Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 19 Auður Hafsteinsdóttir.fiðluleikari, Guðríður S. Sigurðardóttir.píanó- leikari og Pétur Jónasson.gítarleikari spila á tónleikunum í Norræna húsinu i kvöld. Norræna húsið; Tónleikar ungra einleikara í kvöld ekki sjálfstæði og alfullveldi lands- ins; í fjórða lagi: Það að segja að afstaða Alþýðubandalagsins til hersins hafí aukið umsvif útlend- inga við hervarnir á íslandi, er fjarstæða. Hitt er eðlilegra að spurt sé hversu fyrirferðarmikill væri erlendur her orðinn í landinu og með hvaða afleiðingum ef ekki hefði frá upphafí verið fyrir hendi almenn andstaða við veru hans, harðsnúin pólitísk forusta fyrir þeirri andstöðu og öflugt menning- arlegt andóf gegn hersetunni hér og áhrifum hennar. Minna má á í þessu sambandi óskir Bandaríkjastjórnar um þrjár lokaðar herstöðvar til 99 ára. Þeirri kröfu var hafnað vegna þess að andstæðingar hersins höfðu sterka þjóðfélagslega stöðu. Það sakar ekki að geta þess að ein þessara þriggja herstöðva átti að vera í Skeijafírði. Má leiða hugann að því hvaða áhrif það hefði haft á þróun höfuðborgarinnar síðustu 40 árin ef íslensk stjórnvöld hefðu fallist á þessa kröfu. Einnig er ljóst að vinstri stjómimar ’56—’58 og ’71—’74 höfðu vemleg áhrif, ekki síst vegna þess að við myndun þeirra varð Bandaríkjamönnum ljóst að þeir gátu ekki treyst því að íslendingar væm ætíð í tjóður- bandi þeirra. Stjómarþátttaka Alþýðubanda- lagsins á áranum ’78—’83 og hið fræga „stöðvunarvald" flokksins gagnvart hemaðarframkvæmdum sem Morgunblaðið skrifaði látlaust um hafði samskonar áhrif og bægði frá um árabil þeirri hol- skeflu hemaðamppbyggingar sem skall jrfír um leið og NATO-sinnar sátu einir við stjómvölinn. í fímmta lagi: Ástæða þess að öll þau mál sem snerta vem hers- ins hér og stöðu íslands í vígbúnað- aráætlun Bandaríkjamanna og NATÓ hafa verið feimnis- og puk- ursmál, er sú að brautgöngumenn og hlífískildir hersetunnar á íslandi hafa íklæðst leyndinni, laumast í skuggunum og forðast ljós umræð- unnar af ótta við andúð þjóðarinn- ar á hernáminu. Andstæðingar hersetunnar hafa hins vegar í ræðu og riti, bókmenntum og listum sem og á hinum faglega vettvangi hald- ið uppi umræðum og andófí. Þess mætti Hannes og reyndar fleiri minnast að þær umræður sem nú eiga sér stað fara fram eftir að herstöðvaandstæðingar hafa ámm saman rejmt að fá íslenska ráða- menn til að horfast í augu við eða viðurkenna, eftir atvikum, það sem er að gerast á landinu og um- hverfís það. Þegar Hannes vildi reka herinn Að lokum þetta. Þeir tugir þús- unda atkvæðisbærra íslendinga sem fylgt hafa Alþýðubandalaginu að málum á undanfömum ámm og áratugum svo og allur sá fjöldi annar sem andvígur hefur verið hersetunni en fylgt hefur öðmm stjómmálaflokkum em ekki fáeinir „aular“ eins og lesa má út úr orð- um dr. Hannesar Jónssonar, heldur vemlegur hluti upplýstra þegna í lýðræðisríki sem hafa fullan rétt til sinnar skoðunar til að kjósa þann stjómmálaflokk (eða flokka) sem ber þær skoðanir fram og þeim ber skýlaus réttur til þess að þeirra sjónarmið njóti sama réttar og sömu virðingar í þjóðfélaginu og önnur í þessum efnum. Mér fyrir mitt leyti fínnst a.m.k. óþarft að sitja þegjandi undir skítkasti af því tagi sem hinn opinberi emb- ættismaður dr. Hannes Jónsson sendiherra lætur yfír flokk minn ganga í Morgunblaðinu 7. ágúst sl. Ef undirrituðum skjátlast ekki þeim mun meir þá er dr. Hannes Jónsson sendiherra einn og sami maðurinn og Hannes Jónsson blaðafulltrúi ríkisstjómar Ólafs Jóhannessonar sem var við völd á ámnum 1971—1974. Sú ríkisstjóm hafði það í málefnasamningi sínum að láta herinn fara og hafði uppi tilburði í þá átt þar til samstaðan brast í Framsóknarflokknum. Þessi fyrrverandi blaðafulltrúi kall- ar nú stefnu þeirrar ríkisstjómar, sem hann talaði fyrir, „ aula- stefnu". Það væri svo fróðlegt, ekki síst fyrir framsóknarmenn, að fá að heyra álit núverandi utanríkisráð- herra og formanns Framsóknar- flokksins á þessum aulastimpli undirmannsins. Er undirmaður Steingríms Hermannssonar, með hans vilja og samþykki að stimpla alla hemámsandstæðinga aula? Þar með talið þá sem stutt hafa Framsóknarflokkinn og jafnvel se- tið á Alþingi á hans vegum. Hvað heita þeir Guðmundur Bjamason og Páll Pétursson t.d. í munni þessa starfsmanns flokksform- annsins? Þeir menn sem gæta eiga hags- muna, og koma fram sem fulltrúar þjóðarinnar allrar hafa að sjálf- sögðu rétt til sinnar persónulegu skoðunar eins og aðrir þegnar. Hitt er jafn ljóst að stöðu sinnar vegna er æskilegt að þeir ígmndi orð sín ekki síst þegar íjallað er um viðkvæm deilumál í þjóðfélag- inu. Þær tilraunir hemámssinna sem lengi hefur bryddað á að afgreiða herstöðvaandstæðinga sem fá- mennan og einangraðan hóp óraunsærra vitleysinga em tilraun- ir til sögufölsunar og þjóðarlygi sem aldrei má láta ómótmælt hversu þreytandi sem mönnum þykir hin röklausa síbylja. Einu gildir að sjálfsögðu hveijir þennan hljóðabelg troða og verður síst meira risið á málflutningnum þó greinarhöfundur skarti sendiherr- atitlum. Höfundur er þingmaður Alþýðu- bandalagsins úr Norðurlandskjör- dæmi eystra. SÍÐARI tónleikar í annarri um- ferð í keppni ungra einleikara á Norðurlöndum verða haldnir í Norræna húsinu i kvöld kl. 20.30. Þessi umferð fer fram sem tón- leikar og er öllum heimill aðgangur. Tveir einleikarar koma fram á þessum tónleikum, þau Pétur Jón- asson gítarleikari og Auður Hafsteinsdóttir fíðluleikari. Guðríður S. Sigurðardóttir leikur undir á píanó. Pétur Jónasson leikur verk eftir Manuel Maria Ponce, Kjartan Ól- afsson og Heitor Villa-Lobos. Auður Hafsteinsdóttir leikur verk eftir Brahms, Karólínu Eiríks- dóttur og H. Wieniawski. Hótel Saga: Hljómsveit Grétars í Súlnasal HLJÓMSVEIT Grétars Örvarssonar hefur verið ráðin til að leika í Súlna- sal, Hótel Sögn, frá september og fram til áramóta. Hljómsveitin mun leika lög sem höfða til ungs fólks á öllum aldri. Nýlega lauk hljómsveitin við upptöku á lagi eftir þá Grétar Orvarsson og Karl Órvarsson og heitir það „Viltu bregða þér í sveiflu" og verða þetta jafn- framt kjörorð hljómsveitar- innar. mjómsveit Grétars Örvars- sonar, frá vinstri Grétar Örvarsson, Gylfi Gunnarsson, Eiður, Steingrímur ÓIi og Hilmar Jensson. Tílboð! Stærö Fura 150x195 115x195 Staðgr. 37.300 25.200 MASSÍVT FURURÚM Lánakjör meö vöxtum 5.000,-út 5000,- á mánuði í 8 mánuði 4000,-út 4000,- á mánuði í 6 mánuði mmmmmmam Ókeypis heimakstur og uppsetning á 5 tór-Reyhja víHurs væðin u incunR&cvm Crensúsueg 3 sími 681144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.