Morgunblaðið - 06.08.1987, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
Jón Þ. Arnason
Lífríki og lífshættir CXX
Spurningin er: Hversu lengi enn telja
„stjórnmálamenn“ skynsamlegt að beita fyr-
irgreiddum atkvæðum taumlaust á þver-
randi forða náttúruauðæva jarðar?
Allt fram á síðustu tíma hafa
formælendur og fylgjendur hag-
vaxtartrúar verið svo blindaðir af
sjálfsþótta og bjálfabjartsýni, að
vart hafa verið viðmælandi. Upp
á síðkastið hefir þetta að vísu
dvínað, þó að enn sé alllangt frá
að grilli í verulegt undanhald.
Víst er og, að aldrei hafa fleiri
og voldugri vígaskarar sótt
grimmilegar að lífríki jarðar eða
leitazt ákaflegar við að hindra
gjörtæka hugarfarsbyltingu, sem
er frumforsenda viðhlítandi
framtíðar, en einmitt nú.
En eigi að síður má til huggun-
ar verða, að efí um almætti
Mammons er tekinn að skjóta
rótum og grípa um sig. Af þeirri
ástæðu er ekki öll von úti um, að
náttúruníðingar neyðist til að
þreifa á afleiðingum hugsunar-
leysis síns og hamagangs, orða
sinna og afglapa. Þá væri fyrsta
skilyrðið fyrir endurmati viðhorfa
þeirra skapað. Og það væri hreint
ekki litilsvert þegar af þeim sök-
um, að þar með hlyti þeim að
verða sæmilega ljóst, að framtíðin
getur ekki orðið sú blómsturtíð,
sem flestir hafa vænzt. Hömlulaus
sjálfumgleði hlyti að þoka fyrir
efablendni. A.m.k. lítið eitt.
Sókn auðnar.
Fyrir 14 árum hafði heimspek-
ingurinn og sagnfræðingurinn m.
m., Ivan Illich (f. 1926, Vín). höf-
undur margra merkra ritverka,
þar sem hann gagnrýnir tíðarand-
ann ótæpilega, komizt þannig að
orði (í bók sinni, „Tools for Con-
viviality", New York 1973):
„Eins og nú standa sakir væri
mótbára gegn hagvexti nákvæm-
lega jafn áhrifalaus og andmæli
gegn sólarlaginu
Síðan þetta var ritað, hefír
reyndar ýmislegt gerzt, og gerist,
eins og verða hlýtur. En ekkert,
ekki vitundarögn, sem rennt getur
stoðum undir kenningar marxista
og markaðsmanna um endalausar
„framfarir" og „kjarabætur“.
Samt sem áður hrósa söfnuðir
hagvaxtarrisans sífellt stærri og
meiri sigrum yfír móður jörð. Sig-
urfréttir eru ekki alltaf birtar við
lúðrablástur og bumbuslátt.
Stundum eru þær gerðar heyrin-
kunnar af hógværð og lítillæti.
Þannig er oftast farið um hrikale-
gustu sigrana:
Árlega þenjast eyðimerkur
jarðar út um 60.000 km.
Árlega minnka regnskógar
hitabeltis jarðar um 100.000
km.
Árlega blæs akurlendi jarðar
upp um 200.000 km,
að því er Hamborgarblaðið
„WELT am SONNTAG" skýrir
frá í smáklausu á innsíðu hinn
24. maí í vor. Og er þó ótalið, það
sem hverfur undir mannvirki alls
konar og íverustaði handa
216.000 nýbyggjum jarðar sér-
hvem sólarhring.
Það eru gömul sannindi, sem
ávallt eru ný, að köll á breytt
markmið og nýjar leiðir ná sjaldn-
ast áheym á meðan sigurganga
fer um garða og grundir, heldur
þá fyrst, þegar hrikta tekur í röft-
um. Gríski heimspekingurinn og
vísindamaðurinn Aristoteles
(384-322 f. Kr.) áleit, að eðli og
inntak sérhverrar heimssýnar, at-
burðar, atferlis eða fyrirbæris yrði
ekki skilvitlega brotið til mergjar
fyrr en hámarki hefði náð og út-
fall hafíð. Þrátt fyrir það storma
iðulega fram óþreyjufullir bálviðr-
isvíkingar, sem meta „dómgreind"
fjöldans einskis, þ. e. til sann-
virðis, ótrauðir gegn ofureflinu.
Klastursverk.
Einn margra mikilsvirtra
vísindamanna, er vakið hafa at-
hygli á, að hin glitrandi fyrirheit
framfaraboðenda hafa ill gengið
eftir, er sálkönnuðurinn og rithöf-
undurinn Erich Fromm
(1900-1980), sem varð heims-
kunnur af verkum sínum 10-20
árum fyrir andlát sitt, furðaði sig
á „hinni nær ótrúlegu staðreynd,
að hingað til hafa ekki verið gerð-
ar neinar alvarlegar tilraunir til
að forða okkur undan þeim örlög-
um, sem okkur hafa verið kunn
gerð.“ Ennfremur segir hann (í
bók sinni, „To have or to Be“,
NewYork 1976):
„Á sama tíma og einungis brjá-
læðingur myndi í einkalífi sfnu
sitja með hendur í skauti, þegar
allri tilveru sinni og lífí væri ógn-
Sú staðreynd fær ekki dulizt,
að homo sapiens hefír verið
stykkjaður niður í homo oec-
onomicus, og afskræmismyndin
af strang-efnahagslega ákvarð-
aðri manneskju hefir um áratugi
verið viðmiðun og leiðarljós allrar
svonefndrar stjómmálastarfsemi.
Nákvæmlega með þessu, að gera
sér mynd af manneskjunni, sem
er blátt áfram í öllum höfuðdrátt-
um argasta klessuverk, var eitt
afdrifaríkasta skref aldarinnar
stigið niður til vinstri. Þetta var
mynd af niðursoðinni mannpeysu.
Afleiðing þess, að „stjómmála-
menn“ tilbáðu þessa mynd af
stöðugt vaxandi ákefð og innlifun,
varð vitanlega sú, að hún endur-
speglaðist í hugmyndum, sem
sérhver einstaklingur gerði sér um
sjálfan sig. Hjá því gat ekki farið,
að þessi vanskapaða sjálfsmynd,
sem smám saman varð að
ófreskju, hefði gagnverkandi áhrif
í þjóðlífinu. Öðruvísi orðað má
segja, að manneskjan hafí skapað
mynd af sjálfri sér, sem hlaut að
hafa djúprist áhrif á stjómmála-
stefnur og -störf, einkum í
lýðræðisrílqum, þar sem atkvæði
eru jafnan í hágengi.
1946). Hann taldi, að við hlytum
að færa okkur í nyt hina voldugu
aflgjafa mannlegrar sérhyggju,
sem trúarbrögðin og gamall
vísdómur ráðlögðu að halda í
skefjum.
Árið 1930 birti Keynes þá nið-
urstöðu rannsókna sinna, að við
hefðum hafíð einhveijar viðbjóðs-
legustu eðlishneigðir okkar í
hávegu æðstu dyggða, og nefnir
þetta háttalag „fyrirlitlega sýki,
eina hina hálfglæpsamlegu, hálf-
sjúklegu tilhneiginga, sem með
hryllingi em fengnar sérfræðing-
um í geðlæknisfræðum til með-
ferðar. En hægan!“, heldur hann
áfram, „tíminn til þess er ekki
kominn enn. Enn um minnst
hundrað ára skeið verðum við að
telja sjálfum okkur og öllum öðr-
um trú um, að heiðarlegt sé
óheiðarlegt og óheiðarleft heiðar-
legt; því að óheiðarlegt er gróða-
vænlegt en heiðarlegt ekki. Ófund
og fégræðgi og undirferli hljóta
enn um sinn að verða guðir okk-
ar.“
Erkipáfí ríkjandi efnahagsum-
svifa, skozki heimspekingurinn og
siðfræðiprófessorinn Adam Smith
(1723-1790) hafði reyndar löngu
í HAGVEXTI
„Óheiðarlegt er gróðavænlegt, heiðarlegt ekki.'
GULL GEGN ÆRU
dreginn, að af samefldri peninga-
hyggju markaðsmanna og marx-
ista, hafí tæplega getað leitt
annað ástand og aðrar horfur en
nú ógna líftíki jarðar. Bjartsýni í
viðtekinni merkingu virðist því
ekki eiga ýkjasterkan rétt á sér.
Nú merkja orðin bjartsýnn maður
nánast kjarklaus maður.
Þær ijölmörgu ákvarðanir, sem
teknar voru á ráðstefnum banda-
rískra og sovézkra leiðtoga f
Teheran, Jalta og Potsdam á
heimsstyijaldarárunum 1943-
1945, hafa framar öllu öðru ráðið
þróun mannlífs og jarðlífs allt
síðan, fram á þennan dag. Og
munu óhjákvæmilega gera um
ófyrirsjáanlega langa framtíð enn.
Á einskis mann færi mun vera
að segja neitt með vissu um, hvort
þjóðir heims fái lifað þá fólsku
af. Varla fer á milli mála, að horf-
ur eru ekki traustvekjandi.
Vaxandi upplausn og úrræða-
leysi í þjóðfélagsmálum á Vesturl-
öndum, sem fallið hafa í gryfjur
jöfnunaróra og rótleysis vinstri-
hyggju, hafa vakið grun um, að
fátæktin í austri geti naumast
verið menningarfjandsamlegri en
ofátssukkið í vestri. Sögulegar
staðfestingar þess, að skammt sé
jafnan að bíða hruns og tortíming-
ar eftir að efnahagshyggja hefír
náð að þrúga öll göfugustu sið-
gæðis- og siðferðislögmál til
undirgefni, eru ekki á meðal þess,
sem helzt skortir í þekkingarforða
„framfaraaldar" okkar. Ef rotn-
unaröfl Vesturlanda færast enn í
aukana má eins vel búast við að
heyrast kunni raddir, sem kalla á
harða hönd austursins til að slíta
hrunaglammi.
Evrópu skortir menn. Af mús-
gráum múgamennum við stjóm-
völ hefir hún yfrið nóg. Svo hefír
enda verið óslitið síðan framan-
greindar bandarísk/sovézkar
ráðstefnur voru framdar. Reyndar
átti að heita, að Evrópa ætti þar
málsvara. En það var aðeins til
málamynda. Fulltrúa hennar
skorti allt, sem nauðsyn krafði til
að standast ráðsmönnum þeirra
snúning. Frammistaða hans þar
var í fullkomnu samræmi við feril-
inn allan, allt frá því að hann
hófst í tossabekkjum enskra fyrir-
myndarskóla.
Hamy S. Truman (1884-1972),
forseti Bandaríkjanna
(1945-1953), lýsir smán Evrópu
á afar skilmerkilegan, en jafri-
framt nærfæmislegan hátt, í
endurminningum sínum („Memo-
irs“ Vol. II, Garden City 1955)
m. a. þannig:
„Hvenær sem málefni af
þessum toga komu til með-
ferðar, fannst Churchill nauð-
Efi skýt- urrótum Djúpstæð mannþekking Truman blöskraði, Stalín byrsti sig
að, hafast þeir, sem bera ábyrgð
á almannaheill, í raun ekkert að,
og þeir, er hafa trúað þeim fyrir
sér, láta þá afskiptalausa. -
Hvemig getur á því staðið, að
hinn sterkasti allra eðlisþátta,
sjálfsbjargarhvötin, virðist ekki
vera lifandi lengur?“
Auðvitað átti Fromm svar við
spumingu sinni á reiðum höndum,
enda þurfti engan snilling til að
varpa því fram á svipstundu.
Meginástæðan er ásköpuð
skammsýni manneskjunnar. Að
kjarkleysi hennar viðbættu. Múg-
ur er af náttúrunnar hendi
andlega og sálrænt með öllu ófær
um að ná tökum á rás framþróun-
ar og afturkasts, og alveg sér í
lagi ófús til að reyna að draga
rökréttar ályktanir af ríkjandi
lífsháttum sínum.
Á því sýnist þess vegna varla
geta leikið stórvægilegur efi, að
þjóðfélagsskipan nútímans geri
yfírleitt alltof miklar kröfur til
mannsheilans.
Hagsmunajúðska.
„Ágætið", sem af hlauzt, mætti
vel nefna - og það gerir líka margt
lífvemdarfólk - stigmögnun efna-
hagslegs blygðunarleysis, kurteis-
lega til orða tekið. Eða skýrar:
Sigur hagsmuna yfír hugsjónum,
siðgæðismorð, ógnun Mammons
við menningu.
Ógeðið leitaði sér að sjálfsögðu
stuðnings í lærðum og vísindaleg-
um rökstuðningi. Hin hagsmun-
aknúða manneskja skal telja
dyggðir, það sem Vesturlanda-
þjóðir höfðu um aldir talið
dauðasyndir: Græðgi, ágimd, öf-
und, bruðl, hóglífí o. s. frv.
Efnahagslífíð þarfnast þessara
drifkrafta vegna hagvaxtarins
síns. Líklega hefír enginn skýrt
þessa þörf skiljanlegri rökum en
hið enska átrúnaðargoð hagspek-
inga 20. aldar, sem enginn ber
brigður á að hafi verið fijór og
skarpskyggn athugandi, sjálfur
John Maynard Keynes (1883-
áður reist hagkenningar sínar á
roðflettu eðli hins rótlausa ein-
staklings, er sí og æ hefír hug
og hjarta bundin við að auðgast
sem mest á sem skemmstum tíma
með sem minnstri fyrirhöfn.
„Stjómmálamenn" Vestur-
landa tóku að tileinka sér þessar
niðurstöður í stærri og stærri
skömmtum, og fannst bragð og
ilmur afbragðsgóðgæti. Heimur
og saga samtímans eru viðunandi
vitnisburðir um, hversu fara ger-
ir, þegar einungis er litið á
náttúruríkið allt sem réttdræpa
villibráð.
„Bandaríkjamenn
segjajá“.
Mér er ekki kunnugt um, að
mannþekking hinna skarp-
skyggnu lærdómsmanna, Adam
Smith og John Maynard Keynes,
hafi sætt kollvarpandi gagnrýni.
í ljósi þeirrar þekkingar verður
sá lærdómur af henni auðveldlega
synlegt að halda langar ræður
áður en hann síðan að lokum
beygði sig fyrir ákvörðunum,
sem þegar höfðu verið teknar.
Á meðan á þessum löngu útúrd-
úrum Churchills stóð, var
Stalin vanur að halla sér fram
á olnbogana, snúa upp á yfir-
vararskeggið og segja:
„Af hveiju segið þér ekki já?
Bandarikjamenn segja já, og
við segjum já. Þér munið á
endanum líka segja já. Hvers
vegna gerið þér það ekki
strax?“
„Þetta“, bætir Truman við,
„stöðvaði ræðuflauminn. Að
honum afstöðnum sagði Churc-
hill líka já. En hann þurfti alltaf
að halda ræðuna sína fyrst.“
En Stalin og Truman dáðust
að vínhreysti Churchills - og ko-
must ekki heldur hjá að leyfa
honum að vera með.
Svona umkomulaus var Evrópa
orðin.