Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Björn Friðfinnsson, formaður Sambands íslenskar sveitarfélaga: Að helga sér reit húsgagna- hjól Bjóðumuppá ijölbreytt skeldýrahlaðborð í hádeginu á virkum dögum þjÓNLlsTA ogyNsL^ pgl<KlNG BE FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Ávarp Björns Friðfinnssonar formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga flutt í hádegisverð- arboði bæjarstjórnar 29. ágtist. 011 erum við búin þeirri eðlisávís- un að vilja helga okkur reit hér á plánetunni, helga okkur stað, þar sem við getum hvílst — notið skjóls, — aflað okkur lífsviðurværis og verið samvistum við fjölskyldu okk- ar og samfélag — stað með ánægjulegt umhverfi bæði af nátt- úrunnar hendi og þeirrar menning- ar, sem þar er ríkjandi. Hjá mörgum verður lífið enda- laus leit að réttum reit — menn festa ekki yndi í þeirri byggð, sem þeir fæddust til eða þeim byggðum, er þeir síðar hafa gist. Þeir finna ekki öryggi og falla ekki að um- hverfi sinnar heimabyggðar. Aðrir bindast snemma á ævinni sterkum böndum við heimabyggð sína — böndum sem aldrei rofna. Þeir meta átthaga sína og heimabyggð mikils og það verður markmið í lífi þeirra, að gera byggð sína enn ánægju- legra umhverfi atvinnulífs og menningar. Þegar minnst er tímamóta í sögu byggðar eins og hér er gert, finna íbúamir til samkenndar með bæn- um sínum og tengsl þeirra innbyrðis styrkjast af þeim sameiginlega ásetningi að efla og prýða byggðina enn frekar. Æskan fræðist um líf og starf þeirra, sem á undan eru gengnir og hún uppgötvar þá stað- bundnu menningararfleifð, sem hún tekur við. Nú er gerð eins konar liðskönnun meðal íbúanna, fræðsla er veitt um framleiðslu, fram- kvæmdir og þjónustu dagsins f dag um leið vísað er á þá miklu mögu- leika er bíða atorkufólks á komandi tíð. Fyrir okkur gestina er heillandi að fylgjast með og samfagna ykkur á þessum tímamótum. Eitt hundrað tuttugu og fímm ár eru ekki langur tími í lífi þjóðar, en þetta hafa verið viðburðarfk ár. Akureyri hefur vaxið langt út fyrir þá litlu „eyri“, sem nafnið ber og Búarlækurinn hefur myndað með framburði sínum úr gilinu fyr- ir ofan. Árið 1862 voru íbuamir aðeins 286. Þeim fjölgaði hægt í fyrstu, en segja má að þeim hafí fjölgað skv. áætlun frá árinu 1900 — svo nærri réttum tölum fór Klem- enz Jónsson bæjarfógeti í aldamóta- boðskap sínum, þegar hann freistaði þess að spá í mannfjölda- þróun bæjarins á öldinni. Akureyri byggðu í upphafi tvær þjóðir, sem tilheyrðu sama ríki. Hér voru töluð tvö tungumál og hér mættust ólíkir menningarstraumar. í upphafi hafði dönsk tunga og menning yfírhöndina og hér voru t.d. settar á svið leiksýningar á dönsku um árabil. Síðar náðu hin íslenzku áhrif undirtökunum, sem m.a. má marka af því, að farið var að flytja íslenzk leikrit eftir Matt- hías Jochumsson svo sem „Útilegu- mennina", „Vesturfarana" og „Þjóðviljann", en á þessu sumri eru einmitt liðin 100 ár síðan séra Matthías flutti til Akureyrar. Annað íslenzkt leikritaskáld kom hér snemma við sögu, en það var Tóm- as bóndi Jónsson á Hróarsstöðum, sem samdi leikritið „Yfirdómar- ann“, er Eyfirðingar fluttu í stóru geymsluhúsi, er Höepfnersverzlun lánaði oft undir leiksýningar. Þeir Danir, sem hér bjuggu kunnu margir vel við sig og helg- uðu sér reit hér á Akureyri. Margir urðu þeir forgöngumenn Qöl- breyttra framfara og góðir borgarar þessa lands. En sjálfsagt hefði okk- ur þótt tungutak þeirra nokkuð framandi í dag og þótti mönnum það jafnvel á fyrri öld, t.d. hjá þeirri sælu norsk-íslenzku kaupa- konu eða „höndlunarborgarinnu" Wilhelmínu, fæddri Lever, en hún talaði slíkan hrærigraut íslenzku og dönsku, að illmögulegt var að skilja hana. Var hún og bæði mis- skilin og fráskilin á lífshlaupi sinu. Ég bið forláts á þeirri fram- hleypni, að ræða hér um sögu Akureyrar við þá sem kunna á henni betri skil, en e.t.v. má ég færa mér það til afsökunar að vera hér borinn og hafa einnig hlotið hér nokkra menntun. En ég vísa til sögunnar í því skyni að skýra fyrir sjálfum mér og öðrum, það sérstaka yfirbragð, sem ég hygg að Akureyri hafi í hugum landsmanna og til þess að skýra þá ríku menningarhefð, sem íbúar annarra byggða skynja hjá Akureyringum. Við íslendingar erum nú staddir í orrahríð menningarbyltingar, þar sem hvolft er yfír okkur úr skálum alþjóðlegrar lágmenningar um fjölda útvarps og sjónvarpsrása. Sú innrás verður eigi stöðvuð með því að loka fyrir rásimar, en engu að síður verður að grípa til vama. Að öðmm kosti getur hér orðið menn- ingarrof og sá samastaður tilver- unnar glatast, sem við skynjum í landi okkar, heimabyggð og menn- ingu. Æskufólk þessa bæjar sem og annarra byggða landsins veit margt um brezka knattspymu og um líf og ástir hverfulla stórstjama dæg- urtónlistar og sjónvarpsþátta. Þeim mun minna veit það hins vegar um höndlunarborgarinnu Wilhelmínu, svo ekki sé nú talað um Hans Wil- helm Lever föður hennar, er ræktaði fyrstur manna kartöflur ofan Akureyrar fyrir réttum 180 árum. Þar em enn ræktaðar kart- öflur. Þekkingarskortur unga fólksins er ekki því að kenna, heldur okkur hinum. Sem ekki höfum nægilega sinnt uppfræðsluskyldum okkar. Sögu hverrar byggðar á að kenna í skólum hennar og það á að minna Björn Friðfinnsson rækilega á hana á tímamótum eins og þessum. Auðvitað eigum við að taka við menningarstraumum frá öðmm þjóðum plánetunnar, en við eigum ekki að innbyrða þá á „fastandi maga“, — við eigum að nota þá í „ábæti“. Glansfólk sjónvarpsskjás- ins er að sjálfsögðu áhugavert um sitthvað, en það var höndlunarborg- arinnar Wilhelmína einnig. Þessum persónum er það sameiginlegt, að vera eins konar svipleiftur á tjaldi sögunnar, en miklu skiptir hvort það leiftur lýsir okkar sögu eða annarra. Hr. forseti bæjarstjómar: Sveitarstjómir annarra byggða samgleðjast íbúum og bæjarstjóm Akureyrar á þessum tímamótum og þjóðin fagnar því að eiga slíka gersemi á þvi perlubandi byggð- anna, sem skrýðir land vort. íbúar annarra byggða áma Akureyri allra heilla og sem lítinn vott um þann hug vil ég hérmeð afhenda yður fyrir hönd Akureyrarbæjar lítinn minningarskjöld, sem er gjöf frá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga. TENTE ÖRKIN/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.