Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 60
I'ramtíð
ER VIÐ SKEIFUNA
aaaa
♦ SUZUKI
7 DAGAR
KRINGWN
KtSIMeNM
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Morgunblaðið/BAR
INDÍÁNAR Á FERLI
Meðal þátttakenda í skrúðgöngu félagsmiðstöðvanna í
Reykjavík, sem fram fór í gær, var þessi unga indíánamær. Eft-
ir skrúðgönguna skemmti hún sér ásamt félögum sínum í
Hljómskálagarðinum. Sjá frásögn og myndir á bls. 25.
V estmannaeyjar:
Því má bæta við að það er söng-
fólk úr kirkjukór Landakirkju sem
hamflettir mestan þann lunda sem
þeir félagar reykja og aflar með
því fjár í ferðasjóð kórsins. Það eru
aðeins útejringar í Elliðaey og Suð-
urey sem leggja inn sinn lunda
hamflettan.
-hkj.
Norrænt
„kirkjuþing
í Skagafirði
FJÖGURRA daga stjómarfundi
Kirknasambands Norðurlanda,
Bem haldinn er að Löngumýri í
Skagafirði lýkur á morgun. Fund-
inn sækja fulltrúar allra höfuð-
kirkna á Norðurlöndum, auk
annarra kirkjudeilda.
Á sunnudaginn verður guðsþjón-
Usta í Hallgrímskirkju, þar sem
Fredrik Grönningsæter, biskup f
Bodö í Noregi, mun predika. Honum
Ti aðstoðar verða Bodil Krabbe og
Timo Lehmuskoski, fulltrúar babt-
ista og Grísku rétttrúnaðar kirkjunn-
ar í stjóm Kirknasambandsins.
Dómprófasturinn í Reykjavík, séra
Ólafur Skúlason, vfgslubiskup, mun
þjóna fyrir altari ásamt séra Ragn-
ari Fjalar Lárussyni, sóknarpresti.
Organisti verður Hörður Áskelsson.
Dómstóll í Malmö:
*
Islendingnr dæmd-
ur í 4 mánaða fang-
elsi vegna fíkniefna
UNDIRRÉTTUR í Malmö
dæmdi i gær 24 ára gamlan
íslending i fjögurra mánaða
fangelsi fyrir að hafa fíkniefni
í fórum sínum.
Maður þessi er búsettur í
Gautaborg og var handtekinn þar
24. júlí síðastliðinn í tengslum við
mál íslendingsins, sem handtek-
inn var í Kaupmannahöfn með
1,3 kg af amfetamíni í fórum
sínum. Við húsleit í íbúð hins 24
ára gamla manns í Gautaborg
fundust 4 g af amfetamíni og 2
g af kókaíni. Maðurinn hefur ver-
ið lengi búsettur í Gautaborg og
hefur ekki komið við sögu fíkni-
efnamála hérlendis.
Bandaríkjaineim
-vilja kaupa millj-
ón reykta lunda
Vestmannaeyjum.
„VIÐ seldum í fyrra 6000 stykki
af reyktum lunda til Sviþjóðar
og í framhaldi af þvi höfum við
fengið beiðni um að senda sýnis-
horn til Bandaríkj anna, Bret-
lands og Noregs. Bandarikja-
mennimir eru að tala um að þeir
vilji fá um milljón lunda en það
er með öllu útilokað að við getum
/í— íitvegað svo mikið magn,“ sagði
Jóhannes Esra Ingólfsson i sam-
tali við Morgunblaðið. Jóhannes
Esra og félagi hans, Magnús
Magná, reykja lunda fyrir versl-
anir og veitingahús. Reyktur
lundi þykir mikið lostæti i Eyjum
og nú hefur þessi réttur heillað
veitingamenn erlendra hótela.
Jóhannes Esra tjáði Morgun-
blaðinu að það væru hótelkeðjur
erlendis sem sæktust eftir reykta
lundanum. Væri hann notaður hrár
____í salöt og þætti mikið lostæti. Þeir
félagar hafa í sumar reykt um
18.000 lunda og eru nú að safna
fugli í frysti sem þeir síðan ætla
að reykja í september. Lundinn er
taðreyktur upp á gamla móðinn en
sú aðferð þykir gefa mun betri
bragðgæði.
„Við látum markaðinn hér heima
í Eyjum ganga fyrir en Eyjabúar
borða árlega á milii 12 og 13 þús-
und reykta lunda. f fyrra reyktum
við 20.000 lunda svo það er ekki
mikið sem er afgangs til að selja
upp á land og sinna þeim pöntunum
sem koma erlendis frá. Veiðin í
sumar hefur verið léleg og svo var
einnig í fyrra. Við fáum ekki allan
þann lunda sem þörf er á til að
anna eftirspuminni," sagði Jóhann-
es Esra Ingólfsson.
Hann hefur í meira en 20 ár reykt
lunda og framleiðsla hans hefur á
sér mikinn gæðastimpil í hugum
Eyjabúa sem flestir em sólgnir í
lunda. Auk lundans reykir Jóhannes
Esra svið, lax, bjúgu og að sjálf-
sögðu hangikjöt. Hann sagðist vera
að prófa ýmsar nýjungar í reykingu
matvæla.
Morgunblaðið/Sigurgeir.
Jóhannes Esra Ingólfsson t.h. og Magnús Magnússon koma lunda
í reyk.
Míkil eftirspurn eftir íslenskum fiski í Bandaríkjunum:
Fyrirhuguð 5 til 7%
verðhækkun á flökum
Á NÆSTU dögiun er fyrir-
huguð verðhækkun á íslensk-
ömu, hefðu gert framleiðslu fyrir
þennan markað álitlegan valkost
fyrir fískframleiðendur. Þess
vegna væri nú mjög mikilvægt,
þegar vinnuafl fer aftur að auk-
ast í frystihúsunum, að einbeita
sér í auknum mæli að Banda-
ríkjamarkaði til að viðhalda
honum, enda hefði hann í gegn-
um árin verið mikilvægasti og
stöðugasti markaðurinn fyrir
íslenskar fískafurðir. „FVam-
leiðsla á þennan markað hefur
verið tiltölulega lítil að undanf-
ömu, sem stafar meðal annars
af manneklu í fíystihúsunum. Ég
tel hins vegar mjög mikilvægt
að fískframleiðendur beini sjón-
um sínum í auknum mæli að
þessum markaði í framtíðinni,
enda er hann að mínum dómi
álitlegur valkostur, ekki síst eftir
þessar hækkanir," sagði Eysteinn
Helgason.
Ekki náðist í Magnús Gústafs-
son, forstjóra Coldwater, sölufyr-
irtækis Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna í Bandaríkjunum,
í gær vegna þessa máls.
um fiskflökum á Bandaríkja- I meðaltali um 5 tU 7% miðað
markaði sem nemur að I við Bandaríkjadollar. Eysteinn
Helgason, framkvæmdastjóri
Iceland Seafood Corporation,
dótturfyrirtækis SÍS í Banda-
rikjunum, staðfesti þetta í
samtali við Morgunblaðið í
gær. Hann sagði að þrátt fyrir
milrlar verðhækkanir á nndan-
förnum misserum væri enn
milril eftirspurn eftir fiski frá
íslandi og væru þessar verð-
hækkanir á fiskflökum nú
byggðar á þeirri staðreynd.
Verðhækkanimar, sem að
líkindum koma til framkvæmda
nú um helgina, ná til flestra teg-
unda fískflaka, það er af þorski,
ýsu, karfa og ufsa,eneruþó mis-
munandi eftir tegundum og
pakkningum. Að sögn Eysteins
munu þær að jafnaði nema um 5
til 7% í Bandaríkjadölum talið og
væm það svipaðar hækkanir og
orðið hafa á þorskblokk að und-
anfomu.
Eysteinn sagði, að þessar
hækkanir svo og aðrar verð-
hækkanir á fískafurðum á
Bandaríkjamarkaði að undanf-
Eldur í
bústað við
Elliðavatn
SLÖKKVILIÐ
Reykjavíkur var kallað
að sumarbústað sem
kviknað hafði f við Elliða-
vatn f gærkvöldi.
Greiðlega gekk að ráða
niðurlögum eldsins en tals-
verðar skemmdir urðu á
innanstokksmunum og á bú-
staðnum sjálfum. Rjúfa þurfti
gat á þakið til að komast að
eldinum og var mikill reykur
í bústaðnum. Ókunnugt er
um eldsupptök en rannsókn-
arlögreglan fer með rannsókn
málsins.