Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 36

Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 - Vík í Mýrdal: Skorað á landbúnað- Nokkrír fundargesta þungir á brún. Fundurinn í Leikskálum var vel sóttur og' þung undiralda í umraeðum. Morgunbiaðið/SigurJur Jónsson arráðherra að veita sláturleyfi strax Ráðherra vill ekki ganga gegn áliti dýralækna ^ Selfossi. Á FJÖLMENNUM fundi um lokun Sláturhússins í Vík hf., sem haldinn var í Leikskálum í Vík í Mýrdal á mánudags- kvöld, var skorað á Jón Helgason landbúnaðarráðherra að veita sláturhúsinu starfsleyfi til eins árs og að hann tæki ákvörðun fyrir 23. september. Fund þennan boðuðu bændur sem lagt hafa fé inn í Sláturhúsið í Vík hf. Aðalsteinn Sveinsson héraðsdýralæknir. Sláturhusið í Vík hf. fékk tilskip- un um það fyrir tæpum mánuði að ekki fengist leyfi til slátrunar þar á þessu hausti. Engin vilyrði fylgdu tilkynningunni um það að húsið fengi leyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Húsið hefur á undan- fðmum árum fengið undanþágu til slátrunar og forsvarsmenn þess reiknuðu með að svo yrði einnig nú. Með lokun sláturhússins er eitt sláturhús starfandi í Vík, hús Slát- urfélags Suðurlands. í ályktun sem atvinnumálanefnd Mýrdalshrepps gerði 21. september eru hörmuð vinnubrögð við synjun á sláturleyfi til Sláturhússins í Vík hf. Nefndin tekur ekki afstöðu til fjölda sláturhúsa í Vík en bendir á að við Sláturhúsið í Vík hf. hafi 3 til 5 manneskjur verið við ársstörf. Nefndin kveðst ekki standa á móti því að leitað sé hagræðingar og slátrun í Vík sé á einni hendi en bendir á að Sláturfélag Suðurlands hafi ekki verið jákvætt gagnvart fullnaðarvinnslu sláturafurða í Vík og í hlutfalli við fjölda sláturgripa hafí mun minni vinnsla sláturafurða verið á vegum SS en hjá Slátur- húsinu í Vík hf. Síðan segir orðrétt í ályktuninni: „Atvinnumálanefndin óttast því afleiðingar þess að SS fái eitt sláturleyfi í Vík nema að jafnframt fáist trygging fyrir því að þessi breyting verði ekki til at- vinnusamdráttar eða aukins at- vinnuleysis í hreppnum." Það var þungt hljóð í innleggj- endum í Sláturhúsið í Vík hf. og starfsfólki þar á fundinum. Fundar- menn kröfðust skýrra svara af landbúnaðarráðherra í málinu og vildu að hann tæki pólitíska ákvörð- un og gæfí húsinu sláturleyfi í ár þar sem aðstæður hefðu ekki breyst í húsinu frá fyrra ári þegar húsið var með undanþágu til slátrunar. Ráðherra vísaði slíku á bug og bar fyrir sig álit dýralækna á húsinu sem hann sagði erfitt að sniðganga. Þeir sem boðuðu til fundarins í Vík voru bændur sem lagt hafa inn fé í sláturhúsið undanfarin haust og vilja gera það áfram. A fundinn voru boðaðir þingmenn kjördæmis- ins og heraðsdýralæknir í forföllum yfírdýralæknis. Dýralæknar sem skoðað hafa húsið mæla ekki með slátrun og hafa reyndar ekki gert það á undan- fömum árum en yfirdýralæknir þó gefið undanþágu. Settur yfirdýra- læknir, Sigurður Sigurðsson, vill ekki gefa slíka undanþágu í ár og landbúnaðarráðherra vill ekki gefa leyfi þvert á álit dýralækna. Á fund- inum var bent á það að ráðherra hefði fordæmi fyrir undanþágu og gæti hæglega veitt hana til eins árs og tekið með því tillit til aðstæðna. Einkum þess hversu stuttan fyrir- vara fyrirtækið fengi um lokun og líka fólkið um missi atvinnunnar. Guðbjartur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sláturhússins í Vík, sagði dýralæknisembættið sýna fantaskap í málinu. Sótt hefði verið um leyfí til sauðfjár- og stórgripa- slátranar 24. júlí. Því hefði verið hafnað fyrir tæpum mánúði. Hann sagði að skýrsla um ástand hússins hefði ekki fengist afhent strax og ekkert gefið út um það hvað þyrfti að bæta til að slátran gæti hafist. Hann hefði fengið þau svör að nóg væri að eitt sláturhús væri í Vík. Hann fullyrti að alltaf hefði verið farið að ábendingun dýralækna og það lagfært sem ábótavt væri talið. Hann sagði og að það væri verið að kippa fótunum undan starfsemi hússins og það færi á hausinn ef leyfi fengist ekki. Fram kom á fundinum að ekki er allt sém sýnist í leyfisveitingum ráðuneytisins og var í því sambandi bent á leyfi til sláturhúss í Grindavík sem var standsett eftir að leyfi var gefið. Þetta gagnrýndi Guðbjartur Pálsson og einnig Matt- hías Guðmundsson fulltrúi frá SS sem var á fundinum. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra margítrekaði að ekki væri unnt að sniðganga álit dýralækna og veita leyfi, hann kvaðst meta kindakjötið það mikils að ekki kæmi til greina að slaka á kröfum varð- andi slátran. Hann sagði að ef sláturhúsið fengi vottorð frá dýra- lækni um að slátran gæti farið fram í húsinu þá afgreiddi ráðuneytið slíkt leyfi. Hjá mörgum fundarmanna kom fram sú skoðun að ráðherra bæri að meta aðstæður og taka pólitíska ákvörðun í málinu. Staðan væri þannig að bændur hefðu tekið á sig skuldbindingar um að leggja inn sláturfé í húsið, föst atvinna væri í húsinu sem fólk mætti ekki við að missa og sláturhúsið hefði tekið á sig skuldbindingar vegna fyrir- greiðslu um áburðarkaup bænda. Fyrirvarinn um lokun væri of skammur til þess að framgangur málsins væri eðlilegur. Húsið þyrfti eitt ár til að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Ráðherra viðurkenndi að fyrirvarinn væri of skammur en kvað ekki unnt að hundsa álit dýra- Guðbjartur Pálsson fram- kvæmdastjóri Sláturhússins i Vík hf. lækna þó svo fordæmi væri fyrir undanþágu. Fram kom einnig að forsætisráð- herra hefur rætt við landbúnaðar- ráðherra um lausn á málinu en Jón Helgason sagði málið ekki heyra undir forsætisráðherra, þeir hefðu rætt málið en hann ekki gefið neina yfírlýsingu. Varðandi álit dýralæknanna kom það fram að Þorsteinn Líndal hér- aðsdýralæknir gaf húsinu umsögn og einnig settur yfirdýralæknir, Sigurður Sigurðarson. Hvoragur þeirra treysti sér til að mæla með undanþágu. í áliti þeirra era gerðar athugasemdir við aðbúnað starfs- fólks, þvottadælu og aðstöðu til heilbrigðisskoðunar. Ráðuneytið fékk Aðalstein Sveinsson héraðsdýralækni, í íjar- vera Þorsteins Líndal, til að gefa húsinu umsögn. Auk þess, sem hin- ir gerðu athugasemdir við, gagn- rýndi hann aðstöðu til losunar vamba. Aðalsteinn kvaðst ekki vilja gefa húsinu það góða einkunn að það fengi leyfí. Hann sagði yfír- mann sinn, yfirdýralækni, hafa lokað húsinu og þar við sæti. Á fundinum kom fram að Slátur- húsið í Vík hf. var stofnað vegna ótta manna við það að Sláturfélag Suðurlands flytti alla slátran frá Vík á Hvolsvöll fengi það enga sam- keppni. Fram kom að sá ótti er enn fyrir hendi þó svo fulltrúar SS full- yrði að svo verði ekki. Reyndar bauð fulltrúi frá SS bændum upp á þjónustu SS við slátran og úr- lausn á málum vegna áburðarkaupa ef þeir færðu viðskiptin yfir til SS. Á fundinum var samþykkt af þorra fundarmanna ályktun þar sem skorað var á Jón Helgason landbúnaðarráðherra að nota vald sitt og veita sláturleyfi til eins árs og að hann tæki ákvörðun fyrir 23. september. Ráðherra var einnig spurður um það hvort hann væri búinn að taka ákvörðun í málinu miðað við stöðu málsins og einnig hvenær mætti vænta ákvörðunar. Ráðherra svaraði ekki þessum spumingum beint heldur vísaði til fyrri orða og gaf það mörgum veika von í bijóst um jákvæða lausn. Sig. Jóns. Höfum ekki efni á að missa vinnuna Seifossi. HJÁ Sláturhúsinu í Vík hf. hafa nokkrar konur haft atvinnu af sláturgerð. Þær hafa unnið í sex tíma á dag frá sláturtíð fram í apríl. Við lokun hússins missa þær þessa vinnu og í Vík er ekki hlaupið að nýrri vinnu. Hjá einum fundarmanna í Leik- skálum kom fram að í Vík mættu menn síst við því að slátra atvinnutækifærum. „Við eram mjög ósáttar við þessa lokun og höfum alls ekki efni á að missa vinnuna. Fyrir okkur er þetta bæði peningalegt og félagslegt mál,“ sögð þær Guðrún Ámadóttir, Jóhanna Jó- hannsdóttir og Sigurbjörg Páls- dóttir sem unnið hafa við sláturgerð í Sláturhúsinu í Vik hf. Þær bentu á að vöramar frá þeim hefðu oft fengið viðurkenn- ingu manna um að það væra fyrirmyndarvörar. Þær sögðu stöðuna þannig að hugsanlegt væri að fá vinnu hjá SS á meðan á slátran stæði en ekki lengur. Sláturgerðin í Slátur- húsinu í Vík hf. hefði staðið fram í apríl og þá hefðu þær þvegið húsið hátt og lágt og þær viður- kenndu ekki að sóðaskapur viðgengist í húsinu. Þær sögðu einnig að furðulegt væri að dýra- læknar teldu að matvælavinnsla gæti farið fram í húsinu en ekki slátran. — Sig. Jóns. a . fe " , 'í' í Morgunblaðið/Sigurður Jönsson Guðrún Árnadóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Páls- dóttir, starfsmenn Sláturhússins í Vík hf. j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.