Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 7 Hvað segja þeir um úrskurð launanefndanna? Fyrstu skrefin í átt til veru- lega aukinnar verðbólgu - segir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ „Við teljum að það launaskrið og sú kaupmáttaraukning al- mennt sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu sé það mikil að það séu ekki efni til þess að bæta þar við. Við teljum að það sé ekki raunhæft að efnahagslegar for- sendur fái staðist þessa hækkun. Við erum sannfærðir um að þetta sé óheillavænlegt skref og við séum að stíga fyrstu skrefin í átt til verulega aukinnar verð- bólgu,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, á blaðamannafundi eftir úrskurð launanefndarinnar. Þórarinn sagði að sá möguleiki að launanefnd úrskurðaði krónu- töluhækkun launa hefði ekki komið til álita, þar sem það væri utan verksviðs launanefndarinnar, eins og það væri skilgreint í samningun- um. Því gæti hún ekki tekið mismunandi á launahlutföllum. Þess vegna hefði VSÍ lagt fram til- lögu að kjarasamningi, sem hefði verið eina raunhæfa lausnin, og eftir að henni var hafnað hefði krónutöluhækkun ekki komið til álita. Vinnuveitendur hefðu ekki sett fram úrslitakosti og hefðu ver- ið tilbúnir til þess að ræða einstök atriði í tillögu þeirra að kjarasamn- ingi. Meðal annars hefðu þeir verið tilbúnir til þess að ræða samninga til skamms tíma, sem miðuðu að því að tryggja hag lægstlaunaða fólksins. En það hefði komið fyrir ekki og þeir hörmuðu að Alþýðu- sambandinu tækist ekki að horfast í augu við vandamálin. „Við teljum að ekki séu efni tjl þess að hækka laun nú um 7,23%. Við vísum til þess að launanefnd- inni var ætlað að tryggja það að kaupmáttarmarkmið samninganna næðust. Það liggur fyrir nú, sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar, að horfur séu á að kaupmáttur dagvinnulauna verði 14-16% hærri heldur en á síðasta ári og kaupmáttur atvinnutekna allt að 18% hærri. Á sama tíma vaxa þjóðartekjur mjög mikið, en ekki nema um helming þessa eða um 9%. Við teljum því að við séum að stíga ógæfusamlegt skref og hörmum að okkur skyldi ekki tak- ast með samningum að koma í veg fyrir það,“ sagði Þórarinn. „Reynsla liðinna ára segir okkur hvað nú kemur til með að ganga yfir og þegar við segjum að fast- gengisstefnu stjórnvalda sé stefnt í tvísýnu, þá horfum við ekki ein- göngu til þeirra 7% hækkunar launa sem var ákvörðuð í dag. Við rrietum viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar á þann veg að þau séu vísbending um sundrungu í hennar röðum. Þau bendi til þess að hér verði átök á næstu mánuðum, þar sem launin komi ekki til með að standa í stað. Við höfum verið að glata tækifær- um til þess að semja áfram á óbreyttum forsendum," sagði Þór- arinn V. Þórarinsson. Morgunblaðið/KGA Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, á fundi með blaðamönnum í gær. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um úrskurð launanefndar: Verðbólgan minnkai- en vex ekki - ef ríkisstjórnin stendur við fyrirheit í efnahagsmálum „Ef stjórnvöld ganga til þess að hafa hér einhverja efnahags- stefnu og beita sér fyrir aðhalds- semi í verðlagningu og efnahagslífinu almennt þá á verð- bólguhjöðnun að vera framundan en ekki verðbólguvöxtur,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, eftir að sambandið hafið beitt oddaatkvæði sínu til þess að úrskurða að fullar verðlagsbætur komi á laun 1. október. Ásmundur sagði að launanefndin hefði ekki umboð til annars, sam- kvæmt samningum, en ákveða framreikning launa. Krónutöluhækk- un launa hefði því ekki komið til álita. Um tillögu VSÍ að lqarasamn- ingi í síðustu viku sagði Ásmundur að hún hefði falið í sér skerðingu Birgir ísleifur Gunnarsson: Verulegt áhyggjuefni BIRGIR ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sem nú gegnir störfum forsætisráð- herra, sagði í samtali við Morgunblaðið að launahækkan- irnar væru sér verulegt áhyggju- efni og breyttu þær forsendum fjárlaga og annarra ákvarðana. Hins vegar taldi hann of snemmt að úttala sig um það, hvort þær væru tilefni sérstakra aðgerða af hálfu ríkisstjórnarinnar. Að sögn Birgis ísleifs hefur ríkis- stjómin ekki tekið ákvörðun um nein sérstök viðbrögð við þessari ákvörðun launanefndar. „Við áttum fund með báðum aðilum og lýstum áhyggjum okkar yfir því að öll laun hækkuðu; slíkt hefði í för með sér Birgir ísleifur Gunnarsson hættu á nýrri víxlhækkun launa og verðlags. Það er hins vegar orðið ljóst að hækkunin kemur inn og er ekkert við því að segja sem komið er.“ Birgir kvað ríkisstjómina myndu fylgjast vel með þróun mála; breyta þyrfti forsendum íjárlaga og ýmsum fyrri ákvörðunum þar að lútandi. Hvort hækkunin væri tilefni sérstakra ráðstafana, yrði tíminn að leiða í ljós. Birgir aftók það með öllu að sett yrðu lög, er bönnuðu þessa hækkun og um hugsanlega gengislækkun, sagði hann að ekkert væri farið að ræða um slíkar aðgerðir. „Það er stefna ríkisstjómarinnar að halda genginu óbreyttu og hefur ekki verið tekin ákvörðun um annað.“ Svavar Gestsson, formaður AlþýðubanHalagsinsf Rökrétt framhald af verðhækkununum SVAVAR Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins telur þá ákvörðun launanefnda að hækka laun um 7,23% eðlilega, miðað við undanfarandi verðhækkanir, en telur ríkisstjórnina munu bregðast við með kaupráni í stað þess að takast á við spennuna i efnahagsmálum. „Þessi ákvörðun er alveg rökrétt framhald af því, sem hefur verið að gerast að undanförnu, verðlag hefur hækkað gífurlega og er ekki- hægt að láta launamenn bera byrðina eina,“ sagði Svavar Gests- son formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Morgunblaðið í tilefni af ákvörðun launanefndar. Svavar telur að með þessari ákvörðun sé ekki verið að hrinda af stað nýrri verðbólguskriðu, verðhækkanirnar að undanfömu sýni að hún sé kom- in af stað. „Verkalýðshreyfingin hefur ekki bmgðist á undanförnum árum heldur hefur stjórnun efna- hagsmála bmgðist; stórkostlegur halli á ríkissjóði, milljarða erlend • skuldasöfnun umfram lánsfjárlög og síðast en ekki síst óbeinir skatt- ar eins og matarskatturinn. Allt eru þetta orsakir þess ástands, sem nú hlýtur að leiða til þess að laun hækki.“ Um hugsanleg viðbrögð ríkis- stjómarinnar sagði Svavar, að erfitt væri um það segja fyrir sig, enda væri hann þar ekki innanbúðarmað- ur. „Utanríkisráðherra hefur hótað því í samtali við erlent blað að lækka gengið og „Alþýðuflokkurinn" hef- verðlagsbóta, ekki aðeins á hærri laun heldur einnig á ákvæðisvinnu. Auk þess hefði samningurinn verið til eins árs með engum kauptrygg- ingarákvæðum og þar hefði einnig verið gengið út frá að ekki yrðu við- ræður um sérsamninga við aðra hópa en tilgreindir vom í desembersamn- ingunum, sem hefði til dæmis útilok- að samninga við fiskvinnslufólk. „Það er augljóst mál að launa- hækkun hefur einhver áhrif á verðbólguna, þar sem ýmislegt í verðlaginu em beinlínis laun. Það liggur hins vegar alveg ljóst fyrir að það fer eftir viðbrögðum stjómvalda og atvinnurekenda að hve miklu leyti launahækkunin hefur áhrif á verð- bólguna. Eins og staðan er núna á þessi launahækkun ekki að þurfa að leiða til neinnar vemlegrar aukning- ar á verðbólgu, meðal annars vegna þess að sjávarútvegurinn virðist hafa góða aðstöðu til þess að axla þessar launahækkanir án þess að það verði gengisfelling í kjölfarið. Nýjustu uppiýsingar, sem við höfum um stöðu sjávarútvegsins, sýna það mjög ótví- rætt, þannig að það er engin ástæða til þess að hverfa frá fastgengisstefn- unni,“ sagði Ásmundur ennfremur. Hann sagði að atvinnurekendur héldu því fram að ekki ætti að bæta verðlagshækkunina vegna þess að það hefði orðið svo mikið launaskrið í sumar. Kaup hafi hækkað svo mik- ið að það sé engin forsenda til þess að hækka það meira. í samningunum í desember væri hins vegar skýrt ákvæði um það að launaskrið væri mál atvinnurekenda. Það væri ekki á ábyrgð launanefndar og hún hefði ekki heimild til þess að niðurreikna laun vegna launaskriðs. Atvinnurek- endur ættu sjálfír að sjá um þau mál. „Það getur enginn reiknað með því að það fólk sem hefur ekki notið neins launaskriðs eigi nú að borga launaskrið annarra með skerðingu á verðbótum, sem að öðmm kosti ættu að koma núna. Það er svo öfugsnúin röksemdafærsla að hún nær í raun- inni ekki nokkurri átt. Ég harma það fyrir mitt leyti að Vinnuveitendasam- bandið skuli ekki hafa getað staðið að afgreiðslu málsins með okkur. Þetta kerfí hvílir á trausti, að launa- nefndin axli þá ábyrgð að tryggja þann kaupmátt sem um var samið og þá er ég að tala um kaupmátt þeirra taxta sem við sömdum um,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að ástæðan fyrir þessu vandamáli væm brigðir ríkisvaldsins undanfama mánuði og jafnvel miss- eri. Það færi eftir framhaldinu hver verðbólguþróunin yrði. Ef genginu yrði haldið föstu og staðið við fyrir- heit um aðhald í ríkisfjármálum og peningamálum þá myndi verðbólgan fara minnkandi á næstu mánuðum en ekki vaxandi. Ef ríkisvaldið stæði ekki við sitt færi verðbólgan vaxandi. „Þegar launanefndin er núna að úrskurða um kauphækkun 1. október þá er hún ekki að búa til vandamál heldur taka afleiðingum af þeim vandamálum sem stefnulevsið hefur leitt yfir fólk. Málið snýst um að bæta fólki það sem það hefur þurft að taka á sig óbætt í sumar," sagði Ásmundur Stefánsson. Svavar Gestsson ur lagt það til að banna þessar hækkanir, þannig að ég þykist vita að beitt verði gömlu íhaldsúrræðun- um, það er að segja að beita kaupráni, í stað þess að takast á við grunnvandann, sem er spenna og ójafnvægi í efnahagsmálum," sagði Svavar að lokum. Kristján Thorlacius, formaður BSRB; Víxlhækkanir undir stjómvöldum komnar „ÞETTA er eðlileg afleiðing og sjálfsögð ráðstöfun vegna verð- hækkana að undanförnu og batnandi afkomu þjóðarbúsins,“ sagði Kristján Thorlacius form- aður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í tilefni þeirrar ákvörðunar launanefndar BSRB og fjármálaráðuneytisins að hækka laun félaga BSRB um 7,23% um næstu mánaðamót. Kristján sagði að ekki væri verið að skapa nýjar ástæður verðbólgu, heldur væru launahækkanirnar af- leiðing verðbólgunnar en ekki orsök. „Að sjálfsögðu er það ekki fagnaðarefni ef verðbólgan eykst,“ sagði Kristján. Kristján hafnaði þeirri fullyrðingu atvinnurekenda, að veruleg kaupmáttaraukning hefði átt sér stað. „Það getur verið rétt, að launaskrið hafi orðið hjá sumum, en það hefur engan veginn náð yfir allan launamarkaðinn. Ef ákvæðum samninganna hefði ekki verið framfylgt nú, hefði orðið mik- ið óréttlæti í þjóðfélaginu." Aðspurður um líkur þess. að til Kristján Thorlacius. víxlhækkana launa og verðlags kæmi i kjölfar þessarar ákvörðun- ar, sagði Kristján að hann gæti ekki um það spáð, slíkt væri komið undir viðbrögðum stjórnvalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.