Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Bjargveiðimenn úteyjanna kippa lundann oft í átta til tíu fugla áður en honum er hent i sjóinn að sókningsbátnum, en kippumar minna á baldursbrár þegar þær fljóta á sjónum. Þessi mynd er tekin við Bjamarey. Um þessar mundir kðgrar langvían, svartfuglinn, skerin, en þessi mynd er tekin við Kafhelli í Hænu í Smáeyjum. Bömin í Eyjum: Bjarga þúsundum lundapysja af götum bæjarins Vestmannaeyjum. ÞAÐ FER nokkuð saman að þeg- ar lundaveiðimenn leggja frá sér háfana i úteyjum og ganga frá bólum sinum að loknum lund- atima, að þá hefjast miklar annir hjá fjölmennustu björgunarsveit- inni í Eyjum. Þessi björgunar- sveit hefur enga fasta yfirsfjóm en er þó mjög vel skipulögð og búnaður hennar er ekki marg- brotinn eða kostnaðarsamur. Pappakassi og vasaljós er allt sem til þarf. Með sérstökum vel- vilja er horft fram hjá þvi þó viðteknar reglur um útivist- artíma séu brotnar meðan sveitin er að störfum. Þama eru á ferðinni böm á aldr- inum 5-13 ára sem á hveiju kvöldi í nokkrar vikur í áliðnum ágústmán- uði fínkemba bæinn í leit að lundapysjum, afkvæmum lundans, sem hafa flogið úr holum sínum á ljósin í bænum. Pysjan getur sér enga björg veitt og nær sér ekki til flugs aftur sjái hún ekki til sjáv- ar. Hennar bíður því ekkert annað en dauðinn. En þá kemur hin geysi- fjölmenna björgunarsveit bamana til sögunnar. Þegar skyggja tekur þyrpast mörg hundruð böm út á götumar og vandlega er leitað á götum, í húsgörðum og raunar á öllum hugs- anlegum stöðum í bænum. Árlega er þúsundum pysja bjargað og þær geymdar í pappakössum heima hjá bömunum fram til næsta morguns. Þá er haldið út á Eiði eða á aðra þá staði sem henta vel til að sleppa pysjunum í frelsið og sitt nátturu- lega umhverfí. Það er ánægjuleg sjón að sjá svipinn á andlitum bamana þegar pysjan flýgur úr höndum þeirra út á sjóinn. Því fylgir óneitanlega sælutilfínning að vita tíl þess að með þessu hefur góðverk verið unn- ið. Með þessum hætti bjarga flest böm í Eyjum árlega mörgum tugum lundapysja og þau duglegustu telja pysjumar í hundruðum. Lundaveiði var almennt treg í sumar- en þó með undantekningum. Þannig var mjög góð veiði í Ysta Kletti og góðir dagar komu innan um hjá flestum • úteyingum. Það voru ríkjandi vindáttir, vestlægar eða þá miklar stillur, sem fyrst og Rita með unga en rituungamir em flognir fyrir nokkm úr hreiðmnum. Teista gefur tóninn, en hún er af s vartfuglaættinni ásamt lundanum. fremst angraði veiðimenn. Mikið var um lunda og gekk honum vel að koma afkvæmum sínum, pysjun- um, á legg. Nægilegt æti og náttúruleg skilyrði öll hin ákjósan- legustu. Óvenjumikið hefur því verið um pysjur á götum bæjarins undnanfarið en hún er þó um tveim- ur vikum síðar á ferðinni en vanalega. - hkj. Nokkrir peyjar samankomnir á Eiðinu með lundapysjur frá kvöldinu áður. Fyrir framan standa, frá vinstri: Birkir og Einar. Fyrir aftan, frá vinstri: Davíð, Jóhannes, Daði og Kári. Og síðan er pysjunum sleppt með miklum tilþrifum og það eru án- ægð bamsaugu sem horfa á eftir pysjunum fljúga til hafs. Monsaralegur lundapysjuungi rétt áður en hann tók flugið í fyrsta sinn til hafs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.