Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987
13
Þjóðsögur og
galdranomir
Erlendar b»kur
Siglaugur Brynleifsson
A.N. Afanasjew: Russische Volks-
árchen I—n. In neuer Cbertrag-
ung von Svetlana Geier. Deutscher
Taschenbuch Verlag 1985.
Ludwig Bechstein: Hexen Ge-
schichten. Mit farbigen Illustrati-
onen von Monika Wurmdobler.
Insel Verlag 1986.
Hermann Hesse: Spuk-und Hex-
engeschichten. Aus dem „Rhein-
ischen Antiquarius" Herausgege-
ben von Hermann Hesse. Insel
1986.
Afanasjev er kunnasti þjóðsagna-
safnari Rússa. Hann faeddist 1826
og lést 1871. Var af embættismanna-
ættum, stundaði nám í lögfræði við
háskólann í Moskvu. Starfaði við
skjalasafn utanríkisþjónustunnar og
gaf út ýmsar rússneskar heimildir
og fombréf. Hann gaf einnig út
„helgisögur", sem kirlq'uyfirvöldum
þóttu meira en lítið hæpnar. Afan-
asjev var aðeins 47 ára þegar hann
lést heilsulaus og allslaus.
Safn Afanasjevs kom út I heftum
á árunum 1855—64. Þetta safn er
merkasta heimild um rússneska þjóð-
trú og þjóðsagnir. Fyrirmynd Afan-
asjevs var þjóðsagnasafn Grimms-
bræðra enda hefur hann verið
nefndur „rússneskur Grimm". Safnið
er þriðjungi meira að vöxtum en safn
Grimms-bræðra og það varð strax
mjög vinsælt. Hluti safnsins hefur
ekki verið gefinn út eftir 1917. Áhrif
safnsins á rússneska listamenn voru
mögnuð. Þessa gætir hjá Tolstoj og
Gorki og áhrif þess meðal tónskálda
vom ekki minni. Hvatir og kveilqur
að þjóðsögum em samþjóðlegar að
ýmsu leyti. Flökkusagnir frá Austur-
löndum og Bysanz em merkjanlegar
í rússneskum og evrópskum þjóðsög-
um. Um þessi efni hafa komið fram
margvíslegar kenningar og getgátur.
Sumar sögumar í safni Afanasjevs
eiga sér hliðstæður í safni Grimms-
bræðra. Lutz Röhrich skrifar ágætan
eftirmála. Skýringar og registur
fylgja. Alls er safnið rúmlega 900
blaðsíður.
Ludwig Bechstein er kunnur ævin-
týra- og þjóðsagnasafnari, hann var
skjalavörður að atvinnu og vann
óspart úr þeim heimildum sem hann
hafði aðgang að og snertu þjóðfræði.
Þetta safn vann Bechstein úr skjölum
og dómum varðandi galdramál, sem
hann rannsakaði og vann síðan frá-
sagnimar samkvæmt þeim. Auk þess
lifði hann sig inn í tíðaranda þessara
heimilda og lífgaði þar með frásögn-
ina og honum tókst að skapa lifandi
og oft hiyllilegt andrúmsloft þeirra
tíma þegar dularfull öfl og ógnvekj-
andi atburðir skelfdu veiklaðar sálir.
Bechstein var safnvörður, skáld og
fræðimaður. Hann fæddist 1801 í
Weimar og lést 1860 í Meiningen.
Ævintýra- og þjóðsagnasöfn hans
vora um siðustu aldamót meira lesin
en Grimms-ævintýri í Þýskalandi.
„Mythe, Sage, Máre und Fabel" kom
út í þremur bindum 1854—55 og þar
fjallar Bechstein m.a. um galdrafárið
og skoðanir sínar á því fyrirbrigði.
Fyrsta útgáfa þessa rits „Hexengesc-
hichten" kom út 1854 í Halle. Þessar
sögur em hrollvekjur og eiga fáa sína
líka.
Hermann Hesse skrifar í eftirmála
þessa kvers um drauga og nomasög-
ur. „Síðastur þeirra sem mátti kalla
Qölfræðing var útgefandi „Denk-
wurdigen und nutzlichen Rheinischen
Antiquarius" Chr. von Stramberg.
Hesse talar um þijátíu bindi þessa
allsheijarsafns um Rínarlönd, þar
sem fjallað er um sögu, trúarbrögð
og þjóðhætti, einnig um borgir og
þorp héraðsins, náttúra, íbúa og at-
vinnuhætti. Þúsund þættir era um
fólk og atburði sem snerta héraðið.
Því koma hér við sögu menn eins og
Napóleón, Cesar, Pilatur og Ignatius
von Loyola. Ættarsögur era einnig
skráðar á blað. „í þessu kveri birtist
smábrot um drauga og nomir, sem
Stramberg hefur skrásett." Sögumar
era sumar allt frá miðöldum. Þetta
er fyrsta útgáfa kversins.
■ k<
* w
Kór Flensborgarskóla
Tónlist
Egill Friðleifsson
Hafnarfjarðarkirkja 29.8. ’87.
Flytjendur: Kór Flensborgar-
skóla.
Stjórnandi: Hrafnhildur
Blomsterberg.
Efnisskrá: Lög úr ýmsum átt-
um.
Kór Flensborgarskóla efndi til
tónleika í Hafnarfjarðarkirkju sl.
laugardag. Á efnisskránni vom
lög úr ýmsum áttum bæði inn-
lend og erlend. Stjómandi kórs-
ins er Hrafnhildur Blomsterberg,
og hefur hún gegnt því starfi sl.
fjögur ár. Það hefur verið þeim,
er þessar línur ritar, sérstakt
ánægjuefni að fylgjast með vexti
og viðgangi kórsins þetta tíma-
bil. Með dugnaði sínum, þrot-
lausri vinnu og listrænni hæfni
hefur Hrafnhildi tekist að ná
athyglisverðum árangri svo að
eftir er tekið. Kór Flensborgar-
skóla er í mjög góðri þjálfun um
þessar mundir, enda nýkominn
heim frá kóramóti í Luzem í
Sviss og tónleikaferðalagi í Aust-
urríki og sum laganna á efnis-
skránni höfðu kórfélagar einmitt
lært í þeirri för.
Sem fyrr segir vom lögin úr
ýmsum áttum. A fyrri hluta efn-
isskrárinnar vom eingöngu
íslensk lög en erlend á þeim
seinni. Víða brá fyrir mjög blæ-
fögmm og velútfærðum söng,
sem bar natni og smekkvísi
stjómandans fagurt vitni. Þó
tenóramir mættu ekki vera
færri, var jafnvægi yfírleitt gott
milli radda og kórhljómurinn
þýður. Án þess að ætla að telja
upp hvert einstakt lag, skal þess
getið að „Odi et amo“ eftir Carl
Orff naut sín sérlega vel í með-
ferð kórsins, þar sem sterk
hrynjandi lagsins komst vel til
skila, sömuleiðis var túlkun kórs-
ins á „Salve, mundi domina" eftir
Hansmedi Willisegger athyglis-
verð.
Tónleikamir vom vel sóttir og
kómum hlýlega tekið enda fram-
koma hans öll með fáguðum
menningarbrag. Þessi myndar-
legu ungmenni em skóla sínum
og bæ til sóma.
Stjómandinn, Hrafnhildur
Blomsterberg, er nú á fömm til
framhaldsnáms erlendis. Um leið
og henni em færðar ámaðaró-
skir um ámagursríka námsdvöl,
er ástæða til að þakka margar
ánægjustundir með Kór Flens-
borgarskóla sl. fjögur ár.
Loksins!
Núna um helgina byrja aukasýningar á þessari
frábæru sýningu Allt vitlaust. Miðasala hafin í
síma 77500.
Ástarsaga rokksins ítali ogtónum.
Hljómsveitin Sveitin milli sanda leikur fyrir
ALLT YITLAUST I
Rokksýningin „Allt vitlaust“ hlýtur einróma lof
skrá, sem sctt hcfur verið á svið hér á landi.
Rifjuð eru upp nær 60 lög frá árunum 1956-
1962, sem margir kalla „gullöld rokksins".
Allt eru þettalög, setn slegið hafa í gegn og
mörg eru vinsæl enn í dag því á rokkið enn
sterk ítök ( hugum fólks, sem komið er á
„réttan" aldttr. Að sýningunni standa marg-
ir af okkar færustu listamönnum. Fram
koma 4 söngvarar, 7 hljóðfæraleikarar, 16
Rokksýningin „Allt vitlaust", scm sýnd er f
Broadway á föstudags- og laugardagskvöld-
um, fær frábæra dóma enda er hér á ferðinni
fjölmennasta og vandaðasta skemmtidag-
John Travolta:
What a show!
Skemmti sér konunglcga
Lcikarinn og dansarinn heimsfrægi, John
Travolta, kom hér við á dögunum og fór að
sjálfsögðu í Broadway. Eftir sýninguna
sagði hann: „Leikararnir og dansararnir
komu verulega á óvart, þeir eru bctri en
flcstir scm cg hef séð til þessa." John
Travolta sagðist hafa skenimt sér konung-
lega og það hcfði komið sér á óvart að sjá
svo fjölmcnna og vcl unna sýningu hér.
Travolta lék á sínum tíma f myndinni
„Grease", sem fjallar einmitt um sjötta ára-
luginn og hugarhcim unglinganna, ckki
ósvipað og gerist í sýningunni „Allt vitlaust"
í Broadway.
dansarar auk 9 tæknimanna eða hátt í 40
ntanns. Sýningin sjálf tckur 90 ntínútur og
þar er ekki dauður punktur; söngur, dans,
leikur, tfska og tíðarandi rokkáranna „mcð
trukki og dýfu“. Sýningunni fylgir glæsileg-
ur kvöldvcrður og svo cr dansað á cftir.
llafa margir haft á orði að slíka kvöld-
skemmtun sé vart að finna ncma í stórborg-
um heimsins.
★ ★ ★
Þekkirðu lögin?
56 lög frá ’56-’62
Athugaðu hvað þú kannast við mörg þessara
laga. Ef þú þekkir flciri en 10 áttu crindi í
Broadway.
Johnny B. Goode, Long tall Sally, You niust
have bccn a beautiful baby, Rock and Roll
music, Specdy Gonzales, Love me tender,
Petcr Gunn, Yakety Yak, Will you still lovc
mc tomorrow, You arc my dcstiny, Happy
birthday sweet sixtecn, Jailhouse rock,
Sixtcen candles, Hound dog, One night with
you, Slccp walk, Swcet nothing, Bye byc
lovc, All I have to do is dream, Diana, Who’s
sorry now, Lipstick on your collar, Kansas
city, Are you lonesomc tonight. Blue suede
shocs, Tutti Frutti, Rip it up, Shery baby,
Little darling, Reelin’ and rockin’, Roll over
Bcethoven, Whole lot a shakin’ goin’ on, At
the hop og mörg flciri „top-hit” sem æra
óstöðugan og fá hjörtun til að slá hraðar.
Æðisleg lög:
The Bees
„l'að er alvcg rosalcga gaman að syngja
þcssi lög," segja söngvaramir fjórir, scm
skipa söngsveitina The Bces, Björgvin
Halldórsson, Eirfkur Hauksson, Eyjólfur
Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir.
t'au cm sammála um að þcssi lög hafi cin-
hvcrn galdur scrn nái tðkum á áhorfcndum
enn þann dag í dag.
Sjálfvirkur sleppibúnaður:
ROKK í VIÐLOGUM
16 manna dansflokkur sem smitar
Dansaramir 16 f sýningunni f Broadway
hafa vakið vcrðskuldaða athygli. Margir ef-
uðust um að hægt væri að koma hér upp
dansflokki scm réði við sýningu sem þessa
en þau Itafa sannað að sá efi varr ástæðu-
laus. I hópnum cru rokkarar, jassdansarar,
stepparar. fimlcikamcnn og fjörkálfar af
★ ★ ★
Gef henni 3
stjömur
í þaetti sínum „Sviðsljósi" á Stöö 2 fjallaði
Jón Óttar Ragnarsson um skemmtidag-
skrámar f borginni. Um „Allt vitlaust" í
Broadway sagði Jón; „Pctta er frábær
sýning, ég gef henni þrjár sljömur."
öllum geröum sem smita fra scr Iffsgleði
og fjöri í svo stórum stíl að elstu menn
hendast til í sætum sínum óumbeðnir. Sæma
rokk varð að halda á frumsýningunni og
Didda kenndi krökkunum rokkhoppin. Enn
hafa aðeins brotnað tvö rifbein og eitt
handarbein.
The Birds
Rokkhljómsvcitin Thc Birds. scm Gunni /
Þórðar sctti saman fyrir sýninguna,
cr í sérflokki. Þar cr valinn maður /
f hvcrju rúmi. Þóttholda sýn
ingargcstur lét þau orö fa\la
að hér væru lögin leikin
cins og á að gera: „Hér /
er hvcr nóta á sínum /
. ^ .
/✓
&
stað, þcssir strákar / ^ ^ ^ ^
eru með þctta
í blóðinu.,v