Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Vígbúnaðarmál, Island og umheimurinn: Sendiherrum svarað eftir Steingrím J. Sigfússon Nokkur umflöllun, aðallega í formi blaðaskrifa, hefur átt sér stað undanfamar vikur um vígbúnaðarmál og stöðu íslands og nálægra svæða í því sam- hengi. Það er að sjálfsögðu fagnaðarefni þegar athyglisverðar umræður upphefjast um mála- flokk sem aílof rík tilhneiging hefur verið til að þegja í hel og veQa í leyndardómshjúp hér á landi. Áratugum saman hefur leyndin verið helsta vinnuregla þeirra afla sem sömdu um hersetuna og hald- ið hafa pólitískum hlífiskildi yfír bandarískum hemaðarumsvifum á íslandi. Flestallar meiriháttar framkvæmdir og breytingar sem haft hafa áhrif á stöðu hersins hér hafa fyrst verið samþykktar með leynd eða undir sakleysislegu yfírvarpi. Mánuðum, árum og jafnvel áratugum síðar hefur síðan hið sanna eðli hlutanna kom- ið í ljós og þá yfírleitt fyrir forgöngu annarra en íslenskra eða bandanskra yfírvalda þessara mála. Ég læt nægja að nefna hér dæmin af SOSUS-hlustunarkerf- inu sem kom hér á land og var ámm saman starfrækt án minnstu vitundar íslensku þjóðarinnar. Saklausar mengunarvamir á Suð- umesjum eru nú sem óðast að verða að niðurgrafinni bensín- birgðastöð með margföldu geymslurými á við það sem fyrir var og stórskipahöfn. Ratsjár- nefnd utanríkisráðuneytisins eyðir í frægri skýrslu sinni um nýju ratsjárstöðvamar tugum blaðsí- ðna í röfl um alls kyns möguleg og ómöguleg not (jafnvel f hey- skap) stöðvanna fyrir íslendinga en Qallar svo í örfáum orðum um hina hemaðarlegu hlið málsins. Og svo framvegis. Eitt kostulegt dæmi enn sem vikið verður nánar að hér á eftir em svo fyrstu viðbrögð íslenskra yfírvalda á sinni tíð þegar fyrst, aðallega af herstöðvarandstæð- ingum og ýmsum öðrum friðar- sinnum, var tekið til við að ræða hina nýju flotastefnu Banda- ríkjanna og uggvænleg áform um stóraukin umsvif í höfunum í kringum okkur. í fyrstunni vildu yfírvöld (t.d. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra og Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra. Sjá endurteknar umræður um ut- anríkismál m.a. á Alþingi árin 1983—1984) ekki kannast við að nein slík stefna væri til. Næst komu fullyrðingar um að hin svonefnda sóknar- eða fram- vamarstefna bandaríska sjóhers- ins hefði engin áhrif haft, né myndi hafa, á stöðu íslands, við- búnað hér eða hemaðarlegt mikilvægi. Síðast hafa svo komið tilburðir t.d. hjá Geir Hallgrímssyni þáver- andi utanríkisráðherra í sjónvarp- inu og víðar á árinu 1985 til að sýna að hin nýja stefna geti haft jákvæð og a.m.k. ekki neikvæð áhrif á stöðu íslands. Það er af þessum sökum ekki síst að ástæða er til að fagna því að umræða hefur hafíst um áhrif hinnar ógnvænlegu vígvæðingar í norðurhöfum og um það hvemig aðstaða Bandaríkjahers og búnað- ur hér á landi eru óijúfanlega hluti af kjamorkubúnaði þeirra í þess- um heimshluta. Sendiherrar skrifa Einn hópur manna hefur tekið þátt í blaða8krifum um vígbúnað- armálin með þeim hætti að athygli hefur vakið. Þetta eru nokkrir af sendiherrum þjóðarinnar. • Nú er aftur gott eitt um það að segja að sendiherrar hafí áhuga á og kynni sér vígbúnaðarmál og enn betra til þess að vita að annríki þeirra við hin hefðbundnu skyldu- störf er ekki meira en svo að þeir hafa nokkum tíma til greinaskrifa. Hitt verð ég að segja að mér fínnst orka tvímælis að vel fari á því að sendiherrar, opinberir embættis- menn, Qalli um málin með þeim hætti sem þeir félagar Benedikt Gröndal, Einar Benediktsson og síðast en ekki síst Hannes nokkur doktor og Jónsson, gera á köflum, þó margt sé athyglisvert og upplýs- andi í skrifum þessum. Verður nú vikið stuttlega að þætti hvers um sig. Greinar Benedikts Gröndal Benedikt Gröndal hefur skrif- að a.m.k. þijár athyglisverðar greinar um utanríkis- og vígbúnað- armál í Morgunblaðið, dagana 14. maí, 4. júní og 28. júlí sl. í hinni fyrstu, frá 14. maí, er Benedikt aðallega á Jóns Bald- vinska vísu að agnúast út í þá sem ekki vilja umyrðalaust kyngja heimsmynd hinna stóru hemaðar- bandalaga. Hlutleysi er sem kunnugt er á þeim bæjum verst glæpa og Benedikt telur að hug- myndir um „friðlýsingu íslands“ séu þessu marki brenndar og varar sérstaklega við að menn falli fyrir jákvæðri orðanna hljóðan. En hvað um það, Benedikt Gröndal má vera illa við hugmynd- ir um_ friðlýsingu íslands fyrir mér. Ég minni hann hins vegar á, vegna tilrauna hans til útúrsnún- inga á hugmyndinni um „Friðlýst ísland", að allt tekur breytingum. Það sem fyrir mönnum vakir nú er að sjálfsögðu í samhengi við aðstæður líðandi stundar fremur en hluti sem mikið fyrr á öldinni báru svipað nafn. Undirritaður flutti á síðasta Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu íslands fyr- ir kjamorku- og eiturefnavopnum og hvet ég Benedikt Gröndal til að kynna sér það. Benedikt Grönd- al nú er líka allt annað fyrirbrigði en maður sem bar sama nafn fyrir 100 árum eða hvað? Um aðra grein Benedikts Grönd- al er íjallað um þennan málaflokk og birtist í Morgunblaðinu 4. júlí hef ég fátt að segja annað en það að varkár sagnfræðingur myndi setja a.m.k. gæsalappir utan um fullyrðingar eins og þær að „sterk- ur meirihluti" hafí stutt „vamar- stefnuna" og vamarliðið, eða að „þjóðin hafí sjálf" sagt skilið við hlutleysisstefnuna með samningn- um við Bandaríkin 1941 eins og hann sagði í grein sinni 14. maí. Hvenær var hún spurð? Svarið er aldrei. Þvert á móti var tillögu um þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að NATÓ hafnað árið 1949 bersýnilega vegna ótta NATÓ-sinna við andstöðu almenn- ings. 1951 ákváðu hemámsflokk- amir A,B og D að taka við hemum inn í landið án þess að kalla Al- þingi saman. Hemámssamningur- inn var samþykktur á leynifúndi þingmanna þríflokkanna og hefur aldrei togast orð upp úr neinum sem fundinn sat um það sem þar fór fram og vantar þó ekki að ýmsir fundarmanna hafi hnoðað ýmsum öðrum atburðum frá ævi- ferli sínum á blað. Það er reyndar umhugsunarvert hversu oft íhaldsöflin hafa lagst gegn þjóðaratkvæðagreiðslu þegar mikilvæg utanríkismál hafa átt í hlut og má nefna til viðbótar það sem að ofan greinir, inngönguna í EFTA og Álsamninginn. Afhjúpun Benedikts Og enn skrifar Benedikt í Morg- unblaðið þriðjudaginn 28. júlí og er þar komið að því framlagi hans sem mér þykir mikilvægast og í raun þakkarverðast. Þar fjallar hann um hina nýju flotastefnu Bandaríkjanna. Og vegna þess sem að framan var sagt um feluleiki og pukurskap íslenskra yfírvalda gegnum tíðina, þar með taldar til- raunir til að gera lítið úr hernaðar- uppbyggingunni á íslandi undanfarin ár, verður hér vitnað orðrétt í sendiherrann. Ég endurtek, þetta er ekki úr fréttabréfí herstöðvarandstæð- inga, ekki úr grein eftir undirritað- an eða úr ræðu hjá Ólafi Ragnari. Það er Benedikt Gröndal sem skrif- ar í Morgunblaðið við hliðina á leiðaranum 28. júlí sl. undir milli- fyrirsögninni „Island miðstöð á vamarsvæði": „Á þessum árum höfðu varnir á GIUK-svæðinu umhverfís ísland úrslitaþýðingu fyrir allt norðanvert Atlantshaf. Var því tekið til við að styrkja viðbúnað á þessu svæði fyrst og fremst á íslandi. Fyrsta skrefið var að senda til íslands AWACS-ratsjárflugvélar 1978, meðal annars vegna þess að tvær af ljórum ratsjárstöðvum á landinu höfðu eyðilagst í óveðr- um, á Langanesi og Vestfjörðum. Þessar flugvélar eru fljúgandi stjómstöðvar, sem hafa mikla þýð- ingu. Næst var tekið til við að endumýja olíugeymakerfið og var bygging mannvirkjanna í Helguvík hafin. Þá var KC-135- eldsneytis- flugvél staðsett í Keflavík til að fylla á vélar á flugi. Síðan komu nýjar og fleiri orustuflugvélar til landsins. F-15 af fullkomnustu gerð og reist voru fyrir þær sprengjuheld skýli. Gervihnatta- samband og önnur fjarskipti voru stóraukin og undirbúin bygging neðanjarðarstjómstöðvar. Endur- bygging ratsjárstöðvanna var samþykkt og bygging flugstöðvar- innar hraðað. Fleira mætti nefna." Þessi blátt áfram upptalning Benedikts Gröndal í grein í Morg- unblaðinu 1987 eru engin ný sannindi lengur en hún er merkileg vegna þess að fáeinum árum áður mótmæltu íslenskir oddvitar þess- ara mála því harðlega að nokkrar breytingar væru að eiga sér stað í herstöðvum Bandarflcjamanna, og að nokkurt samhengi væri milli framkvæmdanna þar og vígbúnað- aráforma í Norðurhöfum. Opin- berlega var á árum Ólafs, Geirs og Matthíasar verið að hindra mengun, skipta um dekk hér og bámjámsplötu þar og hét allt „við- hald“. Til varnar NATÓ Einar Benediktsson fylgir starfsbróður Benedikt fram á rit- völlinn og er grein hans í Tímanum í ágústbyijun aðallega vamarræða fyrir NATÓ. Einari hafa sámað mjög ummæli hins aldna pijóna- meistara Þórarins Þórarinssonar sem leyfði sér að lýsa þeirri skoðun að NATÓ væri orðin stöðnuð og íhaldssöm stofnun. Grein Einars er annars að flestu leyti málefnaleg röksemdafærsla og ég læt nægja að mótmæla þeirri fullyrðingu hans að kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum sé hluti af kröfu um einhliða afvopnun Vestur- Evrópu. Þeir sem haft hafa fyrir því að kynna sér hugmyndir og samninga um kjamorkuvopnalaus svæði vita að fá fyrstu tíð hefur stofnun slíkra svæða verið hugsuð sem þáttur í víðtækari afvopnunar- og friðarviðleitni, með viðbótar- samningnum, með gagnkvæmri viðurkenningu og áframhaldandi stækkun eða útvíkkun svæðisins Steingrímur J. Sigfússon „Hitt verð ég að segja að mér f innst orka tvímælis að vel fari á því að sendiherrar, op- inberir embættismenn, fjalli um málin með þeim hætti sem þeir félagar Benedikt Gröndal, Einar Bene- diktsson og síðast en ekki síst Hannes nokk- ur doktor og Jónsson, gera á köflum, þó margt sé athyglisvert og upplýsandi í skrifum þessum.“ o.s.frv. Það er fráleitt og útúrsnún- ingur af verstu tegfund að halda því fram að stofnun kjamorku- vopnalauss svæðis á Norðurlönd- um eða annars staðar kalli sjálfkrafa á einhliða afvopnun. Hitt er svo annað mál að allt röf- lið um nauðsyn á algerri gagn- kvæmni allrar afvopnunarviðleitni miðað við það stig sem vígbúnaðar- kapphlaupið er á, er broslegt. Stórveldunum má líkja við byssu- menn sem standa andspænis hvor öðmm ekki með eina og ekki með tvær byssur, heldur krossvafðir byssum og skotfærabeltum langt umfram það sem þeir þurfa til að drepa hvor annan og hendur þeirra geta notað. Spyija má hvort annar byssumaðurinn þurfi að standa verr að vígi þó hann leggi frá sér eina af mörgum byssum? Sagan færir okkur einnig heim sanninn um það að helst hefur einmitt árangur náðst á sviði afvopnunar- mála þegar valdamenn hafa haft kjark og einurð til einhliða frum- kvæðis og hafa rifíð sig úr höftum hinnar þunglamalegu gagn- kvæmnisþráhyggju. Nefna má fræga ræðu John F. Kennedys við setningu American University árið 1963 sem hreif samningaviðræður stórveldanna út úr sjálfheldu og leiddi á skömmum tíma til samn- inga um takmarkanir á tilraunum með kjamorkuvopn. Ekki vantaði þá fremur en nú úrtölumenn sem reyndu að fá forsetann ofan af því að taka einhliða frumkvæði með þeim rökum að tilboð hans yrði túlkað sem veikleikamerki af hálfu Bandaríkjamanna. „Aulastefnan" og Hannes Jónsson Dr. Hannes Jónsson sendiherra og skrif hans í Morgunblaðinu 7. ágúst sl. era svo síðast en ekki síst ástæða þess að undirritaður blandar sér í umfjöllun þessa um utanríkismál. Um grein Hannesar sem er allmikil breiðsíða ætla ég ekki að fjalla í heild heldur aðeins einn hluta hennar þar sem þessi doktor og sendiherra og þar með opinber embættismaður íslensku þjóðarinnar fjallar um afstöðu þeirra stjómmálaafla sem andvíg hafa verið hersetunni. Hannesi far- ast svo orð: „En síðustu áratugina virðist allnokkuð sinnuleysi og andvara- leysi um málið hafa fest rætur með þjóðinni. Tíminn og vaninn hafa sljóvgað árveknina. Allir ís- lendingar 35 ára og yngri era aldir upp við erlenda hersetu í landinu. Ifyrir þá er þetta ástand „hið vana- lega“ ef ekki „hið eðlilega". Skort hefur stærð í íslenska stjómmála- forystu þessara ára til þess að halda málinu í faregi fullveldis- og sjálfstæðismála þjóðarinnar, þar sem leitað er jafnvægis milli örygg- is og lágmarksþátttöku útlendinga í hervömum landsins. Hin ein- strengingslega aulastefna Alþýðu- bandalagsins „Úr NATÓ, herinn burt“ hefur sennilega skaðað mest það markmið að draga úr umsvif- um útlendinga við hervamir á íslandi. Hún hefur komið í veg fyrir eðlilega þróun okkar öryggis- og vamarstefnu í þá átt, að við sem sjálfstætt og fullvalda ríki tökum sjálf skref fyrir skref á okkar herðar eftirlitsstarfíð og gæslu hemaðarmannvirkja í landinu fyrir NATÓ og Bandaríkja- menn með þeirra tækjum og á þeirra kostnað á friðartímum. Að- eins lítið brot þjóðarinnar tekur mark á aulastefnu Alþýðubanda- lagsins í vamar- og öryggismálum. Vegna þess hve óraunhæf hún er hafa menn ekki fundið þörfína fyr- ir að leita nýrra leiða heldur aðeins afgreitt málið á hvítum nótum og svörtum, fómað höndum og sagt sem svo, að vitleysan í Alþýðu- bandalaginu ríði ekki við einteym- ing. Afstaða aðalgagnrýnanda öryggis- og vamarstefnunnar hef- ur m.ö.o. verið svo óraunhæf og aulaleg, að hún er almennt talin ómarktæk. Þess vegna hefur hún ekki örvað faglega alvöraumræðu um málið. Þar í liggur hluti skýr- ingarinnar á því að hin nýja flotastefna Bandaríkjamanna hef- ur ekki verið rædd á íslandi." Ég leyfí mér að segja þvætting- ur og bendi á: í fyrsta lagi: Hvort er Hannes Jónsson sendiherra op- inber embættismaður íslensku þjóðarinnar, fulltrúi hennar allrar með erlendum þjóðum eða blaða- fulltrúi ameríska hersins, Varð- bergs eða Sjálfstæðisflokksins, nema allra væri í senn? í öðra lagi: Sú stefna að erlend- ur her hverfí úr landi og ísland segi sig úr NATÓ nýtur ekki stuðn- ings lítils brots, heldur veralegs hluta íslensku þjóðarinnar og nær sá stuðningur út fyrir raðir kjós- enda Alþýðubandalagsins og málstaðurinn er borinn fram af stjómmálamönnum úr fleiri flokk- um. í könnun Ólafs Þ. Harðarsonar, sem unnin var að framkvæði ör- yggismálanefndar á viðhorfum Islendinga til öryggis- og vamar- mála eins og það var þar kallað, kom í ljós að u.þ.b. 20% vora andvíg aðild að NATÓ og 36% andvíg vera hersins og almennt er viðurkennt að andstaða við her- inn hafí verið meiri áður á einstök- um tímabilum en auðvitað sveiflast viðhorf fólks eitthvað til í þessum efnum eins og öðram. Þeir félagar Hannes, Benedikt og Einar mættu minnast þess að í sömu könnun vora tæp 86% fylgjandi aðild ís- lendinga að kjamorkuvopnalaus- um Norðurlöndum. í þriðja lagi: Barátta herstöðva- andstæðinga hefur frá upphafi, bæði á vettvangi stjómmálanna sem annars staðar verið samofín varðstöðunni um íslenskt fullveldi og sjálfstæði, varðveislu íslenskrar menningar og tungu auk þess að vera hluti af friðarbaráttu og and- stöðu við hemaðarbrölt. Það að hermálið hafí gegnum tíðina ekki verið skoðað með íslenskt fullveldi og sjálfstæði að leiðarljósi er ekki Alþýðubandalaginu að kenna held- ur öðram flokkum og er enda ekki við öðra að búast þar sem vera erlends herliðs á íslandi samrýmist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.