Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 16

Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 HÆFNI í ÚTREIKNINGUM OG GERÐ TOLLSKJALA ER AFAR MIKILVÆG ÖLLUM FYRIRTÆKJUM SEM STUNDA INNFLUTNING AÐ EINHVERJU RÁÐI. EFNI: Grundvallaratriöi tollfiokkunar • Helstu reglur við veröútreikninga • Meginþættir laga og reglugerða. SÍMI LEIÐBEINANDI: Karl Garðarsson, viðskiptafræðingur. •1» TÍMI OG STAÐUR: 5.-7. okt. kl. 9:00-13:00 að Ánanaustum 15. INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: MANNLEGI ÞÁTTURINN - FÓLK í FYRIRRÚMI 30. SEPT. - I. OKT. OG SKIPULEG SKJALSVISTUN 30. SEPT. - 1. OKT. Stjómunarfélag íslðnds Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Áskriftarsíminn er 83033 Leiðin til Sata ALAN BOOTtl THERÖÁDS TOSATA A 2.000 Mli.I \X AUvTHUOl <;il JAl'AN Kápumynd Erlendar b»kur Jóhanna Kristjónsdóttir Alan Booth:The Roads to Sata Útg. Penguin 1987 Hér segir frá gönguferð Bret- ans Alans Booth frá nyrzta odda Japans, Soya, til Sata, hins syðsta. Leiðin er þijú þúsund og fímm hundruð kílómetrar. Gangan tók hann §óra mánuði. Alan Booth segist hafa ákveðið að takast ferð- ina á hendur til að reyna að fá botn í tilfínningar sínar í garð lands og þjóðar. Hann er giftur japanskri konu og hafði búið í Japan í sjö ár og talaði málið dável, þegar þama var komið sögu.„Sama máli gegndi með mig og marga útlendinga sem eru búsettir í Japan. Afstaða mín var tvíræð, á skiptist andúð og elska. Mig langaði að átta mig á sam- bandi mínu við þessa þjóð og reyna að skilja það. Eina sem mér hugkvæmdist var að fara í göngu- ferð og blanda geði við fólk, sem ekki verður alla jafna á vegi mínum, og þaðan af síður ferða- manna um Japanseyjar," segir Booth. Ekki er ofmælt að hann hafí gengið fram á fólk, sem hann hefði ekki undir neinum öðrum kringumstæðum haft skipti við. Margt kom á óvart í viðmóti þeirra. Jafnmargt og það fjöl- skrúðuga lið sem hann hitti. Hann reyndi að setja sér það markmið að ganga um þijátíu kílómetra á dag, hann þá aldrei far í bflum þótt boðið væri og gisti ekki á ferðamannahótelum. í Japan búa um 120 milljón manns, á aldrinum 0-119 ára og þetta fólk er auðvitað ekki allt steypt í sama mót, þótt ákveðin einkenni gangi eins og rauður þráður í gegnum lýsingar hans. Það er sjálfsagt að reyna að fara að dæmi Booth og forðast að alhæfa, en eftir bók hans að dæma, virðist afstaða Japana gagnvart útlendingum, vera blendin. Grunnt er á að votti fyrir nokkurri fyrirlitningu á útlending- um, Japanir eru í sjálfra augum, nokkuð æðri kynstofn en hinn hvíti að minnsta kosti. Án efa er það rétt hjá höfundi að örðugt er að kynnast Japönum og það kem- ur enda skýrt fram í frásögninni, hvort sem hann er staddur í litlum afskekktum þorpum eða stærri stöðum. Auðvelt verður einnig að skilja afstöðu hans, hvað varðar ástar/haturstilfínningarnar til þessarar þjóðar. Samt hallast maður að því að Alan Booth sé nokkru nær að ferðinni lokinni um sinn eiginn hug. Og lesandi er margs fróðari og forvitnari. Frásögnin er létt og þægileg, persónuleg og krydduð kímni höf- undar og lítt hátíðlegri afstöðu til sjálfs sín. Það er stundum til baga, að hann notar japönsk orð, án þess að skýra hvað þau þýða. Óþarfa stælar, því að lesanda er löngu orðið ljóst, að hann er ágæt- lega mæltur á japönsku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.