Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 80
Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Hveragerði: Brunnur bjargar mannslífi Hveragerði. VINNUSLYS varð í Hveragerði kl. 9 í gærmorgnn er vélgröfu hvolfdi. Ökumaður gröfunnar meiddist og var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi en síðan á sjúkrahús f Reykjavík. Sam- kvæmt síðustu fréttum frá lögreglunni f Árnessýslu er maðurinn óbrotinn en mikið marinn og skrámaður. Slysið varð er færa átti gröfuna og hvoldfí henni ofan á steyptan holræsisbrunn og er talið það hafí bjargað lífí mannsins og aftr- að því að grafan legðist yfír hann. Þrír menn voru að vinna í skurðin- um og sluppu þeir naumlega. Það er fyrirtækið Dalverk sf. sem þama er að vinna undir- búningsvinnu undir bundið slitlag á Laufsskóga. Vélgrafan er í eigu verktaka félagsins Völur hf. í Reykjavík. Sigrún Lottóið: Ungur iðnaðarmað- ur vann 5,4 milljónir TVEIR voru með fimm rétta í lottóinu nú um helgina og skiptu á milli sin fyrsta vinningi. Hlaut hvor 5,4 miiyónir. Þetta er stærsti vinningur sem komið hef- ur f hlut einstaklings f lottóinu. Báðir hafa óskað nafnleyndar. Annan miðann áttu þrír aðilar sam- an en hinn var í eigu ungs iðnaðar- manns sem er í þann mund að stofna heimili. Þetta er, að sögn Vilhjálms B. Vilhjálmssonar, fram- kvæmdastjóra íslenskrar getspár, stærstí vinningur sem komið hefur í hlut einstaklings hingað til, en áður hafði einstaklingur unnið 3,2 milljónir. 528 hlutu annan vinning og var hann 3608 krónur. Þriðji vinningur var 241 króna og hlutu hann 18.401. Heildarsala var 31.759.100 krónur en fyrirframsala fyrir þessa viku er um 800.000 krónur. ar úr Vatnsdalsá Vélgrafan á hvolfi í skurðinum. Tveir 29 pnnda lax- Þennan dag komu 16 laxar á land úr Vatnsdalsá en veiðin þar hefur verið jöfn og góð í sumar. Jón Sig. Egilsstaðir: Eldur í bakaríinu TÖLUVERÐAR skemmdir urðu af eldi í bakarfinu á Egilsstöðum f gær þegar eldur kom þar upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvulið staðarins rúma klukkustund að ráða niðurlögum hans. Tjón varð á raflögnum og á bakaraofni en vonir standa til að hægt verði að baka brauð á ný í dag. Höfn: Bifreið fauk út af veginum BIFREIÐ fauk út af veginum og valt eina og hálfa veltu við Kotá í Örævum í hvassviðri sem gekk yfir Suð- austurland í gærdag. Tveir voru í bifreiðinni sem var lítil fólksbifreið og sakaði hvorugan. Að sögn lögreglunnar á Höfn var mjög hvasst á þessum slóðum í gær og úrhellis rigning en ekki urðu nein frekari óhöpp. Djúpivogur: Tundurdufl i hofnmm Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar eru nú á Djúpavogi að kanna tundurdufl sem vart hefur orðið við í höfn- inni. Þetta er eitt þeirra dufla sem var skotið niður á stríðsárunum og ligg- úr nokkuð djúpt þannig að erfitt er að komast að því. Á síðustu árum hafa sérfræðingar Landhelgisgæsl- unnar kannað og eytt um 30 duflum úr síðustu heimsstyijöld við Aust- fírði. Blönduósi TVEIMUR 29 punda löxum var landað úr Vatnsdalsá í gær. Auk þess kom á land einn 22 punda, einn 19 punda og tveir 18 punda laxar. Allir laxarnir voru mjög leignir og sjálfasgt verið þyngri þegar þeir komu í ána. Þessir 29 punda laxar fengust úr veiðistöðunum Búbót og Bjamasteini, sem eru á miðsvæð- inu. Annar laxinn tók flugu, „Black brahan" nr. 8 og tók um 40 mín. að landa honum. Hinn laxinn tók á maðk. Innri-Njarðvík: Ungnr maður játar að hafa banað félaga sínum TUTTUGU og þriggja ára Hafnfirðingur, Einar Sigur- jónsson, hefur játað að hafa orðið félaga sínum, Ingólfi Ómari Þorsteinssyni, að bana í verbúð í Innri-Njarðvík á laug- ardagskvöld. Til átaka kom milli mannanna og lauk þeim með þvi að Ingólfur Ómar lá í valnum eftir að Einar hafði Iagt til hans með hnífi. Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um það kl. 19.17 á laugardagskvöld að átök væru milli tveggja manna í verbúð físk- vinnslunnar Brynjólfs í Innri- Njarðvík. Mennimir höfðu haft vín um hönd og var lögreglunni tjáð að þeir væm með hnífa. Þegar komið var á staðinn fann lögregl- an Ingólf Ómar í íbúð í verbúðun- um og var hann látinn. Hafði hann verið stunginn í brjóstið með hnífí. Einar var handtekinn og við yfírheynslur hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins játaði hann verknað- inn. Hann hefur nú verið úrskurðaður í 90 daga gæsluvarð- hald og gert að sæta geðrannsókn. Jtannsóknarlögreglan og lögregl- an I Keflavík vinna að rannsókn Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Verbúðir fiskvinnslunnar Bryiyólfs i Innri-Njarðvík, þar sem maður- inn var stunginn til bana á laugardag. málsins. Hinn látni, Ingólfur Ómar Þor- steinsson, var til heimilis að Móabarði 2b í Hafnarfírði. Hann var fæddur 27. desember 1961. Ingólfur Ómar Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.