Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 37
Bandaríkin MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 37 Skaut fimm ætt- ingja sína til bana Boston, Reuter. VÍETNAMSKUR nóttamaður skaut á sunnudag fimm ættingja Flotaæfingar NATO: Sovésk skip fylgjast með Ósló, Reuter. SEX sovésk herskip eru nú komin á vettvang til að fylgjast með stærstu flotaæfingum NATO á þessu ári á Norður-Atlantshafi að sögn starfsmanna i norska varnar- málaráðuneytinu. Til skipanna sem búin eru háþró- uðum eftirlitsbúnaði sást í alþjóðlegri siglingarleið undan ströndum Hjalt- lands, Færeyja, Noregs og V-Þýska- lands, norður af Skagerak í Danmörku og f Ermarsundi. Flotaæf- ingum NATO er ætlað að prófa hvort bandalagið er fært um að halda lífsnauðsynlegum siglingaleiðum milli Evrópu og Bandaríkjanna opn- um á hættutímum. 150 skip og 250 flugvélar frá 10 Atlantshafsbandalagsríkjum, þar á meðal Spáni og Frakklandi, taka þátt í æfíngunum. sina til bana og framdi að þvi loknu sjálfsmorð. Sögðu nágrann- ar að verið kynni að hann hefði reiðst þegar fjölskylda hans þjóf- kenndi hann. Að sögn lögreglu myrti Min Lee, sem búsettur var í New York, §órar konur og einn karlmann í íbúð frænda síns í Boston. Særði hann eina konu alvarlega og fjögurra ára stúlkubam. Lögregla þurfti túlk til að ræða við nágrannana, sem eru víetnam- skir. Sagði túlkurinn, Tuan Tran, að nágrannamir hefðu sagt að Lee hefði verið æfur út í ættingja sína þar sem þeir hefðu fyrir fjórum árum sakað sig um að stela af þeim fé. „Hann sagði þeim að þau hefðu svert mannorð sitt og nafn ijölskyldu sinnar," sagði Tran. Lögregla sagði að Lee hefði myrt tvær ungar konur fyrir utan fjölbýl- ishúsið í Boston og þvi næst hlaupið inn í íbúð frænda síns á fyrstu hæð og haldið áfram skothríðinni. Um fimmtíu lögregluþjónar umkringdu bygginguna. Tveimur klukkustund- um síðar hleypti Lee af síðasta skotinu. Þegar lögregla kom inn í bygginguna var sat Lee örendur í eldhússtóli. Reuter Lögreglan í Boston bjargar nlu mánaða barni út úr íbúðarhúsi, þar sem byssumaður gekk berserksgang og myrti fimm menn. Thailand: Talið að 83 manns hafi farist Bangkok, Reuter. ÓTTAST er að allir allir farþegar og áhöfn Boeing 737 vélar Thai- flugfélagsins hafi farist í gær þegar þotan stakkst í sjóinn á Anda- man-hafi. Talið er að flugmaðurinn hafi sveigt af stefnu til þess að forðast árekstur við aðra vél, en þotan steyptist niður sem hún nálg- aðist áfangastað sinn, ferðamanna- eyjuna Phuket. Alls voru 83 um borð í vélinni, flestir Thailending- ar, en auk þeirra vou 37 útlending- ar af ýmsu þjóðerni um borð. Flugvallarstjórinn á Phuket, Prayo- on Thaweesang, sagðist óttast hið versta: „Ég held ekki að nokkur lifí af. Vélin sökk undir eins.“ Hann sagði að tólf lík hefðu fundist en engin merki væru um að einhverjir hefðu komist af. Um borð í vélinni voru 74 farþegar og níu áhafnarmeðlimir. Vélin var á leið frá borginni Haad Yai í suðaustur hluta landsins til eyjarinnar Phuket, sem er vinsæll ferðamannastaður. Samkvæmt fyrstu skýrslu flugum- ferðarstjóra kann flugstjórinn að hafa misst stjóm á henni þegar hann rejmdi að forðast aðra vél sömu tegundar á vegum Dragon Air. Málsatvik eru þó enn of óljós til þess að hægt sé að fullyrða um ástæðu og aðdraganda slyssins. Persaflói: Skípaárásir hefjast á ný af fulliim krafti Bahrain, Reuter. ÍRANSKIR byltingarverðir réðust í gær á gámaskip frá Kuwait, en írakar gerðu fimmtu árás sína á írönsk olíuskip frá því um helgi. Með þessu lýkur sex vikna hléi, sem verið hefur á þessum skærum íraka og írana, sem dregið hafa aðrar þjóðir inn í þennan þátt Persaflóastríðsins. Á sama tíma fylgdu sex bandarísk herskip tveim- ur olíuskipum frá Kuwait um norðanverðan flóann. „Þolinmæði beggja aðila er greinilega á þrotum og stjómvöld í Bagdað hafa greinilega ákveðið á laugardag að kominn væri tími til þess að láta sverfa til stáls að nýju,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki við Persaflóa í gær. Á laugardag hófu írakar á ný árásir á olíustöðv- ar út af strönd írans. Ástæðuna sögðu þeir vera þá að þeir hefðu Íireyst á að bíða eftir viðbrögðum rana við ályktun Öryggisráðs SÞ um tafarlaust vopnahlé í Persaf- lóanum. Um helgina skýrðu Iranir loks frá því að þeir gætu ekki fall- ist á ályktunina, þó svo vissulega væri þar sumt sem þeir gætu tekið undir. í gærmorgun gerðu íranskir bylt- ingaverðir árás á Kuwaiskt vöru- flutningaskip. Þeir voru á þremur hraðbátum og skutu af vélbyssum og sprengjuvörpum. Ekkert mann- tjón varð, en mikill hluti farms þeirra varð eldi og sprengingum að bráð. Nokkrum klukkustundum síðar réðust íraskar árásarflugvélar á olíustöðina á Larak-eyju og skutu m.a. eldflaug inn í vélarrúm 20.000 tonna olíuskips þar. Ekki er enn vitað hversu alvarlegu tjóni þeir ollu eða hvort mannskaði hafí orðið. Sólarhringi áður en íranir réðust á flutningaskipið fór skipalest Bandaríkjanna um suðurhluta fló- ans og er væntanleg til Kuwait í dag. Herskipavemdin er hin öflug- asta frá því að Bandaríkjamenn tóku hana upp á Persaflóa og er talið að með því vilji Bandaríkja- stjóm sýna að hún er til alls búin ef upp úr sýður á flóanum. Suður-Afríka: Sex látnír og fimmtíu saknað eftir námaslys Verkfall námamanna brotið á bak aftur Welkom, Suður-Afríku, Reuter. NÍUTÍU og tveir verkamenn festust í gullnámu í Suður-Afríku eftir að sprenging lokaði göngunum. Tuttugu og sjö námamönnum hefur verið bjargað og lík sex manna hafa fundist. Fimmtíu er enn saknað. Talið er að margir mámamenn séu fastir í lyftu, sem hangir í fjög- urhundruð metra hæð frá botni gangnanna, að því er haft var eftir eigendum námunnar. Talsmaður eigendanna, Gary Maude, sagði að ekki væri talið að spellvirki hefði verið framið í námunni. Að hans sögn heyrðu björgunarmenn óp námamanna er þeir hófu björgunar- störf við St. Helena-námuna við Welkom, suðvestur af Jóhannesar- borg. Sprengingin varð í sömu mund og áttatíu námamenn voru að fara niður í námuna í lyftu í gærmorg- un.Af mælitækjum mátti lesa að lyftan hefði fest um 900 metra undir yfírborði jarðar, en að sögn talsmannsins var ekki vitað um slys á mönnum. Um þrjú hundruð menn, sem voru niðri í göngunum, tókst að bjarga sér um neðanjarðargöng og upp önnur námaop áður en björgun- armenn komu á vettvang. Hvítir námaeigendur brutu á sunnudag á bak aftur verkfall svartra námamanna. Létu þeir ekki að kröfum námamanna, sem lögðu niður vinnu fyrir rúmum þremur vikum, nema að litlu leyti. Um 250 þúsund námamenn sneru aftur til vinnu í fyrradag eft- ir að sambandi sex stærstu námafélaga í Suður-Afríku tókst að knýja fram samkomulag eftir þriggja og hálfrar klukkustundar viðræður við stéttarfélag náma- manna. Námamenn létu tilleiðast að setj- ast við samningaborðið eftir að fjöldaúppsagnir tóku gildi. Féllust þeir á að koma aftur til vinnu ef þeir fengju ýmis fríðindi, en þeim tókst ekki að fá þá launahækkun, sem verkfallið snerist um. Tilboð námaeigenda um fríðindi var svipað því, sem námamenn felldu með yfír- gnæfandi meirihluta nokkrum dögum áður. Átök á Persaf lóa: ANNÁLL LOFTARASIR íraka um helgina á olíustöðvar og olíuskip írana mörkuðu nýjan kafla í átökum á Persaflóa, en undanfamar sex vikur hafði verið hlé á skipaárásum stríðsaðila. Þessi angi Persafióastríðsins er sá þáttur þess, sem snertir aðrar þjóðir en írani og íraka hvað mest og hafa meira en 330 skip af öllu þjóðemi orðið fyrir árásum, flest þó frá Kuwait. Með árásunum freista stríðsaðiljar þess að lama olíuútflutning óvinarins, en hann er sem kunnugt er helsta telqulind ríiqanna. Vegna þessa hefur olíu- verð verið óstöðugra en ella, auk annarrar spennu, sem stríðið veldur. Meðal annars hafa Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar sent herskip á fló- ann til þess að tryggja óheftar skipasiglingar um hann. Bandaríkjamenn hafa reyndar takmarkaðra hagsmuna að gæta, þar sem aðeins lítil hluti olíu frá Persaflóa fer til Bandaríkjanna. Það sem máli skiptir er þó ekki hver kaupir olíuna, heldur hvert gangverð hennar er, en öll spenna á flóan- um veldur olíuverðhækkunum. A það hefur þó verið bent að olíuverð hafí lítið sem ekkert hækkað og öðru hverju jafnvel lækkað. Ástæða þess er sú að framboð OPEC-ríkjanna hefur reynst meira en áætlað var, en hefðu Persaflóaátökin ekki átt sér stað má ætla að olíuverð hefði lækkað verulega. Hér á eftir fer annáll helstu atburða á Persaflóa frá þvi að írakar réðust fyrir misgáning á bandarísku freigátuna Stark. 17. maí 27.júlí írösk herþota gerir eldflaugaárás á íranir tilkynna að hefndarráðstafanir Stark 140 km norðaustur af Bahrain. 37 bandarískir sjóUðar farast, en stjómvöld i Bagdað biðjast afsökunar og segja árásina hafa verið óhapp. 20.júní írakar hefja skipaárásir á ný, eftir hlé í kjölfar árásarinnar á Stark, og laska olíuskip frá Möltu við Kharg-eyju. 25.júní íranir binda enda á vopnahlé sitt á Persaflóa og gera árás á tvö skip á vegum Kuwait-manna: norska skipið Mia Margrethe og líberíska skipið Stena Concordia. 6. júlí írakar ráðast á skipið Nikos Kazantz- akis frá Kýpur þar sem það er að lesta benzín við Kharg-eyju. Sfðasta skipa- árás íraka til þessa. lS.júlí íranskir byltingarverðir gera árás á franska gámaskipið ViUe d'Anvers skamt frá strönd Saudi-Arabfu norðar- lega á flóanum. Sfðasta skipaárás frana til þessa. 20. júlí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkir kröfu um tafarlaust vopnahlé Irana og íraka. 23. júli Utanrikisráðherra írans, Ali Akbar Velayati, segir að ályktun Öryggis- ráðsins ekki aðgengilega nema að hluta, en segir að Iransstjóm skýri frá afstöðu sinni i smáatriðum sfðar. frak- ar segjast fyrir sitt leyti geta fallist á ályktunina ef franir hlíti henni einnig. 24. júlí Olfuskipið Bridgeton, sem er i eigu Kuwait-manna en lögskráð f Banda- rfkjunum, siglir á tundurdufl þar sem það er á leið tU Kuwait f fylgd banda- riskra herskipa. fransstjóra tílkynnir að hún muni fyrirskipa hefndarárásir á bandamenn lraka við flóann f hvert sinn, sem frakar ráðast á olfustöðvar f fran eða út af strönd þess. þeirra verði bundnar við sjálfann fló- ann. 28. júlí írakar ftreka að ekki geti verið um einhliða vopnahlé að ræða. 10. ágúst Bandariska olfuskipið Texaco Caribb- ian siglir á tundurdufl á Ómanflóa og er það f fyrsta sinn, sem átökin á Persaflóa breiðast út fyrir Hormuz- sund. Skipið var með fullfermi af franskri olfu. frakar hefja á ný loftár- ásir á olfulindir og hreinsunarstöðvar á meginlandinu. 11. ágúst Saddam Hussein, forseti íraks, lýsir yfir „rétti" fraka til þess að ráðast á skip, sem þjóni frönskum hagsmunum. 15. ágúst Birgaskipið Anita frá Sameinuðu furstadœmunum springur f loft upp og sekkur eftir að hafa siglt á tundur- dufl skammt frá Fiqairah-höfn utan við mynni Persaflóa. Sex farast og fimm sœrast. franir ftreka að þeir muni ráðast á skip bandamanna íraka, hveijir sem þeir séu, ef frakar ráðast á frönsk skip á flóanum. 28. ágúst franir tilkynna að þeir muni svara ályktun Öryggisráðsins formlega að viku liðinni, en f svarinu mun koma fram að þeir fallist á hluta hennar, en sumir kaflarnir séu þó frönum óað- gengilegir. 29. ágúst Óstaðfestar fregnir herma að írakar hafi ráðist á Rakhsh-olfulindina og olfuhöfn á Sirri-eyju þar sem kviknað hafi f hinu 236.807 tonna olfuskipi fr- ana, Alvand. 31. ágúst Skipaárásir hefjast að nýju. íranskir byltingarverðir ráðast á olfuskip frá Kuwait, en flugsveitir fraka fara f fimmtu árásarförina gegn frönskum olíuskipum á þremur dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.