Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 45 Þjónustuíbúðir aldraðra við Ánahlíð i Borgamesi. Morgunblaðið/Theodór K. Þórðarson Fyrstu þjónustuíbúðir aldr- aðra af hentar í Borgarnesi Ánægðir eigendur utan við fbúðir sínar við Ánahlíð i Borgarnesi, frá vinstri, hjónin Finnur Einarsson og Elín Guðmundsdóttir og við hliðina á þeim er Hermann Búason þeirra nýi nágranni. Borgarnesi. TVÆR íbúðir af fjórum þjónustuí- búðum aldraðra, sem Borgames- hreppur hefur látið reisa, vora afhentar eigendum sínum nýlega. Húsin eru við Anahlíð, sem er ný gata við Dvalarheimilið i Borgar- nesi. Er eigendum húsanna boðið upp á þjónustu frá Dvalarheimilinu hvað varðar mat og þvotta. íbúð- irnar eru einnig tengdar við öryggiskerfi Dvalarheimilisins. Athöfnin byrjaði á því að sveitar- stjórinn, Gísli Karlsson, gerði grein fyrir aðdraganda og byggingu þessara íbúða. Þar kom fram að eftir nokkuð langan aðdraganda hefði hrepps- nefndin í nóvember 1985 boðið út smíði á fjórum íbúðum í tveimur par- húsum. Hefði frávikstilboði Loftorku hf. í Borgamesi verið tekið. En í tilboð- inu hefði fyrirtækið boðist til að byggja íbúðimar f einingahúsum, hlið- stæðum þeim sem Loftorka var þá að byggja við Seljahlíð fyrir Reylq'avíkur- borg. Hefði þessu tilboði verið tekið og haustið 1986 hefði Loftorka byijað framkvæmdir við byggingu húsanna. Nú væri fyrirtækið að skila fyrra hús- inu með tveimur íbúðum fullfrágengn- um að innan sem utan. íbúðimar eru um 70 fermetrar hvor um sig. Þær eru hannaðar fyrir aldr- aða og öiyrkja. í íbúðunum er greiður aðgangur fyrir hjólastól og er sjúkra- kallkerfí tengt Dvalarheimili aldraðra sem er við hliðina. Arkitekt húsanna er Hróbjartur Hróbjartsson. Endan- legt kostnaðarverð liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir því að íbúðimar kosti um 3,2 milljónir til kaupenda. Eyjólfur Torfi Geirsson oddviti þakkaði þeim sem unnið höfðu að ffamgangi þessa verkefnis og starfs- mönnum Loftorku hf. og undirverk- tökum fyrir þeirra vinnu. Sagði Eyjólfur að þessar íbúðir bæru merki um fagurt handbragð iðnaðarmanna í Borgamesi. Nýju eigendumir eru hjónin Finnur Einarsson og Elín Guðmundsdóttir og Hermann Búason, sem keyptu þessar umræddu íbúðir. Kváðust hinir nýju eigendur vera mjög ánægðir, íbúðimar væru rúmgóðar og allt mjög viðráðan- legt innanstokks. Að sögn Eyjólfs Torfa oddvita Borg- ameshrepps verða hinar tvær íbúðim- ar afhentar 1. nóvember næstkomandi og verður önnur seld en hin verður leiguíbúð, sem verður leigð út til ör- yrkja eða aldraðra Borgnesinga. Sagði Eyjólfur að fram hefði komið áhugi hjá nokkrum aðilum um að eignast sams konar þjónustuíbúðir og líklegt væri að fljótlega yrði tekin ákvörðun um byggingu fleiri þjónustufbúða við Ánahlíð. - TÞK Hínn útvaldi Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hinn útvaldi (The White of the Eye). Sýnd í Háskólabíói. Stjörnugjöf: ★ ★ ,2/o. Bandarísk. Leikstjóri: Don- ald Cammell. Handrit: China og Donald Cammell. Framleið- endur: Cassian Elwes og Brad Wyman. Aðalhlutverk: David Keith og Cathy Moriarty. Hinn útvaldi (The White of the Eye), sem sýnd er í Háskólabíói, er sálfræðilegur þriller sem lengst af lofar mjög góðu en stendur svo ekki undir væntingunum. Maður er eiginlega jafnnær um hvað myndin er í lokin eins og þegar maður settist niður að horfa á hana en leikstjórinn Donald Gam- mell gerir hana svolítið smart í hreyfanlegum og glansfínum tök- um, hröðum (stundum alltof miklum) klippingum, eggjandi erótík og spennu. Stflæfíngamar hans og persónusköpun er alltaf athyglisverð en myndin fellur um sjálfa sig þegar allt kemur til alls og hin mörgu og ólíku blæbrigði og misjafn hraði hennar ná ein- hvem veginn ekki saman. Fyrri helmingurinn er miklu betur unninn í handriti. Myndin fjallar um morð á konum í smábæ nálægt Tulsa í Bandaríkjunum en þeim tengjast utanbæjarhjón sem David Keith og Cathy Moriarty leika. Myndin byijar á blóðugu morði án þess að Cammell sýni það framið heldur sýnir hann matarstell brotna og rauðan vökva skvettast og leka um allt og við þurfum ekki að vita meira. En hann hefur gleymt þeirri nær- gætni seinna þegar annað morð er framið. Það kýs hann að sýna í smáatriðum. Fyrir utan þessa ósamkvæmni er honum fyrirmunað að láta at- riði spila út án þess að sundur- klippa það og skjóta inní annaðhvort atburðarás á sama stað á sama tíma eða öðrum tíma og öðrum fjarlægari stað. Það tekur því bókstaflega tímana tvenna að koma sér í atburðarás- ina en þegar hún er nokkum- veginn fengin sprengja Cammell og kona hans, handritshöfundur- inn China, allt í loft upp og skilja okkur eftir jafnnær. Hver-gerði- það þátturinn í myndinni hættir einhvemveginn að skipta máli þegar hún leiðist útí óskiljanlega indíánamystík og stjamfræðilegt rugl í sökudólgnum. Hvers vegna fremur hann morðin? Ef marka má það sem hann segir sjálfur þá er hann undir stjóm alheims- krafta og svo þruglar hann um að ferðast til miðju jarðar. Af því myndin er vel gerð freistast mað- ur til að halda að eitthvað liggi að baki. Það hefur þá farið fýrir ofan garð og neðan hjá manni. ' Tímaflakkið í myndinni sýnir okkur fortíð hjónanna og það kemur í ljós að Keith tók Mor- iarty frá öðmm manni. í þá daga voru þau n.k. síðhippar, síðustu blómabömin að fölna, en tíu árum seinna eru þau jafn ástríðufull. Og þau fara vel með rullumar þau Keith og Moriarty. Hún er svona femme fatale týpa sem gæti leik- ið hlutverk Mary Astor ef Möltu- fálkinn hans Hustons yrði einhvertíma endurgerður. Hann er efstur á lista lögreglunnar yfir gmnaða og Keith leikur sig dæ- malaust ólíklegan til voðaverka. Leikurinn er allur mjög góður. Aukapersónumar, tveir sérfræð- ingar lögreglunnar frá Tulsa, ákaflega vergjöm og rík vinkona Keith, indjánavinur hans í lögregl- unni og gamli kærasti Moriarty setja allar skemmtilegan svip á myndina og stundum kómískan. OBiiBiiRBiiHBM!C0aaBBRfiri;afc»B»ir»taM (imiiiim iimcn MmiMiiiiiitniiiiaiininiiiiiiii Ný hljómsveit NÝRRI hljómsveit verður hleypt af stokkunum í Veitingahúsinu Evrópu á fimmtudagskvöld. I fréttatilkynningu tii Morgun- blaðsins segir að hljómsveitin hafí hlotið nafnið Saga Class og er skipuð Eiríki Haukssyni söngvara, EÍlen Kristjánsdóttur söngkonu, Friðriki Karlssyni gítarleikara, Eyþóri Gunn- arssyni hljómborðsleikara, Birgi Bragasyni bassaleikara og Pétri Grét- arssyni trommuleikara. Hljómsveitin hefur gert samning við Veitingahúsið Evrópu og verður húshljómsveit þar fram eftir vetri. Háskóli Islands: Námskeið í þýðingnm NORSKU- og sænskudeildir há- skólans gangast i vetur f fyrsta skipti fyrir námskeiði í málnotkun °g þýðingum. Námskeiðið gefur 5 einingar til BA prófs en er þó opið almenningi án endurgjalds Námskeiðið hefst í dag og verða þar reifaðar ýmsar kenningar um þýðingar en aðaláhersla verður lögð á hagnýtar þýðingaræfíngar. Kennt verður í Norræna húsinu og verða kennslustundir á miðvikudögum klukkan 17.15-19.00. Námskeiðinu lýkur með prófí næsta vor Umsjón með námskeiðinu hafa sendikennaramir Oskar Vistdal og Hákan Jansson Til sölu BMW 735i árgerð 1981. Gullsanseraður, topplúga, ABS. bremsur, sjálfskiptur. Topp-bíll. Upplýsingar í síma 52146 Glæsilegar haustvörur komnar Kjólar, jakkar, pils, buxur og peysur í miklu úrvali. !■ ■■FIHPf 11 J'w' HJJHUIf 'J. v I.!. .1 I I I11 - ■ ■" ■J'F..'. '1 - f 1' I 8 I ■ m B f.'l m V9'V9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.