Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 19

Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 19 byggingu almennrar hagsældar, en tæpast til fyrirtækja í venjulegum atvinnurekstri. Marshall-aðstoðin við okkur og fleiri á sínum tíma var skv. þessu dæmigerð þróunarað- stoð. Til þróunaraðstoðar má telja að stjómsýslukostnað við aðstoðina/ samvinnuna, undirbúning starfs- manna, leit að verkefnum, námsstyrki og margt fleira. Ýmis vafaatriði geta þó og hafa komið upp í sambandi við skilgrein- ingu á framlagi íslendinga til þróunarsamvinnu. Þar má nefna, hvort telja eigi kostnað við upplýs- ingastarf til þróunarsamvinnu eða t.d. aðstoð við flóttamenn frá þró- unarlöndum. Sama gildir um framlag til alþjóðastofnana, sem að verulegu leyti beina starfi sínu að þróunarríkjum, svo sem WHO, FAO, ILO og UNESCO. Vafi ríkir á því, hvemig telja skuli fjárfest- ingu í t.d. rannsóknarskipum eins og r/s Feng eða eignamyndun yfir- leitt. Á að relja það til framlaga á einu ári eða dreifa þeim á afskrift- artíma eignanna? Dæmi um aðstoð utan eiginlegrar þróunarsamvinnu ÞSSÍ hefur ekki haldið sig stranglega við skilgreininguna skv. lið 1 hér að ofan. Stóra sjávarút- vegsverkefnið sem hefur verið í gangi á Cabo Verde og halda mun áfram í haust, er að mínu viti dæmi- gert þróunarsamvinnuverkefni. En það er ýmislegt sem stofnunin hef- ur verð beðin að liðsinna og hefur liðsinnt, sem er utan skilgreiningar- innar hér að ofan, oft smátt í sniðum, en engu að síður gefandi fordæmi sem leitað er eftir. Það er m.a.s. sumt af því sem við emm nú að styrkja á Cabo Verde, sem ekki uppfyllir ströngustu kröfur um Þróunarsamvinnu. íslendingar leggja í flestum þessara tilfella að- eins til ákveðið fjármagn, en taka ekki þátt í framkvæmdum. Meðal þessara verkefna má nefna: — Byggingu fræðslumiðstöðar kvenna á eyjunni Sao Vinente. Um er að raeða eins konar fé- lagsmiðstöð kvenna á eyjunni, þar sem m.a. er kennd meðferð matvæla (fisks), heilsufræði, lestur, heimilisfræði o.fl. — Fengur mun fara með rúm 30 tonn af íslensku mjóikurdufti, sem verða birgðir til neyðar- hjálpar. — Við tökum þátt í eflingu heilsu- gæslu í höfuðborginni Praia, með endumýjun tveggja heilsu- gæslustöðva í fjölmennum, nýjum hverfum. — Loks er það bygging eldaskála fyrir munaðarlausa skjólstæð- inga velferðarsamtaka Græn- höfðaeyja. Hvað helst hefur sett svip sinn á störf ÞSSÍ þegar á heildina er litið er ekki á mínu færi að meta. Undanfama mánuði og reyndar lengur hefur starfsemin einknennst af undirbúningi framhalds verk- efnisins á Grænhöfðaeyjum, eins og komið hefur í fréttum. Auk þeirr- ar sögu sem ég hef nú rakið og tínt í héðan og þaðan, er auðvitað ýmis- legt fleira sem Þróunarsamvinnu- stofnun íslands hefur fengist við. Einnig þarf að hyggja að ffamtíð- inni og verður það gert í næstu grejn. Ég minntist áður á samnorrænu verkefnin sem ÞSSÍ tók í arf m.a. í Kenya, Tanzaníu og Mozambík. Þeim skuldbindingum er nú Iokið eða að ljúka, nema í Mozambfk stendur verkefnði út 1989. En þrátt fyrir allt sem áður var sagt um samnorræna báknið, sem mörgum væri farið að óa við, var í fyrra undirrituð í Harrare í Simbawe yfirlýsing stjómvalda allra Norðurlandanna og níu ríkja í S-Afríku um víðtæka þróunarsam- vinnu. Við eigum eftir að ákveða á hvem hátt við tökum þátt í þessu samstarfi, en svo mikið er víst að til þess er ætlast af okkur. Rétt er að geta þess, að þessu samstarfi verður ekki hagað alfarið á hinn hefðbundna samnorræna hátt, held- ur munu Norðurlöndin ýmist taka að sér tvíhliða verkefni, sameinast um „tvíhliða" verkefni, þá t.d. tvö Norðurlönd á annarri hliðinni eða þau geta greitt inn í pott marghiiða verkefna. Ég vík nánar að þessu í næstu grein. Höfundur er foratöðumaður Þró- unarstofnunar falanda. MALVERKA- sýning á málverkum eftir Sfgurð Kristjánsson, listmálara, I Eden Hveragerði, dagana 23. sept — 6. okt. ÓKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-brófaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsframa og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- irmanna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifæri sem þórgefast. ICS-brófaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini i lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í f lugpósti. (Setjiö kross í aöeins einn reit). Námskeiöin eru öll á ensku. □ Tölvulorritun □ RaNirkjun □ Rilstörf □ Bókhald □ Vélvirkjun □ Almennt nám □ Bitvólavirkjun □ Nytjalist □ Stjórnun tyrirtœkja □ Garóyrkja □ Kjólasaumur □ Innanhús- arkitektúr □ Stjórnun hótela og veitingastaöa □ Blaóamennska □ Kœlitækni og lottrœsting Nafn:....................................................... Heímílistang:............................................... ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. AUK hf. 3.212/SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.