Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 69 Þröstur náði tveimur áföngum á þremur vikum Skák Margeir Pétursson Þröstur Þórhallsson stefnir nú hraðbyri að því að verða okkar næstí titilhafi, því á aðeins þrem- ur vikum hefur hann náð tveimur áföngum að alþjóðlegum meist- aratitli. Hinn fyrri var á alþjóð- lega mótinu í Gausdal i Noregi. Þar náði Þröstur tilskildum ár- angri, fimm og hálfum vinningi af níu mögulegum. Eftír aðeins tveggja daga hvíld hélt Þröstur til Lundúna til að tefla í hinu árlega skákmóti Lloyds bankans. Þar hefur honum vegnað svo vel að hann hafði náð lágmarkinu, sex vinningum, tveimur umferð- um áður en mótinu var lokið. Þröst skortír því aðeins einn áfanga tíl að hljóta titilinn og gæti náð honum á Skákþingi ís- lands á Akureyri, sem hefst um miðjan september. Tækist það væri um mettíma að ræða á ís- landi og þótt viðar væri leitað. Síðustu umferð á Lloyds Bank mótinu átti að tefla í gærkvöldi og þótt margir kunnir stórmeistarar tefli á mótinu átti Þröstur mögu- leika á verðlaunasæti. Staðan fyrir síðustu umferðina var þessi: 1-2. Wilder (Bandaríkjunum) ogC- handler (Englandi) 7 V2 v. 3-4. Rogers (Ástralíu) og Benjamin (Bandaríkjunum) 7 v. 5-12. Þröstur Þórhallsson, Nunn (Englandi), Anand (Indlandi), Ivanov (Kanada), Zuger (Sviss), Dlugy, Kudrin og Federowicz (allir Bandaríkjunum) 6 V2 v. Fleiri íslendingar taka þátt í mótinu. Hannes Hlífar Stefánsson, sem er aðeins fimmtán ára gamall, hefur hlotið fimm og hálfan vinn- ing, Jón Garðar Viðarsson frá Akureyri hefur fimm vinninga og Amþór Sævar Einarsson, sem er búsettur í Svíþjóð, hefur fjóran og hálfan vinning. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Hannesar og Jóns eiga þeir ekki möguleika á áfanga að þessu sinni, þar sem þeir hafa ekki teflt við nægilega stigaháa andstæðinga. Þröstur hefur lagt mikla rækt við skákina í sumar og árangurinn nú er bein afleiðing af aukinni ástundun. Sama er að segja um Hannes Hlífar, þótt herzlumuninn hafi skort hjá honum. Hann hlaut fimm vinninga af níu mögulegum í Gausdal og stóð lengi vel að vígi á mótinu, þar til hann lék af sér drottningunni gegn Piu Cramling með gjörunna stöðu. Hannes er í framför, en þarf að lesa sér betur til og vegna skorts á einbeitingu leikur hann stundum herfilega af sér. Hæfileikana skortir hins vegar ekki á þeim bæ og tfmaspursmál að honum takist að bæta úr þessu. Þröstur Þórhallsson hefur ekki fengið áfanga sína á silfurfati. í Gausdal þurfti hann að tefla við sjö titijhafa í níu umferðum og var oft í krappri vöm. Það var ekki fyrr en í síðustu umferð að rofaði til, hann átti að mæta titillausum finnskum skákmanni og þurfti að vinna til að ná áfanganum. Það er erfitt að tefla slíkar skákir, en eftir byijunar- örðugleika sagði styrkleikamunur- inn til sín. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Lindstedt (Finnlandi) Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 — Rf6 5. 0-0 — Rxe4 6. d4 - Be7!? Svartur hefur valið opna afbrigði spænska leiksins, en þessi leikur hans er mjög óvenjulegur, hér er næstum alltaf leikið 6.— b5 7. Bb3 - d5. 7. Hel - f5 8. dxe5 - 0-0 9. Bb3+ - Kh8 10. Rbd2?! Þessi leikur er ekki nægilega beittur, því nú hefði svartur átt að leika 10. — d5 og hefur þá góða stöðu. Til að halda frumkvæðinu þurfti hvítur að leika 10. Bd5 eða 10. Rc3. 10. - d6? 11. Rc4! - b5 12. exd6! - Bh4 13. g3 - bxc4 14. Ba4 Þresti hefur tekist að færa sér í nyt mistök svarts í tíunda leik. Hann vinnur nú manninn til baka og svartur hefur veikt stöðu sína verulega. Með næsta leik svarts fylgdi jafnteflisboð, sem var að sjálfsögðu hafnað. 14. - Bxg3 15. hxg3 - Bb7 16. d7! Þetta frípeð er sem fleinn í holdi svarts, sem sér sitt óvænna og legg- ur út í vafasama kóngssókn. 16. - Df6 17. Bf4 - Had8 18. Bxc7 — Dh6 Svart dreymir um stórsókn á kóngsvæng. Eftir 19. Bxd8 Rxd8 er hótunin 20. — Rg5 mjög óþægi- leg. Þröstur reynist þeim vanda vaxinn að sigrast á þessum kaffi- húsatöktum andstæðingsins. 19. Bxc6 - Dxc6 20. Bxd8 - Kg8? Bjartsýni svarts er gengin út í öfgar, hann hefur séð að 20. — Rd2 gengur ekki vegna 21. He8, svo hann ákveður að hóta 21. — Rd2. En einnig f því tilviki reynist hvítur eiga vöm. 21. Bh4 - Rd2 MEÐ EINU SÍMTALI er hægt að breyta innheimtuað- ferdinni. ÉrtTr það verða áskri argjöldin sku viðkomandi greiðslukortareikn ing manaoariega. SÍMINNER B 691140 691141 Þröstur Þórhallsson menn og tvo þekkta Englendinga, alþjóðlega meistarann Littlewood og stórmeistarann Glenn Flear. Þresti tókst að snúa á Flear í tvísýnu hróksendatafli. Jafntefli hefur hann gert við alþjóðlegu meistarana Zuger, Sviss, Emst, Svíþjóð og Igor Ivanov frá Kanada, sem var með tapað en slapp fyrir hom. Langskemmtilegasta skák Þrastar á Lloyds Bank-mó'tinu var viðureign hans við Paul Littlewood, sem er úr þekktri skákfjölskyldu. John faðir hans var t.d. í enska landsliðinu. Paul varð Bretlands- meistari fyrir nokkmm ámm, en hefur ekki lagt skákina fyrir sig og teflt lítið upp á síðkastið. Gegn Þresti beindi hann skákinni snemma inn á ótroðnar slóðir, en taflmennska hans varð fálmkennd og viðbrögð okkar manns vora hár- rétt. Hvítt: P. Littlewood (Englandi) Svart: Þröstur Þórhallsson Drottningarbragð 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - d5 4. Bg5 - c6 5. Rbd2 Mun eðlilegri staðsetning fyrir riddarann er að sjálfsögðu 5. Rc3, en Littlewood vill greinilega forðast troðnar slóðir. 5. - h6 6. Bxf6 - Dxf6 7. Db3 - a5 8. c5? Hvítur leggur of mikið á stöðuna með þessum leik. Sjálfsagt var 8. e4 8. - Rd7 9. e4 - e5! 10. exd5 - exd4 11. Re4 - De7 12. 0-0- 0 Hvítur er nú þegar lentur í hrika- legum vandræðum vegna losara- legrar stöðu sinnar. Langhrókunin var eina úrræði hans úr því sem komið var. 12. — Rxc5 13. Rxc5 — Dxc5+ 14. Kbl - a4! Þar sem hvítur er langt á undan í liðsskipan mætti halda að hann* hefði sóknarfæri, en fmmkvæðið er í raun 0 g vem í höndum svarts. 15. Dc4 - Bf5+ 16. Kal - a3! 17. Hel+ Hér og í næsta leik á hvítur ekk- ert betra en að skipta upp á drottn- ingum og reyna að halda jafntefli með peði minna. Ógæfa hvíts er hins vegar rétt að byija. 17. - Kd8 18. dxc6?? - axb2+ 19. Kxb2 19. - Hxa2+!! Þessum þmmuleik var óvart leik- ið með smelli sem heyrðist langt út í sal. Littlewood átti ekki annað úrræði en að gefast upp. 22. He8! - Rxf3+ - 23. Dxf3 - Dxf3 24. Hxf8+ - Kxf8 25. d8=D+ - Kf7 26. De7+ - Kg6 27. De8+ - Kh6 28. De3+ og svartur gafst upp. Þröstur hefur einnig fengið erf- iða andstíæðinga í London, en aðeins tapað einni skák, fyrir undramanninum Anand frá Ind- landi, sem er heimsmeistari í flokki 20 ára og yngri og virðist aldrei þurfa að hugsa sig um. Þröstur hefur unnið þijá titillausa skák- Ferðaskrifstofan Atlantik — Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar ÍSLENDINGAR 60ÁRA OG ELDRI Mallorka 5.október viðbótarsæti Eins og kunnugt er efnir ferðaskrifstofan Atlantik til tveggja sólarlandaferða til Mallorka í haust í samstarfi við félagsmála- stofnun Reykjavíkur. Um er að ræða fjögra vikna ferðir, 26. september og 5. október. Báðar ferðirnar eru löngu uppseldar en okkur hefur nú loksins tekist að tryggja nokkur viðbótarsæti þann 5. október. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Atlantik og á fundinum í VR húsinu Hvassaleiti 56—58, miðvikudaginn 2. september kl. 4.00. Athugið að ferðir þessar eru opnar öllum landsmönnum. <VTC<VIVTH< Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.