Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Einlægni frá Kína Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Black Tears, stories of war-tom China eftir Peng Ko Þýðandi úr kínversku á ensku: Nancy Ing Formáli:C.T.Hsia Útg.Chinese Materials Center Publications, Taiwan 1986 Peng Kong er höfundanafn Peng Yao, sem er einn þekktasti rithöf- undur Taiwan. í þessari bók hefur þýðandinn Nancy Ing valið smásög- ur sem flestar snúast um baráttuna við Japani á sínum tíma. En þama er einnig ein nútímaástarsaga. Peng Ko er fæddur í Tientsin í Kína árið 1926 og fór til grunn- skólanáms í Peking ungur. Þaðan flúði hann, þegar styijöldin við Jap- ani hófst fyrir alvöru. Hann hélt þó áfram námi annars staðar og seinna hélt hann til Bandaríkjanna og lagði stund á blaðamennsku og bókasafnsfræði við háskóla þar. Seinna flutti hann til Taiwan og kenndi þar við háskólann um hríð. Hann er einnig þekktur blaðamaður og skrifaði um árabil í Hsien Sheng Daily og varð seinna ritstjóri Centr- al Daily News. Hann hefur sent frá |__jl4120 20424 Sýnishorn úr söluskrá: Hraunhólar — Gbæ Tæpl. 140 fm einb. á einni hæð ásamt ca 60 fm háalofti og 60 fm bilsk. Stórkostl. 3200 fm cignarlóð. Ákv. sala. Verð 7,5 millj. Laús strax. Garðabær Mjög gott nýl. ca 200 fm einb. á tveimur hæðum. Suðursv. Sökklar fyrir bílsk. Verð 7,3 millj. Ákv. sala. Ásbúð — Gbæ Skemmtil. ca 200 fm endaraðh. á tveimur hæðum ásamt ca 40 bílsk. Gott útsýni. Góður garð- ur. Ákv. sala. Miðvangur — Hf. Vorum að fá í sölu glæsil. enda- raðh. á tveimur hæðum, ca 190 fm. Ákv. sala. Kjarrmóar — Gbæ Vorum að fá í cinkasölu mjög gott raðh. ca 156 fm á tvcimur hæðum. Innb. bílsk. Suðursv. Fráb. staðs. Ákv. sala. Unnarbraut — Seltj. Mjög góð sérh. ca 100 fm ásamt 50 fm í kj. Fráb. staðs. Gott út- sýni. Laus fljótl. Ákv. sala. Espigerði Mjög góð 4ra herb. íb., 110 fm br. á 2. hæð. Ákv. sala. Lítið áhv. Nýbýlav. m. bílsk. Góð 3ja herb., ca 80 fm íb. Sér- inng. I kj. er aukahcrb., sér- þvottah., geymsla og snyrting. Laus strax. Ákv. sala. Verð 4,1 millj. Öldugata 2ja hcrb. ósamþ. kjíb. í ágætu standi. 40 fm nettó. Ákv. sala. Verð 1100 þús. Miðtún Óvcnju góð 2ja herb. kjíb. Mikið endum. Laus fljótl. Verð 1950þús. Erum með söluumboð fyrir Aspar-einingahús Heimasímar: 622825 - 667030 f^móstööin I HÁTÚNI 2B • STOFNSE TT 1958 Sveinn Skúlason hdl. 53 sér átta skáldsögur, allnokkur smá- sagnasöfn, ritgerðir, þýðingar og þrjár ferðabækur. Að því er mér skilst hefur hann fengið ýmsa viður- kenningu vegna ritstarfa sinna. Níu smásögur þessarar bókar fjalla flestar um erfíðleika vegna Japanstríðsins eins og fyrr segir. Fyrsta sagan Svört tár gerist í Pek- ing, rétt áður en stríðið brýzt út. Ungur drengur segir söguna og það er með hans augum, sem við kynn- umst annarri aðalpersónunni krypplingnum Li kolakaupmanni. Samskipti drengsins og krypplings- ins eru dregin upp fyrir lesanda á mjúkan og myndrænan hátt. Ekki sízt verður síðasti fundur þeirra eftirminnilegur. Þá er svo komið að Peking er að falla í hendur kom- múnistanna. Og gamli krypplingur- inn fómar öllu til að bjarga vini sínum. Því að vini sínum vinnur maður allt í „Fílabeinskúlunum" er tíu ára bam einnig sögumaður. Eftir ýms- um sólarmerkjum að dæma gerist sagan ögn síðar. Fjölskylda hefur verið neydd frá heimili sínu og leit- ar skjóls hjá ættingjum. Sagan lýsir hugarvíli bamsins, þegar það veit ekki, hveijum það á að treysta í þessum valta heimi. Og sektar- kennd þess, þegar það rennur upp fyrir því, hveiju það hefur komið af stað. Sögumar í bókinni em snotrar og þekkilegar og þótt ekki sé hróp- að hátt er býsna þungur undirtónn- inn. Kannski er þó mest um vert að kynnast eilítið nýjum heimi svo framandlegum. En einlægnin situr í fyrirrúmi. Síðasta sagan „Ryk- kom“ er frábrugðin hinum, sem flestar bera auk þess keim af því að vera um margt byggðar á eigin reynslu höfundar. í Rykkomi segir frá ungri stúlku frá kommúnista Kina og ungum manni frá Taiwan. Þau hittast f lyftu í bandarísku stór- hýsi. Og það fer ekki betur en svo, að rafmagnið fer af.. Og þau era sem sagt lokuð inni í lyftunni tvö Peng Ko og ein. Stúlkan frá kommúnista Kína er tortryggin í garð unga mannsins. Þau þreifa hægt og hik- andi fyrir sér. Það lítur ekki út fyrir að þau geti skilið hvort annað þótt þau tali sama málið? En samt er ekki vonlaust um það. Rykkom vakti mikla athygli og umræður á Taiwan, þegar Peng Ko birti hana fyrir fáeinum áram. Og menn skiptust í tvö hom um skoðun sína á sögunni. Það má skilja, eftir að maður hefur til dæm- is verið á Taiwan og kynnzt hinni opinbera afstöðu til meginlands- kommanna. Ég efast um ég hefði skilið það áður. Sennilega hefði ég bara flissað og fundizt sagan bama- leg og boðskapur hennar fáránleg- ur. Þegar á allt er litið fínnst mér meiri veigur í þeim smásögum sem eru sýnilega byggðar á reynslu höfundar. Þar er margt vel gert sem hlýtur að hafa áhrif á lesanda. Austurstræti FASTEIGNASALA Austurstræti 9 SImi 2®555 Seltjarnarnes Vorum að fá í sölu ca 110 fm íb. ásamt bílskýli. íbúð- in er á 2. hæð í blokk með tvennar svalir. Frábært útsýni. Til afh. eftir ca 1 mán. Hagstæð áhv. lán. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Ólafur Öm heimasími 667177, ^ Lögmaður Sigurberg Guðjónsson. Til sölu sérh. í tvíbhúsum í Suðurhlíðum Kópavogs. Allar íb. eru með 3 svefnherb., stofu og borðst. ásamt lokuðu bílskýli. íb. verða afh. tilb. u. trév. eftir ca 10-12 mán. Húsin að utan og bílsk. og öll sameign fullfrág. Gangst. á lóðinni verða með hitalögnum. Brúttóstærð íbúða 159-186 f.m. Verð frá 5700-6250 þús. Nánari uppl. og teikningar á skrifstofunni. Fasteignasalan 641500 EIGNABORG sf. Hamraborg 12 - 200 Kópavogur Sölum.: Jóhann Hálfdánars. Vilhjálmur Einarss. Jón Eiriksson hdl. Rúnar Mogensen hdl. P.D. í essínu sínu P.DJames: A Taste for Death Útg. Faber&Faber 1987 P.D. James er löngu kunn íslenzkum lesendum, því að bækur hennar hafa þó nokkrar verið þýddar á íslenzku, sjónvarpið hef- ur sýnt myndaflokka, sem eru gerðir eftir sögum hennar og margir hafa auk þess lesið bækur hennar í framútgáfum og ýmissa bóka hennar hefur verið getið í þessum dálkum undanfarin ár. Margir nefna hana „Drottningu glæpasagnanna“ og kalla hana arftaka Agöthu sálugu Christie. Að mínum dómi eiga þær þó harla fátt sameiginlegt, varla nokkuð fleira en það, að bækumar hennar P.D. renna út eins og heitar lumm- ur, ekki síður en Agöthu áður og fyrram, og raunar enn. P.D. James er að mínu viti langtum alvarlegri höfundur en Agatha, sem lék sér að því að búa til nógu sannfærandi morðflækju og síðan gekk sagan út á að greiða úr henni, en með því að koma sér upp ákveðnu Agöthu-kerfí, sögðu margir, að það hefði verið léttur leikur að leysa gátuna. Löngu áður en hin íðilsnjöllu hjálparmenn Agöthu Hercule Poirot og Fröken Marple vora komin með lausnina. P.D. hefur Adam Dagliesh sér til fulltingis í bókum sínum, flest- um, að ég hygg. Og hann er betri en enginn þótt oft taki það hann nokkum tíma að finna lausnina. En það sem mér fínnst höfuðprýði á bókum P.D er, að hún nálgast glæpinn og sakamanninn á mjög vandlegan og yfírvegaðan hátt. Sagan gengur aldrei út á það eitt að hespa af rannsókn og láta snið- ugu rannsóknarlögguna sýna snilli sína með því að leysa málið í einum grænum hvelli. Hún ákveður sögu- þráðinn og persónumar, atburðar- ásina og hún lýsir þessu öllu út í æsar. Stundum er hún langdregin og virðist víkja af leið, en það kemur smám saman í ljós, að flest skiptir það máli fyrir framvindu sögunnar, þótt í ítarlegasta lagi er. Hér er um langa og mikla sögu að ræða, á fímmta hundrað blaðsí- P.D. James ður í allstóra broti. Og sögunni skipt niður í „bækur" eins og P.D. gerir gjaman. Tveir menn fínnast látnir í skrúðhúsi í St. Matthews kirkjunni í Paddington. Öldruð kona og lítill drengur fínna tvo menn myrta, flæking nokkum, sem oft leitaði skjóls í skrúðhús- inu, og fyrverandi ráðherra í brezku ríkisstjóminni, sem hafði nýlega sagt af sér. Af nokkuð óskýram ástæðum. Adam Dagli- esh tekur að sér málið og það leita á hann margar spumingar. Hvem- ig stóð á því að ráðherrann fyrverandi Sir Paul Berowne lagði sig til svefns í skrúðhúsinu en fór ekki heim til sín. Og hver er dreng- urinn litli, sem fann líkin. Hvað með Föður Bames. Er hann gran- samlegur. Hvemig sem á málið er litið virðist ekkert gefa til kynna um ástæður fyrir þessu. Né hvem- ig þetta bar að. I löngu máli tekur nú P.D. sig til og gerir öllum persónum og sögu þeirra, hugrenningum og fortíð rækileg skil. Og bætir inn í eftir þörfum. Það er ekki alveg einfalt að lesa þessa bók, lesandi verður að hafa töluvert fyrir. Hann verður líka að sýna nokkra þolin- mæði. En hana ættu dyggir P.D lesendur nú fyrir löngu að hafa tileinkað sér. MYNDLIST Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Walter Koschatzky: Die Kunst der Zeichnung — Die Kunst der Graphik — Dir Kunst des Aqua- rells. Deutscher Taschenbuch Verlag 1985-86. Raphael. Introduction by Ric- hard Cocke and Pierluigi Vecchi. Penguin Classics of World Art. Penguin Books 1987. Vermeer. Introduction by John Jacob and Piero Bianconi. Penguin Classics of World Art. Penguin 1987. Picasso. Introduction by Denys Sutton and Paolo Lecaldano. Penguin Classics of World Art. Penguin 1987. Walter Koschatzky er listfræð- ingur. Las listasögu og heimspeki. Forstöðumaður „Neue Galerie" í Graz og frá 1962 forstöðumaður grafíska safnsins „Albertina" í Vínarborg, sem er eitt mesta safn grafískra verka í heiminum. Hann hefur skrifað mörg rit um list- fræði. Höfundurinn telur að teikningin sé elsta form myndlistar, skil- greinir hugtakið teikning og rekur hugmyndir listamanna um þýð- ingu teikningarinnar innan . myndlistarinnar. Hann lýsir því sem með þarf til þess að teikna. Þar kemur margt til greina, því snemma byijuðu menn að krota á hellisveggi. Fjölmargar teikningar era birtar í ritinu og í lokin skrár yfir heimildarrit og listi yfír teikn- ingar, sem birtar eru. Grafíkin hefur orðið nú á dögum ein vinsælasta grein myndlistar, bæði meðal listamanna og þeirra sem viða að sér myndlistarverkum. Margföldun þessara verka gerir það að verkum að flestir geta veitt sér þau. í þessu riti lýsir höfundur- inn þróun þessarar myndlistar- greinar og þeim breytingum í tækni sem orðið hafa í aldanna rás. í bókarlok er skrá yfír fag- hugtök á fímm tungumálum auk registurs. Talið er að til þess að gera góða vatnslitamynd þurfí mikla tækni, hugkvæmni og einstaka einbeit- ingu. Höfundurinn segir sögu þessarar listgreinar og birtar era myndir til skýringar. í bókarlok eru skrár um listamenn, bókaskrár og listi yfír myndir. Þessar þijár bækur Koschatzk- ys era ágæt heimildar- og upp- flettirit - um þessar greinar myndlistar, vel unnar og vandaðar. Penguin Classics of World Art er endurútgáfa, sem upphaflega var gefin út af Rizzoli Editori 1966. Síðan gefín út í London á sjöunda og áttunda áratugnum og nú gefin út í bókaröð í Penguin. Þessar þijár bækur eru þær nýjustu sem út koma. Þessir mál- arar era öllum kunnir, ótölulegar endurprentanir verka þeirra era á markaðnum, sérprentaðar og í bókum. Magnið er geysilegt, en vinnsla mismunandi. Þessar eftir- prentamir í litum eru meðal betri endurprentana. Alls hafa birst á annan tug bóka í þessari bókaröð, meðal þeirra eru Botticelli, Manet, Caravaggio, Giotto, Mantegna etc.etc.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.