Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 LANDSÞING SJÁLFSTÆOISKVENNA Á AKUREYRI Stjórnmálaályktun Þings Landssambands sjálfstæðiskvenna: 'Atvmnurekendur og starfsmenn semji beint um kaup og kjör á vinnustað Þing Landssambands sjálfstæð- iskvenna haldið á Akureyri 28. til 30. ágúst 1987 samþykkti eftirfar- andi stjómmálaályktun: 16. landsþing Landssambands sjálfstæðiskvenna fagnar því að >endir var bundinn á langvarandi stjómmálalega óvissu með myndun núverandi ríkisstjómar undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Myndun ríkisstjómarinnar sýnir enn að Sjálfstæðisflokkurinn er sú kjöl- festa sem nauðsynleg er í íslensku þjóðfélagi. Nú ríður á að allt sjálf- stæðisfólk snúi bökum saman og fylki sér um það markmið að efla Sjálfstæðisflokkinn, svo að hann megi hér eftir sem hingað til verða brjóstvöm fijálslyndra og víðsýnna skoðana í landinu. Efnahagsmál . Lýst er yfir stuðningi við þau verkefni ríkisstjómarinnar að stuðla að jafnvægi, stöðugleika og nýsköp- un í efnahags- og atvinnulífi, bæta lífskjör, halda verðbólgu í skefjum eyða halla á ríkissjóði, ná jafnvægi í viðskiptum við útlönd, lækka er- lendar skuldir og auka innlendan spamað. Það er stefna Sjálfstæðisflokks- ins að örva hagvöxt og framfarir í atvinnulífi og er það best gert með því að tryggja eðlilega samkeppni Nog samkeppnishæfni íslenskra at- vinnuvega. Frjálsræði í viðskiptum verður enn að auka í öllum greinum og afnema hindranir við öflun er- lends áhættufjár og efla þannig m.a. ábyrgð atvinnuveganna á eigin flármögnun. Útflutningsatvinnu- vegimir verða að geta starfað við frelsi og óþörf íhlutun af hálfu ríkis- valdsins er skaðleg. Sölu ríkisfyrirtækja verður að halda áfram m.a. að ríkisbankamir verði seldir einstaklingum og félög- Á myndinni er nýkjörinn stjórn Landssambands sjálfstæðis- kvenna. í fremri röð talið frá vinstri eru Aradís Jónsdóttir, Selfossi, Biraa Guðjónsdóttir, Sauðárkróki, Þórunn Gestdóttir, Reykjavík, formaður, Hildigunn- ur Högnadóttir, ísafirði, María Bergmann, Keflavík. í aftari röð talið frá vinstri eru Steinunn Sig- urðardóttir, Kópavogi, Ásta um þeirra. 16. landsþing skorar á ríkisstjómina að beita sér fyrir að lög um hringamyndanir verði end- urskoðuð. Skattahugmyndum vinstri flokkanna hafnað Auka ber spamað og ráðdeild í ríkisbúskapnum. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa skattar nú þegar verið lækkaðir um 3 millj- arða króna. Við endurskoðun skattakerfis ber að stefna að afnámi tekjuskatts af launatekjum og end- urskoða ákvæði um fríeignamörk til að létta eignaskattbyrði einstakl- inganna. Hugmyndum vinstri flokkanna um aukna skattlagningu eigna og eignatekna er alfaríð vísað á bug. Vinnustaðasamningar Löngu er orðið tímabært að end- urskoða hálfrar aldar gamla vinnulöggjöf. Sjálfstæðiskonur telja m.a. æskilegt að atvinnurekendur og starfsmenn semji beint um kaup og kjör á hveijum vinnustað. Fjölskyldumál Sjálfstæðiskonur fagna lengingu fæðingarorlofs í áföngum í allt að 9 mánuði og jafnframt skipun nefndar að frumkvæði forsætisráð- herra, Þorsteins Pálssonar, form- anns Sjálfstæðisflokksins, sem vinna á að málefnum fjölskyldunn- ar. Við hvetjum atvinnurekendur, verkalýðsfélög og aðra aðila til reksturs dagvistunarheimila og hvetjum einnig til þess að veittar verði skattaíviinanir vegna stofn- kostnaðar slíkra heimila. Nauðsyn- legt er að koma á samfelldum skóladegi og efla enn frekar tengsl heimila og skóia. Aukin Qolskyldu- Michaelsdóttir, Hafnarfirði, Björg Þórðardóttir, Akureyri, Margrét Kristinsdóttir, Akureyri og Pálína S. Dúadóttir, Akra- nesi. Á myndina vanta Gnnu Kristjánsdóttur og Lindu Rós Michaelsdóttur, Reykjavík, Sigríði Þórðardóttur, Grundar- firði, og Sigurbjörgu Axelsdótt- ur, Vestmannaeyj um. tengsl og foreldraábyrgð treystir stöðu flölskyldunnar. Það fjármagn sem hið opinbera leggur fram vegna bama, svo sem í formi bamabóta og niðurgreiðslna á dagvistargjöld- um, gangi í ríkari mæli til foreldra eða forráðamanna bama. Gjald- skrár dagvistarstofnana taki meira mið af raunverulegum kostnaði og endurgreiðslur komi til þeirra sem þess þurfa með. Þannig verði for- eldrum ekki mismunað eftir því hvar þeir lqósa að vista böm sín eða annast þau sjálf. Kannað verði hvort við verði komið greiðslum til allra foreldra 6 ára bama og yngri sem foreldrar ráðstafi að vild. Atvinnulífið verður að taka tillit til þess að foreldrar bera jafna ábyrgð á bömum sínum og koma til móts við þarfir fjölskyldunnar t.d. með sveigjanlegum vinnutíma og hlutastörfum. Auka ber þjónustu við aldraða og leita leiða til að tryggja hag hinna öldruðu svo sem með aðstoð í heimahúsum og dag- deildum, dvalar- og hjúkrunar- heimilum. Bæta þarf stöðu þeirra sem annast aldraða, sjúka og ör- yrkja á eigin heimilum. Lífeyrisrétt- indi öryrkja verði endurskoðuð. Jafnrétti Óþolandi er að á vinnumarkaðin- um skuli enn viðgangast kynbundin launamunur og að í stöðuveitingum ganga konur enn með skertan hlut frá borði. Hið opinbera sem ætti að ganga á undan með góðu for- dæmi hvað varðar jafnrétti kynj- anna hefur ekki sinnt því hlutverki sínu og ber því skylda til að bæta úr því. Konur eru fyrirvinnur fjöl- skyldunnar ekki síður en karlar. Meta ber heimilisstörf sem reynslu í störfum á almennum vinnumark- aði. Tryggja þarf stöðu heimavinn- andi fólks og lífeyrisréttindi til jafns við útivinnandi fólk. Skóla- og menn- ingarmál Skólastarf verður að laga að sífellt breyttum aðstæðum. I al- menna skólastarfinu verður að leggja breiðan staðgóðan grunn, sem hægt er að byggja á fjölbreytt sémám og víðtæka endurmenntun hvenær sem er á ævinni. Tryggja þarf öllum jafna möguleika til menntunar. Efla ber framtak ein- staklinga og fijálsra samtaka í menningarlífinu og vemda íslenska tungu með öllum tiltækum ráðum. Miðað skal að því í æ ríkari mæli að markviss fræðsla og raunveru- legt upphaf skólaskyldu færist sem eðlilegur þáttur inn í starfsemi dag- vistarheimila. í dag fer dýrmætur tfmi til spillis og athafna- og þekk- ingaþrá er þar af leiðandi ekki fullnægt sem skyldi. Æskulýðsmál Landssamband sjálfstæðis- kvenna leggur áherslu á að stutt verði við félagasamtök sem starfa að íþrótta- og bindindismálum. Dómsmál Leggja verður enn meiri áherslu á að vinna gegn notkun ávana- og fíkniefna. Beitt verði hörðustu refs- ingu gagnvart þeim sem selja og dreifa fíkniefnum. Fíkniefnadeild lögreglunnar verði efld þannig að hún verði vel í stakk búin til að takast á við þau erfiðu vandamál og það ástand sem nú er til staðar. Brýnt er að meðferð dómsmála vegna líkamsmeiðinga og kynferð- islegra afbrota gegn bömum og löggjöf þar að lútandi verði endur- skoðuð og fræðsla efld þannig að vinna megi með raunhæfum hætti gegn afbrotum af þessu tagi. Rann- sókn og dómaframkvæmd verði flýtt þannig að afplánun fangelsis- vistar komi t.d. í beinu framhaldi að gæsluvarðhaldsvist. Jaf n kosningaréttur Það er höfuðmarkmið að vemda og efla fijálst menningarríki á ís- landi á grundvelli lýðræðis og almenna mannréttinda. Lýðræðið krefst þess að löggjafarþingið sýni rétta mynd af vilja fólksins og er því nauðsynlegt að jafna kosninga- réttinn hér á landi. Húsnæðismál Hin nýja húsnæðislöggjöf þarfn- ast endurskoðunar. Framtíðarþróun húsnæðislánakerfísins þarf að verða sú að bankar og sparisjóðir sjái um lánveitingar og mat á um- sóknum með tilliti til greiðslugetu og eiginíjárstöðu umsækjenda. Sjávarútvegs- og landbúnaðarmál Sjávarútvegur er undirstaða byggðar í landinu. Sjálfstæðismenn hafna núverandi fiskveiðistefnu sem heftir athafnafrelsi einstakl- ingsins. Gæta verður að vemdun fiskistofnana. Heija verður nýja atvinnusókn í sveitum landsins með skipulegri eflingu nýrra búgreina. Tryggja ber til frambúðar hagsmuni bænda og neytenda á þann veg að bændur geti búið við aukið athafnafrelsi sem sjálfstæðir atvinnurekendur og tekið í sínar hendur að laga fram- leiðsluna að þörfum markaðarins. Núverandi verðmyndunar- og sölu- kerfi landbúnaðarins verður að leggja niður þannig að athafna- frelsi og eðlilegir viðskiptahættir geti notið sín. Byggðamál Bættar samgöngur, auknir menntunarmöguleikar og efling at- vinnulífs er raunhæfasta byggða- stefnan. Tryggja má skipulega uppbyggingu byggðanna með gerð byggðaáætlana þar sem staðar- þekking frumkvæði og ábyrgð heimamanna er Iögð til grundvall- ar. Tímabært er að endurskoða ákvæði laga um Jöfnunarsjóð sveit- arfélaga með tilliti til hagsmuna fámennari sveitarfélaga. Umhverfismál Með virkum aðgerðum verði markviss umhverfísvemd tryggð. Efla þarf vamir gegn hverskonar mengun og öðrum skaðlegum um- hverfisþáttum jafnframt því að vinna að varðveislu og skynsam- legri nýtingu náttúmgæða landsins. Auka ber fræðslu um náttúmvemd svo að komið verði í veg fyrir frek- ari eyðingu gróðurs og annarra landkosta. Utanríkismál Við lýsum stuðningi við raun- hæfan friðarvilja sem felst í allri viðleitni til að draga úr vígbúnaði í heiminum með víðtækum og gagn- kvæmum afvopnunarsamningum undir traustu eftirliti. Samkomulag um afvopnun hlýtur að byggjast á virðingu fyrir mannréttindum og gagnkvæmu trausti. Nýkjörinn sljórn Lands- sambands sjálfstædiskvenna Morgunblaðið/STS Katrín Eymundsdóttir Dreifing framhalds- skóla um landið rétt- lætismál - segir Katrín Ey- mundsdóttír Húsavíkur „Á ÍSLANDI eru í dag 23 full- gildir framhaldsskólar. Mér finnst rétt að spyrja tveggja spurainga. Er æskilegt að dreifa þessum skólum um landið og standa þeir undir nafni,“ sagði Katrín Eymundsdóttir, forseti bæjarstjóraar Húsavík- ur, í samtali við Morgunblaðið. Katrin flutti á þingi sjálfstæðis- kvenna erindi um framhalds- skóla í dreifbýli. „Meginniðurstaða mín er sú að dreifing skóla um landið sé fyrst og fremst réttlætismál. Fyrst ríkið tekur að sér þennan málaflokk og allir þegnar landsins borga skatta, verður ríkið að bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast, þó það verði auðvitað i þessu máli sem öðrum að vera ein- hver skynsamleg takmörk. Ef við viljum að byggð haldi áfram að þrífast úti um landið eru næg at- vinna, góð menntunarskilyrði og góð heilsugæsla þeir þrír undirstöðuþætt- ir sem mest ríður á að séu í lagi.' Spumingunni, hvort framhalds- skólar úti á landi standi undir nafni, svara ég játandi. Margir halda því reyndar fram, og eflaust er mikið til í því, að nútíma skólamenntun krefl- ist mikillar sérþekkingar og tækja- búnaðar. Minni skólar eiga í erfiðleik- um með að bjóða upp á sambæríleg gæði í þessum efnum og stærri skól- ar. En þá er vert að staldra örlitið við og spyija: Hvað þarf nútíma fram- haldsskóli að að bjóða upp á til að standa undir nafni og hvort sjálfgefið sé að fámennur skóli sé lakarí en fjöl- mennur. Ég held að það sé fyrst og fremst auknar kröfur um flölmargar val- greinar sem gert hafa minni skólum erfitt fyrir. Aherslan á undirbúning þröngs sérgreinanáms þegar á menntaskólastigi orkar þó nokkurs tvímælis. Nær er að leggja meginá- herslu á þau svið sem eru sameiginleg undirstaða sem flestra greina. Minni skólum er þar ekkert að vanbúnaði. Fámennir skólar hafa líka marga kosti sem hinir flölmennari hafa ekki. Betur er fylgst með hveijum nem- anda og meiri rækt lögð við hvem og einn. Stórir skólár verða oft ómanneskjulegri og kemur jafnvel fyrir að stjómendur þeirra hrósa sér af hárri fallprósentu. Það á víst að sanna að aðeins úrvalsnemendur út- skrifist frá viðkomandi skóla. En ég spyr, er það ekki meira virði að rækta hæfíleika sem flestra og koma þeim til nokkurs þroska?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.