Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Faðir minn, t KJARTAN JAKOBSSON, Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, lést að kvöldi 28. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Lárus Kjartansson. t Maðurinn minn og faðir, ÁSGEIR GUÐMUNDSSON frá Þorfinnsstöðum, Kópavogsbraut 16, andaðist í Landspítalanum 29. ágúst. Þóra Guðmundsdóttir, Eiríkur Ásgeirsson. t Bróðir okkar, HELGI KETILSSON, fyrrverandi bóndi á Álfsstöðum, Skeiðum, Heimahaga 9, Selfossi, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 29. ágúst. Systklnin. t Eiginkona mín, móðir okkar og stjúpmóðir, ELÍN JÖRGENSEN, Bogahlíð 18, Reykjavík, lést að morgni mánudags 31. ágúst 1987. Guðmundur Bergþórsson, börn, stjúpbörn og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR SIGJÓNSDÓTTIR, Hrafnhólum 6, Reykjavík, lést í Landakotsspítala, mánudaginn 31. ágúst. Jón Karlsson, Kolbrún Jónsdóttir, Guðberg Kristinsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Georg R. Árnason, Edda Kristín Jónsdóttir, Sverrir H. Jónsson og barnabörn. ■1 Sonur okkar og bróðir, I- INGÓLFUR ÓMAR ÞORSTEINSSON, Móabarði 2b, Hafnarfirði, lést laugardaginn 29. ágúst. Þorsteinn Sigurðsson, íris Kristjánsdóttir, Jenný Þorsteinsdóttir, Dagbjörg Lina Þorsteinsdóttir, Vera Lind Þorsteinsdóttir, Ægir Þorsteinsson, Andri Þorsteinsson. t Faðir okkar, ÞORKELL HALLDÓRSSON skipstjóri, Grundartúni 6, Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 28. ágúst. Halldóra Þorkelsdóttir, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Kristjana Þorkelsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdasonur, ANDREASLAPAS flugvirki, Fáikagötu 6, lést á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 30. ágúst. Jóhanna Jóhannsdóttir, Jóhann Kristos Lapas, María Lapas, Alexander Lapas, Jóhann Magnússon, Margrét Sigurðardóttir. Minning: Þórdís Stefánsdóttir Fædd 31. október 1925 Dáin 23. ágúst 1987 Kynni okkar Þórdísar hófust þeg- ar ég gerðist meðlimur í sauma- klúbb Farfugla árið 1949. Ég vissi þó áður hver hún var, dökkhærð falleg stúlka með dökk lifandi augu. Hún var Reykvfkingur, nam píanó- leik og söng í Þjóðleikhúskómum og Tónlistarfélagskómum. Hún var virkur félagi í Farfuglum og var þar hrókur alls fagnaðar, spilaði á gítar og söng og allir drógust að henni eins og flugur að ljósi. Á málfundum félagsins hélt hún uppi merki kvenkynsins og veitti strák- unum harða keppni í mælskulist. Hún hafði áhuga á öllu, sem var að gerast, pólitík innanlands og utan, og umræðum, sem fram fóm í þjóðfélaginu um þau mál, sem efst vom á baugi hverju sinni. Hún var einn af stofnendum saumaklúbbsins. Hann var fyrst ungpíuklúbbur, en síðan fóm með- limimir að gifta sig og eignast böm og fleiri bættust í hópinn, en aðrar hættu. Þórdís og tvíburasystir hennar, Guðrún, vom áfram í klúbbnum, báðar einhleypar. Þetta varð fijósamur saumaklúbbur. Við sátum þama sverar um mittið og pijónuðum hver í kapp við aðra. Umræðuefnið snerist um bleyjur, tanntökur, eymabólgur og aðrar þær uppákomur, sem nú einu sinni fylgja bömum. Hún lagði fátt til málanna, hlustaði á okkur með kristilegri þolinmæði og virtist aldr- ei efast um dýrð og dásemd afkvæmanna. En stundum brast þolinmæðin og þá tók hún af okkur orðið og sagði með þessum sér- kennilega glettnisglampa í augum, sem fylgdi henni ævilangt: „Stelp- ur, lásuð þið greinina hans Jóns í blaðinu. Mikið assgoti var hún góð“, eða „Hvað fínnst ykkur um kalda stríðið. Skyldu þeir ijúka saman." Hún fékk litlar undirtektir. Brölt fólks, sem var að reyna að frelsa heiminn eða beijast um auð og völd var svo lítilmótlegt í saman- burði við bömin okkar. Engin okkar varð hissa þegar Þórdís hvarf í ár og dvaldi í Eng- landi. Fyrir hana var heimurinn okkar svo lítill. Hún kom aftur enn hressari en fyrr eins og frískur gustur. Skömmu eftir að hún kom heim kyntist hún Ríkharði Hall- grímssyni. Hann var húsasmíða- meistari, fæddur og uppalinn á Vestfjörðum. Við fréttum fyrst á skotspónum að hún hefði sést með háum og dökkhærðum draumaprinsi með skínandi hvítar tennur, og svo var hún allt í einu gift. Bömin létu ekki standa á sér, fyrst Edda, sem fæddist árið 1958, síðan Stefán 1959 og loks Ottó árið 1961. Nú var hún líka farin að pijóna og sagði með hlýrri kímni: „á ég ekki að segja ykkur sögu af bömunum mínum?" Blomastofa FriÖjinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid til ki. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Árin liðu og eins og lykkjumar, sem féllu af pijónunum urðu að lokum að hlýju fati, bættu ótal annasamir dagar við aldur bam- anna okkar. Fermingar tóku við af skímarveislum og giftingar af fermingarveislum. Og síðan fóm stoltar ömmur að sýna myndir af bamabömunum. Böm sauma- klúbbsins lifðu öll og urðu farsæl, ekki síst böm Þórdísar. Edda varð innanhússarkitekt, Stefán lærði trésmíði og Ottó varð viðskipta- fræðingur. Lifíð úthlutaði okkur lfka sínum pústmm og hver fékk sinn skammt. Ríkharður var lengi heilsuveill og það reyndi mjög á Þórdísi, því að samband þeirra var afar náið og gott. En enginn bjóst samt við högginu mikla, þegar það skyndi- lega dundi yfír. Ríkharður veiktist snögglega á jólanótt árið 1980 og tveimur tímum síðar var hann all- ur. Banamein hans var hjartaslag. Lát hans var reiðarslag fyrir Þórdísi. Hún var þá farin að vinna hjá Bæjarfógetanum í Kópavogi og vinnufélagamir reyndust henni frá- bærlega vel, svo og vinir og kunningjar. Hún hélt áfram að vinna, en missir ástvinarins var sár sem gréri seint. Það var eins og hún væri í Ijötrum. Tónlistargáfan, sem hún hafði fengið í vöggugjöf nýttist ekki og hæfileiki hennar til að festa hugsanir sínar á blað varð skúffunni og eldinum að bráð. Hún varð 60 ára 31. okt. 1985. Örþreytt fór hún með vinkonu sinni til London til að slaka á á þessum tímamótum, en veiktist þá hastar- lega. Enskur læknir úrskurðaði að hún væri með lungnabólgu, en þeg- ar heim kom, kom í ljós að hún hafði fengið hjartaáfall. Engum vömum varð við komið, því að skurðaðgerð reyndist þýðingarlaus í þessu tilfelli. Hún hætti að vinna og lífið varð að bið, sem aðeins gat endað á einn veg og hún vissi það. En hún lét engan bilbug á sér fínna og aðeins þeir, sem vissu betur gátu merkt hversu veik hún var. Eftir langan vetur fór hún á Reykjalund í júní í sumar. Seinast í júní kom hún heim í helgarfrí og við ókum til Keflavíkur. Hún var máttfarin, en hugurinn mikill. Hana langaði til að beita sér fyrir því að komið yrði upp æfíngarstöð fyrir hjartasjúklinga í Reykjavík. Við drukkum síðbúið miðdegis- kaffí á fallegum veitingastað í Keflavík og vomm einu gestimir. Hlýleg ung stúlka bar okkur kaffí og hnausþykkar sandkökusneiðar af örlæti sínu. Sólin skein úti, en inni var skuggsýnt og friðsælt. Ég horfði á hana þar sem hún sat and- spænis mér við borðið. Hárið var orðið silfurgrátt, en húðin var slétt eins og á bami og hlýr ljómi augn- anna varpaði birtu á andlitið. Mér fannst hún falleg, fallegri, en nokkm sinni fyrr. Hún vissi að þján- ing og dauði gátu beðið hennar við næsta fótmál, en samt hvfldi djúpur friður yfír allri vem hennar. Ég sagði henni að hún liti vel út og hún svaraði brosandi: „Það er af því að í fyrsta sinn í mörg ár fínnst mér ég vera lifandi". Og nú, tæpum tveimur mánuðum síðar er hún dá- in. Ég veit að Þórdís mín er núna í einni af þeim vistarvemm í húsi föður okkar beggja, sem ég á engan aðgang að. Samt fínnst mér nú þegar ég er að pára þessa grein að hún standi á bak við mig með glettnisbros á vör og kíki yfír öxlina á mér. Hún þarf ekki að segja að greinin sé góð. Greinin er aðeins vanmáttug tilraun til að þakka henni fyrir samfylgdina, sem varð alltof stutt. Við söknum hennar allar. En kannski er sama sagan að endur- taka sig og þegar hún fór fyrst til Englands. Að okkar heimur hafí verið of þröngur fyrir hana. Því að hún skynjaði alltaf eitthvað, sem var æðra og stærra, en amstur hins daglega lífs. Og eins og fiðrildið sem sprengir af sér púpuna er hún flog- in á vit nýrrar reynslu í nýjum heimi. Guð og gæfa fylgi Þórdísi. Jódís Jónsdóttir Þórdís Stefánsdóttir lést þann 24. ágúst tæplega 62 ára að aldri. Hún gekk með þann sjúkdóm sem dró hana til dauða í tæp 2 ár. Hún lét aldrei heyra á sér að henni liði illa og alltaf var hún hress og kát þrátt fyrir veikindin. Við sem þekkt- um hana gerðum okkur því kannski ekki alveg Ijóst hvert stefndi og trúðum því að við myndum fá að hafa hana lengur hjá okkur en raun- in varð á. Við í saumaklúbbnum höfðum þekkst lengi, sumar síðan í gagn- fræðaskóla. Við vorum allar í farfuglafélaginu og saumaklúbbur- inn varð til þegar við saumuðum gardínur í Heiðarból, en það var skáli sem farfuglar áttu nálægt Lækjarbotnum. Saumaklúbburinn er enn við lýði og samheldnin hefur alltaf verið mikil. Þórdís var alltaf létt og kát með spaugsyrði á vörum auk þess sem hún hafði yndi af tónlist og var bæði forsöngvari og undirleikari þegar lagið var tekið. Þórdís giftist Ríkharði Hall- grímssyni, húsasmíðameistara, og eignaðist með honum þijú myndar- böm. Mann sinn missti hún árið 1980 og var sá missir afar sár eins og nærri má geta. Að leiðarlokum viljum við þakka Þórdísi okkar áralanga vináttu og tryggð sem aldrei brást. Blessuð sé minning hennar. Við biðjum Guð að styrkja böm hennar og systur í þeirra miklu sorg. Saumaklúbburinn. + ÁSLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, ekkja sr. Þorgríms V. Sigurðssonar, Vesturgötu 70, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju kl. 11.30 fimmtudaginn 3. september. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag Islands. Ásdfs Þorgrímsdóttir, Þráinn Þorvaldsson, Soffia Þorgrimsdóttir, Leifur Halldórsson, Guðmundur Þorgrímsson, Jónína Rafnar, Heiðar Jónsson, Bjarkey Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.