Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Nýr barnaskóli á Ártúnsholti. Morgunbiaðið/Bjami Reykjavík: Bygging Artúns- skólatók 5 mánuði PÁLL Sigurjónsson forstjóri ístaks hf. afhenti í gær Davið Oddsyni borgarstjóra lykla að barnaskóla á Ártúnsholti. Skól- inn er 1250 fermetrar og rúmar 175 börn. Byggingarf ram- kvæmdir hófust um miðjan apríl síðastliðinn og var verk- inu lokið 31. ágúst. Heildar- kostnaður við verkið er um 55 milljónir króna og að auki eru áætlaðar 10 milljónir króna í frágang á skólalóð. Páll Sigutjónsson þakkaði sam- starfsfólki og undirverktökum samstarfið um leið og hann hrós- aði Reykjavíkurborg fyrir að fara nýja leið í útboði á framkvæmdum á hennar vegum. „Heildarútboð sem þetta léttir alla vinnu en við höfum séð um alla framkvæmd og stjómað verkinu í samvinnu við starfsmenn borgarverkfræð- ings,“ sagði Páll. Það var borgarráð og skóla- málaráð Reykjavíkurborgar sem tók ákvörðun um heildarútboð á hönnun og frágangi Ártúnsskóla. Byggingadeild borgarverkfræð- ings samdi ítarlega forsögn að skólanum og tilgreindi helstu for- sendur. Skólann átti að afhenda frágenginn að utan og innan án innréttinga og búnaðar. Að und- angengnu forvali var 10 verktök- um falið að gera tilboð í verkið. Tilboðin voru síðan opnuð í tvennu lagi og var fyrst farið yfír upp- drætti og lýsingar á rými en verðtilboð sem afhent voru um leið innsigluð og geymd, uns um- sögn dómnefndar lá fyrir. Verð- tilboð voru opnuð í mars 1987 og samið við Istak hf. um hönnun og smíði skólans. Davíð Oddsson tók undir orð Páls og sagði það skynsamlega nýbreytni að reyna þá leið sem hér er farin við byggingu skólans. Hann sagði það ljóst að skólinn væri þegar of lítill en hann er ætlaður fyrir 175 nemendur og hafa þegar verið skráð um 230 böm á næsta skólaári. „Við byggj- um ekki yfír toppana," sagði Davíð. „Ogþetta vandamál verður leyst með færanlegum stofum. Byggingin hefur tekist vel og er unnin á skömmum tíma án þess að gæðum hafí verið kastað á glæ.“ Þá afhenti Davíð Ellert Borgari Þorvaldssyni skólastjóra lykla skólans. Ellert sagði að þeir sem tækju við völdum í skólanum væru úrvals fólk enda mikil ábyrgð að taka við nýjum skóla og móta starf hans til framtíðar. Tóf kennarar hafa verið ráðnir að skólanum sem mun hefja starf- semi sína 8. september. Nemend- umir í vetur verða á aldrinum 6 til 10 ára, en í framtíðinni er skól- inn eingöngu ætlaður bömum til 12 ára aldurs. Leikfimikennsla yngri bama verður með nokkuð sérstökum hætti í skólanum sjálf- um, en eldri bömin munu sækja sína tíma í Álftamýrarskóla. Ell- ert sagði að ekki væri fyrirhugað að byggja frekar af varanlegum byggingum við skólann og að ekki stæði til að reisa leikfímihús. Hönnuðir hússins eru Ormar Þór Guðmundsson og Ömólfur Hall, arkitektar og lýsti Ormar Þór húsinu um leið og afhending lykla fór fram. í máli hans kom meðal annars fram að við hönnun hússins var stefnt að sem mestum einfaldleika með sameiginlegu rými í miðju húsi og þaðan geng- ið inn í skólastofumar sex. Aðrir hönnuðir eru Línuhönnun hf. og Rafteikning hf. Morgunblaðið/Bjarni Páll Sigurjónsson forstjóri ístak hf. afhendir Davíð Oddsyni „lykl- ana“ að Ártúnsskóla. Lengst til vinstri er Ragnar Júlíusson formaður skóiamálaráðs Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/Bjami Eitthvað finnst Davíð lyklakyppan torkennileg. Gekk einn lykil- inn að forláta bifreið en Páll hafði í misgripum afhent eigin lykla t í stað lykla að skólanum. Morgunblaðið/Bj ami „Næst þegi ég yfir mistökum sem þessum og hirði bílinn,“ sagði Davíð um leið og Páll afhenti réttu lyklana að skólanum. Það er orðið langt síðan Catalina-flugbátur hefur sést á Reykjavíkurflugvelli og vakti hann þvi at- hygli margra flugáhugamanna. Morgunbiaðið/ppj Catalina á ReykjavíkurflugveUi UM kvöldmatarleytið sl. sunnu- dag lenti á Reykjavíkurflugvelli gamall flugbátur af gerðinni Consolidated PBY-5A Catalina, en flugbátar af þessari gerð voru lengi notaðar til innanlandsflugs hérlendis svo og til landhelgis- gæslu. Flugvélin, sem hingað kom frá Narssarssuaq á Grænlandi, var smíðuð árið 1943 fyrir bandaríska flotann. Eigendur vélarinnar keyptu flugvélina suður í Venezuela fyrir tveimur árum síðan en þar hafði hún verið notuð sem einkaflugvél og flogið aðallega til staða við Or- inoco-fljótið. Litlar breytingar hafa verið gerðar á vélinni frá upphaf- legri mynd aðrar en þær að búið er að fjarlægja snúningstuminn að framan og færa mælitæki sem vom áður við stöðu flugvélstjóra í tumin- um milli vængja vélarinnar þannig að nú getur tveggja manna áhöfn flogið vélinni. Aðspurðir um erindi þeirra yfír Atlantshafí kváðust áhafnarmeð- limir vera á leiðinni til Ítalíu, en annar eigandinn er þaðan. Mánu- daginn notuðu flugmennimir til að láta líta á vélina en smávægilegar bilanir háðu þeim á leiðinni hingað. Áætlað var að flugvélin færi héðan á þriðjudagsmorguninn. Horft fram I flugstjórnarklefa Catalina-flugbátsins á Reykjavíkur- flugvelli. Fremst má sjá stöng sem er fest við stýri flugstjórans til að læsa öllum stjómflötum vélarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.