Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987
43
„Nei. Ég myndi aldrei vinna við
annað. Ég hef unnið við ýmis
önnur störf tengd sjávarútvegi og
mér líkar vel, bara ef ég er ná-
lægt sjónum. Sjávarútvegurinn er
Ijölbreytt og spennandi atvinnur-
grein sem gefur mikla möguleika.
Eg verð að viðurkenna að þetta
er þröngur heimur, en skemmti-
legur. Samskiptin milli manna
ganga vei og það er kannski vegna
þess að allt byggist á samstarfí
margra manna. Það er enginn
einn maður sem tekur ákvarðanir.
Sjómenn eru líka öðru vísi en
aðrir menn. Ég þykist jafnvel
geta séð á mönnum úti á götu
hvort þeir eru sjómenn eða ekki.
Mér þykir gaman að umgangast
þá. Eg hef það á tilfínningunni
að þeir séu ekki í þessu starfi
vegna gróðavonarinnar, heldur
vegna þess að þeir hafa gaman
að starfínu sem slíku."
-Er gott að reka útgerð á Akur-
eyri?
„Hér eru góð þjónustufyrirtæki
við sjávarútveg, netagerð, iðnað-
armenn og fleira, svo það er
tiltölulega gott að reka útgerð
hér. Jafnframt búa margir sjó-
menn hér. Þetta er því eins
þægilegt og það getur verið."
-Ætlar þú að taka þátt í hátí-
ðarhöldunum vegna 125 ára
afmælis Akureyrar?
„Ekki held ég það. En kostur-
inn við afmæli sem þetta er sá
að það er tekið til og bærinn
hreinsaður. Það var mikil þörf á
Morgunblaðið/KGA
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, skoðar Iðnsýninguna í íþróttahöllinni.
Nær 5000 manns sáu Iðn-
sýninguna um helgina
AÐSÓKNIN að Iðnsýningunni
i íþróttahöllinniá Akureyri hef-
ur verið framar öllum vonum
að sögn Þorleifs Þórs Jónsson-
ar framkvæmdastjóra sýning-
arinnar. Mest var aðsóknin á
laugardaginn, þá komu um
2500 gestir á sýninguna en alls
komu tæplega 5000 gestir
fyrstu þijá dagana sem hún var
opin.
„Það hafa ekki bara Eyfírðing-
ar sótt sýninguna, hingað hefur
komið fólk víða að,“ sagði Þorleif-
ur. Hann sagði ennfremur að ekki
væri hægt að segja að einhver
sérstakur bás hefði vakið athygli
öðrum fremur. „Það hefur verið
það mikið lagt { þá alla. Bás Raf-
veitu Akureyrar hefur þó lfklega
vinninginn, hann þykir hafa tekist
mjög vel."
Sýningin verður opin til 6. sept-
ember.
„Greiðir megnið af
okkar skuldum“
Myndi aldrei vinna við
annað en sjávarútveg
- segir Pétur Einarsson um þríhliða
samkomulagið
í lok hátíðarsýningar Leik-
félags Akureyrar á Afmælis-
veislu handa Eyrarrós á
afmælisdaginn 29. ágúst kynnti
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra formlega þríhliða sam-
komulag milli rikisins,
Akureyrarbæjar og Leikfélags-
ins.
Þetta samkomulag felur í sér að
ríki og bær taka að sér að létta á
skuldum Leikfélagsins og ráðstaf-
anir verða gerðar til að auka
fjárframlög til þess. Það er síðan
leikfélagsins að halda uppi ríkulegu
menningarstarfi.
En hver eru raunveruleg áhrif
þessa samkomulags á rekstur Leik-
félagsins. Pétur Einarsson leik-
hússtjóri varð fyrir svörum.
„Það breytir gífurlega miklu fyr-
ir okkur að losna við skuldahalann
og það er stór hali. Með þessu get-
um við greitt megnið af skuldum
félagsins, en eftir standa að vísu
langtímaskuldir, sem auðveldara er
að ráða við.
Styrkir til félagsins hækka tölu-
vert og það ætti að gera okkur
kleift að sigla framhjá hallarekstri.
Það er mest um vert að styrkimir
verða framvegis látnir fylgja launa-
þróun og það er mikilvægt, ekki
síst vegna þess að í rekstri svona
félags eru um 85% af rekstrarkostn-
aði laun.“
Pétur sagði ennfremur að ef ekki
hefði komið til þessa samkomulags
hefði reynst nauðsynlegt að draga
töluvert úr starfsemi Leikfélagsins
þegar á þessu hausti, en nú væri
sýnilegt að unnt væri að sigla svip-
aðan sjó og hingað til og svo yrði
vonandi í framtíðinni. Þó yrði að
gæta þess að fara mjög varlega,
félagið væri ekki orðið neitt ríkt,
öðru nær.
„Ég held að með þessu sam-
komulagi sé brotið blað í sögu
félagsins," sagði Pétur að lokum.
„Þama er komin viðurkenning á
starfi félagsins sem ekki hefur ver-
ið skjalfest fyrr. Það er vissulega
stór áfangi fyrir okkur.“
Golfklúbbur Akureyrar
Björn og
Inga unnu
Ingimundar-
mótið
Ingimundarmótið, minningar-
mót Golfklúbbs Akureyrar, var
haldið um nýliðna helgi. Mótið
er kennt við Ingimund Árnason,
sem helgaði klúbbnum krafta
sína um árabil, en hefur á seinni
árum jafnframt verið haldið i
minningu annarra látinna for-
ystumanna í GA. Að þessu sinni
var sérstaklega minnst Kristins
Þorsteinssonar, fyrrum deildar-
stjóra þjá KEA, en hann var
heiðursfélagi klúbbsins og einn
af stofnendum hans.
Þátttakendur í minningarmótinu
að þessu sinni vom 40 í karlaflokki
og 4 í flokki kvenna. Leiknar vom
36 holur, 18 á laugardag og 18 á
sunnudag.
Úslit, án forgjafar:
1. Bjöm Axelsson GA (76-73)
149
2. Þórhallur Pálsson GA (76-77)
153
3. Sverrir Þorvaldsson GA
(76-77) 153
Þórhallur vann Sverri í bráða-
bana um annað sætið.
Með forgjöf:
1. Skúli Agústsson GA 129
2. Guðni Jónsson GA 134
3. Hreinn Jónsson GE 139
í kvennaflokki vom sömu konur
í fyrstu þremur sætunum bæði með
og án forgjafar. Sigurvegari var
Inga Magnúsdóttir GA á 171 höggi
(145). í öðm sæti var Ámý Lilja
Amadóttir GA á 186 höggum (146)
og í því þriðja Rósa Pálsdóttir GA
á 193 höggum (147).
í tengslum við minningarmótið
er ævinlega haft unglingamót. í
þetta sinn var svokallað Svalamót
unglinga og þar vom keppendur
26 talsins, en helmingur keppenda
vom aðkomumenn.
Úrslit, án forgjafar:
1. Eggert Eggertsson GA
(76-76) 152
2. Þorleifur Karlsson GA (78-89)
162
3. Haukur Óskarsson NK (83-82)
165.
Með forgjöf var Þorleifur Karls-
son í 1. sæti, Eggert Eggertsson í
2. sæti og Ingvar Þór Ólafsson GR
í því þriðja.
Þorsteinn Már Baldvinsson er
ungur framkvæmdastjóri hjá
útgerðarfélaginu Samherja hf.
á Akureyri. Félagið á tvo tog-
ara, Margréti og Akureyrina,
. en auk þess gerir það út togar-
ann Oddeyri fyrir samnefnt
hlutafélag. Hjá þessum tveimur
fyrirtækjum vinna um 85
starfsmenn. Þorsteinn er fædd-
ur og uppalinn á Akureyri en
var fjarverandi um átta ára
skeið við nám og störf.
„Akureyri og landsbyggðin öll
hefur gengið í gegnum tímabil
lítilla framkvæmda. Öll umræða
var mjög neikvæð, en henni er
nú lokið og skriður kominn á at-
vinnumálin," sagði Þorsteinn Már.
Hann sagði að nú væri meiri
bjartsýni ríkjandi á Akureyri og
það ylli því að menn kæmu í aukn-
um mæli til bæjarins eftir að hafa
dvalið annars staðar. „Nú er at-
vinnulffíð komið í jafnvægi og
stóru fyrirtækin skapa atvinnu
árið um kring. Vegalengdir eru
stuttar, veður gott og góðir mögu-
leikar á útivist. Svo er rólegra
yfír bæjarlífínu en þar sem ég
þekki til annars staðar."
Þér líkar sem sagt vel á Akur-
eyri
„Ég held að ég gæti unnið hvar
sem er bara ef ég vinn við sjávar-
útveg. En ég vil búa á Akureyri
fjölskyldunnar vegna."
Kæmi ekki til greina að vinna
við annað?
Morgunblaðið/Sverrir
Þorsteinn Már ásamt Ingu Einarsdóttur (t.v.) og Laufeyju Sigurð-
ardóttur á skrifstofu Samherja hf.
að fegra miðbæ Akureyrar og
aðkomuna að bænum. Fólk tekur
líka til í kringum sig af þessu til-
efni.
Annars er gott hljóð í fólki og
Samheiji og Oddeyri eiga sinn
þátt í því. Þessi fyrirtæki greiða
um 200 milljónir króna í laun á
þessu ári. Það hlýtur að hafa sitt
að segja fyrir bæjarfélagið. En
við verðum nokkuð varir við hús-
næðisskort hér. Til dæmis höfum
við verið búnir að ráða fólk í vinnu
sem ekki fengið húsnæði. Þessu
þarf að kippa í lag, en það er
eðlilegt að þegar umræða er nei-
kvæð og svartsýni ríkir sé fólk
hrætt við að kaupa hús eða
byggja."