Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 5

Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 5 Knattspyrnufélagið Yalur vann sannfærandi sigur í fyrstu deild íslandsmótsins í knattspyrnu 1987. Valsmenn unnu tíu leiki, gerðu sjö jafntefli og töpuðu einungis einum leik. Þeir skoruðu þrjátíu mörk í leikjunum átján en fengu aðeins á sig tíu. Sjóvátryggingarfélag íslands er stolt af því að hafa stutt starfsemi knattspyrnudeildar Yals á keppnistímabilinu. Sjóvá þakkar leikmönnum og forráðamönnum Vals fyrir samstarfið og óskar þeim áframhaldandi velgengni á knattspyrnuvellinum. Tryggingarfélag í einu og öllu. Sjóvátryggingarfélag íslands hf., Suðurlandsbraut 4, sími (91)-82500. SJOVA Sauðfjárslátrun hafin á Blönduósi: Sauðfé fækkar um 13,2% vegna ríðuníðurskurðar Eyþór Fannberg kerfisfræðing- ur. Manntalsskrif- stofan: Nýr for- stöðumað- ur ráðinn BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Eyþór Fannberg for- stöðumann Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar. Eyþór sem er kerfisfræðingur að mennt hóf störf hjá Reykjavíkur- borg árið 1971 og var lengst af hjá Skýrsluvélum eða til ársins 1984. Frá árinu 1984 hefur hann unnið við tölvuráðgjöf og að lífeyrissjóðs- málum hjá Reykjavíkurborg. Eyþór var formaður starfs- mannafélagsins í tvö ár frá 1980 til 1982 og átti sæti í stjóm þess um nokkurra ára skeið. Blðnduósi. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga hófst á Blönduósi 15. septem- ber. Áætlað er að slátra 53.500 kindum og er það 2.220 kindum fleira en sl. haust. Þessari aukningu sláturfjár veldur mik- ill niðurskurður á riðuveiku fé en alls er áætlað að skera niður fé af þeim sökum á 14 bæjum í Austur-Húnavatnssýslu. Ennfremur hafa fjórir bændur gert samning við framleiðnisjóð um fækkun fjár. Ef tekið er tillit til þess hve margar kindur voru á fóðrum á viðkomandi bæjum sl. vetur þá nemur fækkun fjárins í Austur-Húnavatnssýslu, 5716 kindum eða sem svarar 13,3% af sauðfé í sýslunni. Með öðrum orð- um þá samsvarar þessi fækkun því að sauðfjárrækt hefði verið hætt í einum sveitahrepp í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Mest er fækkunin í Áshreppi, Vatnsdal, en þar verður skorið niður fé á 6 bæjum en á þessum bæjum voru 2512 kindur á fóðrum sl. vetur. í Svínavatnshreppi verður skorið niður fé á 4 bæjum og fækkar þar um 1500 kindur samkvæmt ásetningsskýrslum sl. vetrar. Að sögn Gísla Garðarsson slát- urhússtjóra á Blönduósi var meðalfallþunginn fyrstu tvo dag- ana 14,45 kíló og er það rúmlega kílói meira en fyrstu dagana í fyrra. Áætlað er að ljúka lamba- slátrun 21. október en óvíst er hvenær slátrun fullorðna fjárins lýkur vegna margra óvissuþátta sem tengjast riðu-niðurskurðin- um. — Jón Sig. Morgunblaðið/Jón Sigurðsaon Óvíst er hvað þessar kindur eru að hugsa en ljóst er að þessari dýrategund fækkar verulega í Austur- Húnavatnssýslu á þessu hausti. íslandsmeistarar Vals og Sjóvá Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.