Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 5 Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson Kristján Friðrik Olgeirsson með konu sinni og bömum, talið frá vinstri: Sigurrós, Kristján, Arnar, Sandra Gunnarsdóttir og yngsta barnið, Oigeir Sturla, í fangi móður sinnar. Myndin var tekin fyrir rúmum fimm árum. Bjargað eftir 4 tíma volk úti fyrir Alaska „Flotgallarnir komu í veg fyrir að við blotnuðum,“ segir Kristján Friðrik Olgeirsson skipstjóri á Veigu Mary Selfossi. ÍSLENSKUR skipstjóri á bandarískum 86 feta fiskibát, Kristján Friðrik Olgeirsson, varð fyrir þvi aðfaranótt 12. ágúst að bátur hans, Veiga Mary, sökk er hann var á karfa- veiðum út af ströndum Alaska á Davidsons-banka, sem er á Norður Alaska flóa, Kyrrahafs- megin. Kristján og áhöfn hans, fjórir vanir bandarískir sjó- menn, komust í flotgalla og í björgunarbát og var bjargað rúmlega fjórum klukkustund- um síðar um borð í linubát. Kristján sagði að báturinn hefði snögglega fyllst af sjó að aftan. Sennilega hefði opnast suða ein- hvers staðar og sjór komist í bátinn. Þegar þetta gerðist voru allir í koju nema Kristján, sem fór upp á klukkutíma fresti til að fylgjast með. Daginn áður höfðu þeir fengið 30 tonn af karfa og tvö til þrjú af þorski og menn því þreyttir eftir mikla töm. Þegar Kristján athugaði stöð- una klukkan þijú var allt í lagi, en klukkutíma síðar varð hann var við að fjögurra feta sjór var kominn í skutinn og lunningin að aftan komin í kaf. „Við sendum strax út neyðarkall og strand- gæslan svaraði okkur. Við vomm alveg rólegir, fórum allir í flot- galla og síðan í björgunarbátinn," sagði Kristján. Hann sagði að báturinn hefði sigið hratt og oltið eftir klukkutíma og þeir því þurft að hafa hraðann á. Sjálfur fór hann berfættur í gallann, því ekki var tími til að klæðast sérstak- lega. Kristján sagði að það hefði valdið sér nokkrum áhyggjum að hann hafði ekki séð bát á þessum slóðum í tvo daga og átti því al- veg eins von á að enginn væri nærri. Veðrið fór versnandi, átta til tíu feta sjór var og nokkur vind- ur. Það var svo strandgæsluflug- vél sem fann þá fjórum klukkustundum síðar og skömmu seinna kom línubáturinn Miss Correne og tók þá upp. „Það var gott að heyra í flugvélinni þegar hún flaug yfir og vita að við vor- um fundnir," sagði Kristján Friðrik. Hann sagði og að engum þeirra hefði orðið meint af, enda enginn blotnað, það væri göllun- um að þakka, enda eins gott, því sjórinn væri kaldur á þessum slóð- um. Kristján Friðrik Olgeirsson er 29 ára gamall Reykvíkingur og hefur verið búsettur í Banda- ríkjunum í 8 ár ásamt konu sinni, Söndru Gunnarsdóttur, og eiga þau þrjú böm. Hann sagði að bærinn Blane, þar sem þau væru búsett, væri mikill útgerðarbær á landamærum Bandaríkjanna og Kanada og mikið gert út á lax. Hann sagði að þeir hefðu verið á tilraunaveiðum þegar óhappið varð. Það væri verið að auka það að vinna fiskinn í landi í stað þess að selja hann strax um borð í móðurskip sem lægju þama úti, rússnesk, japönsk eða kóresk. Hertar reglur gerðu það að verk- um að menn væru að breyta þessu. Kristján sagðist nú vera að bíða eftir öðrum bát og yrði örugglega kominn af stað aftur eftir tvo til þijá mánuði. — Sig.Jóns. Aðalfundur Stéttarsambands bænda á Eiðum: Spenna vegna kosn- ingar nýs formanns AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda var settur á Eiðum í gærmorgun. Ingi Tryggvason flutti yfirlitsskýrslu formanns og Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra ávarpaði fundinn. í gær voru almennar umræður, þar sem mest var rætt um fram- leiðslustjórnun, og málum síðan vísað til nefnda. Nefndir starfa í dag og síðdegis hefst af- greiðsla mála. Fundinum lýkur á morgun með kosningum i stjórn Stéttarsambandsins. Ingi Tryggvason gefur ekki kost á sér til endurkjörs í stjóm Stéttar- sambandsins á þessum fundi. Miklar breytingar verða á stjóm- inni því útlit er fyrir að kosnir verði að minnsta kosti 3 til 4 aðrir nýir stjómarmenn. Manna á meðal á fundinum er mikið rætt um eftir- mann Inga og em 3 menn einkum nefndir, Haukur Halldórsson í Sveinbjamargerði, Böðvar Pálsson á Búrfelli og Þórólfur Sveinsson á Feijubakka. Fleiri koma einnig til greina. Venjan er sú að stjóm Stéttarsambandsins skipti með sér verkum strax þegar hún hefur verið kosin, en á þessum fundi ligg- ur fyrir tillaga um að formaður verði kosinn beinni kosningu á aðalfundinum. Verði tillagan sam- þykkt má búast við spennandi kosningum á morgun. Fjöldi tillagna liggur fyrir fund- inum, frá bændafélögum um landið, stjóm og einstökum fulltrú- um. international 5PECTOR'5 'l/Ulfan <Kecýjcvi & (MtKcinteÁa&arK Laugavegi 45 - Sími 11388 Hvað gerist á Laugaveginum á laugardaginn? Metsölublaó á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.