Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 77

Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 77
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 77 Þórunn Gestsdóttir endurkjörinn formaður ur Landssambandsins ÞING Landssambands sjálfstæð- iskvenna var haldið á Akureyri og Hrafnagili í Eyjafirði um helgina og sóttu um 100 konur þingið. Þórunn Gestsdóttir var endurkjörinn formaður Lands- sambandsins en auk hennar voru kosnar í stjóm þær Anna Krist- jánsdóttir, Reykjavík, Linda Rós Michaelsdóttir, Reykjavík, Biraa Guðjónsdóttir, Sauðárkróki, Steinunn Sigurðardóttir, Kópa- vogi, Maria Bergmann, Keflavík, Björg Þórðardóttir, Akureyri, Hildigunnur Högnadóttir, ísa- firði, Aradís Jónsdóttir, Selfossi, Sigríður Þórðardóttir, Grundar- firði, Ásta Michaelsdóttir, Hafnarfirði, Pálína Dúadóttir, Akranesi, Margrét Kristinsdótt- ir, Akureyri og Sigurbjörg Axelsdóttir, Vestmannaeyjum. Þingið hófst með móttöku í Golf- skálanum á Akureyri og tóku þar á móti gestum þau Björg Þórðar- dóttir, formaður sjálfstæðiskvenna- félagsins Vamar á Akureyri og Gunnar Ragnars, forseti bæjar- stjómar Akureyrar. Afhenti Þórunn Gestsdóttir, formaður Landssam- bandsins, Gunnari fyrir hönd Akureyrarbæjar að gjöf glerlista- verk eftir Ingunni Benediktsdóttur, glerlistakonu. Að lokinni móttöku var þingið formlega sett á Hótel KEA og ávarpaði þar Þómnn Gestsdóttir, formaður Landssambandsins, þing- ið. Sagði hún sjálfstæðiskonur vera óánægðar þar sem einungis tvær konur væm í átján manna þingliði Sjálfstæðisflokksins. í síðustu kosn- ingum hefði komið boð frá kjósend- um um að þeir væm í auknum mæli tilbúnir að treysta konum fyr- ir atkvæðum sfnum. Þau atkvæði hefðu þó fæst farið til Sjálfstæðis- flokksins. Sagði hún marga efast um og ekki enn hafa skilning á því að konum væri jafn vel treystandi fyrir þjóðarskútunni og körlum. Þetta væm meðal annars þeir sem ekki styddu konur í prófkjömm og þeir sem ekki skynjuðu kröfur nú- tímans um jafna þátttöku kynjanna á sem flestum sviðum mannlífsins. Sagði Þómnn marga slíka vera í Sjálfstæðisflokknum. Að loknu ávarpi Þómnnar var unnið að ýmsum almennum þing- störfum en einnig hélt Jón Magnús- son, lögmaður, ræðu um Sjálfstæð- isflokkinn fyrir og eftir kosningar. Á laugardegi var þingi fram hald- ið á Hrafnagili í Eyjafirði. Katrín Eymundsdóttir, forseti bæjarstjóm- ar Húsavíkur, ræddi um framhalds- nám í dreifbýli, Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari á Akureyri, ræddi um háskólanám á Akureyri og Valgerður Bjamadóttir, verkefn- isstjóri á Akureyri, flutti erindi um samnorræn verkefni kvenna, er nefndist Bijótum múrana. Árdís Þórðardóttir, stórkaupmaður í Reykjavík, og Jósefína Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ísafírði, töluðu um konur í eigin atvinnurekstri. Síðdegis töluðu þær Sólveig Pét- ursdóttir, varaþingmaður í Reykjavík, og Margrét Kristins- dóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, um konur og stjómmál. Einnig flutti Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ávarp. Sagði Þor- steinn að sjálfstæðismenn þyrftu að hyggja að því hvemig hægt væri að styrkja stöðu fíokksins á nýjan leik. Kosningabaráttan væri þegar hafín með flokkstarfi og þátt- töku í ríkisstjóm. Sagði hann nauðsynlegt að horfa á það sem úrskeiðis hefði farið og bæta það. Umræður innan flokksins þyrftu að vera hreinskilnar og hispurs- iausar og endurskipuleggja þyrfti málefnanefndir flokksins og huga að því hvemig hægt væri að treysta félagsstarfið sjálft. Til þess að ná fram þeim málefnum sem sjálfstæð- ismenn börðust fyrir þyrfti sterkan flokk og öfluga félagslega hreyf- ingu. Þetta sýndi sig best nú á síðustu dögum með framvindu Út- vegsbankamálsins. Um langt skeið hefði ríkt friður milli einkaframtaks og samvinnuhreyfíngarinnar. Nú væm komnir nýjir menn í forystu samvinnuhreyfíngarinnar og færi það saman við að flokkur einstakl- ings- og atvinnufrelsis hefði orðið Konur og sljórnmál: Við komumst ekki hjá því að gera eitthvað sjálfar - segir Sólveig Pétursdóttir „ÞEIR sem vijja veg Sjálfstæðis- flokksins sem mestan verða að átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa á stöðu kvenna og veita þeim völd til að hafa áhrif á gang mála. Því miður hefur það ekki verið gert sem skyldi. Arið 1955 sat ein kona á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þær eru tvær í dag,“ sagði Sólveig Pétursdóttir varaþingmaður í Reykjavík i samtali við Morgun- blaðið. Sólveig flutti á þingi sjálfstæðiskvenna erindi um kon- ur og stjórnmál. „Prófkjörin eiga efiaust sinn þátt í þessari slæmu stöðu kvenna en við komumst ekki hjá því að gera eitthvað sjálfar. Við getum ekki gefíst upp og beðið eftir því að fá eitthvað tilboð á jafnréttisgmnd- velli. Konum verður að fínnast það skylda sín að taka þátt í stjóm- málum. Við verðum að taka ákvarðanir um mál sem skipta okk- ur sjálfar máli, sem skipta fjölskyld- ur okkar máli og varða jafnvel sjálfstæði landsins okkar.. Sjálfstæðisflokkurinn verður líka að sinna kalli tímans. Konur era Sólveig Pétursdóttir helmingur þjóðarinnar og hugar- farsbreyting í þessum efnum er nauðsynleg. Ég vona að sú hugar- farsbreyting verði fyrir næstu kosningar. Þetta þing hefur verið n\jög ánægjulegt og sá mikli fjöldi kvenna sem þar mætti mun stefna að því að efla Sjálfstæðisflokkinn.“ Morgunblaðið/STS Frá þingi Landssambands sjálfstæðiskvenna á Hrafnagili í Eyjafirði. í ræðustól er Margrét Kristins- dóttir frá Akureyri. fyrir áfalli í kosningum. Nú ætluðu andstæðingar flokksins að láta hné fylgja kviði. „Við fínnum fyrir því hvemig andstæðingar okkar hugsa og bregðast við þegar við veikjumst og það sýnir okkur hversu mikil- vægt það er að við sjálfstæðismenn bregðumst við að festu og samstill- ingu.“ byrjandi? í góðu forrni? Parftu að fara Pmegrun? Wiltu fjör, púl og su/'ta ? Viltu rólegan tíma? Eða viltu eróbikk með teygjum? JSB á flpkkinn fyrir þig. Hýtt! tlýtt! Teygju — þrek — jazz. Eldfjörugir tímar með léttri iass-sveiflu. Allir geta veriO meó. Ath! Ath! Lokaðir flokkar. Pantið tímaniega fyrir vetrarnámskeiðin. Hýjar perur í öllum lömpum, J5B ávallt / fararbroddi Mörgun^ dag-ogiwöldiímar Suðurverí, sími 83750 Hraunbergi, sími 79988

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.