Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 77 Þórunn Gestsdóttir endurkjörinn formaður ur Landssambandsins ÞING Landssambands sjálfstæð- iskvenna var haldið á Akureyri og Hrafnagili í Eyjafirði um helgina og sóttu um 100 konur þingið. Þórunn Gestsdóttir var endurkjörinn formaður Lands- sambandsins en auk hennar voru kosnar í stjóm þær Anna Krist- jánsdóttir, Reykjavík, Linda Rós Michaelsdóttir, Reykjavík, Biraa Guðjónsdóttir, Sauðárkróki, Steinunn Sigurðardóttir, Kópa- vogi, Maria Bergmann, Keflavík, Björg Þórðardóttir, Akureyri, Hildigunnur Högnadóttir, ísa- firði, Aradís Jónsdóttir, Selfossi, Sigríður Þórðardóttir, Grundar- firði, Ásta Michaelsdóttir, Hafnarfirði, Pálína Dúadóttir, Akranesi, Margrét Kristinsdótt- ir, Akureyri og Sigurbjörg Axelsdóttir, Vestmannaeyjum. Þingið hófst með móttöku í Golf- skálanum á Akureyri og tóku þar á móti gestum þau Björg Þórðar- dóttir, formaður sjálfstæðiskvenna- félagsins Vamar á Akureyri og Gunnar Ragnars, forseti bæjar- stjómar Akureyrar. Afhenti Þórunn Gestsdóttir, formaður Landssam- bandsins, Gunnari fyrir hönd Akureyrarbæjar að gjöf glerlista- verk eftir Ingunni Benediktsdóttur, glerlistakonu. Að lokinni móttöku var þingið formlega sett á Hótel KEA og ávarpaði þar Þómnn Gestsdóttir, formaður Landssambandsins, þing- ið. Sagði hún sjálfstæðiskonur vera óánægðar þar sem einungis tvær konur væm í átján manna þingliði Sjálfstæðisflokksins. í síðustu kosn- ingum hefði komið boð frá kjósend- um um að þeir væm í auknum mæli tilbúnir að treysta konum fyr- ir atkvæðum sfnum. Þau atkvæði hefðu þó fæst farið til Sjálfstæðis- flokksins. Sagði hún marga efast um og ekki enn hafa skilning á því að konum væri jafn vel treystandi fyrir þjóðarskútunni og körlum. Þetta væm meðal annars þeir sem ekki styddu konur í prófkjömm og þeir sem ekki skynjuðu kröfur nú- tímans um jafna þátttöku kynjanna á sem flestum sviðum mannlífsins. Sagði Þómnn marga slíka vera í Sjálfstæðisflokknum. Að loknu ávarpi Þómnnar var unnið að ýmsum almennum þing- störfum en einnig hélt Jón Magnús- son, lögmaður, ræðu um Sjálfstæð- isflokkinn fyrir og eftir kosningar. Á laugardegi var þingi fram hald- ið á Hrafnagili í Eyjafirði. Katrín Eymundsdóttir, forseti bæjarstjóm- ar Húsavíkur, ræddi um framhalds- nám í dreifbýli, Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari á Akureyri, ræddi um háskólanám á Akureyri og Valgerður Bjamadóttir, verkefn- isstjóri á Akureyri, flutti erindi um samnorræn verkefni kvenna, er nefndist Bijótum múrana. Árdís Þórðardóttir, stórkaupmaður í Reykjavík, og Jósefína Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ísafírði, töluðu um konur í eigin atvinnurekstri. Síðdegis töluðu þær Sólveig Pét- ursdóttir, varaþingmaður í Reykjavík, og Margrét Kristins- dóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, um konur og stjómmál. Einnig flutti Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ávarp. Sagði Þor- steinn að sjálfstæðismenn þyrftu að hyggja að því hvemig hægt væri að styrkja stöðu fíokksins á nýjan leik. Kosningabaráttan væri þegar hafín með flokkstarfi og þátt- töku í ríkisstjóm. Sagði hann nauðsynlegt að horfa á það sem úrskeiðis hefði farið og bæta það. Umræður innan flokksins þyrftu að vera hreinskilnar og hispurs- iausar og endurskipuleggja þyrfti málefnanefndir flokksins og huga að því hvemig hægt væri að treysta félagsstarfið sjálft. Til þess að ná fram þeim málefnum sem sjálfstæð- ismenn börðust fyrir þyrfti sterkan flokk og öfluga félagslega hreyf- ingu. Þetta sýndi sig best nú á síðustu dögum með framvindu Út- vegsbankamálsins. Um langt skeið hefði ríkt friður milli einkaframtaks og samvinnuhreyfíngarinnar. Nú væm komnir nýjir menn í forystu samvinnuhreyfíngarinnar og færi það saman við að flokkur einstakl- ings- og atvinnufrelsis hefði orðið Konur og sljórnmál: Við komumst ekki hjá því að gera eitthvað sjálfar - segir Sólveig Pétursdóttir „ÞEIR sem vijja veg Sjálfstæðis- flokksins sem mestan verða að átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa á stöðu kvenna og veita þeim völd til að hafa áhrif á gang mála. Því miður hefur það ekki verið gert sem skyldi. Arið 1955 sat ein kona á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þær eru tvær í dag,“ sagði Sólveig Pétursdóttir varaþingmaður í Reykjavík i samtali við Morgun- blaðið. Sólveig flutti á þingi sjálfstæðiskvenna erindi um kon- ur og stjórnmál. „Prófkjörin eiga efiaust sinn þátt í þessari slæmu stöðu kvenna en við komumst ekki hjá því að gera eitthvað sjálfar. Við getum ekki gefíst upp og beðið eftir því að fá eitthvað tilboð á jafnréttisgmnd- velli. Konum verður að fínnast það skylda sín að taka þátt í stjóm- málum. Við verðum að taka ákvarðanir um mál sem skipta okk- ur sjálfar máli, sem skipta fjölskyld- ur okkar máli og varða jafnvel sjálfstæði landsins okkar.. Sjálfstæðisflokkurinn verður líka að sinna kalli tímans. Konur era Sólveig Pétursdóttir helmingur þjóðarinnar og hugar- farsbreyting í þessum efnum er nauðsynleg. Ég vona að sú hugar- farsbreyting verði fyrir næstu kosningar. Þetta þing hefur verið n\jög ánægjulegt og sá mikli fjöldi kvenna sem þar mætti mun stefna að því að efla Sjálfstæðisflokkinn.“ Morgunblaðið/STS Frá þingi Landssambands sjálfstæðiskvenna á Hrafnagili í Eyjafirði. í ræðustól er Margrét Kristins- dóttir frá Akureyri. fyrir áfalli í kosningum. Nú ætluðu andstæðingar flokksins að láta hné fylgja kviði. „Við fínnum fyrir því hvemig andstæðingar okkar hugsa og bregðast við þegar við veikjumst og það sýnir okkur hversu mikil- vægt það er að við sjálfstæðismenn bregðumst við að festu og samstill- ingu.“ byrjandi? í góðu forrni? Parftu að fara Pmegrun? Wiltu fjör, púl og su/'ta ? Viltu rólegan tíma? Eða viltu eróbikk með teygjum? JSB á flpkkinn fyrir þig. Hýtt! tlýtt! Teygju — þrek — jazz. Eldfjörugir tímar með léttri iass-sveiflu. Allir geta veriO meó. Ath! Ath! Lokaðir flokkar. Pantið tímaniega fyrir vetrarnámskeiðin. Hýjar perur í öllum lömpum, J5B ávallt / fararbroddi Mörgun^ dag-ogiwöldiímar Suðurverí, sími 83750 Hraunbergi, sími 79988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.