Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 58

Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 * N „Vílta komcL cL bió, e-lskxxn ?" Þessir hringdu . . . 200 ára afmæli Ras- mus Rasks S.G. hringdi: „Mig langar að beina þessari fyrirspum til Hins íslenska bók- menntafélags. Hvað hyggst félgið gera í tilefni af 200 ára afmæli Rasmus Kristjáns Rasks sem verður hinn 22. nóvember?" Ber ekki að svara umsóknum? Ámi Jóhannesson hringdi: „Að undanfömu hefur verið rætt um það tillitsleysi vinnuveit- enda að svara ekki umsóknum. Ég lagði inn umsókn inn hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins vegna jarðakaupa fyrir um það bil ári en hef ekkert svar fengið. Nú langar mig til að spyrja hvort stofnuninni beri ekki að svara öll- um umsóknum sem henni berast." Snúum okkur til Guðs Súsana hringdi: „Vegna eigin reynslu vil ég benda þeim sem eiga í erfíðleikum með að hætta áfengis- eða tó- baksneyslu að snúa sér til Guðs með þessi vandamál. Ég hef af eigin reynslu komist að því að ef maður biður Guð nógu ynnilega þá bænheyrir hann alltaf. Það getur liðið nokkur tími en bæn- heyrslan kemur að lokum. Ég er ekki í neinum sértrúarflokki, ég er bara í okkar gömlu þjóðkirkju og Guð er líka þar, hann er alls staðar. Ég reykti í 47 ár samfelt. Ég bað Guð að hjálpa mér til þess að hætta og þá tókst mér það. Nú eru 11 ár síðan ég hætti. Eins er það með áfengið. Ég neytti nokkurs áfengis um tíma og hef sjálfsagt verið komin tæpt. Þá sá ég kvikmyndina Ég græt að morgni og hafði hún mikil áhrif á mig. Ég bað heitt til Guðs og eftir það fékk ég svo mikla andstyggð á víni að ég hætti al- veg.“ Miðið tónlistarf lutn- ing einnig við eldra fólk Eldri maður hringdi: „Mig langar til að koma því á framfæri við þá sem stjóma ríkis- fjölmiðunum að þeir miði tónlist- arflutning meira við okkur eldra fólkið framvegis en gert hefur verið. Tónlistin sem flutt er dags daglega á rás 2 er ekki annað en baul og hávaði. Hvers vegna er ekki flutt meira af gömlum og góðum lögum í Ríkisútvarpinu." Hringur Stór herrahringur með bláum steini tapaðist fyrir nokkru í Garðabæ eða Reykjavík. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 656773. Gleraugu Kvengleraugu í rauðu leður- hulstri fundust í Dalseli fyrir skömmu. Eigandinn getur hringt í síma 75074. Taska Svört leðurtaska með axlaról tapaðist í strætisvagni, leið 15a, fyrir skömmu. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 24036. Kettlingur gef ins Sex mánuða högni fæst gefíns á gott og ábyggilegt heimili. Síminn er 76206. Saknar einhver fót- bolta? Sunnudaginn 13. september var fótbolti tekinn í misgripum á Miklatúni. Eigandi boltans er vin- samlega beðinn að hringja í síma 14026. BMX reiðhjól Nýlegt BMX-reyðhjól fannst fyrir einum og hálfum mánuði. Eignadi þess er beðinn að hringja í síma 641717. Víkverji skrifar Kyssi mig einhver falleg stúlka. Eg er skattsér- fræðingur í álögum! HÖGNIHREKKVÍSI Lögreglan í Reykjavík og kannski víðar ætlar nú að hefja hraðamælingar á götum höfuð- borgarinnar í ómerktum bifreiðum. Þá verður einnig fylgst sérstaklega með því að ökumenn virði reglur um umferðarljós og stöðvunar- skyldu. Frá þessu var skýrt á baksíðu Morgunblaðsins á sunnu- dag og þann sama dag birtist bréf hér við hliðina á Víkveija, þar ser-. einn af bréfavinum Velvakaiida leggur til að umferðargæsla verði framkvæmd af lögreglumönnum í ómerktum bflum. Jafnframt er lagt til að settir verði óeinkennisklæddir lögreglumenn í hæfilega Qarlægð frá umferðarljósum, til þess að hafa hendur í hári þeirra fjölmörgu sem aka yfír gatnamót á rauðu ljósi. Þeim Víkveija, sem nú situr við tölvuskjáinn, finnst ástæða til að gera athugasemd við að einskonar leynilögregluaðferðum sé beitt við stjóm umferðarinnar. Beiting óein- kennisklæddra lögregluþjóna á við í sérstökum tilvikum en ekki fram- kvæmd umferðarlaga. Fcrvamar- starf en ekki handtökur hlýtur að vera haft að leiðarljósi, þegar lög- reglan sinnir umferðarsfjóm. Takmarkið getur ekki verið að góma sem flesta og skapa einskon- ar ógnarástand á meðal vegfarenda heldur hitt að fá sem flesta til að fara eftir settum reglum. Er ekki vafí á því, að merktir lögreglubílar, mótórhjól lögreglumanna og áber- andi lögreglumenn í glæsilegum búningum hafa meiri almennan fælingarmátt gagnvart óprúttnum ökuþórum en lögregluþjónar í fel- um. Væri nær að leggja mannlaus- um lögreglubflum, þar sem auðvelt er að sjá þá, en fela lögreglumenn í ómerktum bflum, ef ætlunin er að hafa góð áhrif á ökumenn. xxx Igóða veðrinu á laugardaginn var Víkveiji ásamt fjölmörgum öðrum að aka út úr bænum. Á Miklubrautinni var ástandið eins og venjulega, að ómögulegt var að átta sig á því í hvorri akreininni átti að aka til að halda jöfnum hraða. Einn af ósiðunum hér er að ökumenn sveifla sér á milli akreina án þess að gefa stefnuljós og fara jafnt fram úr hægra og vinstra megin. Stundum mætti ætla, að þeir sem aka reigingslegir á hægri ferð í vinstri akrein telji sig gæslu- menn almannahagsmuna og þjóna réttlætisins með því að hindra með- borgara sína í því að fara yfír 50 km hraða eða svo. Kannski eru þetta borgaralegir lögregluþjónar í ómerktum bflum? Eitt er víst, að framlag þeirra til að draga úr slysa- hættu er ekki mikið. Þegar Víkveiji var kominn upp í Ártúnsbrekku á laugardaginn og ók í vinstri akrein tók hann eftir litlum vörubfl fyrir framan sig hægra megin. Var alls kyns drasl á palli bflsins. Bflstjórinn ók hraðar en farmur hans leyfði og gaf í um leið hann og beygði yfír í vinstri akreinina. Skipti engum togum að stór kassi eða eitthvað slíkt datt aftan af palli bflsins. Var það ekki ökumanni vörubflsins, sem ók áfram eins og ekkert hefði í skorist, að þakka, að ekki varð þama stórslys. Við sem á eftir hon- um vorum áttum fyllt í fangi með að fípast ekki. Á ljósunum við Höfðabakka-gatnamótin var öku- manni vörubflsins bent á, að hann hafði misst hluta farms síns. Von- andi var draslið fjarlægt áður en slys hlaust af því. XXX Kæmleysi ökumannsins með draslið, sem hann týndi í Árt- únsbrekkunni, er dæmigert fyrir subbuskapinn í umferðinni í Reykjavík. Hann verður ekki upp- rættur með óeinkenniskæddum lögregluþjónum frekar en annað sinnuleysi í daglegri umgengni fólks. Yfírvöld geta gengið á undan með góðu fordæmi til dæmis með því að auka allar viðvaranir og ör- yggismerkingar. Vegakerfíð í íandinu og gatnakerfið í bæjum og borgum er enn kynnt ökumönnum út frá þeirri forsendu, að þeir þekki það allt sjálfír af eigin raun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.