Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 78
- 78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 RÆÐUR FLUTTAR Á 125 ÁRA AFMÆLIAKUREYRAR Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands: Akureyri er til fyrirmyndar ÞAÐ fylgir því sérstök tilfinning að koma í Eyjaíjörð. Fegurð Qarð- arins er einstök vegna þess milda yfirbragðs sem gróðursæld og land- kostir skapa. Fjöllin teygjast fram og umlykja þessa byggð eins og mjúkir vemdarvængir. Hér eru ein- hver ákjósanlegustu lífsskilyrði í landinu, enda blómstra hér eins og -^hvergi annars staðar hinir uppruna- legu lífshættir þjóðarinnar, — nýting lands og sjávar. Slíkt um- hverfi hlýtur að skapa gott mannlíf, — og slíkt umhverfí geymir þá byggðarperlu sem Akureyri er. Þess vegna þarf aðkomumaður ef til vill ekki að undrast þá alúð nostursemi og fortíðarumhyggju, sem einkennir þennan fagra stað. Hér haldast í hendurmeð óvenjuleg- um hætti þeir margslungnu þættir sem þurfa að fléttast saman til að birta blómlegt líf. Hin ákjósanlegu lífsskilyrði hafa lagt manninum til sérstaka verklagni, sem leiðir til velsældar, og þegar vel tekst til — eins og hér — einnig til andlegrar menningar. Slíkur staður hefur að sjálfsögðu alið listamenn til hugar og handar, fagurkera oggóðskáld. Á þessari afmælishátíð Akur- eyrar finnum við íslendingar öll til stolts með heimamönnum. Því með orðum skáldsins á Sigurhæðum: Eitt er landið, ein vor þjóð, auðnan sama beggja; eina tungu, anda, blóð, aldir spunnu tveggja; Saga þín er saga vor sómi þinn vor æra... Akureyri er til fyrirmyndar. Hér urðu menn skjótir til skilnings á nauðsyn þess að flytja gróðurinn inn í bæ sinn, sem nú er að verða ósk allra landsmanna sem í þétt- býli búa. Hér sáu menn snemma fegurð gamalla húsa og gildi þess að varðveita þau með þeirri reisn, sem við alla daga skuldum fortíð- inni. Með þessari umhyggju hafa Akureyringar fellt bæ sinn haglega inn í fegurð fjarðarins. Og lengi hefur Akureyri búið menntunar- löngun mikils hluta landsmanna örvandi athvarf. Ég áma Akureyrarbæ og öllum íbúum heilla á merkum tímamótum. Megi gifta alla tíma fylgja þessu byggðarlagi með hina sigildu hvatn- Vigdís Finnbogadóttir ingu séra Matthíasar að leiðarljósi. Munið að skrifa meginstöfum manna vit og stórhug sannan. Gleðilega afmælishátíð. Gunnar Ragnars forseti bæjarstjórnar: Fagna komu góðra gesta Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra: Avarp í Akureyrarkirkju Það fór vel á því að fyrsta atriði þeirra hátíðarhalda, sem við stönd- um fyrir í dag, þegar 125 ár eru liðin síðan Akureyri fékk kaupstað- arréttindi, var að fagna komu forseta íslands til bæjarins, en á hátíðarfundi, sem var haldinn fyrir stundu gafst tækifæri til þess að bjóða hana velkomna. Ég vil hér enn á ný þakka henni þann heiður, ~ ‘tsem hún sýnir okkur Akureyringum með heimsókn þessari og við vonum að hún megi eiga hér góðan og eftirminnilegan dag. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, og Jón Sigurðsson, sem nú gegnir störfum félagsmálaráðherra, sátu einnig þennan hátíðarfund ásamt eiginkonum sínum, en þau heiðra okkur einnig með nærveru sinni á þessum degi. Á meðal gesta okkar hér í dag eru þrír fyrrverandi bæjarstjórar á Akureyri, þeir Magnús Guðjónsson, Bjami Einarsson og Helgi M. Bergs, og er það okkur sérstök ánægja að þeir skuli hafa getað þekkst boð okkar um að koma til þessara hátíð- arhalda ásamt konum sínum. Það eru ekki margir sem hafa gegnt þessu embætti, því á undan þeim var það aðeins í höndum tveggja manna, þeirra Jóns Sveinssonar og Steins Steinsen, sem báðir eru látn- ir. Það er oft úr vöndu að ráða, þegar bjóða á til afmælis, ekki síst þegar aftnælisbamið er vinmargt og sem betur fer á það við um Akureyri. Við höfum ekki leitað langt jrfir skammt. Náið og gott samband og samstarf hefur ætíð verið á milli sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu og bæjarfélag- anna á Norðurlandi. Með bættum samgöngum og sameiginlegri notk- '■-un auðlinda hefur þetta samband verið æ nánara og mikilvægara. Þessir nágrannar okkar eru því miklir aufúsugestir, en hér í dag em fulltrúar frá öllum sveitarfélög- um við Eyjaflörð og kaupstöðum á Norðurlandi auk fulltrúa Fjórð- ungssambands Norðlendinga. Um leið og þeir eru boðnir velkomnir til bæjarins í dag viljum við undir- strika þá miklu möguleika, sem við eigum f sameiningu til þess að efla þennan landshluta, og það munum við gera með áframhaldandi sam- jþeldni. Alþingismenn kjördæmisins eru boðnir velkomnir svo og borgar- stjórinn í Reylgavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem hafa sýnt okkur þann heiður að koma til þessara hátíðarhalda. Það er rétt ár síðan Reykvíkingar héldu sína 200 ára afmælishátfð með mikilli reisn og kom þá enn einu sinni í ljós, hvem hug lands- menn bera til höfuðborgar sinnar. Það hafa löngum verið góð tengsl á milli Akureyrar og Reykjavíkur, en ekkert er nauðsynlegra þessari þjóð en skilningur á milli landshluta á högum hvers annars. Bæjarstjóm Akureyrar og Akur- eyringar fagna komu allra þessara ágætu gesta til bæjarins. Það er von okkar að þessi dagur verði eftir- minnilegur. Akureyringum öllum nær og íjær óska ég til hamingju með daginn og það er von forráða- manna bæjarins, að hátíðardag- skráin sé þannig úr garði gerð, að allir fái sem flest við sitt hæfi. Ég gat þess í upphafí, að fyrr á þessum morgni var haldinn hátíð- arfundur í bæjarstjóm Akureyrar. Það þótti fara vel á því, að ganga frá endurskoðuðum og breyttum samþykktum að stjóm bæjarins í framhaldi af nýjum sveitarstjómar- lögum á þessum fundi og hafa nú þessar samþykktir verið staðfestar af bæjarstjóm. Þá hefur bæjarstjóri lagt í það allnokkra vinnu að fá meiri festu í gerð og lögun skjaldar- merkis Akureyrar og samþykkti bæjarstjóm reglugerð þar um. fer einnig vel á þessu þar sem oft hef- ur verið nokkuð á reiki bæði lögun merkisins og meðferð og notkun þess og ætti það nú að liggja Ijósar fyrir. A 100 ára afmæli bæjarins fyrir 25 ámm síðan var ákveðið að ráðast í byggingu fyrir starfsemi Amtsbókasafnsins. Sú bygging reis á næstu árum og hefur Amtsbóka- safnið og þessi bygging verið eitt af mestu menningarverðmætum þessa bæjar og ein stílfegursta bygging sem hér er. Þetta er eitt af því marga, sem bærinn er þekkt- ur fyrir. Safnið hefur vaxið gífur- lega mikið á þeim árum, sem liðið hafa og löngum verið uppi hug- myndir um stækkun þess á einhvem hátt eða jafnvel útibú þess í öðmm bæjarhlutum. Þá hafa verið allmikl- ar og vaxandi umræður um aðstöðu til ýmis konar menningarstarfsemi hér í bænum og er þess skemmst að minnast, þegar menningarmála- neftid bæjarinns gekkst fyrir málþingi um þau mál á sl. vetri og lét gera úttekt á því húsnæði, sem við búum yfír til sýninga, tónleika, fundahalda og hvers kyns annarrar menningarstarfsemi. Þessar um- ræður og úttektir leiddu til þess að farið var að gefa þvi gaum hvort ekki mætti slá nokkrar flugur í einu höggi, því um leið og ráðist yrði í nýbyggingu til þess að skapa safn- inu bætta aðstöðu þá yrði um leið gert ráð fyrir því að í henni gæti um leið rúmast aðstaða til menning- arstarfsemi á þeim sviðum sem áður er getið og á þann hátt mætti gera Amtsbókasafnið á Akureyri Gunnar Ragnars að enn meiri menningar- og félag- smiðstöð en nú er. Niðurstaða í þessu máli liggur nú fyrir því nú hafa allir bæjarfulltrúar sameinast um tillögu, sem gerir einmitt ráð fyrir þessu og var sú tillaga sam- þykkt á hátíðarfundinum áðan og ákveðið að leggja fram fjárupphæð til þess að ráðast í hönnun nýrrar byggingar, sem síðan verður tengd hinu eldra safnhúsi. Þetta er gjöf Akureyringa til sjálfra sín og með nokkru sanni má segja til ná- grannabyggðarlaga okkar einnig svo mjög sem þetta safn á ítök hjá þeim ekki síður en Akureyringum. Það er alltaf að verða betur ljóst, að ein höfuðforsendan til þess að byggð haldist í jafnvægi og að byggðakjamar geti eflst er að skil- yrfi séu til þess að halda uppi öflugri menningarstarfsemi. Það er t.d. engum vafa undirorpið að hið mikla og fjölbreytta menningarlíf sem hefur verið hér á Akureyri á sinn stóra þátt í því að hér hefur myndast stærsti þéttbýliskjaminn utan Reykjavíkur. Hér hafa ríkt langar hefðir í þeim efnum og þetta hérað hefur borið af sér marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Með þeirri samþykkt, sem öll bæjar- stjóm hefur staðið að í dag, er undirstrikað að við ætlum að halda menningarlegri reisn okkar áfram. Okkar ágætu gestir og góðir Akureyringar. Við höldum í dag upp á 125 ára kaupstaðarafmæli Akureyrarbæjar. Sumum finnst ef til vill að tilefnið sé ekki nægjanlegt. Slíkt sé nægj- anlegt á heilum og hálfum ár- hundruðum. Við erum á öðm máli. Það er sjálfsagt á a.m.k. 25 ára fresti að minnast upprunans og brautryðjendanna, staldra við og átta sig á þeim miklu breytingum og framfömm, sem átt hafa sér stað. Það hefur líka færst í vöxt, að bæjar- og sveitarfélög minnast ýmissa merkra atburða í sögu sinni og um leið og við þannig höldum tengslum á milli fortíðar og nútíðar þá em þessir atburðir einnig kjörið tækifæri til nánari tengsla á milli granna og jáfnvel landshluta og vettvangur til þess að upplýsa þjóð- ina um sögu og hagi einstakra byggðarlaga. Að svo mæltu vil ég bera fram þá ósk, að þessi dagur verði eftir- minnilegur gestum okkar um leið og ég býð þá enn einu sinni vel- komna. Við bæjarbúar óskum okkur til hamingju á þessum tímamótum og þökkum forsjóninni fyrir það sem við höfum öðlast á 125 ámm. Forseti íslands, háttvirt bæjar- sijórn Akureyrar, virðulega samkoma: Mér er það mikil ánægja og heið- ur að vera hér í boði bæjarstjómar- innar á þessum merkisdegi, þegar öld og fjórðungur aldar er liðin frá því Akureyri varð sjálfstæður kaup- staður með bæjarstjóm. Ég færi ykkur kveðjur og ámaðaróskir fyrir hönd Jóhönnu Sigurðardóttur, fé- lagsmálaráðherra. Nýliðið er annað stórafmæli í sögu Akureyrar, þegar tvær aldir vom liðnar frá því bærinn fékk fyrst kaupstaðarréttindi. Það er engin tilviljun að varanleg búseta og föst verslun hófst á Akureyri í sama mund og einokuninni var aflétt. Saga Akureyrar er samofin verslun- arsögunni. Bæjarmenningin fylgdi hér í kjöl- far fíjálsrar verslunar og efldist síðar með þróun sjávarútvegs og iðnaðar. Þessi fjölþætti og myndar- legi atvinnurekstur er nú traust undirstaða undir velmegun og menningu í bænum. Velfamaðar- óskir Matthíasar Jochumssonar til Akureyrar árið 1890 hafa reynst áhrínsorð, er hann kvað: „Saga þín er enn í æsku, eyrar rósa. fjórðungsbót! Dafria þú í fullu frelsi framatíma gaktu mót; stunda mennt og styrk þinn anda, stattu fast á landsins rót!“ Akureyri hefur sannarlega stundað mennt og staðið fast á landsins rót. Það er þjóðamauðsyn, að í öllum landshlutum eflist höfuð- ból eins og Akureyri, ekki eingöngu á sviði framleiðslu, verslunar- og þjónustu heldur einnig hvað varðar menntun og menningu. í þessu efni er Akureyri lýsandi fordæmi. Akureyri hefur lengi verið fram- úrskarandi skólabær, sem fleiri en Akureyringar hafa notið. Sá, sem hér stendur, er einn þeirra mörgu aðkomumanna, sem hafa stundað nám í Menntaskólanum á Akureyri. Ég stend eins og þeir í ævilangri þakkarskuld við þennan bæ og Akureyrarskóla, sem fóstraði okkur jafnvel og sitt eigið fólk. Það fer vel á því, að einmitt á þessu merkis- ári í sögu Akureyrar skuli hefjast í bænum háskólastarf eins og verð- ur í haust. En Akureyri er ekki síður rækt- unarbær en skólabær. Hér stendur skrúðgarðarækt og skógrækt með miklum blóma, og ber hæst Lysti- garðinn, sem bæði gleður augað og þjónar fræðunum. Akureyringar era í þessu eins og í sínum atvinnu- rekstri miklir snyrtibændur og bærinn hefur lengi verið afbragð annarra bæja um yfirbragð. Hér hæfir búskaparlagið þeirri glæsi- legu umgjörð sem náttúran hefur Jón Sigurðsson búið Akureyri, þar sem Súlur horf- ast í augu við Kaldbak, sem gnæfir í hánorðri sem útvörður Eyjafjarð- ar, þegar ekið er út Drottningar- brautina. Akureyri sannar þá kenningu Halldórs Laxness að það sé yfir höfuð að tala mjög dýrt að vera íslendingur, svo glæsilega er hér búið. Fyrir nokkram áram fór ég hér um bæinn stutta skoðunarferð með mörgu fólki af Norðurlöndum. í þeim hópi vora margir víðförlir og glöggskyggnir menn. Þegar við höfðum lokið hringferð um bæinn, sem hófst í Lystigarðinum, vora gestimir beðnir að geta sér til um íbúafjöldann. Flestir gátu sér til, að hann væri á bilinu 40 til 50 þúsund en ekki 13-14 þúsund eins og raun er á og þótti vel útbúin bær handa svo mörgu fólki. En Akureyringar rækta fleira vel en garðinn sinn. Okkur íslendingum er gjamt að segja, að í tungu lands- ins mæltri, skráðri og ortri sé saga þjóðarinnar, líf hennar og reynsla geymd betur en í mannvirkjum. „Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona“ eins og Matthías Jochumsson kvað, svo ég vitni aftur í þetta stórskáld Akur- eyrar. Mér er það stöðugt undranar- og aðdáunarefni hversu vel Akur- eyringar varðveita sitt mælta mál. Norðlenski framburðurinn virðist hér standa af sér útjöfnun ijölmiðl- anna. Mér fannst til um það, þegar ég kom til Akureyrar aftur eftir nokkurra ára útivist, hversu vel mælt Akureyraræskan er og hefur haldið skýram framburði með ein- kennum síns héraðs. Þetta ásamt mörgu öðra ber vitni um festu og grósku í menningarefnum í bænum og sýnir, að Akureyringar ganga mót framtíðinni með styrkum anda. Ég lýk máli mínu með því að áma Akureyringum allra heilla á þessum afmælisdegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.