Morgunblaðið - 06.08.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
39
Skarphéðinn Waage
verkstjóri - Minning
Kveðjuorð:
Friðrik Dungal
Fæddur 24. desember 1909
Dáinn24.júlí 1987
í dag kveðjum við kæran sam-
starfsmann og félaga, Skarphéðin
Waage, hann tók sér tveggja daga
fn' til þess að kveðja þennan heim,
iagðist inn á spítala 23. júlí og
andaðist daginn eftir, 24. júlí sl.
Skarphéðinn fæddist á aðfanga-
dag jóla árið 1909, foreldrar hans
voru Magnús Waage, bóndi og
smiður og kona hans, Himinbjörg
Jónsdóttir, sem þá voru búsett að
Laugarbóli í Amarfirði. Hann var
yngstur 10 systkina, sjö bræðra og
þriggja systra, sem öll eru látin
nema tvær systur.
Þegar Skarphéðinn var fjögurra
ára gamall fluttust foreldrar hans
að Mýrarhúsum í Amarfirði og þar
ólst hann upp.
Árið 1927, er hann var 18 ára
gamall, fór hann tii sjós, fyrst á
báta á Suðumesjum og síðar á tog-
ara í Reykjavík. Það var ekki
heiglum hent að komast á togara
í þá daga, en fyrir orð bróður hans,
Magnúsar, fékk hann pláss, enda
var pilturinn harðduglegur og ósér-
hlífinn.
Þrátt fyrir lítil auraráð á kreppu-
ámnum tókst Skarphéðni að safna
sér aurum er nægðu til tveggja ára
skólagöngu, fyrri veturinn,
1930— 1, í Alþýðuskólanum á
Hvftárbakka, seinni veturinn,
1931— 32, var skólinn fluttur að
Reykholti. Skarphéðinn minntist
þessarar skólagöngu sinnar með
þakkiæti og ánægju. Þar kynntist
hann Málfríði Tómasdóttur og þau
giftu sig 1933, eignuðust fjóra sjmi,
Steinar, skókaupmann, Baldur, véi-
viriqameistara, hann andaðist
1979, Tómas, veggfóðursmeistara,
og Magnús, rafmagnsverkfræðing.
Málfríður dó í desember 1967
eftir 34 ára gæfusamt hjónaband.
Eftir skólagöngu vann hann
ýmiss almenn störf til 1935, er
hann réðst til Lýsisverksmiðjunnar
Hauks, varð síðar verkstjóri hjá
Lýsissamlagi íslenskra botnvörp-
unga til 1964, verkstjóri í bygging-
arvinnu, vann hjá Pósti og síma og
í verzluninni Staumnesi þar til hann
hóf störf hjá verzluninni Vogue
1970.
Árið 1969 urðu tímamót í iífi
Skarphéðins, þá kynntist hann
Hólmfríði Eyjólfsdóttur, sem misst
hafði mann sinn, Jón Einarsson,
stofnanda Vogue, um svipað leyti
og hann sína konu. Þau hófu sam-
búð sem varð þeim báðum til
mikillar blessunar, áttu saman
sautján hamingjuár. Mikil og góð
tengsl tókust með bömum þeirra
og bamabömum og má með sanni
segja að sambúð þeirra hafi verið
öllum til gæfu.
Samstarfsfólk hans í Vogue
kveður hann með söknuði, hann var
allra hugljúfi, hjálpsamur, greiðvik-
inn og skemmtilegur.
Ég votta Hólmfríði og öllum að-
standendum hans innilega samúð.
Guðjón Einarsson
Öll vitum við að einhvem tíma
munum við yfirgefa þennan jarð-
neska heim, en það er nú svo, að
ætíð kemur það okkur á óvart er
sorgarfrétt berst.
A slíkri stundu sækir að sár sökn-
uður og orð verða lítilsmegnug, en
minningin um góðan mann mun
lifa.
Skarphéðinn afí var einstakt
snyrtimanni, hann var dulur maður
að eðlisfari, en hafði jafnframt
ákveðnar skoðanir til að bera. Ljóð-
elskur var hann og vel lesinn. Óllu
fuglaiífi og gróðri unni hann mjög.
Sjaldnast féll honum verk úr hendi
og til marks um það vann hann
fulla vinnu til hinztu stundar, enda
var það ósk hans og von.
Sólarhring fyrir andlátið hafði
hann kvatt heimili sitt og Fríðu
ömmu okkar. Kviðalaus iagðist
hann inn á sjúkrahús með þeim
orðum, að hann yrði kominn aftur
til vinnu, nýr og betri maður, að
10 dögum liðnum. Þannig var hann,
tilfinningum sínum flíkaði hann
helzt aldrei. Við vissum öll, og ekki
sízt hann, að heilsa og þrek fór
dvínandi, en hann bar höfuðið hátt
til hinztu stundar.
Fríða amma og Skarphéðinn
stofnuðu saman heimili fyrir 17
árum, en nokkru áður höfðu þau
bæði misst ástkæra maka. Þau voru
sérlega samrýnd og áttu saman góð
ár.
Við kveðjum afa okkar um sinn
með þökk fyrir að hann skyldi tengj-
ast fjölskyldu okkar.
Barnabörn Hóhnfríðar
Fimmtudaginn 30. júlí var borinn
til grafar einlægur vinur minn, Frið-
rik Dungal, er lést á sviplegan hátt
í flugslysi ásamt þremur félögum
sínum. Hann var sonur hjónanna
Höskuldar Dungal og Guðrúnar
Ámadóttur. Hann fæddist í
Reykjavík 11. desember 1959 og
varð þvf aðeins rúmlega 27 ára
gamall. Og alltaf kemur þessi
spuming upp, af hveiju hann? Hann
sem var fullur af lífsþrótti og bjart-
sýni. Það hrannast upp ótal minn-
ingar á stundu sem þessari.
Friðrik var hrókur alls fagnaðar
hvar og hvenær sem var, opinn og
blátt áfram. Hann átti stóran vina-
hóp og er nú stórt skarð höggvið
úr þeim hópi. Hans verður minnst
sem einlægs og yndislegs drengs.
Þegar maður í blóma lífsins er
tekinn í burtu úr þessum heimi á
vit feðra sinna, vaknar sú spuming
hver er tilgangurinn, en ekkert
svar.
Friðrik var giftur Ámýju Ric-
hardsdóttur og áttu þau synina
Richard Þór, tæplega 6 ára, og
Áma Kristin, sem þau misstu í sept-
ember síðastliðnum, þá aðeins 3 ára
gamlan. Og ber nú fundum þeirra
feðga saman á ný. Það er erfitt að
sætta sig við þessa staðreynd. En
minningamar um marga góða og
skemmtilega fundi okkar Friðriks
geymi ég í hjarta mér, því hann var
mér sannur vinur.
Þetta er erfíð raun fyrir Rikka
Þór, tæplega 6 ára gamlan, sem
missir litla bróður, var það honum
erfiður og mikill missir, nú 10 mán-
uðum síðar missir hann sinn
elskulega föður.
Elsku Ámý og Rikki Þór. Með
þessum fátæklegu orðum vil ég
votta ykkur mína dýpstu samúð og
bið algóðan Guð að gefa ykkur
styrk í þessari miklu sorg.
Ég votta foreldrum, tengdafor-
eldrum, systkinum og öðmm
ættingjum mínar dýpstu samúðar-
kveðjur. Einnig sendi ég samúðar-
kveðjur til aðstandenda Gunnars,
Magnúsar og Rafns. Guð blessi
ykkur öll.
Helga Sigurðardóttir
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
Steypuþyrla
Til sölu steypuþyrla (gólfslípivél). Verð kr.
65.000,-.
Upplýsingar í síma 75836 á kvöldin.
Sumarbústaður
35 fm sumarbústaður er til sölu ef viðunandi
tilboð fæst. Hann er 100-110 km frá
Reykjavík.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Bústaður — 4088“.
Rækjuframleiðendur
Vegna breytinga á verksmiðjunni höfum við
til sölu:
1 stk. Justus-litgreini fyrir rækjur.
Tækið er mjög vinnusparandi ásamt hreinsi-
borðunum og annar 2-3 pillunarvélum. Tækið
er lítið notað.
Þeir, sem áhuga hafa snúi sér til Johansen,
framkvæmdastjóra, eða Berg, skrifstofu-
stjóra. Telefax nr. 47-83-60630, sími 47-83-
60555.
KÁRE RENÖ A/S,
9180 Skjervöy,
Norway.
Notaðar vélar og tæki
Vegna breytinga eru neðangreind tæki og
vélar til sölu:
1 stk. 8 tonna plötufrystir af Kværner-gerð.
1 stk. kælivél, 6 syl., Hall 17000 kcal/t.
1 stk. Siemensrofi 2.500 amp.
1 stk. Danfossspennir 3x380 volt.
1 stk. Uppgufari með einni viftu, 0,7 kw
(ammoníak).
1 stk. Pækilkar með færibandi fyrir rækju.
Þeir, sem áhuga hafa, geta snúið sér til Jo-
hansen, framkvæmdastjóra, eða Berg, skrif-
stofustjóra. Telefax nr. 47-83-60630, sími
47-83-60555.
KÁRE RENÖ A/S
9180 Skervöy,
Norway.
Fjölskylduhelgi Útivistar í
Þórsmörk 7.-9. ágúst
Fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna:
Ratleikur í umsjón unglingadeildar, göngu-
ferðir, kvöldvaka, pylsugrill, varðeldur.
Gist í Útivistarskálunum Básum eða tjöldum.
Brottför föstudag kl. 20.00 og laugardag kl.
8.00. Sérstakt afsláttarverð. Frítt fyrir börn
9 ára og yngri með foreldrum sínum. Allir
velkomnir, jafnt einstaklingar sem fjölskyldur.
Sjáumst.
LJtlVlStij Grófinni 1,
Símar: 14606og 23732.
íslensk - hollenska hf.
Erum fluttir á Smiðjuveg 4C, Kópavogi. Ný
símanúmer eru 44677 og 44780.
Námsstyrkir fyrir
starfandi félagsráðgjafa
og æskulýðsleiðtoga
Council of International Programs for Youth
Leaders and Social Workers (CIP) býður
styrki til þátttöku í námskeiðum frá apríl til
ágúst 1988.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar liggja
frammi hjá Fulbrightstofnuninni, sími 10860.
Umsóknarfrestur er til 1. september 1987.
Aðalfyndur Fylkis, FUS
Aðalfundur veröur haldinn aö Hafnarstræti 12, 2. hæö, sunnudaginn
9. ágúst kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á SUS-þing.
3. Önnur mál.
Mætið stundvislega.
Fylkir, FUS.