Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987
67
Minning:
Jóhann Jóhannsson
Fæddur 13. janúar 1905
Dáinn 23. ágúst 1987
í dag verður til hinstu hvílu bor-
inn frændi minn, Jóhann Jóhanns-
son, rakarameistari. Hann átti ættir
að rekja til Dalamanna, fæddur á
Goddastöðum í Laxárdal, fjórði í röð
sjö systkina.
Jóhann dvaldist í sinni æsku-
byggð fram undir tvítugt, en þá lá
leið hans eins og svo margra ann-
arra hingað til Reykjavíkur. Þar
nam Jóhann iðngrein sína og vann
að henni alla sína starfsævi, rúm
60 ár.
Jóhann var tvíkvæntur, fyrri
kona hans var Anna Bergmann Sig-
urðardóttir, en þau slitu samvistum
eftir 5 ára sambúð. Þau eignuðust
eina dóttur bama, Esther skrif-
stofustúiku hér í bæ.
Seinni kona Jóhanns var Anna
María Ólafsdóttir og var hjónaband
þeirra mjög farsælt. „Sælasti mað-
urinn, hvort sem hann er bóndi eða
konungur, er sá sem nýtur friðar
heima“ er haft eftir þýska skáldinu
Goethe.
Enda var heimili þeirra hjóna
jafnan sælureitur, þar sem rósemi
ríkti. Ég fann þar strax þennan
sérstaka frið, þegar ég sem áhuga-
samur piltur kom í heimsókn til
frænda, þeirra erinda að tefla við
hann skák.
Heldur gengu þær viðureignir
mjög á einn veg, því Jóhann var
framúrskarandi skákmaður á sínum
yngri árum og tefldi á opinberum
kappmótum. Þar komst hann í allra
fremstu raðir hérlendis, varð m.a.
skákmeistari Hafnarfjarðar og á
Haustmóti Taflfélags Reylqavíkur
árið 1935 varð hann í 2. sæti fyrir
ofan þekkta meistara á borð við
Eggert Gilfer og Baldur Möller.
En Jóhann lét sér ekki skáksigr-
ana nægja. Hann var einnig spila-
maður góður og skipti yfir í
bridgeíþróttina.
Við græna borðið átti hann eftir
að láta mjög að sér kveða, spilaði
sig fram í fremstu raðir og keppti
fyrir íslands hönd á Evrópu- og
Norðurlandamótum.
A Norðurlandamóti í Noregi
vöktu þeir félagar mikla athygli í
síðustu umferðinni, er þeir lögðu
að velli sjálfa Evrópumeistarana,
ítali. „Bláa sveitin" fræga, heims-
meistari árum saman, með þá
Belladonna og Garozzo í broddi
fylkingar varð sem sagt að lúta í
lægra haldi fyrir íslendingunum.
Jóhann varð á sínum ferli marg-
faldur íslands og Reykjavíkurmeist-
ari í bridge, bæði í tvímenning og
sveitakeppni, og spilaði þá mest
með Guðmundi Ó. Guðmundssyni.
Eftir að Jóhann hætti að spila
opinberlega, var oft gripið í spil í
heimahúsum, og höfð að því ómæld
ánægja.
Að leiðarlokum minnist ég dreng-
skaparmanns og bið Guð að blessa
hann og hans__nánustu.
Jóhann Örn Sigurjónsson
Minning:
Guðný Sigrirðardó ttir
Fædd 21. desember 1896
Dáin 21. ágúst 1987
Ég vil minnast ömmu minnar,
Guðnýjar Sigurðardóttur, er kvödd
var 28. ágúst sl. Hún lést að morgni
21. ágúst á heimili sínu Ásvallagötu
57.
Amma fæddist 21. desember
1896 í Flatey á Breiðafírði og var
næst elst sex systkina. Foreldrar
hennar voru Guðrún Frumrós
Magnúsdóttir og Sigurður Sigurðs-
son. 27. ágúst 1921 giftist hún
Pétri Einarssyni frá Ási í Melasveit.
Þau eignuðust ekki böm en 1926
tóku þau að sér móður mína Auð-
björgu og varð það þeim til mikillar
gleði þegar hún kom til þeirra.
Afí Pétur lést þann 18. ágúst
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins i Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfílegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er
birtur. Meginregla er sú, að
minningargreinar birtist undir
fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersia er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
1971 eftir langvarandi veikindi. í
veikindum hans kom vel í ljós sú
þrautseigja og hlýja sem amma
átti til þegar á þurfti að halda.
Hún var ávallt tilbúin að rétta
fram hjálparhönd til þeirra sem hún
vissi að þurftu þess með og að
gleðja fjölskyldu sína hvenær sem
tiiefni gafst.
Með þessum orðum vil ég þakka
ömmu fyrir alla þá umhyggju sem
hún sýndi mér og minni fjölskyldu
alla t(ð.
Guð varðveiti hana.
Pétur Jónsson
Þá er horfín á braut hún amma
Guðný, sem okkur þótti svo vænt
um. Amma kvaddi þennan heim
eftir nærri því níutíu og eins árs
viðdvöl og skilur eftir sig ljúfar
minningar hjá okkur, sem hana
þekktum.
Oft er við dvöldum hjá henni
fræddi hún okkur um lífíð í gamla
daga og sagði frá æskustöðvunum
í Flatey á Breiðafírði, sem henni
þótti svo vænt um.
Þegar við bjuggum í sveitinni var
alltaf mikil tilhlökkun þegar von
var á ömmu, því alitaf var eitthvað
með í töskunni til að gleðja okkur.
Nú er hennar tími liðinn og vissu-
lega er söknuðurinn mikill. En núna
er hún í góðum höndum og minn-
ingin um hana lifír með okkur þótt
hennar sjálfrar njóti ekki lengur
við. Hvíli elsku amma í friði.
Pétur og Gunna
t Móðir mín, Stefanía Eirfksdóttir bókavörður, Lindarbraut 16,
lést á heimili sinu föstudaginn 28. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Stefanfa Pitts.
Lokað
Vegna jarðarfarar ÞÓRDISAR STEFÁNSDÓTTUR verð-
ur umboð Tryggingastofnunar ríkisins í Kópavogi lokað
frá kl. 13.00 í dag.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Legsteinar
BKARGAR GERÐIR
Marmrex/Gmít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjöröur
t
Ástkær móðir mín,
JÓNÍNA KRISTRÚN NARFADÓTTIR,
Skeiðarvogi 20,
lést í Borgarspítalanum 24. ágúst. Jarðarförin fer fram fimmtudag-
inn 3. september kl. 15.00 frá Fossvogskirkju.
Gylfi S. Ingólfsson.
t
Útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og tengdamóður,
GERTRUD HAUTÁSGRÍMSSON,
Skriðustekk 27,
sem lést 26. ágúst sl., fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
2. sept. kl. 10.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
Islands.
Páll Ásgrímsson,
Margrét Pálsdóttir, Gertrud Sledz,
Asgrfmur Þór Pálsson, Joachim Keahler,
Sigurður Þór Pálsson,
Þorgeir Valur Pálsson, Lára B. Helgadóttir,
Halldór P. Þrastarson.
t -
Móðir okkar og tengdamóðir,
ÞÓRDÍS STEFÁNSDÓTTIR,
Holtagerði 48,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudag 1. septem-
ber kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Landssam-
tök hjartasjúklinga.
Edda G. Ríkharðsdóttir, Brandur St. Guðmundsson,
Stefán Kj. Ríkharðsson,
Rikharð Ottó Ríkharðsson, Ásthildur Þorvaldsdóttir.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
AÐALBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Vöröustig 5,
Hafnarfirði,
Georg Sigurðsson,
börn og barnabörn.
t
Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför
KATRÍNAR KJARTANSDÓTTUR,
Njarðargötu 47.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarliðs kvennadeildar Landspítalans
fyrir frábæra hjúkrun og umönnun.
Aðalheiður Kjartansdóttir,
Kjartan Ó. Kjartansson,
Helga Ragnarsdóttir.
t
Hugheilar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við
fráfall og minningarathöfn
RAGNARS JÓHANNS ALFREÐSSONAR
frá Hrauni,
Efstahrauni 16,
Grindavfk.
Sigrfður Sigurðardóttir, Þorvaldur Ragnarsson,
Jón Agnarsson, Hrefna Ragnarsdóttir,
Sigurður Gíslason,
Gísli Sigurðsson,
Höröur Sigurðsson,
Margrót Sigurðardóttir.
t
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug
og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð-
ur, afa og langafa,
LÁRUSAR JÓHANNS GUÐMUNDSSONAR
frá Byrgisvík,
Silfurgötu 39,
Stykkishólmi,
er lést 9. ágúst sl.
Guð blessi ykkur öll.
Elfn Elfsabet Bjarnadóttir,
Birna Lárusdóttir, Hörður Kristjánsson,
Hallfreður Lárusson, Hjördís Þorvarðardóttir,
Sigrún Lárusdóttir, Björgvin Þorvarðarson,
Svala Lárusdóttir, Sigurður Örn Gfslason,
Erla Lárusdóttir, Róbert Jörgensen,
barnabörn og barnabarnabörn.