Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987
Leiður - leiðari
- leiðastur
eftirHrafn
Harðarson
Hann var leiður leiðarinn í Morg-
unblaðinu laugardaginn 22. ágúst
sl. um fækkun útlána á almennings-
bókasöfnum. Ennþá leiðari var
sunnudagspistill Áma Bergmanns
í Þjóðvilja sunnudaginn 23. ágúst
si. og bar yflrskriftina „Leiðinlegar
fréttir af bókinni". Þó hygg ég að
bókaverðir séu manna leiðastir á
tómlæti stjómvalda, bæði sveitar-
stjómarmanna (víða, þó ekki alls-
staðar) og ekki síst landsfeðranna
á löggjafarsamkundunni og í ráðu-
neytum, hvort sem þetta tómlæti
stafar af áhugaleysi eða skilnings-
skorti.
Spumingin er þó ekki sú hver
sé leiðari eða leiðastur heldur hvort
það sé óyfirlýst stefna núverandi
og fyrrverandi ríkisstjóma og ann-
arra ráðamanna í þessu landi að
almenningsbókasöfn lognist út af,
ekki með pennastrikum eða beinni
„einkavæðingu" né heldur rösklegri
brottvikningu bókavarða úr starfí,
heldur með þegjandi þöginni?
Samtök bókavarða á Islandi hafa
sl. 10—15 ár sent frá sér á hveiju
ári samþykktir, ályktanir og bæna-
skjöl til stjómvalda með óskum um
úrbætur í málefnum safnanna.
Aldrei, nei aldrei, hafa þeir fengið
svo mikið sem spark í óæðri endann
fyrir vikið, hvað þá svör frá ein-
hveijum. Er furða þótt þeir hafl
geflst upp á bænakvakinu? Er furða
þótt þeir séu famir að trúa því að
bókasöfnin séu óhreinu bömin
hennar Evu? Er furða þótt þeir séu
bæði leiðir, leiðari og nú síðast leið-
astir?
Ekki er neitt óeðlilegt þótt útlán-
um safna fækki eitthvað með
tilkomu nýrra afþreyingarmiðla
eins og sjónvarpsstöðva, rása og
bylgja. Þegar Sjónvarpið hóf starf-
semi á sínum tíma fækkaði útlánum
í 2—3 ár en fór svo fjölgandi á ný
og náði hámarki um 1983 (árin
1973—1983 fóm útlán í Bókasafni
Kópavogs úr 41.000 í 167.000).
Með útleigu á myndböndum út um
allan bæ drógust útlán aftur saman
og enn með tilkomu Stöðvar 2,
Bylgju og Stjömu, Rás 2 og Alfa
og reyndar meira en fyrr. En þessi
atriði em ekki eina áhyggjuefnið.
Bókin blífur nefnilega og sést það
best á stóraukinni sölu bóka (sem
í sjálfu sér skýrir einnig fækkun
útlána að hluta, því ódýrar og góð-
ar bækur freista bókamanna og
þeir þurfa fyrir vikið sjaldnar að
fara á bókasafnið).
Höfuðverkur safnanna í smásjá
er þessi: Á sama tíma og fjárveit-
ingar til safnanna, bæði til bóka-
kaupa og almenns rekstrar, standa
í stað eða minnka beinlínis að raun-
gildi, býðst almenningi í vaxandi
mæli að fara á „ölduhús ljósvak-
ans“, svokallaðar „vídeóleigur" og
gramsa þar í ofbeldi og klámi o.fl.
á hveiju götuhomi. Gefur augaleið
að tími til lesturs er minni sem gláp-
inu nemur. Og eiga þó mjmdbanda-
leigur vísast fullan rétt á sér.
Nokkur bókasöfn hafa „fylgst
nægilega með þessari þróun" og
með þeim skrifuðu orðum hef ég
svarað leiðarahöfundi Morgun-
blaðsins. Fæst söfn hafa þó nokkurt
bolmagn til þess. Bókasafn Kópa-
vogs og Bókasafn Hafnaifyarðar
hafa lánað myndbönd sl. 3—4 ár
með góðum árangri. Einnig hafa
þau lánað hljómplötur og snældur
í mörg ár eins og flestir vita. Vand-
inn er sá að þau hafa ekki aðgang
að hæfllegu efni með fræðslu- og
menningarefni, hafa ekki bolmagn
til að kaupa nógu margar spólur
og hafa ekki skilning stjómvalda.
Ein setning í leiðaranum leiða
fannst mér vera sem opinberun á
viðvarandi viðhorfí til almennings-
bókasafna. „Sum myndbönd em
þannig gerð, að einkaaðilar sjá sér
engan hag í að hafa þau til útleigu.
Væri ekki ástæða fyrir bókasöfn
að huga að deild fyrir slík mynd-
bönd.“ Grátur og gnístran tanna!
Ætli sama viðhorf gildi ekki fyrir
bækur? Á maður e.t.v. eftir að lesa:
sumar bækur em þannig gerð-
ar . . . Er bókasafnið þetta: staður
fyrir allt það sem aðrir kæra sig
ekki um? Mér er spum og lái mér
hver sem vill.
Fyrir rúmu ári sendi ég þáver-
andi menntamálaráðherra, Sverri
Hermannssyni, „prívatbréf" með
tillögum um leiðir til úrbóta í mál-
efnum safnanna. Fannst mér
maðurinn svo skeleggur og líklegur
til stórræða að ég áræddi að leggja
til atlögu við hann í návígi. En
hann hefur ekki enn svarað mér,
hvorki með sparki, bréfl, aðgerð né
hefur hann rekið mig úr starfí. Nú
er kominn til starfa nýr ráðherra
menntamála, mikill sómamaður, og
vil ég því leyfa mér þá bíræfnu
bjartsýni að beina þessu sama bréfl
til hans.
Til háttvirts mennta-
málaráðherra,
Sverris Hermannssonar.
Undanfama mánuði hef ég fylgst
með stöfum yðar sem ráðherra
menntamála í landinu með vaxandi
velþóknun og sérstaklega gleður
mig að sjá loks hilla undir lausn á
húsnæðisvanda Landsbókasafns,
Háskólabókasafns og Þjóðskjala-
safns í Þjóðarbókhlöðunni.
Þar eð mér sýnist að yður sé
annt um safnamál tek ég mér það
bessaleyfí að skrifa yður í eigin
nafni þetta bænarbréf í bjartsýnni
von um að yður veitist létt að leysa
þennan vanda sem annan.
1. Almenningsbókasöfn reyna af
veikum mætti að bjóða upp á al-
hiiða þjónustu með hverskyns
menningarefni, bækur, blöð, tíma-
rit, hljómplötur, myndbönd o.fl.,
bæði íslenskt og erlent. Nú hefur
sú ógæfa dunið yfír, að söfnin
treysta sér varla til að kaupa erlend-
ar bækur vegna svonefnds sölu-
gjalds, sem er 27,5%. Heimsbók-
menntir eru ekki síður mikilvægar
til viðhalds íslenskri tungu en þýdd-
ir reyfarar. Ég skora á yður að
beita úrræðagæsku yðar til að upp-
ræta þennan menningartoll fyrir
almenningsbókasöfnin í landinu.
2. Eins og yður er kunnugt
starfa margar myndbandaleigur að
þjónustu við fólk sem á mynd-
bandatæki og bjóða bæði góðar og
vondar kvikmyndir til leigu. Nokkur
almenningsbókasöfn hafa riðið á
vaðið með því að kaupa myndbönd
með menningar- og fræðsluefni til
afnota fyrir safnotendur. Hefur
þetta mælst vel fyrir og margir
hafa haft á orði að mikill munur
væri að þurfa ekki að „þreifa sig
áfram í klámi og ofbeldi til að fínna
eina og eina góða mynd eins og á
myndbandaleigunum".
Vandi safnanna í þessu efni er
sem fyrr takmörkuð fjárráð. Eitt
myndband kostar þetta 2000—5000
krónur með söluskatti. Ég vona að
ég ofbjóði ekki þolinmæði yðar með
því að skora enn á yður að greiða
fyrir menningunni á þessu sviði með
því m.a. að beita yður fyrir því að
söluskattur verði felldur niður af
myndböndum til almennings- og
skólasafna.
I góðri trú á einlægan vilja yðar
til eflingar menningar í landinu.
Mér er ljós vandi yðar og óska yður
góðs gengis.
Að lokum vil ég geta þess, að
Bókasafn Kópavogs stendur yður
opið til notkunar og/eða skoðunar
á opnunartíma þess sem er alla
virka daga kl. 9—21 (almennings-
bókasöfn hafa ekki efni á að vera
opin um helgar eins og myndbanda-
leigur).
Hrafn Ilarðarson
Að lokum þetta: Ég óska þess
af heilum hug að „bókaþjóðin" beri
gæfu til þess að hafa kosið (kjósa
í framtíðinni) ríkisstjóm, sem tekur
á þessu máli af sama myndarskap
og rausn og tekið var á byggingu
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og
Kringlunnar, því vita skuluð þér að
peningamir, þeir eru til.
í guðs friði.
P.S. í lok leiðara Morgunblaðsins
segir: „Áhugaleysi á bókasöfnum
er mikið áhyggjuefni, þótt skiljan-
legt sé að fólk vilji frekar . . .“
o.s.frv. Ég vil taka það fram að
áhugaleysi fólksins er ekki aðalá-
hyggjuefnið, notendur bókasafna
hafa sýnt það og sannað að þeir
hafa áhuga. En það eru ráðamenn
sem þjást af áhugaleysi. Þeirra er
valdið, þeirra er tækifærið að af-
sanna þetta með aðgerðum.
Ditto
P.P.S. Ég vil þakka leiðarahöfundi
Morgunblaðsins fyrir að vekja máls
á þessu og gefa mér þannig tæki-
færi til að stökkva upp á nef mér.
Hann á heiður skilinn.
Höfundur er bókavörður í Kópa-
vogi.
Fegrunarnefnd Húsavíkur:
Viðurkenningar fyrir
snyrtilegt umhverfi
Fegrunamefnd Húsavíkur
veitti nýlega viðurkenningar
fyrir fallega garða og snyrti-
legt umhverfi.
Alda Guðlaugsdóttir og Hreiðar
Siguijónsson Baughóli 27 fengu
viðurkenningu fyrir að eiga snyrti-
legasta garðinn á Húsavík. Aðra
viðurkenningu fyrir snyrtilegan
garð hlaut heimilisfólkið að Laug-
arbrekku 20, þau Björg Gunnars-
dóttir, Ingvar Hólmgeirsson,
Sigríður Sigurbjömsdóttir og
Hólmgeir Amason.
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf.
var veitt viðurkenning fyrir lóð
umhverfís atvinnufyrirtæki og
Ólafur Jónsson fékk viðurkenn-
ingu fyrir viðhald og endurbætur
á gömlu húsi sínu að Garðars-
braut 40.
Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson
Baughóll 27
Garðarsbraut 40
f
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.
Laugarbrekka 20