæði fyrir slíka starfsemi þar
sem ríkið greiddi helming stofn-
kostnaðar er okkur í óhag,“ sagði
Halldór.
„Það á hins vegar eftir að koma
á daginn hvort bærinn hefur áhuga
á að notfæra sér þetta húsnæði, sem
er tæplega 800 fermetrar að stærð,
til einhverrar annarrar starfsemi.
Það var meiningin að leigja þetta
húsnæði samfleytt til 10-15 ára,
og mér er satt að segja ekki kunn-
ugt um hagstæðari kjör á leigu-
markaði hér í bænum. Orðalag eins
og okur var notað um þessi kjör
sem við vomm að bjóða og satt að
segja sveið manni að heyra það því
það vom ósannindi. Bærinn leigir
húsnæði víða á hærra verði heldur
en við bjóðum, og við tókum þá
ákvörðun að bjóða bænum þetta
húsnæði til leigu því við vildum láta
reyna á hvort hann hefði not fyrir
það. Þama getur öll möguleg starf-
semi rúmast og það er ljóst að við
ætlum ekki að láta það standa autt
mjög lengi," sagði Halldór að lok-
um.
klukkan þrjú og var hann strax
fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið.
Maðurinn reyndist sem betur fór
ekki mikið slasaður og að því er
virtist laus við öll innvortis meiðsli.
Istess sendir 500
tonn til Færeyja
Stærsta sendingin til þessa sem fer úr fandi
Fékk 9 cm langan
nagla í magann
Pætiðí’ðí
ÞESSIR hraustlegu krakkar, sem eru í unglingavinnunni, voru í óðaönn að snyrta beðin austan
Skarðshlíðarinnar í gær. Rekum og hrífum var óspart beitt við að gera allt sem snyrtilegast og
ekki hætt fyrr en á slaginu fjögur. Krakkamir í unglingavinnunni vinna ýmist fyrir eða eftir
hádegi, þrjá tíma í senn, og kaupið sem þau fá er á bilinu 88 krónur til 106 krónur á tímann, en það
fer eftir aldri hvaða upphæð þau fá.
Morgunblaðið/Kri8tinn Jens Sigurþóreson
Æfingar hófust á þriðjudaginn og hér má sjá leikendur lesa
verkið saman.
Leikrit á 125 ára afmælinu:
Mannmörg sýning
krydduð með tón-
list og skáldskap
ÆFINGAR á nýju leikriti sem
flutt verður á 125 ára afmælis-
degi Akureyrarbæjar eru
hafnar af fullum krafti.
„í þessu leikriti verður stuðst
við ýmislegt héðan og þaðan úr
bæjarlífinu og sögu bæjarins, og
kryddað með tónlist og skáld-
skap,“ sagði Pétur Einarsson,
leikhússtjóri, í samtali við Morg-
unblaðið. „Þetta verður mann-
mörg sýning með mikið af tónlist;
þama verða kórar lúðrasveitir og
hljómsveit, og svo hafa eldri félag-
ar hér á Akureyri gengið til liðs
við okkur í uppsetningu á þessari
sýningu. Einnig má búast við ein-
hveiju fleim skemmtilegu á
þessari sýningu, en það er best
að segja sem minnst um það til
að stela ekki því óvænta frá áhorf-
endum.
Við höfum skamman tíma til
að æfa fyrir þessa sýningu þannig
að æfíngar verða stífar; æft á
hveijum degi nema um helgar.
Það verður frekar létt yfir
þessu verki og er hveijum manni
ftjálst að lesa inn í það alvöru eða
gaman. Hugsanlega em einhver
tengsl við persónur hér á Akur-
eyri í nútíð eða fortíð en um slíkt
verður hver og einn að fullyrða
fyrir sig.
Þeir sem hafa sett þetta verk
saman era þeir Óttar Einarsson
og Eyvindur Erlendsson, sem
jafnframt er leikstjóri. Aðrir sem
koma við sögu em Jón Hlöðver
Áskelsson, sem sér um að velja
og æfa tónlistina, Ingvar Bjama-
son, sem sér um lýsingu, Hall-
mundur Kristinsson, sem teiknar
leikmyndina, og Freygerður
Magnúsdóttir, sem hannar bún-
ingana," sagði Pétur.
Sýningar á verkinu verða alls
þijár; fmmsýning 29. ágúst og
daginn eftir verða tvær sýningar
á því, sú fyrri um eftirmiðdaginn
og sú seinni um kvöldið.
Stjórnsýslumiðstöð á Akureyri:
Byggðastofnun ræðir
við bæjaryfirvöld
um hönnun hússins
FULLTRÚAR frá Byggðastofn-
un voru staddir hér á Akureyri
í gær til þess að ræða við bæjar-
yfirvöld um fyrirhugaða bygg-
ingu sljórnsýslumiðstöðvar við
Ráðhústorg.
Stefán Guðmundsson, stjómar-
formaður Byggðastofnunar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
menn væm að velta fyrir sér bygg-
ingu stjómsýslumiðstöðvar sem yrði
nokkuð stór; trúlega fjórar hæðir
og yrði margskonar starfsemi að
líkindum hýst þar.
„Við hjá Byggðastofnun komum
hingað í þeim tilgangi að eiga fund
með bæjaryfirvöldum og velta fyrir
okkur hvemig að hönnun hússins
eigi að standa. Það er ljóst að gerð-
ar em kröfur um að á lóðinni, sem
stendur austan Landsbankans við
Ráðhústorgið, verði reist stórt og
myndaralegt hús sem hæfi um-
hverfinu og því ekki óeðlilegt að
gera ráð fyrir að í þessari fyrir-
huguðu stjómsýslumiðstöð verði
jafnframt hýst ýmiskonar önnur
starfsemi. Á þessari stundu virðist
mér sem niðurstaðan verði sú að
efnt verði til samkeppni um hönnun
þessa húss, þó ekkert sé endanlega
ákveðið í því efni,“ sagði Stefán
Guðmundsson að lokum.
Velti stolnum
brunabíl
BRUNABÍL í eigu Flugmálastjórn-
ar var stolið á Akureyrarflugvelli
í gærmorgun og velt á hvolf við
gatnamót Glerárgötu og Strand-
götu.
Bmnabílnum var stolið úr læstu
skýli á flugvellinum og var síðan
ekið sem leið lá í bæinn. A gatnamót-
unum var honum síðan velt á hvolf
þannig að hjólin snem upp í loft.
Þegar lögregluna bar að garði um
klukkan 7.30 var sökudólgurinn á
bak og burt, en nokkrir vegfarendur
höfðu orðið vitni að því sem fram
fór. Einn maður var handtekinn gmn-
aður um verknaðinn og hefur hann
verið í yfírheyrslum.