Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 fclk í fréttum Á söngnámskeiði hiá Nikolai Gedda Gunnar Guðbjömsson er 22 ára Reykvíkingur sem var á nám- skeiði hjá hinum heimsfræga söngvara Nikolai Gedda úti í Vínar- borg nú fyrir skömmu. Fólki í fréttum lék forvitni á að vita meira um þennan unga söngvara, og gerði sér ferð á Hressó til að ná tali af honum. Gunnar sagðist hafa heyrt af námskeiðinu hjá kunningjafólki Sigurðar Demetz, söngkennara hans, og hafi hann þá sent bréf til Gedda ásamt segulbandsupptöku af söng sínum. Hann þurfti samt að fara til Vínar upp á von og óvon, 'því Gedda vill heyra í fólki í eigin persónu áður en hann tekur það í kennslu. Það fór þó svo að Gunnar komst inn á námskeiðið, og naut hann svo leiðsagnar í „Wienermei- sterkurz" hjá Gedda tvær fyrstu vikumar í ágúst. Það er mikill heiður að komast í námskeið hjá Nikolai Gedda, því Gedda hefur í áratugi verið einn þekktasti og besti söngvari í heimi. Hann er þekktur fyrir Qölhæfni sína í sönglistinni - hann getur sungið aiánast allar stfltegundir - og hann er líka tungumálasnillingur. Gunnar sagði að Gedda hefði ráðlagt sér að ná góðum tökum á viðkomandi tungumáli áður en hann færi að syngja á því, og Gunnar fékk tæki- færi til þess að bæta sig bæði í þýskunni og í ítölsku - en hann fór á óperuhátíðina í Veróna eftir að hann lauk námskeiðinu í Vín. Þess má geta að Gedda kom hingað til íslands árið 1960, og söng þá í ópemnni Rígólettó í Þjóðleikhúsinu. Gunnar kynntist mikið af erlendu tónlistarfólki úti í Vín, en margir nemendumir á námskeiðinu em atvinnusöngvarar sem vilja halda sér við og líka læra eitthvað nýtt. *\ð námskeiðinu loknu vom haldnir lokatónleikar, og eftir þá höfðu tveir menn samband við Gunnar og vildu Gunnar Guðbjörnsson. ráða hann til sín sem atvinnusöngv- ara. Gunnar sló þó ekki til, því hann vill fyrst ljúka sínu námi hér á landi. Gunnar hefur verið síðustu §ögur árin í söngnámi hjá Sigurði Demetz í Nýja Tónlistaskólanum, og lýkur burtfararprófi þaðan nú um jólin. Eftir það stefnir Gunnar að því að halda utan til frekara náms, og hugsanlega fer hann til Stokkhólms á næsta ári og fær þar frekari tilsögn hjá Nikolai Gedda. Um framtíðaráform sín sagði Gunnar að honum fyndist líklegt að hann flentist erlendis, því tæki- Morgunblaðið/BAR færin væru svo mörg og markaður- inn svo stór fyrir atvinnusöngvara, eins og hann fékk nasasjón af í Vín. Blaðamaður spurði hvort við íslendingar fengjum þó ekki öðm hvom að heyra í honum. „Jú, þegar ég er orðinn heimsfrægur", sagði Gunnar og hló. Gunnar hefur ann- ars sungið nokkuð hér á landi, m.a. með Islensku Hljómsveitinni og Karlakómum Fóstbræðmm. Eins og áður sagði er Gunnar aðeins 22 ára gamall, og það er því full ástæða til að fylgjast grannt með þessum efnilega tónlistar- manni í framtíðinni. Óvænt sumarleyfi Alvöru blómabarn, eða „uppi“ í hippagæru? Hippatískan blómstrar áný Þeir em margir sem líta með söknuð í huga aftur til sjö- unda áratugarins, þegar hug- sjónahippar töluðu og sungu um ást og frið með blóm í hárinu, og enginn var upptekinn við að keppa að fé, frama og magasári eins og í dag. Nú virðist sem hippatískan sé aftur að ryðja sér nokkuð til rúms, a.m.k. fyrir vestan haf. Friðarmerki og marglitir bolir blómstra á ný, þegar ný kynslóð reynir að herma eftir klæðnaði forfeðra og -mæðra sinna. „Fólk á okkar aldri er að beij- ast á móti íhaldssemi og „uppum", það reynir að endurlifa fijálsræð- isbyltingu hippaáranna með því búa til og lita sín eigin föt“ segir hin 23 ára gamla Cheri Weitman, sem er fatahönnuður. Ekki em þó allir á því að end- urlífgun hippatískunnar fylgi afturhvarf til hugsjóna blóma- bamanna. Víða er hægt að fá marglit „hippaföt" úr silki og ray- oni í fínum tískubúðum, og fatahönnuðurinn Joan Zappola - sem eitt sinn sat á Woodstock- rokkhátíðinni með blóm í hári - selur nú nýríkum „uppum" sér- hannaða kvöldkjóla í hippastfl á minnst 60.000 krónur stykkið. Hún Katrín Ólöf Egilsdóttir, 8 ára stelpa frá Tálk- nafirði, hefur heldur betur verið í sviðsljósinu að undanfömu. Hún hringdi og bað um óskalag á Rás 2 um daginn, og sagði aðspurð að hún gæti ekkert ferðast í sumar, því að það væri ekki til bfll á heimil- inu. Kristinn Bárðarson, deildarstjóri hjá BSÍ, heyrði í Katrínu litlu í útvarpinu, og fannst að við svo búið mætti ekki una. Hann bauð því Katrínu og systur hennar, Huldu, að koma til Reykjavíkur og ferðast um með langferðabflum BSÍ. Katrín og Hulda fóm upp að Surtshelli, til Gullfoss og Geysis, og inn í Þórsmörk, og svo var þeim boðið á landbúnaðarsýninguna Bú ’87 af forstöðumönnum hennar. Þær komu svo fram á Rás 2 og í sjónvarp- inu, þannig að það er óhætt að segja að það hafi ræst úr sumarleyfinu hjá þeim systmm. . Fólk í fréttum spurði Kristin hvort menn gætu ícríað út boð í framtíðinni hjá honum með því að hringja í útvarpið og biðja um óskalag. Hann sagði að það gæti verið erfitt því að hann hlustaði næstum aldrei á útvarp, og það hefði verið algjör tilviljun að hann hafí heyrt í Katrínu. Það væri hins vegar aldrei að vita hvort hann fengi einhveijar svona grillur í framtíðinni, ef tilefni gæfíst. Morgunblaðið/Sverrir Frá vinstri: Kristinn Bárðarson, Katrín Ólöf Egils- dóttir, 8 ára, og Hulda Egilsdóttir, 11 ára. — Það er síminn til hennar. Hver skyldi það nú vera?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.